Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNB'LAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1968 Grímnir var staðsettur í veitingastofunni Þurrabúð, en þó gutlaði ekki undir kili. Um borð í Grimni voru sungin ættjarðarlög allt kvöldið ívafin rómantiskum söngvum. Ljósm. Mbl. Kr. tískum söngvum. Ljósm. Mbl. Kristinn Benediktsson. Á árshátíð Kennaraskóla íslands ÁRSHÁTÍÐ Kennaraskóla Is lands var haldin sl. mánudag með leiksýningu í Austurbæj arbiói og síðan skemmtun og damsleik sem haldinn var í Æfingaskéla Kennaraskólans. f Austurbæjarhíói sýndu kennaranemar leikritið „Spanskflugan“ skopleik í þrem þáttum eftir Arnold og Bach. Leikstjóri var Steindór Hjörleifsson. Kennaranemar höfðu i nnréttað hálfkarað húsnæði Æfingaskólans og þar var kvölclskemmtunin með mörgum tilhrigðum. Árshátíð kennaranema hófst með tveím sýningum á Spanskflugunni í Austurbæj- arbíó. en tvískipta varð ném- endahópnum í skólanum. Alls eru á níunda hundrað nem- endur í skólanum. Tókst leik sýningin með ágætum og ■skem.mtu áhorfendur sér hið bezta. Formaður árishátíðar- nefndar var Helgi Pétursson. Kennaranemar höfðu lagt mjög mikla vinnu í undirbún ing árghátíðarinnar og þar sem ekkert samkomuhús í borginni rúmar nemiendafjöld ann í slíku skemmtanahaldi var það ráð tekið að innrétta samkomusal og nokkrar kennslustofur í hinum nýja Æfingaskóla Kennaraskólans. Rafmagn var leitt í stof- urnar og ópússaðir gteinvegg irnir klæddir með veiðarfger- um og risastórum teikning- um. Jafnaðist veiðarfæra- magn kennaranema á við út- búnað nokkurra trollbáta. Eft ir all víðamiklar skreytingar vorú sett upip lituð ljós og hurfu þá flestir annmarkar. f Þurrabúð, eirmi af veit- ingastofunum var smíðað skipið Grímnir, líklega 12—14 tonna skip og var það ávallt þétt setið af J>urrabúðargest- um við söng og glens. Var sungið langt fram á nótt um borð í Grímni og ekkerf gefið eftir í söngmenntinni hvorki á stjórnborða eða bakborða. í aðaldanssal lék hljóm- sveit Ingimars Eydals, og í .gömlu dansa sal lék Rondo tríó. Dumaði dansinn janft og ■þétt í báðum sölum með. a!- mennri þátttöku. Skólakór Kenn-araskólans söng á kvöldskemmtuninni undir stjórn sön.gs'tjórans, Jóns Ásgeirssonar og var hon •um vel fagnað. í dagskrá árshátíðarimnar segir að hátíðin sé gaman- leikur í mörgum þóttum gerð ■ur að bláköidum staðreynd- um af: Fómfiúsum höndum, .hverra rnottó er: „Allt ér náminu æðra.“ Svar frá Hótel Hr. ritstjóri: í TILEFNI af bréfi, er birt var í blaði yðar í dag og stílað var til hótelstjóra Hótels Loftleiða, þar sem rakin voru atvik í sam- bandi við kvöldverð greinarhöf- undar á hótelinu 1. marz sl., vil ég biðja blaðið fyrir eftirfarandi athugasemd: Með tilliti til þess, að ég tók ekki við hótelstjórn fyrr en 15. marz sl., eru mér ekki kunnug persónulega þau atvik, sem í bréfinu er lýst, en tel það þó skyldu mína sem hótelstjóra, að málið fáist upplýst hið fyrsta. Ég hef því þegar gert ráðstafan- ir til að kanna málið ofan í kjölinn og hef ég boðið höfundi bréfsins að koma til skrifstofu minnar á morgun ti'l að ræða málið nánar, sem hann hefur oegið. — Það er tvímælalaus skylda þjónustufyrirtækja eins og Hó- tel Loftleiða að kanna rækilega allar kvartanir, er berast kunna - DUBCEK OG... Framhald af bls. 1 ISemjonovs gera það ljóst, áð Sovétstjórnin telji ekki, að leið- itogar Tékkóslóvakíu hafi stjórn á ástandinu í landinu. Það var þessi sama röksemd, er beitt var, Iþegar landið var hernumið í tfyrrasumar. Þá segir ennfremur í sömu tfrétt, að líkur séu taldar á, að Sovétstjómin muni krefjast þess, að algjöru eftirliti verði komið á með öllum fjölmiðlunartækjum á Tékkóslóvakíu, en sovézka tflokksblaðið Pravda ásakaði á mánudag blö’ð og útvarp í Tékkó slóvakíu um að hafa kynt undir þjóðernissinnaða móðursýki eftir eigur