Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 16
16 MOROUN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 196» "CTitaefandi H.f. Árva&uir, Reykjavifc, HnamkV-semdagtj óri HaraMur Sveinssion. Ritstjórax' Siguxður Bjamason frá VigUiT. Matitíhías Jofhannesslen. Byjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfullteúi Þorbjöm Guðtaundsison. Fréttaiatjóri Björn Jóhannsson'. Auglýs ingastj öxi Árni Garðar Krigtinsson. Ritstjórn oig afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími ÍO-IXX). Auglýsingar Aðaistræti 6. Sími 22-4-80. Ásfcriftargj'aM kr. 496.00 á xnánuði innanlands. í lausasölu kr. 10.00 eintakið. ÆSKAN STYÐUR AÐILD AÐ NATO l?yrir nokkrum dögum efndi ® Stúdentafélag Háskóla íslands til fundar meðal há- skðlastúdenta, þar sem m.a. var fjallað um áðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Á fundi þessum var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að lýsa fylgi við áframhaldandi aðild íslands að Norður-Atlantshafsbanda- laginu. Það voru 104 stúdent- ar, sem greiddu þessari til- lögu atkvæði en einungis 19 voru andvígir henni og 13 sátu hjá. Þessi atkvæðagreiðsla er afar mikilsverð bæði fyrir þá sök, að hún sýnir víðtækan stuðning við aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu með- al íslenzkra háskólastúdenta og einnig vegna þess að telja má að þessi atkvæðagreiðsla gefi nokkuð glögga mynd af afstöðu unga fólksins á ís- landi til varnarsamstarfs Atlantshafsþjóðanna. Á þeim 20 árum, sem liðin eru frá stofnun Atlantshafs- bandalagsins hafa örlagaríkir atburðir gerzt í Evrópu. Upp- reisn A-þýzkra verkamanna í A-Berlín 17. júní 1953, sem var barin niður með ofurafli sovézkra skriðdreka er okkur enn í minni. Einnig uppreisn- in í Poznan 1956 og hin blóð- ugu átök, sem urðu í Ung- verjalandi það ár. Eftir 1960 virtist andrúmsloftið í Evr- ópu hins vegar breytast og vonir vöknuðu um að friðvæn legri tímar væru í vændum. Það var ekki sízt unga fólkið, sem ól slíkar vonir í brjósti og það var fyrst og fremst æskan, sem var reiðubúin til þess að endurskoða ríkjandi viðhorf í samskiptum austurs og vesturs. En einmitt vegna þess að unga fólkið í Evrópu, og einn- ig hér á íslandi, gerði sér svo háar vonir um betri framtíð, kom innrás kommúnistaríkj- anha í Tékkóslóvakíu eins og reiðarslag yfir æsku allra landa. Og óhikað má fullyrða, að enginn einn atburður á jafn ríkan þátt í samþykkt íslenzkra háskólastúdenta um stuðning* við Atlantshafs- bandalagið og einmitt innrás- in í Tékkóslóvakíu sem varð til þess að margur ungur mað ur og ung kona vöknuðu upp við vondan draum og urðu að viðurkenna að ekkert hafði breytzt. En það var ekki ein- vörðungu innrásin sjálf, sem sannfærði íslenzka æsku- menn um gildi Atlantshafs- bandalagsins og þátttöku ls- lands í því. Viðbrögð komm- únista hér á íslandi við inn- rásinni urðu einnig til þess að æskan gerði sér betur grein fyrir því en áður að einnig hér á landi eru til menn með hugarfar og inn- ræti þeirra, sem frömdu ofbeldisverkin í Tékkóslóvak- íu. Einn af helztu talsmönnum kommúnista hér á Islandi lét í ljós þá einlægu ósk sama daginn og innrásin var gerð að Tékkar og Slóvakar mættu aldrei eignast frjálsa flokka og frjáls blöð. Annar tals- maður kommúnista og einn mesti fræðimaður þeirra um þessar mundir sagði að komm únistar hefðu mótmælt, ekki vegna ofbeldisverknaðar gagnvart