Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1969 hún kom úr vinnunni. Og ég vissi ástæðuna til þess. Hún hafði varla hitt Don, síðasta hálfa mán uðinn. Francesca vra enn hjá Lip-ob fjölskyldunni, og það hélt ég vera ástæðuna til þess arna. Þó ekki einu ástæðuna, því að Don hafði boðið Kay út með sér. Ég hafði sjálf svarað honum í símann, einum tvisvar sinnum og síðan heyrt hana af- þakka það. Kay kom bjánalega fram við Don, fannst mér. Hún ætti að hafa vit á að vera ekki að hengja svona utan á sig af- brýðisemi sína gagnvart ítölsku stúikunni. ■— Hversvegna í ósköpunum ferðu ekki út að borða með hon um John? spurði hún. — Af því að mig langar ekk- ert til þess. — Jæja, ég vildi óska þegar ég kallaði til þín, að þú hefðir þá sagt honum, að ég hefði með ánægju farði út með honum. — Hvernig gat Melissa gert það? sagði Lucy. Það er hún, sem hann er að sækjast eftir en ekki þú. Kay leit á mig öfundaraugum — Þú ert bjáni Melissa. Þú færð kvöldverðarboð frá eina ríka manninum í nágrenninu og afþakkar það. Ég held bara, að þú sért ekki með öllum mjalla. — Ég var víst búin að segja þér, að mig langar ekkert að fara út að borða með honum John. — Þá segi ég ekki annað en það, að ef þú vilt ekki líta við honum, þá vildi ég óska, að hann vildi snúa sér að mér. Hann skyldi ekki þurfa að bjóða mér tvisvar, get ég fullvissað þig um. Ég hló að þessu. — Vertu ekki með þessa vit- leysu, Kay. John er alls ekki maður fyrir mig. — O, vertu ekki að þvi arna. Hvaða maður sem er, álíka rík- ur og John, er maður fyrir mig. Mér var méinilla við svona tal hjá Kay. Ég vonaði bara, að hún meinti ekkert með því. Ég óskaði þess heitast, að Fran- cesca Maggi vildi fara sem fljót ast heim til Ítalíu, svo að allt gæti komizt í lag aftur hjá þeim Kay og Don. Ég hafði engar áhyggjur af henni þó að hún færi út með Don. En hinsvegar kærði ég mig ekki um, að hún færi að umgangast John. Þegar ég kom til Grátruns,um það bil tíu mínútum seinna, opn- aði hann sjálfur fyrir mér. Ég lagði litla vesældarlega bílnum mínum við hliðina á glæsilega Bentleybílnum hans og hugsaði, að það væri nú ekki nema eðli- legt að Kay vildi gjarna fara út með manni, sem væri jafn- ríkur og John. En nokkur léttir var að hugsa til þess, að úr því yrði sennilega aldrei. Hún átti ekki einhvern veginn við John. Hún var of mikill ungling ur til þess að ganga í augun á honum, þrátt fyrir það, að hún væri að þykjast veraldarvön. — Þú ert orðinn vel sólbrennd ur, sagði ég léttilega, er hann fylgdi mér inn í setustofuna. — Það værir þú líka, ef þú hefðir verið í steikjandi sólinni á Italíu. SKEMMTIFUNDUR Anglía og Islenzk-Ameríska félagið efna til sameiginlegs skemmtifundar föstudaginn 11. apríl kl. 18,30 í Sigtúni. Ýmis skemmtiatriði, dans. SKEMMTINEFND. n OAMEi 3 O F S w f T Z E R L A N D Roamer - úr handa hverju fermingarbarni Georg V. Hannah úrsmiður KEFLAVÍK. — Var gaman í Róm? — Já, ágætt. En meira gaman hefði verið, ef þú hefðir verið með mér. Hann sneri sér að glasabakkanum. — Hvað má bjóða þér? Gin? Viskí? — Hvoríigt, þakka þér fyrir. Get ég fengið glas af sérrí? — Vitanlega, en annars var ég að hlakka til að geta blandað handa þér almennilegan Martini. — Nei, þakka þér fyrir. Hann hellti sérrí í glas handa mér og viskí handa sjálfum sér . — Skál! sagði hann og lyfti glasinu. Hann leit á mig og það var einhver græðgi í augnatil- litinu, sem sannfærði mig um, að hann mundi þykjast hafa öll trompin á hendinni. Ég fann til nokkurrar ánægju að vita, að svo var ekki. — Jæja, sagði hann. — Þá er þessi hálfi mánuður liðinn. — Ég veit það. Þessvegna er ég hingað komin. — Við komumst víst að sam- komulagi seinast þegar við hitt- umst? — Það er engin hætta á, að ég gleymi því. Ég opnaði töskuna mína, og dró upp umslag með á- vísuninni í. — Hérna er svarið mitt, John. Hann hleypti brúnum. Og svo færðist dökkur, reiðilegur roði í kinnar hans, um leið og hann opnaði umslagið. Ég sá, að það datt algjörlega ofan yfir hann, að sjá ávísunina, eins og ég líka vissi fyrirfram. Hann leit á blað ið í hendi sér og síðan á mig. 75 — Hvernig í fjandanum náð- irðu í þessa peninga? spurði hann. Ég roðnaði. — Hvað varðar þig um það? — Ég vil fá að Vita, hvernig þú náðir í þá, endurtók hann. — Eins og ég hef þegar sagt, þá sé ég ekki, að þig varði mikið um það. Því miður þurfti Nick að stela fjögur hundruð pundum frá þér, og nú er ég að endurgreiða þau. — Fékkstu þau hjá Bob John ston? — Nei, það gerði ég ekki. Heldurðu ekki, John, að þú vildir hætta þessum spurning- um? Ég er ekkert hrifinn af þeim. Þú hefur fengið þína pen- inga. Þessi ávísun verður leyst út um leið og þú sýnir hana. Og þá getur þessu máli sannarlega verið lokið. Hann yppti öxlum, óþolinmóð- ur. — Nei, það getur því sann- arlega ekki. Þú veizt mætavel, að það ert þú, sem ég er