Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1960
15
Jóhann Hjálmarsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
Tvær þýddar skáldsögur
Yael Dayan:
SÁ Á KVÖLINA.
Hersteinn Pálsson
sneri á íslenzku.
Útgefandi: Ingólfsprent.
Reykjavík 1968.
Friedrich Diirrenmatt:
GRUNURINN.
Unnur Eiríksdóttir
þýddi.
Útgefandi: Iðunn.
Reykjavík 1968.
YAEL, dóttir Moshes Dayans,
vakti ung á sér athygli fyrir
skáld.-ögur sínar. Hún er nú um
þrítugt. Nýjasta skáldsaga henn-
ar er Death had two sons, sem í
þýðingu Hersteins Páls'íonar
nefnist Sá á kvölina. Það er lofs-
vert framtak að gefa þessa bók
út hérlendis, efni hennar er tíma
bært og sérstaklega forvitnilegt
vegna þeirra átaka, sem nú eiga
sér stað milli ísraelsmanna og
Yael Dayan
Araba. Þeir sem lesa bókina
verða fróðari en áður um ísra-
elsríki, skilja betur þau vanda-
mál sem ísraelsmenn stríða við.
Ég á erfitt með að ‘hugsa mér
þann lesanda, sem bókin lætur
ósnortinn.
Sá á kvölina, er ævisaga ungs
Gyðings frá Varsjá, sem komist
befur undan til fyrirheitna lands
ins og náð þar þroska. Fortíðin
er það farg, sem á honum hvílir,
minningin um föðurinn, sem
varð að velja á milli tveggja
sona sinna, senda annan í dauð-
ann til þess að halda hinum. Há-
mark bókarinnar eru endurfund-
ir feðganna í hinu nýja ríki. Bók-
in lýsir því hve ísrael er fram-
andi kaupmanninum úr Gyðinga
hverfinu i Varsjá; hann kann
ekki hebresku og vill strax fara
að braska, sættir sig við við nýja
siði. Honum verður ekki breytt
og sonurinn skilur fánýti þess að
rífa þennan gamla Evrópugyð-
ing upp með rótum, er helst á
þeirri skoðun, að rétt sé að
senda hann heim til Varsjár.
En áður en úr því verður taka
örlögin í taumana. Gamli mað-
urinn veikist og deyr í landinu,
sem hann átti svo erfitt með að
samlagast. Sonurinn ásakar föð
ur sinn, en skilur hann þó á
sinn hátt.
k Daníel Kalinsky er ólíkur föð-
ur sínum, tákn ungu kynslóðar-
innar í ísrael; faðirinn aftur á
móti dæmigerður Austur-Evrópu
gyðingur, sem vill lifa einangr-
uðu lífi, ekki fara út fyrir dreg-
inn hring. Yael Dayan stefnir í
bók sinni saman fortíð og nútíð,
ræðir af mikilli alvöru um hyl-
dýpið, sem aðskilur kynslóðirn-
ar.
Saga Daníéls er vafalaust saga
margra Gyðinga. Yael Dayan
tekst að gera hana trúverðuga og
eftirminnilega. Frásagnarmáti
hennar er hraður og nútímaleg-
ur. Sífellt er skipt um svið. Lýs-
ingarnar á herþjónustu Daníels
og kibbutz-lífinu eru raunsæar og
sterkar. Yael Dayan gleymir sér
síst af öllu í rómantsíkri mynda-
gerð eða gyllingu hins nýja þjóð-
félags. Afstaða hennar er laus
við væmni og óvenju ákveðin af
kvenrithöfundi að vera. Ef til
vill er þetta eitt af einkennum
ísraels þar sem konur eru neydd
ar til að gegna herþjónustu? Dótt
ur Moshes Dayans hefur varla
verið kennt að horfa grátandi á
veröldina. Þannig er margt af
því, sem líkur eru á að fært hafi
ísraelsmönnum sigur, nálægt á
blöðum bókarinnar, beint og
óbeint.
Skáldsaga Svisslendingsins
Friedrichs Diirrenmatts, Grun-
urinn, tekur líka vandamál
Gyðinga til meðferðar. En
að mörgu leyti er hún
ólík skáldsögu Yael Dayans.
Diirrenmatt, einn af þekktustu
leikritahöfundum nútímans, er
ekki feiminn við að nýta aðferðir
sakamálasagnahöfunda í verkum
sírlum, einkum skáldsögunum.
Þær eru búnar öllum helstu kost
um vandaðra sakamálasagna, en
eru um leið alvarlegar bókmennt
ir, sem leitast við að svara brenn
andi spurningum. Sá sem gríp
ur niður í skáldsögu eins og
Gruninn á ekki auðvelt með að
líta upp frá henni fyrr en hún
er lesin til enda. Svo spennandi
er þessi saga, að hún minnir á
kunnáttusamlega hrollvekju.
