Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1969 21 i Ragnar Kjartansson, formaður ÆSÍ: Áhorfendureða þátttakendur Myndin sýnir Einar Kvaran, einn af sérfræðingum Matvæla- o g Landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu Þjóðanna að störfum í Ceylon. Eitt af mörgum verkefnum FA.O. er að standa fyrir rannsóknum á tækja- veiðarfærabúnað og veiðiaðferðum í þróunarríkjunum og í kjölfar þess að hafa umsjón með tilraunum og kennslu er lýtur að betri vinnubrögðum og aukinni tækninýtingu. Ýmis teikn vkðast á lofti og benda til þess að fslendingar séu í auknum mæli að gera sér ljóst, að framvinda mála úti í hinum áður stóra, en nú síminnkandi heimi, sé þeim ekki með öllu ó- viðkomandi. Hin hæga þróun á íslandi og seintekinn skilning- ur er að mörgu leyti skiljanleg- ur, alltént útskýranlegur. Kemur þar til einangrun okkar og fjar- lægð frá umheiminum til skamms tíma. Jafnvel nú eftir að ein- angrunin hefur að mestu leyti verið rofin með tilkomu gjörbylt- ingar á sviði samgangna og fjöl- miðlunar, virðast hreyfingar sem fara sem eldur um sinu meðal skyldra nágrannaþjóða okkar, taka ár og áratugi að berast til íslands. í sumum tilvikum er hægt að segja með sanni, að þetta komi okkur til góða, og að við getum lært af mistökum ann arra þjóða — þetta á þó ekki við nema í einangruðum tilvik- -um, og má ekki verða til þess að fresta því að íslenzka þjóðjn taki afstöðu til þess, hvort hún | hyggst gerast virkur þátttak- andi í hinum ýmsu sameiginlegu málum þjóðanna, ellegar hvort hún ætliar að velja sér hlut- skipti einangraðs, sjóndapurs á- horfanda. Það mun hafa verið upp úr | 1950 að gæta fór aukins óróa í j hinum iðnþróaða heimi vegna hins alvarlega, efnahagslega á-1 stands meðal þjóðanna í Afriku, Asíu og S-Ameríku. Á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna og sérstofn ana þeirra beindist athygli heims ins æ meir að alvarlegasta vandamáli mannkynsins, fáfræð- inni og skortinum. Það mun þó eigi hafa verið fyrr en eftir 1960, og reyndar ekki fyrr en líða tók á þennan áratug, að al- menningur jafnt og stjórnvöld ýmissa landa fóru að gera sér greim fyrir að vandamálið var of stórt og heimiurinn of lítill til þess að komizt yrði hjá því að bregðast við því af alefli. Kom þar hvorutveggja til, aukin til- finning fyrir alþjóðlegri samá- byrgð, svo og augljós hagsmuna varzla hinna vaknandi þjóða. Hvað þessi mál snertir hér á landi, þá má segja að þróunin sé rétt að hefjast, og í dag sé ástandið sambærilegt við það sem víða var í Evrópu um miðj- an síðasta áratug. Við erum rétt að vakna til vitundair um að heimurinn nær út fyrir íslands- strendur, og að þrátt fyrir smæð okkar ber okkur skylda til þátt töku í samábyrgu átaki þjóð- anna gegn versta óvininum: fá fræðinni sem orsök og skortin- um sem afleiðingu fáfræðinnar. íslenzk þjóð hefur á þessum áratug sýnt, tvisvar eða þrisvar að hún hefur nokkurn skilning til að bera — söfnun Herferð- ar gegn Hungri og nú síðasta ár- angur Biafra-söfn’unar bera þess vitni. — En spyrja má: Erum við þá lausir allra mála — og takmörkuim okkar þátttöku 1 framtíðinni við „100 kr.“ fram- lagið, þegar við erum, af og til, barin til umhugsunar um vanda- málin, sem grannar okkar búa við í aðeins fárra flugstunda fjar- lægð? Hvert stefnir í þessum efnum meðal frændþjóða okkar? — í samræmi við stefnuyfirlýsingu Allsherjarþings Sameinuðu Þjóð- anna hafa Danir, Norðmenn og Svíar byggt upp áætlanir, um að verja 1 prs af þjóðarframleiðslu sinni árlega til aðstoðarstarfsins, ekki síðar en 1975, með árlegri kennara við skólann, eininig verði stighækkandi þátttöku. Þannig nam t.d. aðstoð Dana og Svía u.