Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1989 19 Jónas og: Þórður hjá hlöðnum matarfötum. — Ljósm.: Kr. Ben, Þeir útbúa veizlumat Litið inn í Kjöt og rétti í Hafnarfirði FYRIRTÆKIÐ Kjöt og réttir í Hafnarfirði hefur nú starfað í 2 ár og vakið athygli fyrir vöru- val og góða þjónustu. Eigendur eru Þórðuir Sigurðsson og Jónas Sigurðsson, sem báðir eru lærð- j ir matreiðslumenn. Þeir 'hafa' unnið erlendis, m. a. á Palacej hótelinu og Royal hótelinu í Kaupmannahöfn. Þjónusta fyrirtækisins er m. a. fólgin í þvi að sjá um að út- búa hvers konar veizlumat og senda hann hvert á land sem er. Ennfremur hafa þeir komið inn á heimili, til að sjá um mat- argerð ef húsráðendur hafa tal- ið það hentugra en fá matinn sendan heim. Þá er seldur heit- ur matuir í vérzluninni og mat- ur sendur til starfshópa og i verksimiðjur ef þess er óskað. Þórður og Jónas sögðu í við- tali við blaðið að þeir hefðu ekkert á móti því að gefa upp- lýsin.gar um hvers konar matar- gerð í síma. Ennfremur hafa þeir látið prenta svonefndan veizluseðli þar sem viðs'kipta- vinir geta fyllt út pöntunarform og fengið nákvæmt verð gefið upp fyriirfram. Sem dæmi má ■nefna, að kalt borð fyrir ferm ingarveizlur og annan mannfagn að inniheldur 9 kjötrétti, 4 fisk- rétti og 7 tegundir af salati, ostum oig sósum. Jafnaðarverð hefuir reynzt um 230 krónur á rnann. Þá hafa þeir Þórður og Jónas lagt áiherzlu á að hafa á boðstól- um flokkað og niðursoðið kjöt á mjög hagstæðu verði. Hjáþeim er t. d. hægt að kaupa Schnitzel, fylltan með osti og skinku, tilbú ið beint á pönnuna. Þegar mest er að gera, starfa hjá fyrirtækinu 12—15 manns. Hluut gullmerki Flugmúlufékgs íslonds FLUGMÁLAHÁTÍÐIN 1969 var haldin laugardaginn 22. marz sl. á 50 ára afmæli stofnunar Flug- félags íslands, hins fyrsta. ■*- Á ihátíðinni var fyrrverandi forseti Flugmálafélagsins, Baldvin Jóns- son, hrl., sæmdur gullheiðurs- merki félagsins fyrir störf að flugmálum. Baldvin lærði að fljúga skömmu eftir lok heims- styrjaldarinnar. Hann starfaði um 10 ára Skeið í Flugráði og vann þá að millirí'kjasamning- um um loftferðir, lögum að sk pulagi fl’ugmála, og vann að samninguim vegna flúgvallagerð- ar. Baldvin befur látið einkaíluig sig miiklu skipta. Hann stofnaði Félag íslenzkra einkaflugmanna og Fluiglbjörgunarsveitina. Hann hefur verið lengur forseti Flug- málafélags íslands en nokkur annar eða um 9 ára skeið. Baldvin er 12. maðurinn, sem hiýtur þetta heiðursmerki. Hinir eru: Agnar Kofoed-Hansen, Örn O. Johnson, Alfreð Elíasson, Halldór Jónasson, Alexander Jó- hannesson, Sigurður Jónsson, Björn Pálsson, Guðbrandur Magnússon, Bergur G. Gíslaaon, Jóhannes Snorrason og Kristinn Olsen. — Heimurinn breytist Framhald af bls. 17 ið hefur haft alveg öfug áhríf við það, sem til var ætlazt. — Hvað gerið þið, þegar þið fáið taugaveiklað barn til með- ferðar? — Fyrst þarf að átta sig á hvar vand nn liggur og síðan má stundum vinna að lausninni gegn um foreldrana eða börnin sjálf, eftir því hvernig á stendur Venjulega er meðferðin fólgin í viðtölum við foreidrana og í við- tölum við börnin, ef þau eru komin nokkuð á legg, en í leik- meðferð séu börnin ung. Börn geta oft mjög illa tjáð sig í orð- um og vita oftast nær ekki sjálf, hvar skórinn kreppir að. Þau tkynja vandamálin mjög skýrt ín þess að skilja þau. En það vill til, að börn etu oftast mjög nösk að „symbolisera" vandamál sín í leik og af því má ráða, hvar vandinn liggur. Yfirleitt fáumst við á geðverndardeildinni mest við lítil börn, sem ekki eru kom- in á skólaaldur. Það er vegna þess, hve fáliðuð við erum. Flest af yngri börnunum hafa venju- lega ekki enn markazt djúpt. — Á fólk auðvelt með að átta sig á því, að barn þess er að einhverju leyti afbrigðilégt og þarf á hjálp að halda? — Það fólk, sem hefur leitað til geðverndardeildarinnar, ger- ir það vegna einhvers í fari barnsins, sem það skilur ekki al- mennilega og veit ekki hvaða tökum á að taka. Stundum er um að ræða taugaveiklunareinkenni, en það geta líka verið bara al- menn uppeldisvandamál. En það er örugglega talsvert stór hópur, sem þyrfti að leita aðstoðar, en kemur ekki til skila. Þegar for- eldrar vilja ekki eða geta ekki leitað til okkar, þá fáum við að sjálfsögðu ekki barnið til með- ferðar. Sum af þeim börnum koma ef til vill til skila síðar í skólum eða t.d. sem skjólstæðing ar