Efni hennar verður best lýst með
orðum eins og óhugnaður.
Barlach, lögreglufulltrúi, ligg
ur helsjúkur í sjúkrahúsi þegar
hann fær þá furðulegu hug-
mynd eftir að hafa skoðað ljós-
mynd frá Stutthof fangabúðun-
um af uppskurði, sem gerður var
án deyfingar, að læknirinn sem
um er það Gyðingurinn, sem kem
ur til hjálpar, samviskan, sem
ekki var hægt að útrýma í Stutt-
hof eða annars' staðar á hnettin-
um. Þrátt fyrir skarpskyggni lög-
reglufulltrúans er það ekki á
færi eins manns að yfirbuga það
illa. Fleiri verða að taka þátt í
þeirri baráttu.
Myndin, frá árinu 1945, sem
Barlach lögreglufulltrúi sér í
Life, verður til þess að vekja upp
liðinn tíma. Grunurinn er bæði
óvenjuleg og heillandi skáldsaga,
slungin rökræða, sem einn af gáf
uðustu rithöfundum samtímans
efnir til og gerir lesandann þátt-
takanda í.
Skáldsögur eins og Sá á kvöl-
ina og Grunurinn, eiga skilið
mikla alúð af hálfu þýðenda
sinna. Unnur Eiríksdóttir, sem
þýðir bók Dúrrenmatts, hefur átt
að sig á þessu, enda er þýðing
hénnar Ijómandi vel gerð. Sama
verður ekki sagt um þýðingu
Herstéins Pálssonar á Sá á kvöl-
ina. Hvað þá bók varðar á Her-
steinn sannarlega kvölina. Því
skal aftur á móti ekki neitað, að
kaflar í þýðingu hans, bera því
vilni að hann gæti þýtt þolan-
lega, ef hann flýtti sér ekki eins
mikið. Við lestur bókarinnar
hljómar það oft eins og öfugmæli
að Hersteinn Pálsson hafi snúið
Bjarni Bjarnason, lœknir:
Uncpa fólkíð taki
til sinna ráða —
l
já
Friedrich Diirrenmatt
framkvæmdi aðgerðina sé enn á
lífi og ekki sé of seint að koma
fram hefndum á honum. Með
hjálp aðstoðarmanna, nær hann
fundum þessa læknis. Læknir-
inn, sem er haldinn sama kvala-
losta og áður, kemst að erindi
lögreglufulltrúans og ákveður að
gera hann að enn einu fórnar-
lambinu.
Læknirinn segir við Barlach:
,,Það er ekki hægt að vera bæði
mannúðarstefnusinni og efnis-
hyggjumaður, maður getur að-
eins trúað á efnið og sjálfan sig.
Réttlæti er ekki til, hvernig gæti
efnið verið réttlátt? Frelsi er að-
eins hægt að finna, þó maður eigi
það ekki skilið, og það útilokar
allt réttlæti, það getur maður
ekki hlotið, hver ætti að gefa
manni það? Maður verður að
taka sér það sjálfur. Og frelsið
er hugrekki til að fremja afbrot,
þar sem það er afbrot í sjálfu
sér“.
Læknirinn trúir aðeins á „rétt-
inn til þess að kvelja fólk“, svo
notuð séu orð lögreglufulltrú-
ans. Samræður þessara tveggja
manna um trú og markmið eru
einvígi milli góðs og ills. Að lok-
Afnám sígarettureýkinga er orð
ið eitt af þeim stórmálum, sem
varðar allan heiminn, heilsu, líf
og velferð milljóna manna. Þess
vegna er óskiljanlegt hvernig
stjórnmálamennirnir bæði hér á
landi og annars staðar daufheyr-
ast við allri viðleitni áhuga-
manna um að aflétta þessari
böl'vun mnnkynsins. Frumvarp
um bann á tóbaksauglýsingum
hefir ekki enn náð fram að
ganga á Alþingi íslendinga. Þeir
láta allar kröfur læknanna og
áskoranir fólks úr öllum átt,-
um, sem sér að hverju stefnir,
sem vind um eyru þjóta, líkt og
þáttur sígarettunnar í hraðfara
v.exti eins hins geigvænlegasta
sjúkdóms, sem um ræðir, komi
þeim hreint ekki við. Það virð-
ist ekki til mikils mælzt þótt
farð séð fram á, að tóbaks-
auglýsingum linni og ætti ekki
að vera mikið átak fyrir þingið
okkar að koma slíku banni á.
