Morgunblaðið - 17.11.1968, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.11.1968, Qupperneq 32
ASKUR Sudurlandsbraut 14 — Sími 38550 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1968 INNIHURÐIR i landsins mesta urvali 4A4 SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. Nú í vikunni varð mikið og óvænt gufugos úr borhlu í Bjarnarflagi í Mývatnssveit, þar sem nú er verið að bora vegna gufustöðvar til raforkuframleiðslu. Lagði mökkinn yfir Kísilgúrverksmiðjuna og úðinn lokaði sýn á stóru svæði, en drunurnar heyrðust langar leiðir, að sögn fréttaritara blaðsins. I fyrstu gekk erfiðlega að loka ventlum holunnar, en það tókst þó á miðvikudagsmorgun. — Myndina tók Dagbjartur Sigursteinsson. 80 tonna túrbína flutt í Straumsvík Kostar á annað hundrað milljón krónur ÖNNUR gastúrbínan, sem Lands virkjun staðsetur í Straumsvík, er komin til landsins með Skóga- fossi og átti síðdegis í gær að skipa henni upp og setja á vagn til að flytja hana frá Reykjavík- urhöfn suður í Straumsvík. Þetta er þungur og dýrmætur flutningur. Túrbínan vegur 80 tonn og kemur hinn nýi flot- krani Reykjavíkurhafnar því í góðar þarfir nú. Og reiknað á r»ýja genginu kostar túrbínan á annað hundrað milljón krónur. Túrbínan er framleidd af AEG verksmiójunum í Essen og flutt um borð í Rotterdam, en Bræðurnir Ormsson eru um- boðsmenn fyrir það fyrirtæki og sjá um móttöku og flutning á túrbínunni hér. Flutningafyrirtæki Gunnars Guðmundssonar hefur tekið að sér flutninginn á túrbínunni frá Reykjavikurhöfn og suður í Straumsvík. Þar sem þetta er svo þungt stykki, 80 tonn, er flytja verður í einu lagi, hefur hann haft talsverðan viðbúnað. Hef- ur hann smíðað og lagfært vagn og hjólastell aftan í hann, til að dreifa þunganum á marga öxla, í samræmi vi'ð það sem Vega- gerð ríkisins leyfir til flutnings á vegunum. Eru 42 hjól undir vögnunum. Er ætlunin að fara með flutninginn um eða eftir helgina, þegar minnst umferð er. Tveimur gastúrbínum verður komið fyrir í Straumsvík og þegar þær eru báðar komnar í gang, verður nýja stöðin álíka stór og Steingrímsstöð við Sog- ið. Með Skógafossi kom meira af stórum stykkjum, sum 35 tonn, og var þeim skipað upp í Hafn- arfir'ði áður en skipið kom til Reykjavíkur. Rafallinn, sem er annað 80 tonna stykki, átti að koma með sömu ferð, en tafðist og kemur væntanlega með næstu ferð Skógafoss, að því er Karl Eiríksson, framkvæmda- stjóri hjá Bræðrunum Ormsson tjáði Mbl. Nýjar reglur um notkun tékka — ganga í gildi á morgun í FRÉTTATILKYNNINGU frá samvinnunefnd banka og sparisjóða er skýrt frá nýjum reglum sem ganga í gildi á morgun um tékkaviðskipti en skv. þeim munu bankar og sparisjóðir hætta að kaupa tékka á aðrar bankastofnanir, ef ætlazt er til að þeir séu innleystir með reiðufé og jafnframt geta þeir, sem eiga tékkaviðskipti við banka og sparisjóði átt von á að þurfa að framvísa persónuskilríkj- um við afgreiðslu. Hér fer á eftir fréttatilkynningin: Frá og me'ð morgundeginum, 18. nóv., geta þeir, sem eiga tékkaviðskipti við banka og sparisjóði, átt von á því að þurfa að framvísa persónuskilríkjum við afgreiðslu. Jafnframt hætta þessar stofnanir almennt að kaupa tékka á aðrar bankastofn- anir, sem ætlazt er til að séu innleystir með reiðufé. í auglýs- ingunni er ennfremur ábending Framhald á bls. 31 Lýst eftir 16 ára telpu SEXTÁN ára gömul telpa fór að heiman frá sér á miðviku- dagsmorgun, á 9. tímanum, og ætlaði í skólann, Flensborgar- skóla. Siðan hefur hún ekki kom Innbrot hjá Dagsbrún: Peningaskápur sprengdur upp og dreift úr öllum skúffum í FYRRINÓTT var brotizt inn