Morgunblaðið - 17.11.1968, Síða 15

Morgunblaðið - 17.11.1968, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. NÓVBMBER 1968 15 Jónas ThorocLdsen, bæjarfógeti sextugur Á morgun verður Jónas Thor- oddsen sextugur. Þegar litið er um öxl finnst manni tíminn hafa liðið ótrúlega hratt. Mér finnst eins og það hafi verið fyrir nokkrum dögum sem við Jónas vöndum komur okkar á Hótel ísland. Sátum þar áhyggjulaus- ir stúdentar og röbbuðum sam- an yfir kaffisopa, hlustuðum á léttá músik, og fylgdumst með þvi öðrum þræði hvernig þeir sem settu svip á bæinn komu hver á eftir öðrum inn á Hótel ísland, Jakob Möller, Kjarval, Ólafur Johnson, Arent Claess- en, Árni Pálsson, Tómas borgar- skáld og svona mætti lengitelja. Margir af þeim, sem þarna komu voru frjálslyndir í hugsun en hefðbundnir í háttalagi, því að alltaf settust þeir við sömu borð in. En nú er allt öðruvísi en áður var, við Jónas fyrir löngu orðn- ir ráðsettir og fullir af ábyrgð- arti'lfinningu, Jónas meira segja kominn upp á Akranes með leyfi þess opinbera til þess að dæma menn. En Jónas hefur aldrei dóm- harður verið, og geri ég ráð fyr- ir að hann sé jafnvinsæll á Akranesi eins og annarsstaðar. Við Jónas erum búnir að eiga saman margar skemmtilegar stundir kryddaðar gáska og græskulausri glettni. Starfi mínu hefur verið þann- ig háttað, að oft hefi ég þurft að dvelja fjærri vinum mínum á íslandi, og þegar ég hefi sakn- að þeirra mikið, hafa stigið úr undirvitund minni geymdar en ekki gleymdar endurminningar. Sumt af þessu hefur verið al- varlegt, en annað orkað svo spaugilega á mig að ég hefi skellt upp úr, þó að ég hafi verið staddur á götu í París eða annarsstaðar fjarri íálandi. Þeir sem verða á vegi okkar hafa miklu meiri áhrif á okkur heldur en margan grunar. Ekki þarf maður að rölta lengra en niður Bakarabrekkuna og í gegn um Austurstræti og óðai en var ir hefur maður orðið fyrir marg víslegum áhrifum. Það er hygginna manna hátt- ur að forðast þá, sem draga mann niður þegar eitthvað amar að. Jónas Thoroddsen er alltaf gott að hitta og gaman að spjalla við. Enda er hann vinsæll mjög. Okkur vinum hans finnst hann vera drengur góður. Jónas er óvenju kurteis mað- ur, og býr yfir þessari náttúru- legu kurteisi, sem bæði felur í sér tillit til annarra og viður- kenningu á því, að þeir eigi rétt á borð við mann sjá'lfan. Jónas er góðum gáfum gædd- ur og allt leikur í höndunum á honum, sem hann einbeitir sér að f hörpu hans eru margir strengir og sumir furðu fíngerð- ir. Enda býr hann yfir lista- mannslund og er listrænn mjög. Hæfileikum sínum til listsköp- unar hefur hann því miður ekki sinnt sem skyldi. Mér hefur löngum fundist vin áttu að sumu leyti svipa til vá- tryggingar. Til hennar hefur að vísu hvorki verið stofnað af hvötum eigingirni eða efnis- hyggju, heldur dragast menn hvor að öðrum ýmissa orsaka vegna. En lífinu er nú þannig farið, að þar skiptast á skin og skugg- ar og hvert er eðlilegra að snúa sér þegar syrtir í álinn en til vina sinna? Að Jónasi standa merkar ættir. En þár sem slíkar upplýsingar er hægt að fá í Lögfræðingatal- inu skal ekki farið út í þá sálma sér. Annað mál er, að ekki væri saga Jónasar nema hálf, ef ekki væri minnst á hið fallega heim- ili hans og þann aðila, sem það hefur skapað. Þetta heimi'li hef- ur hans góða eiginkona, Björg Magnúsdóttir, byggt upp af ein stakri smekkvísi og listrænu inn sæi. En samt er það svo, að þó marga fallega muni megi sjá á heimili Jónasar, þó er það þó miklu frekar hin einlæga vin- AKRANES Kirkjutónleikar Aðalheiður Guðm- mundsdóttir, mezzo- sópran og Páll Kr. Pálsson, organleikari halda tónleika í Akraneskirkju sunnudaginn 17. nóv. kl. 21. Aðgöngumiðar við innganginn. átta, sem hjónin bera hvort til annars, sem laðar fólk að heim- iliinu. Frá þessu vináttusambandi hjónanna geislar hlýju inn í hvern krók og kima og skapar einstaklegte viðfeldið andrúms- loft á heimilinu. Björg og Jónas hafa eignast 4 mannvæn'leg börn. Þrjú þeirra eru á lífi: Magnús, borgardóm- ari, María Kolbrún og Soffía Þóra. Við Ingibjörg sendum Jónasi og konu hans hugheilar ham- ingjuóskir á þessum hátíðardegi og þökkum margt gamalt og gott Pétur Eggerz GLUGGA- OG DYRAÞÉTTIIVGAR Tökum að okkur að þétta opnanlega glugga og hurðir með varanlegum þéttilistum, sem veita nær 100% þéttingu gegn dragsúg, vatni og ryki. ÓLAFUR KR. SIGURÐSSON & CO. Upplýsingar í síma 38835 Heimasími 83215. Nafn herra tízkunnar í dag VERKSMIÐJAN FÖT H.F. JÓLAVÖRUR - NÝJAR VÖRUR ÁN GENGISBREYTINGA Nú er hogkvæmt oð gem jólainnknupin tímonlego Aðalstræti 8. Laugavegi 164.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.