Morgunblaðið - 07.02.1969, Síða 10

Morgunblaðið - 07.02.1969, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1969. réttumyndir UZ YMSML Efnt var til mótmælafundar fyrir framan aðalstöðvar S.Þ. i New York eftir að íraksstjórn hafði látið hengja fjórtán menn, sem sakaðir voru um njósnir í þágu ísraels. Á fundinum var fáni íraks brenndur til að sýna andúð fundarmanna á aftök- unum. WVWOOfw - Vinir forsetanna: A myndinni sést Iengst til vi nstri hundurinn Tína, nýr hirðhundur Hvíta hússins. Síðan koma Fala, hundur Johnsons, Scotty, sem cr eftirlætishundur Roosewelts og lengst til hægri er Charlie, sem var samtíða Jo hn F. Kennedy í Hvíta húsinu. Fimmtugur ástralskur áhugaflugmaður, Robert Baudin sést hér fljúga vél sinni rétt við Sydney-brúna, og tilkynnti að hann hefði í hyggju að fremja sjálfsmorð. Mönnum tókst þó að fá hann ofan af því áformi og þegar hann lenti var hann leiddur fyrir rétt ákærður fyrir svik og brall af ýmsu tagi. Franco þjóðarleiðtogi Spánar hefur haft í ýmsu að snúast undanfarið, vegna vaxandi ókyrrðar meðal stúdenta og verkamanna á Spáni, enda lýsíi hann yfir neyðarástandi fyrir nokkru og lætur nú fangelsa menn unnvörpum. Um síðustu helgi brá Franco sér í útreiartúr og snarast hér á bak reiðskjóta sínum. Dodge yfirbyggingin á þessum kappakstursbíl losnaði af þegar hann valt á 200 kílómetra hraða, í hinni árlegu kappaksturs- keppni gamalla bíla í Pómona í Kaliforníu. Ökumaðurinn missti stjórn á farartækinu með þessum afleiðingum. Sjálfur var hann í sérstöku „búri“ sem verndaði hann svo vel að hann fékk ekki svo mikið sem skránu. CETIÐ ÞÉR CERT BETRI INNKAUP > Aðeins krónur 14,50 i smásölu Tékknesk þingmannanefnd hefur verið í heimsókn í Moskvu. Hér sést Podgorny, forseti So- vétríkjanna taka á móti sendinefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.