þ.b. 0.40 prs. þjóðarframleiðslu ríkjanna á síðasta ári. Nú má augljóst vera, að ekki er samstaða hér á landi um neina hliðstæða þátttöku, alltént ekki enn sem komið er. Hvoru tveggja er, að við eigum við um- talsverða efnahagslega örðug- leika að stríða, og þó svo að hordauði sé löngu liðin dánar- orsök á íslandi, vantair enn verulega á, að íslendingar séu nægjanlega upplýstir um vanda- mál'in til þess að samstaða náist um þá fórnfýsi, og sá skilning- ur verði sýndur, sem er undir- staða 1 prs. marksins. íslenzka þjóðin hefur sýnt að hún er reiðubúin að aðstoða, þótt í smáum stíl sé. Að sjálf- sögðu mun HGH o. fl. aðilar starfa áfram að söfniunar- og fræðslustarfi, en slíkt starf get- ur ekki falið í sér frambúðar lausn á nauðsyn aukinnar þátt- töku okkar. Reynslan meða1! ann arra þjóða er sú, að almennar safnanir, sem staðið er að með stuttu millibili og ekki eru tengd ar skyndihjálp shr. Biafra, gefa stigminnkandi af sér. Samhliða því hefur stuðningur almenn- ings þó aukizt gagnvart sameig- inlegri opinbetri þátttöku. Enda skilja þeir sem á annað borð vilja skilja eitthvað, að frjáls samskot, leysa ekki frekar þau vandamál sem staðið er frammi fyrir í heiminum í dag, en hægt væri að byggja rekstur sameig- inlegra- mála okkar, þ.e. ríkis- va'ldsins og framkvæmda á þeim vettvangi á frjálsum samskotum þegnanna. Baráttan fyrir hugmyndinnd um opinberan, íslenzkan hjálp- arsjóð er hafin. Nú þegar eru nokkur ár síðan Alþingi sam- þykkti þingsályktunartillögu Ó1 afs Björnssonar um athugun málsins, og samningu frumvarps. Þá má geta þess að málið er á stefnuskrá allra stjórnmálaflokk anna, svo og hafa þing ASÍ og fleiri aðilar gert éindregnar samþykktir og lýst yfir stuðningi. í framha'ldi af því hefur Her- ferð gegn Hungri, samhliða ým- is konar öðru fræðslustarfi, stað ið fyrir fræðsluáætlun um kynn ingu á hugmyndinni um löggjöf um opinberan hjálparsjóð, og nauðsyn hans. Einn liður í þeirri áætlun var birting nokkurra auglýsinga í blöðum, hljóðvarpi og sjónvarpi til kynningar á hug myndimú. í því sambandi hefur gætt nokkurrar gagnrýni, að vísu ekki opinberlega, en frá hin um mætustu mönnum. Hefur það m.a. þótt hin mesta firra að HGH sem nýtur opinberra styrkja verji hluta opinbers fjármagns til stuðnings hugmyndinni um aukna þátttöku hins opinbera, svona rétt eins og ríkissjóður væri ekki sameiginlegur sjóður okkar allra, heldur eign ein- hvers ál^veðins, ótiltekins hóps. Á því leikur enginn vafi, að flokkur stuðningsmanna opin- berrar þróunaraðstoðar er orð- inn það stór, að við því verður ekki amazt að þessi hópur kosti nokkru til fræðslu í þeim efn- um. Opinber þróunarsjóður og aukin þátttaka íslands í hinu samábyrga hjálparstarfi mun verða að veruleika. Ef það verð ur ekki fyrir forystu þeirrar kynslóðar sem nú fer með völd, þá mun sú næsta hrinda því máli í framkvæmd. Hins vegar er okk ur sem styðjum hugmyndina, 'hollt að hafa í huga að þátt- taka íslands hvað snertir 1 prs. þjóðarframleiðslunnar, nú eða í nánustu framtíð, eru skýjaborg- ir einar. — Heildarþjóðarfram- leiðslan á árinu 1967 er talin kr. 24 milljarðar, en 1 prs af Framhald á bls. 21 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stud. jur.: Staða dagblaða og útvarps á íslandi Vafalaust eru skoðanir manna mjög skiptar um hlutverk og rekstrairfyrir- komulag íslenzkra dagblaða og Ríkis- útvarpsins, en um eitt eru þó flestir sammála, að þegar um svo gífurlega áhrifarík fréttamiðlunartæki er