Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 14
14
MOR.GUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1969
Gestur Pólsson
leiknri — Minning
MAÐURINN með ljáinn, sem
allir verða að lokum að lúta,
hefir höggvið stór skörð og djúp
í raðir stúdentahóps'ns, sem
kvaddi íinn góða og gamla skóla,
Menntaskólann í Reykjavík, á
sólbjörtum júnídegi árið 1923.
Og enn hefir fækkað um einn:
Gest Pálsson, sem í dag er lagð-
ur til hinztu hvilu að lokinni
áralangri baráttu við þann, sem
nefndur er hér í upphafi.
Gestur Pálsson var fæddur 24.
sept. 1904 í Ólafsfjarðarkaup-
túni. Foreldrar hans voru Páli
Bergsson, kaupmaður og útgerð-
armaður í Hrísey og kona hans,
Svanhildur Jörundsdóttir. Er frá
þeim hjónum mikill ættbogi
kominn.
Gestur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1923, en var heima í Hrísey
veturinn á eftir við kennslustörf.
Árið 1924 innritaðist hann í guð
fræðideild Háskólans og lauk
þaðan grískuprófi, en hvarf þá
úr deildinni og innritaðist í laga
deild Háskólans og lauk laga-
prófi vorið 1929. Öll Háskólaárin
og til ársloka 1930 vann hann á
skrifstofu Tollstjórans í Reykja-
vík. Þá varð hann fulltrúi hjá
Tóbaksverzlun íslands h/f og
síðar skrifstofustjóri hjá Tóbaks
einkasölu íslands, er hún var
stofnuð. Árið 1941 réðst hann
sem aðalbókari hjá Olíuverzlun
íslands og starfaði hjá því fyrir-
tæki til 1949. Hann stundaði leik
störf hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur 1924—1949. Var formaður
félagsins 1939—1940 og aftur
1948 og nokkur næstu ár. Hann
var fastráðinn leikari við Þjóð-
leikhúsið frá 1. nóvember 1949
til 1958. Vann síðan við skrif-
stofustörf og endurskoðun, auk
þess sem hann stundaði leikstörf
hjá Leikfélagi Reykjavíkur og
Ríkisútvarpinu.
Árið 1926 kvæntist Gestur
Pákson Dóru, dóttur Þórarins B.
Þorlákssonar listmálara í Reykja
vík og konu hans, Sigríðar Snæ-
bjarnardóttur. Börn Gests og
Dóru eru fjögur: Sigríður Þóra,
Svan'hildur, Páll og Eva.
Hann lézt í sjúkrahúsi í
Reykjavík 27. marz 1969, 64 ára
að aldri.
Nú að leiðarlokum sækja á
mig minningar um hinn látna
vin minn og bekkjarbróður,
gamlar og nýjar en allar hrein-
ar og hugljúfar. Ég man vel, er
hann kom að norðan og hóf nám
ásamt okkur hinum í lærdóms-
deild Menntaskólans. Hann
leigði sér herbergi á Laufásvegi
45. í því húsi bjó frú Sigríður
Snæbjarnardóttir, ekkja Þórar-
ins B. Þorlákssonar listmálara.
Á heimili frú Sigríðar kynntist
hann Dóru, dóttur hennar, ungri
og glæsilegri stúlku. Þau giftust
áður en Gestur lauk Háskóla-
prófi og nutu ungu hjónin að-
stoðar frú Sigríðar fyrstu hjú-
skaparárin. Þá konu mat Gest-
ur mikils. Þótt efnin hjá Dóru
og Gesti væru að vonum ekki
mikil, var okkur bekkjarbræðr-
unum jafnan tekið á heimili
þeirra með þeirri alúð og hlýju
að ekki gleymist.
Við Gestur lásum saman er
við vorum við nám í Mennta-
skólanum. Þau árin var hann að
heita mátti daglegur gestur í
Skólabrú 2, en þar bjó ég skóla-
árin öll, ásamt móður minni, á
heimili Kristínar systur minnar
og mágs míns, Ólafs Þorsteins-
sonar læknis. Frú Dóra hefir
beðið mig að flytja þeim hjón-
um kveðjur og þakkir fyrir allt
það, er þau gerðu fyur mann
hennar.
Gestur Pálsson var gæddur
skörpum gáfum og öll viðfangs-
efni ‘ voru honum leikur einn
Hann var ötull og góður starfs-
maður að hverju sem hann gekk.
Er ég sannfærður um, að á sviði
við.kiptalífsins hefði beðið hans
mikill frami, ef hugur hans
hefði stefnt í þá átt. En svo var
ekki. Þegar á fyrsta ári sínu í
Háskólanum hóf hann leikstörf
hjá Leikféiagi Reykjavíkur og
varð síðan fastur leikari hjá
Þjóðleikhúsinu. Leiklistin átti
hug han-s allan og þar verður
hans lengst minnst.
Nú þegar þessi elskulegi æsku
vinur minn er allur, flyt ég og
konan mín, frú Dóru og börnum
þeirra hjóna, barnabörnum,
systkinum hans og öllum vanda-
mönnum, innilegar samúðar-
kveðjur.