Tékkósióvakfu yfir sovézka landsliðinu í heimsmeistara- keppninni í ísknaittleik í Stokk- hólmi. Það þykir ljóst, að gangi kröf- ur sendimannanna í Prag raun- verulega ekki lengra en að hert verði rækilega á ritskoðuninni í landiniu, þá muni staða Dubceks veikjast mjög, etf forsætisnefnd kommúnistaflökksdns samþykkir að innleiða slíka ritskoðun og rnuni Dubcek vatfalaust snúast einbeittur gegn því, áð slíkt verði samþykkt. Loítleiðum um starfisemi þess, hvort sem þær eru smáar eða stórar, og það er um leið jafn brýn skylda allra þjónustustofnana að gera sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir frekari mistök. -— Ef í ljós kemur við nánari athugun, að mistö'k hafi átt gér stað af hálfu hótelsins, ber að harma þáu og biðjast á þeim afsökunar óg gera jafnframt ráðstafanir til þess, að slík mistök endurtaki sig ekki. Ég mun í starfi mínu óska eftir því, að viðskiptavinir" hó- telsins hiki ekki við að koma persónulega á framfæri við mig þeim kvörtunum, e,r þeir kunna að hafa, þó að það sé að sjálf- sögðu von hótelsins, að þær verði ekki margar eða alvarlegs eðlis, og ég mun fyrir mitt leyti ítefna að því, að þær verði sem fæstar. — Rvík., 1. apríl 106i9. Erling Aspelund. Ungl fólk dans- ar fyrír Biafra f KVÖLD, miðvikudagskvöld, efnir ungt fólk til dansleiks í Glaumbæ, tii ágóða fyrir Biafra söfnunina. Hefst dansleikurinn kl. 21 og stendur til kl. 3. Á skemmtuninni rounu hljóm sveitirnar Flower.s, Dumbó og Guðmundur Haukur Faxar, Júd as, Blues-Company of Haukar leika fyrir dansi. Nútímabörn koma fram. Munu alliir skemmti kraftar getfa sína vinnu og auk þess er leiga á húsinu gefin. Ungt áhugasamt fólk stend.ur að þessum dansleik og bað það blaðið um að þakka öllum þeim sem hafa hjálpað þeim til þess að af þessari skemmtun gat orð- ið. ~ KISTA Framhald af bls. 1 síðan hófst 2.400 km. löng leiðin yfir Sléttumar miklu til Abilene í Kansas þar sem Eisenhower verður grafinn í einkennisbún- ingi sínum frá heimsstyrjöldinni - EITURGAS Framhald af bls. 1 Saigonstjórnar og Þjóðfrelsis- fylkingarinnar, hins pólitíska arms Viet Cong. Forsetinn vildi þó ekki segja af eða á um þetta. „Ég get ekkert sagt, þetta er allt mjög leynilegt", sagði Thieu við fréttamenn. „Við verðum að halda þeim (friðarviðræðunum) eins leynilegum og hægt er ef við æskjum þess að þær beri árangur“. ENTERPRISE f STYRJÖLDINA Bandaríkjamenn hafa nú sent hið kjarnorkuknúna flugþilju- skip, „Enterprise" til Vietnam til þátttöku í styrjöldinni þar. Jafnframt hafa nú fleiri Banda- ríkjamenn fallið í Vietnam en í Kóreustyrjöldinni allri, en í þeirri styrjöld féllu 33.629 banda rískir hermenn. Sérfræðingar hafa talið, að samanlagt mannfall í Vietnam, bæði meðal hermanna og borg- ara beggja stríðsaðila, væri um 750.000 manns. Svarar þetta til þess að 1,700 manns hafi fallið á viku hverri frá ársbyrjun 1961. Flugþiljuskipið Enterprise, sem fyrr var getið, er stærsta herskip veraldar, og meðal vopna búnaðar þess er bæði að finna venjuleg vopn og kjarnorku- vopn. TVEIR ísraelskir hermenn særð- ust á mánudagskvöld er ráðist var á bíl þeirra, sem var í eftir- litsför á Gazasvæðinu, sagði for mælandi ísraeláhers í dag. Mun sprengja hafa sprungið undir bílnum, og jafnskjótt hófst skot- hríð að honum, og tveimur hand sprengjum var kastað. Er talið að hér hafi E1 Fatah-menn verið að verki. FÉLAG íslenzkra teiknara efnir til sýningar á íslenzkri bókagerð 1966, ’67 og ’68, ásamt sýnishom- um þýzkra og norskra bóka. Sýning þessi verður opnuð í dag kl. 20, og verður opin dagana 2.