að ræða verður að gera kröfu til að þeim sé beitt á þann veg, að þau reynist ekki hættuleg heilbrigðri skoðanamyndun landsmanna. Mun ég hér á eftir gera stuttlega grein fyrir þeim atriðum er mér eru ofarlega í huga, hvað mál þessi snertir. Til að forðast allan misskiln- ing, ber að skoða það sem fram kemur í grein þessari algjörlega sem persónu- legar skoðanir mínar. HLUTDRÆGNI tSLENZKRA DAGBLAÐA fslenzk dagblöð ná nú svo að segja inn á hvert heimili þjóðarinnar. Öll blöðin eru á einn eða annan hátt háð einhverjum stjórnmálaflokkum, þó í mis jöfnum mæli. Á íslandi í dag er ekki til dagblað, er kallast getur hlutlaust, þ.e.a.s., lagt hlutlaust mat á þær inn- lendu sem erlendu pólitísku erjur er stóran sess skipa á síðum blaðanna. Álíta verður þetta mjög alvarlegt ástand, því svo ófullnægjandi eru upp- lýsingar blaðanna um þjóðmál almennt, að þær leiða tæpast af sér heilbrigt og rökrétt skoðanamat almennings. Að sjálfsögðu er útbreitt málgagn mikil hjálparhella hverjum stjórnmálaflokki og jafnvel nauðsynlegt tilveru hans, en þá verður að gera kröfu til, að með- höndlun blaðanna á almennum tíðind- um og stjórnmálafréttum einkennist ekki af staðlausum stöfum og raka- leysu heldur sé almenningi skýrt frá staðreyndum einum, þótt stundum séu kaldar. Á meðan ástandið er eins og það er nú, ber að gagnrýna dagb'löð- in harðlega og benda á, að þau valda aldrei því hlutverki að stuðla að heil- brigðri skoðanamyndun með heinhliða áróðri A AÐ VEITA DAGBLÖÐUNUM RÍKISSTYRK? Það er skoðun mín, að íslenzk dag- blöð skuli eigi verða aðnjótandi beinna styrkja af hólfu ríkisins á einn eða annan hátt. Liggja til þess fjölmargar ástæður og mun ég hér tilgreina fá- einar þeirra. Dagblöðin njóta þegar að einhverju leyti óbeinna styrkja frá rík- inu. Ríkisstofnanir greiða nú föst áskrift argjöld af nokkur hundruð eintökum hvers dagb'laðs, sem áður voru gefin, og Ríkisútvarpið greiðir nú vissa upp- hæð árlega fyrir birtingu dagskrár hljóðvarps og sjónvarps. Ríkisútvarp- ið greiðir einnig að einhverju leyti er- lenda fréttaþjónustu fyrir öll íslenzk dagblöð. Þá ber einnig að nefna fjár- málastjórn og almenna hagræðingu dag blaðanna, en ekki mun það til fyrir- myndar. Vil ég sérstaklega benda á prentun blaðanna. Dagblöðin eru prent uð í eigin vélum nema Tíminn og Vísir, sem prentuð eru í vé'lum prentsmiðj- unnar Eddu. Slíkt samstarf yrði til að bæta aðstöðu þeirra dagblaða, er eiga við mikla fjárhagslega erfiðleika að stríða. Síðast en ekki sízt minni ég á, að það er beinlínis í beinni andstöðu við meginkenningu lýðræðis og frjálsrar hugsunar að menn séu skyldir til að leggja fram fé til að útbreiða skoðanir sem þeir eru ósammála og andsnúnir. HVERSU SJALFSTÆTT ER RÍKISÚT V ARPIÐ? Þessari spurningu er vafalaust mjög erfitt að svara fullnægjandi, svo marg- þætt er starfsemi Ríkisútvarpsins orðin. Mörgum mönnum finnast stjórnmála- menn óþarflega áhrifamiklir í stjórn út varpsins og hyl’list til að beita sér jafnt í stóru sem smáu. Reyndar á þetta við um fleiri svið þjóðlífsins, en mun ég ekki gera það að umtalsefni hér. Með tilkomu sjónvarps, er ekki nema eðli- legt að gerðar séu kröfur til að endur- skoðaðar séu hið fyrsta reglur um starfs svið og áhrifamátt útvarpsráðs og skip an manna í ráðið. Ekki er ósennilegt að ætla að svipuð skipan gæti komizt á hljóðvairps og sjónvarpsmál hérlendis og á hinum Norðurlöndunum, þ.e.a.s., að útvarpsráð verði til að veita nokkurt aðhald og gagnrýna, ef þurfa þykir, Framhald á hls. 21 i .jí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.