Sjálfum mér er hann ljúfastur
sem hinn ‘hreinhjartaði og
sanni stúdent. Hefi ég engan
þekkt, sem hinn latne^ki stúd-
Bréf sent Mbl.:
FURDULEGAR
REGLUGERDIR
Herra ritstjóri.
ÞANN 16. sept. 1968, var sett
reglugerð um meðferð afla um
borð í fiskiskipum, þar sem
kveðið er á um aðgerð á fiski
um borð í veiðiskipum. í reglu-
gerðinni stendur að „allur fisk-
ur, veiddur í botnvörpu, drag-
nót, þorsk-, ýsu- og ufsanót,
skal ætíð slægður og þvegin um
borð, svo fljótt sem við verður
komið.“ Ennfremur segir: „Sama
gildir um fisk aílaðan með öðr-
um veiðarfærum, ef veiðiskip
leggja ek’ki afla sinn á land dag-
lega.
Hér kemur fram að slægja
skal allan fisk um borð í tog-
bátum, jafnveí þótt landað sé
daglega. Þykir sjómönnum og
öðrum. sem vit hafa á, það
all undarleg ráðstöfun frá
hendi Sjávarútvegsmálaráðuneyt-1
isins og Fiskimats ríkisins að
bannfæra bezta og nýjasta fisk-
inn. en bannað er að verka og'
flytja út fisk af togbátum, ef;
hann kemur óslægður í land eftir
eins dags veiðiferð.
Hér er af einhverjum ástæð-
um verið að mismuna veiðiað-1
ferðum og teljum við þetta
ósvífið ranglæti og óskiljanlegt
með öllu, þar sem um opinbera
aðila er að ræða. Hér er um
stórkostlegt fjárhagslegt atriði
að ræða, þar sem kastað er bæði
hrognum og lifur, fyrir utan
lieint aflatjón, sem um er að
iæða, ef eitthvert fiskirí er.
Ef Fiskmat ríkisins treystir
sér ekki til að sjá um mat á
fiski af togbátum eins og á öðr-
urn fiski, verður að telja að þeir
menn, sem því stjórna. séu ekki
hæfir i starfinu. og sé því nauð-
synlegt að fylgja því eftir að
þar sé Skipt um menn.
Það er einnig undarlegt að ]
þeir, sem ábyrgð bera á þessari
reghngerð, skuli ekki fást til að |
breyta neinu hér um þrátt fyrir
augljósa vankanta, teljum við
það óviðunandi með öllu að hér i
um fjalli eingöngu skrifstofu-!
menn í landi. án þess að hafa
samráð við þá menn, sem þessi
störf vinna. Er það eindregin:
krafa okkar að sjávarútvegs-
málaráðuneytið breyti þessari
reglugerð strax, þannig að allir, i
sem fisk veiða, sitji við sama
borð án tillits til hvaða veiðar-
færi er notað.
entasöngur „Integer vitae“ á
betur við. Hann var sannarlega
„Integer vitae, scelerisque pur-
us“.
Einar B. Guðmundsson.
Stór skörð hafa verið höggv-
in í sveit fremstu og reyndustu
leikara landsins. Á tiltölulega
kömmum tíma hafa horfið af svið
inu: Indriði Waage, Haraldur
Björnsson, Halga Valtýsdóttir,
Lárus Pálsson og nú síðast Gest-
ur Pálsson. Þetta er mjög tilfinn
anliegt tjón, þegar þess er gætt,
hve fámennur hópur hefur verið
í fararbroddi hinnar ungu ís-
Lenzku leiklistar.
Með fráfalli Gests er góðs
drengsog ágæts listamanns sárt
saknað. Hann var virkur og góð
ur leikari í óvenjulega langan
tíma. Hefði hann lifað til hausts
hefði leiklistarferill hans náð yf
ir 45 ár og einmitt það tímabil
í þróun íslenzkrar leiklistar, sem
brúar bilið frá áhugaleikhúsinu
til leikhúss fastra starfskrafta.
Er litlum vafa undirorpið, að
sagan mun líta á leikara þessa
tímabils sem brautryðjendur ís-
lenzkrar leiklis’tar.
Gestur Pálsson fæddist 1904,
tók stúdentspróf 1923 og lauk
embættisprófi í lögum 1929. En
fyrsta hlutverkið lék hann hjá
Leikfélagi Reykj'aví'kur aðeins
tvítugur árið 1924. Síðan lék
hann hjá Leikfélaginu allt til
þess er Þjóðlei'khúsið var stofn-
að, þar sem hann starfaði sem
fastráðinn leikari til 1958. En
síðustu árin lék hann aftur hjá
L.R. á gömlu „fjöhmum" í Iðnó,
sem voru honum svo kærar frá
æskuárunum. Síðasta aðalhlut-
verk hans, í lelkritinu „Sú gamla
kemur í heimsókn" eftir Diirr-
enmatt, lék Gestur 1965 og hlaut
fyrir leik sinn í því „Skálholts
sveininn."