fólkinu í Tékkó- slóvakíu heldur vegna hins, að þessir atburðir kæmu sér illa fyrir sósíalismann. ÞeSsir atburðir og aðrir slíkir hafa ekki sízt valdið því, að nú á 20 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins nýt- ur aðild íslands að því víð- tækari stuðnings meðal ís- lenzkrar æsku en nokkru sinni fyrr um leið og fyrir- litningin á grjótkösturunum frá 1949 er sterkari en nokkru sinni áður. REYNUM ENN TIL ÞRAUTAR TVTú fer páskavikan í hönd og þeir eru margir, sem nota þessa daga sér til hvíld- ar og hressingar. En einn hóp ur manna hlýtur þó að halda áfram störfum þá frí- og helgi daga, sem framundan eru. Það eru samningamenn vinnu veitenda og verkalýðssam- taka ásamt sáttanefndinni. Þessir aðilar hafa nú setið á samningafundum um eins mánáðar skeið en lítið orðið ágengt. Vissulega ber að meta það, að verkalýðssamtökin hafa sýnt meiri biðlund nú en oft áður í samningaviðræðum og ekki gripið til verkfallsað- gerða enn sem komið er. Hins vegar er ljóst að nú fer að draga til tíðinda ef samn- ingar takast ekki á næstunni. Verkalýðssamtökin hafa hvatt til almennra verkfalls- aðgerða tvo daga í næstu viku og látið í það skína, að til víðtækari aðgerða yrði gripið eftir það, ef samningar takast ekki. Auðvitað hefur mönnum verið ljóst, að fyrr UTAN ÚR HEIMI Ólga í Miðbaugs Guineu eftir 5 mánaða frelsi FYRIR fimm mánuðum fædd ist nýtt sjálfstætt ríki á og við vesturströnd Afríku, og hlaut nafnið Miðbaugs Gu- inea. Miðbaugsnafnið hlaut ríkið vegna legu sinnar og til aðgreiningar frá öðru Afríku- landi með sama nafni. Mið- baugs Guinea er raunar tvö aðskild lönd, eyjan Fernando Po, sem oft hefur heyrzt nefnd í fréttum í sambandí við matvælaflutninga til Bi- afra, og strandríkið Rio Muni við Biafra-flóa. Voru bæði löndin nýlendur Spánar þar til í október í fyrra að yfir- völd Spánar fóru að ósk- um Sameinuðu þjóðanna og veittu þeim sjálfstæði. Eyjan Femando Po er um 300 kílómetrum fyrir norð- vestan Rio Muni, og eru samgöngur milli þessara tveggja hluta Mið'baugs Gu- ineu strjálatr. Þjóðirnar eru einnig gjörólíkar. Á Fern- ando Po býr Bubi ættflokk- urinn, en Fang ættflokkur- inn byggir Rio Muni. Tala þeir hvor sína tungu, en sam- eiginlegt tunguimál þeirra er spæns’ka. Fernando Po e<r frjósöm eyja og íbúarnir yfir- leitt vel stæðir og menntaðir á afrískan mælikvarða. í Rio Muni er hinsvegar mikil fiá- tækt og menntun á mun lægra stigi. Þegar Miðbaugs Guinea varð 133. sjiálfstæða ríki heims, gekk þar í gildi ný stjórnarskrá, og er hún nokk- uð lýðræðislegri en sai, er gildir hjá fyrrverandi ný- lendustjórunum í Madjrid. Var það eitt fyrsta verk nýju þjóðarinnar að kjósa sér for- seta, og fór þá eins og Bubi- arnir á Fernando Po höfðu óttazt að kjörinn var forseti frá Rio Muni, enda íbúar þar nokkuð fjölmiennari en á Fernando Po. Fyrir valinu varð Francisco Macias Ngu- ema, 45 ára fyrrum skógar- höggsmaður frá bænum Eb- ellin á bökkum Benito ár- innar í Rio Muni. Fátt er vit- að um 'fortíð Macias fors'eta annað en það, að í um 20 ár starfaði hann við skógarhögg, en gerðist svo stairfsmaður hjá nýlendustjórninni. Mennt un hefur hann enga Motið. Störfin hjá nýlendustjórn- inni urðu ekki ti*l að skapa ást hjá Macias til Spánverja. Segir hann að þá 'hafi hann kynnzt því frá fyrstu hendi hvernig „spænskt auðvald arðrændi þjóðina“. Segir hann að Spánveirjar hafi flutt á brott allan