Ég veit, að margir hálda því
fram, að tóbaksauglýsingar skipti
litlu máli, menn reyki eða neiti
sér um að réykja, hvað sem
þeim líði. Þetta er stórkostleg-
ur misskilningur, máttur aug-
lýsinganmia og áróðursins er geig
vænlegur sé honum beitt til
þess, sem síður skyldi. Tóbaks-
auglýsingar eru yfirleitt lævísar
og lokkandi, sígarettan er gerð
að því hámarki ævintýrisins, er
aldrei má vanta, þegar veizlklætt
fó'lk er í glæsilegum samkvæm-
um, nýtur góðs matar og dýr-
legs víns eða elskendur og vin-
ir fara út í náttúruna til að
njóta dásemda hennar. Fallegt
landslag, glæsilegur bíll, nestis-
pakki, sem notið er á fegursta
stað við tærar lindir, á græn-
um grundum eða gróðursælli
kvos og að baki brosandi hæð-
ir og blánandi fjöll,. Allt er
þetta þó svipur hjá sjón sé
sígarettan ekki með í forinni.
Börnin og unglingarnir, sem sjá
þetta í bíóum, sjónvarpi eða á
gæsilegum litmyndum, heillast af
því og þrá að verða þátttak-
endur í þessum dýrlegu ævin-
týrum. Það er þetta, sem gerir
tóbaksauglýsingarnar hættulegar
óalandi og óferjandi. En hvers
vegna fást þær ekki afnumd-
ar? Það fer að verða erfitt að
verjast þeirri hugsun að bak
við þá tregðu felist einhver ann
arleg sjónarmið. Það dylst eng-
um, að blöðin hafa drjúgar tekj
ur af þessari þokkalegu aug-
lýsingastarfsemi, en ekki kemur
til mála að ætla okkar háa
A'lþingi, að það sé að verja hags
muni þeirra á svo fjarstæðu-
kenndan hátt. Mönnum, sem þjóð
in hefur kosið til að vera sverð
hennar og skjöldur gegn sjúkdóm
um sem öðrum válegum hlutum
er ekki hægt að ætla slíkt.
Á meðan þeir menn, sem ráða
ráðum þjóðarinna,r hafa Vit fyr
ir henni í hvívetna og eiga að
tryggja vamir hennar gegn
hverjum voða, vilja ekki ,ljá
þessu máli hið minnsta liðsinní er
ekki von að vel sækist róður-
inn. Það dylst engum, sem um
það vill hugsa, að sígarettureyk
ingar eru orðnar slíkur vandi,
að baráttan gegn þeim þarf að
magnast og margfaldast. Þeir
sem í henni standa eru stöðugt
að vonast eftir einhverjum vopn
um í hendurnar, sem bíti svo
að sígarettan verði að hopa af
hó'lminum. Það er óneitanlega
hart að horfa upp á fólk verða
þeim að bráð og sjá lungna-
krabbameinið heimta sínar fórn-
ir og magnast að sama skapi í
henni „á íslenzku". Áhrif ensk-
unnar ná stundum slíku valdi á
þýðandanum, að það ér engu lík—
ar en hann hafi keppt við setjara
vélina, ekki mátt vera að því
að lesa handritið yfir, eða ekki
fengið það. Death had two sons
er bók, sem einkennist af tærum
einfaldleika í frásögn, hljóðri al-
vöru. Líf hennar er því háð
þeirri óþægilegu staðreynd, að
til þess að hennar verði notið til
fullnustu á íslensku máli, verður
hún að lenda í höndum þýðanda,
sem kann iistræn vinnubrögð,
með öðrum orðum hefur í sér
dálítinn skáldrkaparneista. Þetta
mikilvæga atriði má ekki vefjast
fyrir útgefendum þegar þeir auð-
sýna ísienskum lesendum heiður
á borð við þann að bjóða þeim
upp á jafn geðþekka skáldsögu
og Sá á kvölina.
Jóhann Hjálmarsson.
órofa hlutfalli við sigarettureyk
ingar. Þð er hvorki eins dæmi
hér á landi né annars staðar,
að unga fólkið hafi brugðið við
og tckið til sinna ráða, þegar
þeir eldri með alla reynsluna
og vitsmunin hafa brugðizt hlut
verkum sínum.
Við skulum vona, að slík
ævintýri eigi eftir að gerast í þess
um efnum á íslandi. Þjóðin okk
ar er fámenn en hefur mikið
verk að vinna eigi hún að fylgj
ast með menningarkapphlaupi
nútímans, ef menningu skyldi
kalla, en þá þarf hver og einn
helzt að vera margra maki en til
þess þarf hrausta sál í hraust-
um líkama hvort tveggj óspillt
af reykingum og öðrum tærandi
nautnum.
BEZT að auglýsa
í Morgunblaðinu
Nýkomnir
ÍTALSKIR
kvenskór
sérlega fínir og vandaðir skór
mjög fallegir,
LITIR
svart, brúnt, drapplitaðir
Skóverzlun
Péturs Andréssonar
Laugaveg 17 — Laugaveg 96