í skrifstofu Dagsbrúnar í Lindar- bæ. Var öllu dreift þar úr skúff- um og brotinn upp peningaskáp- urinn með verkfærum, er voru á staðnum. Ekki var í gær enn íullkannað hve miklu hefur ver- ið st'olið, því margir aðilar eru þarna með peninga, ávísanir og skjöl, en starfsmenn sögðu blaða manni Mbl. er kom á staðinn, að það væri örugglega á annað hundrað þúsund í peningum. Það var ljót aðkoma, er starfs- Peningaskápur Dagsbrúnar liggur á gólfinu og hönd sýnir gatið sem skorið var á hann. fólk kom á skrifstofu Dagsbrún- ar á 1. hæð í Lindarbæ um 8 leytið í gærmorgun. Var rann- sóknarlögreglunni strax gert að- vart. Njörður Snæhólm rann- sóknarlögreglumaður sagði að ekki væri ljóst hvernig menn- irnir hefðu komizt inn í húsið, en innbrotið hafi verið framið einhvern tíma eftir kl. 2.30. Ekki sé vitað hve mikið innbrotsiþjóf- arnir höfðu upp úr þessu. Fréttamaður blaðsins leit inn um hádegið. f skrifstofuher- bergjum, og fundarsal höfðu öll skrifborð verið sprengd upp og innihaldið úr skúffunum lá á við og dreif. Þjófarnir höfðu sprengt gat á peningaskápinn með raf- magnsbor, meitli, járnsög og slaghamri, sem þeir höfðu fund- ið á staðnum. Og til að komast inn í skrifstofuna sjálfa hafði verið tekin úr rúða. ið heim og auglýsti Hafnarfjarð- arlögregian eftir henni í gær i útvarpinu. En hún hafði sézt í Reykjavík á miðvikudag og tal- ið að hún hefði sézt í Hafnarfirði á fimmtudag. Telpan heitir Sigríður Jóns- dóttir, Eyrarhrauni við Hafnar- fjörð, fædd 29. marz 1952. Hún er stór, ljóshærð með sítt hár. Er hún fór að heiman var hún í svörtum síðbuxum, svartri plast kápu með hettu og tvílitum skóm, brúnum og drapplitum, og með skólatöskuna sína. Er búið að spyrjast fyrir um hana og hafa samband við vin- konur hennar, án þess að tekizt hafi að hafa upp á henni. Eins var hún með auglýsingum í út varpi á föstudaginn beðin um að hringja heim til sín. Síðdegis 1 gær, er blaðið fór í prentun, hafði ekkert spurzt til hennar. Séð inn um dyragátt | eina skrifstofuna. EINHVERJIR óþokkar hafa vað- ið um í Kópavogi í fyrrinótt og gert óskunda. Var brotin fraim- rúða í bít í Vesiturbænium, brot- ið ljósaisikiiliti verzlunar í Austur- bæmium, brotizt imin í Félaigs- heimili Kópavogs og lokis var stolið bifreið við Hnaiumitungu 1 og fannist hún ekki fymr en eftir hádeigi í gær. Vair Kópavogsilöig- reglam að raminisakia þessi mál í gær. LITIL SILD HÆGVIÐRI og þoka var á síld- armiðunum aðfaranótt laugar- dags. Lítið fannst og svo til eng- in veiði. 12 skip munu hafa til- kynnt um afla frá því í fyrrinótt, samtals 235 lestir. Veiðisvæðið er það sama og áður. Þessir bátar tilkynntu afla: Guðbjörg ÍS 30 lestir, Huginm II VE 20 lestir, Sól fari AK 25, Guðbjörg GK 10, Sæ hrímnir KE 10, Jörundur II RE 15, Barði NK'25, Sveinn Svein- bjarnarson NK 30, Hólmanes SU 10, Náttfari ÞH 30, Guðbjartur Kristjáns ÍS 10, Krisfján Valgeir NS 20. Enn ráðist á konu — í FYRRAKVÖLD var ráðist á konu á gatnamótum Freyjugötu og Njarðargötu. Þreif pil-tur af henni veskið, en maður sá til hans og náði veskinu af honum, en pilturinn slapp. Telja þau kon an og maðurinn að þarna hafi þrír piltar verið saman. Fyrr um kvöldið höfðu 3-4 piltar ráð ist á kenndan mann á Óðins- torgi og tekið af honum veski hans. Kona sá til þeirra og þekkti einn piltanna. FRÉTTARTITARI Mbl. á Sauð árkróki sagði veðráttuna vera hreinustu sumarblíðu, og fólk væri afar fegið þessum sumar- auka. Þar sem væri ræktað land, væru víða græn grös. Lítið hefði fiskazt, og atvinna færi minnk- andi eftir sláturtíðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.