dýrari smíðavið og efckert látið í staðinn. Eftir embættistök- Francisco Macias Nguema forseti una hóf Macias mikla áróð- ursherferð gegn Spánverjum, sem hann nefndi nýlendu-, heimsvalda- og auðvalds- sinna. Um 6.500 Spánverjar voru búsettir í Miðbaugs Guineu þegair landið varð sjálfstætt, og tók fljótt að bera á ofsóknum gegn þeim. Tóikst þó að koma í veg fyr- ir alvarlega árekstra, aðal- lega vegna þess að í landinu var 260 manna spænskt lög- reglulið, Guardia Civil, sam- kvæmt ósk yfirvalda við sjálfstæðistökuna. Telja frétta mienn að ef lögregilusveitir þess'ar hefðu horfið heim þegar landið varð sjáifstætt í október, hefðu fjöldamorð verið framin í Rata, höfuð- menntamennirnir í Rio Muni. Það eru ekki aðeins Spán- verjar, sem hafa orðið hart úti þes'sa fimm mánuði, sem Miðbaugs Guinea hefur verið sjálfstætt ríki. í október myndaði Macias forseti ríkis- stjórn og valdi í ráðherra- embættin þá menn, sem hann helzt treysti. í emlbætti utan- ríkisráðherra skipaði hann Anasasio Ndongo, en niú situr Ndongo í fangelsi og bíður dóms fyrir meinta tilraun til uppreisnar. FuUtrúi Mið- baugs Guineu hjá Sameinuðu þjóðunum var skipaður Sat- urnino Ibongo, en einnig hann var sakaður um aðild að byltingartilrauninni. Hann var þó ekki jafn heppinn og Ndongo. Ndongo var að vísu hart leikinn eftir meinta byltingartilraun og fluttur rænulaus í fangelsið, en hann lifir þó enn, hve lengi sem það verður. Ibongo var pynt- aður til bana í fangelsinu. Macias forseti hefur náð því marki, sem thann setti sér. Hann er nú einvaldur í ríki sínu. Eitt er það þó, seim hann vildl hafa öðruvsi. Fjar- lægðin frá Rio Muni til Fern- ando Po er mikil, en forseti landsins þarf að sjálfsögðu að hafa greiðan aðgang að öllum hlutum ríkisins. En til Fernando Po kemst hann ekki. Engar flugvélar eru í eigu Miðfoaugs Guineu, og einu vélarnar sem ganga miHi Rio Muni og eyjarinn- Nýja ríkið Miðbaugs Guinea sést neðarlega til vinstri á kort- inu. Er Fernando Po úf af strönd Cameroun, en Rio Muni á milli Cameroun og Gabon. borg Riio Muni. En þrátt fyr- ir áfram,haldandi dvöl lög- reglusveitanna bafa um 4.500 Spánverjar flutzt frá Mið- baugs Guineu á undanfönn- um mánuðum, og margir þeirra tvö þúsund Spánverja, sem eftir eru, hugsa til flutn- ings. Er þetta mikið áfall fyrir nýja ríkið, því Spán- verjarnir eru svo til einu ar enu spænskar. Með spænsk um flugvélum þorir einvald- urinn ekki að fljúga af ótta við að honum verði rænt. Hefur einvaldurinn farið þess á leit við nágrannaríkin að þau taki upp ferðir á þess- airi leið, en svo virðist sem þeim sé ekki mjög í mun að aðstoða þennan nýjasta þjóð- höfðingja Afríku. eða síðar mundi koma til ein- hverra verkfallsaðgerða af hálfu verkalýðssamtakanna ef lítið þokast í samko'mu- lagsátt. Hitt er staðreynd, að það er ekki einungis hags- munir þjóðarbúsins í heild eða atvinnurekenda að ekki komi til almennra verkfalla. Launamenn eiga sjálfir tölu- vert í húfi. Vertíðin stendur nú sem hæst og gengur allvel og ekki veitir af, að afla tekna þegar tækifæri eru til. Þess vegna hljóta verkalýðssam- tökin að íhuga vel sinn gang á næstunni. Þau hafa sýnt biðlund, sem ber að meta en spyrja má, hvort það sé ekki einmitt þeirra eigin félags- mönnum í hag, að enn verði reynt til þrautar að ná samn- ingum án víðtækra verkfalls- aðgerða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.