—13. apríl, frá kl. Í4-22. Ástmar Ólafsson formaður fé- lagsins skýrði svo frá, að þetta væri önnur sýningin, sem fé- lagið héldi. Hefði upprunalega verið ætlunin að halda slíkar sýningar árlega, en fjármagn væri ekki fyrir hendi til að halda sýningar svo oft, enn sem komið væri. Tilgangur þessarar sýningar er að efla áhuga á bókagerð, og jafnhliða því að sýna bókagerð annarra þjóða. Félagið gekkst fyrir viðræðum um stofnun sýningarráðs þeirra aðila, sem hagsmuna hafa að gæta í bókagerð og var lögð fram til samþykkis reglugerð um dómnefnd, bókaval og sýn- ingar. Næsta sýning verður því vænt anlega haldin af sýningarráði þessu. Félag íslenzkra teiknara er sem kunnugt er tengiliður áhuga samtaka um bókagerð á Norður- löndum, Nordisk Bokkunst, við íslenzka bókagerð. Bækurnar, sem valdar voru, verða sendar á samsýningu til hinna Norður- landanna, þar sem þeim er ætlað að kynna Lslenzka bókagerðar- list hverju sinni. Erlendu bækumar, eru úrvals bækur, 25 norskar og milli 50 og 60 þýzkar, frá árínu 1966. Til umsagnar komu 123 íslenzk ar bækur og rit frá árunum 1966, ’67 og 1968. Umsögn fengu 24 bækur, 4 kennslubækur 1 tíma- rit, 1 tækisfærisrit og 9 bækur í aukaflokki. SEYÐISFIRÐI, 1. apríl. f morg- un klukkan um 9.30 kviknaði í síldarverksmiðju Hafsíldar hér á Seyðisfirði og brann hluti af verksmiðjuhúsinu. Var verið að setja verksmiðjuna í gang til að bræða loðnu, en hingað hafa borizt 400 tonn af loðniu. Þetta var á morguntíma og menn farnir í kaffi, svo óljóst er um eldsupptök. Kom eldur upp við þurrkara eða þar í grennd rétt eftir að mennirnir voru gengnir frá. Var eldurinn í olíu og virðist mest hafa logað í olíu- sulli úti fyrir. Var strax mikill eldur og reykur. SJökkvistarf gekk fljótt og Á sýningunni eru eirrnig mynd skreytingar úr íslenzkum bóikum á veggjum salarins. En þair eð svo til ógerlegt er að ná í frum- myndir myndskreytinga úr ís- lenzkum bókum, hefur orðið að notast við myndir teknar upp úr bókunum sjáltfum. Til dómsniðurstöðu skykiu ráð vel. Mun slökkviliðsstjórinn, Pétur Blöndal í Vélsmiðjunni Stál, hafa séð eldinn mjög fljót- lega af vinnustað, og gerði strax ráðstafanir. Húsið er mikið skemmt, en ekki virðast miklar skemmdir inni. Verður þó ekki brætt í bili. — Sveinn. Rannsókn á brunanum hófst síðdegis í gær hjá bæjarfógeta- embættinu á Seyðiisfirði, en var ekki lokið í gærkvöldi. Sagði bæjarfógeti í símtalL að ekki lægi ljóst fyrir hvernig kviknað hefði í, en menn töldu að slökkt hefði verið á öllum tækjum. Skemimdir væru töluvert miklar. síðari með helztu heiðursmerki sín á brjóstinu. Lestin ekur hægt um slétturn- ar, og er ekki búizt við að hún komi á leiðarenda í Abilene fyrr en kl. 6 í fyrramálið (miðviku- dagsmorgun). Eftir að hinni opinberu athöfn ccar lokið í Washington á mánu- dagskvöld, lagði lestin, sem alls eru í 10 vagnar, af stað til hinzta ákvörðunarstaðar Eiserahowers. Ekið var um vígvelli Borgara- styrjaldarinnar í Bandaríkjun- um, gegnum fjallgarðinn í Vest- ur-Virginíu og út á Slétturnar miklu. Gífurlegur manntfjöldi var víða saman kominn þar sem lest in fór um, til að votta hinum látna virðingu. Minningarguðsjóniustu, sem fram átti að fara í Cincinnati, Chio, var aflýsf að beiðni Eisen hower-fjölskyldunnar. Frú Mamie Eisenhower, ison- ur hennar, John, og fjögur barna börn eru með lestinni, ásamt Edgar Eisenhower, bróður hins látna. Milton Eisenihower liggur nú á Walter Reed sjúkrahúsinu, þar sem bróðir hans lézt, eftir að hafa skyndilega kennt sér fneins skönamu áður en útför Eisen'howers hófst á mánudag. Nixon, Bandaríkjatforseti, fer frá Washington til Abilene í fyrramálið til þess að vera við- staddur greftrun Eisenhowers. f Walter Reed sjúkrahúsinu er upplýst, að Milton Eisenhower hafi átt rólega nótt. Hann vonast enn til að geta verið viðstaddur útför bróður síns á morgun, en ekki verður tekin nein ákvörð- un um það fyrr en niðurstöður LaeknLsrannsókna liggja fyr- ir.. Framhald á bls. 31. Kviknaði í Síld- arbræðslunni — er brœða áfti tyrstu loðnuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.