að sækjast eftir, en ekki pening- arnir. Ég hélt ég hefði' gefið það nógu greinilega til kynna. — Það er ekki nema satt. Og þá hef ég engu síður gefið greini lega ttl kynna að ég get ekki undir neinum kringumstæðum gifzt þér. — En ef ég nú neita að taka við þessari ávísun? Ég varð dauðhrædd. Þessu hafði ég ekki gert ráð fyrir. En svo herti ég mig upp. Ég ætlaði ekki að láta hann hræða mig. — Því ræður þú sjálfur. En þú gerðir samning við mig, eins og þú varst að minna mig á, rétt áðan. Að ef ég greiddi upp- hæðina, skyldirðu ekki kæra hann Nick. Líklega ferðu ekki að ganga á bak orða þinna? — Gott og vel. Þú vinnur Zafi? hlkynmr YFIR ALLA HÁ TÍÐISDA GANA VERDUR OPIÐ HJÁ OKKUR FRÁ KLUKKAN 9-21 FJÖLBREYTTUR MATSEÐILL þessa lotu. En ég ætla nú samt ekki að gefast upp. Einhvern daginn skaltu giftast mér. — Ekki að nefna. — Við sjáum nú til. Augun í honum, sem mættu mínum,voru full gremju. Ég vissi, að jafnvel þótt hann kynni til skamms tíma að hafa elskað mig, þá vantaði nú lítið á, að hann hataði mig. Þessi ákafi í honum, að hann vildi giftast mér, stafaði aðeins af þvermóðsku minni. John var vanur að hafa sitt mái fram. einkum ef konur voru annars vegar. Jæja hér var að minnsta kosti ein kona, sem var ólík öll- um hinum. Kona, sem mat pen- inga einskis. Ég setti frá mér glasið og stóð upp. — Jæja, ég verð að fara heim og hugsa um kvöldmatinn, John. — Bíddu andartak. Við höfum enn ekki komizt að niðurstöðu um hann Nick. — Hvernig viltu ganga frá því máli? Eins og stendur held- ur hann áfram að vinna, eins og þú sagðirhonum. — Ja, ég vil ekki hafa hann hér lengur. Þetta fannst mér skiljanlegt. — Þá verður hann bara að út- vega sér eitthvað annað að gera. Hann hikaði. — Ég skal at- huga málið. — Ég vil ekki, að þú hafir hann áfram í þjónustu þinni, ef þú efast um heiðarleik hans. — Geturðu láð mér þó að ég geri það? — Nei, en ég er alveg viss um, að þú getur treyst honum. Nick er búinn að læra sína lex- íu, þó að það hafi ekki verið auðvelt. Ef þú hefur hann á- fram, John, verður hann þér af- skaplega þakklátur . .. Ég mætti augum hans og enda þótt ég hat- aði og fyrirliti hann fyrir að hafa ætlað að neyða mig til að giftast sér, þá bætti ég við: — Og það verð ég líka. — Gott og vel. Nánar athug- að, máttu segja honum, að þú hafir talað við mig og ég vilji gleyma þessu leiðinlega atviki. — Þakka þér fyrir. Þér er ó- hætt að trúa því, John, að ég er þér þakklát. 5. Vikurnar liðu og nú var kom- ið fram í septemberbyrjun og blöðin á trjánum voru hætt að vera hvanngræn, en voru smám- saman að taka á sig gullslit og við vissum, að haustið nálgaðist. Mér var sama. Ég kunni bein- línis betur við það en hásumar- ið. Og ég hugsaði heldur ekki til vetrarins með neinum kvíða, enda þótt flestir gerðu það. Ég kunni vel við rólegu kvöldin með viðareld logandi á arninum og gluggatjöldin dregin fyrir. Nick vann hjá John einsog áður, og svo virtist sem John hefði ekkert minnzt á það, sem komið hafði fyrir, og eins og ég hafði sagt við John, var hann afskaplega þakklátur fyrir að hafa sloppið svona vel. Og ég Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Taktu höndum sainan við þá sem í kringum þig eru um að gera gott. Nautið, 20. apríl — 20. maí Nh má komast tU botns I deilum eða erjuefni. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Ef þú ert hógvær og dálítið kænn, kemstu langt i dag. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Þú verður að halda áfram, þar sem upplýsingarnar gera þér ókleift að halda aðstöðu þinni. Eignir þínar kunna að vaxa. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst l*ótt þú byrjir nýja samvinnu, skaitu endilega ekki hætta þeirri gömlu, og vertu ekki of gjöfull. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Vinir og frændur eru hjáipsamir, en leggðu ekki i áhættu. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Það hressir þig að taka njjnm hugmyndum og hagnýta þær. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Þú verður eitthvað að haga seglum eftir vindi, og þá liður þér iíka betur, og kannski fleirum líka. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Glaðværð þín ber þig áfram, þótt einhver valdi þér vonbrigðum. fþróttir og verklegar framkvæmdir henta þér einkar vel. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Einkamálin og ábyrgð þín í starfi togast á um þig. Notaðu skipu- lagshæfileika þína til að nýta betur frístundir þínar. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Ef þú reynir að útskýra hugmyndir þínar, finnurðu mótbyr. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Þú skilur allt f einu mál, sem þú hefur lengi velt fyrir þér, og löngu er liðið. Þér léttir mikið, og vilji þinn verður sterkari. Þig lang- ar til að bæta þig. u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.