Morgunblaðið - 17.11.1968, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVBMBER 1968
Ljóð Rangæinga komin ut
NÝLEGA er komin út sýnisbók
rangæskrar ljóðagerðar á 20. öld
og heitir Ljóð Rangæinga. Sex-
tíu og átta höfundar eiga ljóð
í bókinni. Þórður Tómasson og
Jón R. Hjálmarsson hafa séð um
útgáfuna og rita formála, þar
sem segir að þeir hafi tekið að
safna til bókarinnar fyrir fjórum
árum. Var þá birt grein um fyr-
irhugaða ljóðasöfnun í tímarit-
inu Goðasteinn, þar sem heitið
var á skáld og hagyrðinga að
koma til liðs við þá. Margir tóku
hugmyndinni vel, enda hafa svip
uð ljóðasöfn eftir skáld og hag-
yrðinga í einstökum héruðum
verið gefin út síðustu áratugi og
orðið vinsælar og örvað fólk til
ljóðalesturs.
Meðal þeirra höfunda, sem ljóð
eiga í bókinni eru Þorsteinn Erl-
ingsson, Guðmundur Guðmunds-
son, skólaskáld, Grétar Fells,
Anna frá Moldnúpi, Baldur Ósk
arsson og Stefán Hörður Gríms-
son.
Bókin, Ljóð Rangæinga, er 232
bls. að stærð, prentuð í Prent-
smiðju Suðurlands h.f. og útgef-
andi er Goðasteinsútgáfan, Skóg
um.
Allir miðstöðvarofnar í 6 fjölbýlishúsum Framkvæmdanefndar bygg-
ingaráætlunar eru framleiddir af okkur.
HELLUOFNINN er í 3 þessara húsa og f jölda bygginga um land allt.
HELLUOFNINN er framleiddur úr v-þýzku stáli 1,25—1,65 mm.
á þykkt.
HELLUOFNINN er þrýstireyndur með 8 kg/fersm. og fullnægir
því öllum skilyrðum til að tengjast beint við kerfi Hitaveitu Rvíkur.
HELLUOFNINN ER ALLTAF í TÍZKU
HAGSTÆTT VERÐ - STUTTUR AFGREIÐSLUTIMI
%OFNASMIÐJAN
tlNMOLTI.IO - SETKIAVÍK - ÍSLANDI
IARK
FILTER CIGARETTES
Reynið Lark, vinsælustu nýju amerisku sigarettuna
Hvað voru frí-
merkin mörg?
f TILEFNI af „Degi frímerkis-
ins“ efndi Félag frímerkjasafn-
ara til verðlaunagetraunar, sem
fór fram á þann hátt, að í glugga
verzlunar Franch Michelsens að
Laugavegi 39 var komið fyrir
talsverðu magni frímerkja. Þátt-
takendur í getrauninni fengu af-
henta getraunaseðla og skrifuðu
á þá tölu frímerkja, sem þeir
töldu vera í glugganum.
Á þriðja hundrað manns tóku
þátt í getrauninni og komust þess
ir næst réttri tölu, sem var 11.900
stk.
1. Helgi S. Helgason, Laugarnes-
vegi 71, Reykjavík.
2. Gunnar M. Gunnarsson, Lauga
vegi 33, Reykjavík
3. Þorbjörn Biering, Njólsgötu
82, Reykjavík
4. Hlynur Jón Michelsen, Álfta-
mýri 65, Reykjavík
5. Guðrún Þ. Sigurðardóttir, Háa
leitisbraut 22, Reykjavík
6. Sigurður Magnússon, Hverfis-
götu 14, Hafnarfirði.
Verðlaun verða afhent í her-
bergi félagsins að Amtmannsstíg
2, II. hæð, laugardaginn 16. nóv-
ember kl. 15—18.
(Frá Félagi frímerkjasafnara).
Róðleggingar-
stöð Þjóðkirkj-
unnar í nýju
húsnæði
RÁÐLEGGINGARSTÖÐ Þjóð-
kirkjunnar í hjúskapar- og fjöl-
skyldumálum, sem verið hefur
til húsa á Lindargötu 10, flytur
nú starfsemi sína í Heilsuvernd-
arstöðina, mæðradeild.
Stjórn Heilsuverndarstöðvar-
innar hefur sýnt stofnuninni þá
velvild og skilning að veita henni
þar ókeypis aðstöðu til starfa.
Forstöðumaður ráðleggingarstöðv
arinnar er séra Erlendur Sig-
mundsson, biskupsritari, en auk
hans starfa við stöðina prófess-
or Pétur Jakobsson og frú Stein
unn Finnbogadóttir, ljósmóðir.
Viðtalstími prests verður fram-
vegis á þriðjudögum og föstu-
dögum eftir klukkan 17 og við-
talstími læknisins á miðviku-
dögum eftir klukkan 17.
Ráðleggingarstöðin mun taka
til starfa í nýju húsakynnunum
nú eftir helgina. Gengið er inn
á mæðradeildina frá Barónsstíg.
Á viðtalstímum verður svarað í
síma 22406.
8W — 8TRACK — STEREO
bíl-segulbandstæki
AUÐVELD ÍSETNING NOKKUR TÆKI ÓSELD.
í ALLA BÍLA. VERÐ KR. 4165 MEÐ SÖLUSK.
MEÐ FYLGJA HÁTAL-
ARAR, FESTINGAR, HAUKAR H/F.,
LEIÐSLUR OG INN- GRANDAGARÐI 5.
STUNGUR. SÍMAR 16485, 15579.
HVÍUÐ MEÐAN t»ÉR VINNIÐ
SAVO skrifstofustólar eru sérstaklega þægilegír vinnandi
fólki. Sæti og bak eru löguö eftir Kkamanum og bak og
sethæö stillanleg.
Stólarnir snúast hljófilaust ð kúlulager. SAVO-stóll er
vandaÖur gripur, sem fullnægir ströngustu kröfum. —
Margar og mismunandi geröir.
HÚSGAGNAVERZLUN
VIÐ NÓATÚN — SÍML 18520