barnaverndarnefndar. Sann- leikurinn er sá, að til okkar koma oft foreldrarnir, sem mest er annt um börn sín og þá alltaf af frjálsum vilja. En æskilegt væri að ieita uppi þau börn, sem ekki er sinnt en þurfa aðstoð. En til þess að það væri hægt, þyrfti að efla geðverndarstarfsemi fyr- ir börn til muna. Það væri hægt að leita uppi vel flest börn, sem aðstoðar þyrftu í gegnum starfsemi barna deiidar H.R. og skólanna, þó að það hefði takmarkað raunhæft giidi, meðan ekki er hægt að sinna þeim eins og þyrfti. Eins og er, fáum við börn reglubund- ið til eftirlits á barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur fram að eins árs aldri, síðan meira slitrótt fram að fimm ára aldri og þá ekki nógu reglulega til að hægt væri að vinza úr skipulega öll þau börn, sem þurfa aðstoðar við. Vonandi stendur þetta til bóta og reyndar hafa þeisi mál verið mikið rædd innan Heilsugæzlunnar. Heil- brigðisyfirvöld virðast 'hafa full- an skilning á þeirri nauðsyn, að reglubundið eftirlit sé haft með börnum fram að skólaaldri á barnadeild Heilsuverndarstöðv- arinnar, enda þótt ýmsir fram- kvæmdaerfiðleikar séu enn í fyr ir hendi ,sem sennilega verður að leysa í áföngum. En eftir að skólarnir taka við, koma öil börn til skila eða þar um bil og því auðvelt að vinza úr þar þau Umbúðapappír Nýkominn umbúðapappir. hvítur í 40 cm & 57 cm rúllum. Einnig brúnir pappirspokai stærðir l kg. $ kg. kg. 1 kg. 2 kg. 3 kg. 5 kg. 10 kg. HAGSTÆTT VERÐ. & I 1 1 heiPdirerzPun BJÖRGVIN SCHRAM Uesturgata 20 sirni 2 43 40 Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður Sölvhólsgötu 4, 3. hæð (Sambandshúsið). Málflutningur - lögfræðistörf. Símar 23338 og 12343. Peysur Nýkomnar vor- og sumarpeysur á unglingstelpur .HMtllllllj •MtlHHIIIIlf >iil|iliiiiiii l lilllMlllllllllf IWWIHHIIII ....HWIH lllflf ••llltlllllttlMIIII|l|tvl»(pf, ..........................ftUHBMMt*. pilllltltltllt. kllllllnttllllt. börn, sem eru í nauðum stödd, enda þótt æskilegt væri að geta fundið þau fyrr. • KOSTUR AÐ GETA ÞREIFAÐ SIG ÁFRAM En þessi mál eru öll í deigl- unni núna og verið að gera til- raun til að víkka út þessa geð- verndarstarfiemi fyrir börn, seg- ir Halldór að lokum. Margt er ói áðið enn, en geðverndardeild- in á Heilsuverndarstöðinni er þannig upp byggð, að hægt væri að leggja hana niður eða halda henni áfram, eftir því sem þörf gerist. Það gæti reynzt heppilegt, að hún starfaði áfram og tæki við léttari tilfellum, eftir að sjúkradeild er tekin til starfa og létt þannig á henni, meðan hún er að komast í fullan gang. Með því að taka Dalbrautar- heimilið í notkun er sýnilega hægt að koma þar tiltölulega fljótt upp sjúkradeild og heiman- göngudeild fyrir börn og úngl- inga með alvarlega hegðunar- galla. Enn er ókannað, hver stærð ilíkrar deildar þarf að vera hér á landi, en eftir því sem er í öðrum löndum, þá ætti hún að duga vel fyrst um sinn. Það hefur líka sína kosti að fá tækifæri til að þreifa sig áfram i byrjun. Lokað á skrifstofunni eftir hádegi i dag vegna jarðarfarar. SJÓKLÆÐAGERÐIN H/F., VERKSMIÐJAN MAX H/F. Skúlagötu 51. Vantar bdt Óska eftir 8—12 tonna bát, þarf að vera í góðu iagi og gang- góður, dekkaður með línuspili (sjálfdraga), óska eftir að borga í prósentum af afla. eða leigja. Báturinn verður gerður út frá Vestfjörðum Tilboð sendist Mbl. fyrir 10. april merkt: „Vestfirðingur — 2748". Peningamenn Getur ekki einhver peningasterkur maður lánað í tvö ár eða lengur 250 þúsund krónur? — Góð trygging, öruggar greiðslur. Fullkomin þagmælska. Svar sendist blaðinu merkt: „S.O.S. 1969 — 2656". Til fermingargjafa T jöld svefnpokar á eldra verði. Laust starf Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann á teiknistofu. Starfið er við kortavinnu og almenn teiknistörf o. fl Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar í veitukerfisdeild Rafmagnsveitunnar. Hafnarhúsi 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 11. aprfl 1969. I- FMAGNSVEITA EYKJAVÍKUR Hafnarbúdir Höfum opið sem hér segir: Skírdag frá kl. 9 til 8 um kvöldið. Föstudagínn langa kl. 9 til 8 um kvöldið. Laugardaginn frá kl. 6 — 11.30 um kvöldið. Páskadag frá kl. 9 — 8 um kvöldið. Annan í páskum frá kl. 9 — 8 um kvöldið. Framreiddur verður sérstakur hátiðamatur. Tökum alls konar konar veizlumat. Pantanir i sima 14182. Hafnarbúðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.