Önnur jafn furðuleg reglu-
gerð frá sama ráðuneyti sá dags-
ins ljós 23. febr .s.l. Er hér átt
við raglugerð um lokun veiði-
svæða, sem opnuð höfðu verið
bveim mánuðum áður, og þótti
svo nauðsynlegt að þingmenn
komust ekki 'heirn í jólaleyfi,
fyrr en þau lög höfðu verið af-
greidd. Með þessari reglugerð
er lokað öllum veiðisvæðum tog
báta frá Rey'kianesi og allt aust-
ur að Þjórsárós, nema hraunum,
sem ekki er hægt að toga á og
smábletti undir Krísuvíkurbergi.
Þe ta hefur verið gert í andstöðu
við tvö stærstu útvegsmannafé-
lög á þessu svæði, þ. e. í Vest-
mannaeyjum og Reykjavík.
Nú er ekki annað fyrirsjáan-
legt en að togbátar víðsvegar að
af landinu verði að flytja sig á
veóisvæ^i Vestmannaeyjabáta
og fá löndunaraðstöðu í Vest-
m’nnaeyjum.
Það er sama sagan hér að
reýnt hefur verið að fá þessu
bre.ytt, en málið þvælist fram og
aftur milli hinna ýmsu skrif-
stof"m’nn? sem lítið eða ekkert
v:t. b?fa á þessum málum.
Ekki er annað fyrirsjáanlegt
en að fiskveiðum verði í fram-
tið nni algiörlega s'jórnað með
de'ylkipum’im frá skrifstofu-
mönnrm opinberra stofnana í
Isndi, hvað viðvíkur veiðisvæð-
um, veiðiaðferðum og vinnu-
brögðim um borð, hvort sem
þei>- kunna tii þeirra verka eða
ekki.
Haldór Bjarnason, skipslj.,
Jóhann Þorsteinsson, skipstj.
Það væri nóg til að æra óstöð
ugan aðætla að fara að telja
hér upp hlutverk úr hinum
langa og merka leiklistarferli
Gests. Svo oft hefur hann vel
gert, að mjög erfitt yrði um
vik aðvelja úr hlutverkum hans
dæmi um góða lisf Gests, enda
verður ekki gerð tilraun tiil þess
hér.
Ég hygg að það hafi verið
L.R. mikið happ, að eiga kost á
starfskröftum Gests Pálssonar
frá uppbafi. Því hann hafði,
au'k meðfæddra leiklistarhæfi-
leika, annað til að bera, sem
ekki fylgir þeim alltaf. Hann
var nefnilega allra manna fríð-
astur og glæsilegastur á sviði.
Við það bættist svo, að allur
var persónuleiki hans einkar
geðslegur og aðlaðandi. Það var
því ekki furða, þótitsnemma féllu
í hans hlut hin oft svo vanþakk-
látu elskhugahlutverk. En þau
féllu vel að skaphöfn hans, því
hann var maður ljóðræntn og
rómantískur í eðli sínu. Einkan-
lega náði hann oft góðum tökum
á viðkvæmu tilfinningalífi per
sóna þeirra er hann lék. Lét
honum ef til vill bezt að leika
breyzka menn og mjúklynda.
Átii það ef til vill rætur sínar
að rekja til meðfædds blíðlyndis
Gestisog ríkr.ar samúðartilfinm-
ingar. Var frábær túlkun hans á
hlutverki Magnúsar í Bræðra-
tungu í „íslandsklukkunni“ gott
dæmi þess.
Þótt Gestur Pálsson væri mað
ur vörpulegur á velli, stóð þó
enn rneiri ljómi af honum á leik-
sviðinu. Og hætt er við, að margt
meyjarhjartað hafi slegið hrað-
ara frammi á áhorfendabekkjun
um, þegar elsklhuginn Gestur
Pálsson var í essinu sinu á svið-
inu.
En það stafaði einnig bjarma
af Gesti í einkalífinu, þótt með
öðrurn hæbti væri. Hann átti upp
tök sín í góðleik, mannúð og
mildi þessa ágæta drengs. Ölluim
leið vel nálægt Gesti. Það var
eitthvað hreint í kringum hann.
Það stafaði af honum góðvild og
gæðka, sem ornaði þeim, sem uim
gengust hann.
Seinustu ár ábti Gestur við
mikið heilsuleysi að stríða. En
hann tók því mótlæ'ti með karl-
mennsku og sérkennilegri kímni
sinni. Áður en hann lagðist í
hinzta sinn, hafði hann tvisvar
áður verið svo alvarlega veik-
ur, að ýmsir töldu honum ekki
lífs auðið, en þó tekizt að brjót-
ast aftur til heilsu. Þegar minnst
var á þessi veilkindi við Gest
var hann vanur að svara bros-
andi: „Áttu við fyrri banaleg-
una eða þá síðari?“
Þannig var Gesrtur. Gat gert
góðlátlegt gys að eigin heilsu-
leysi. Hann vissi-vel að hverju
fór nú að Lokum, en tók því með
karlmannlegu æðruLeysi. Ég
hygg að hann hafi hu.gsað með
sálmaskáldinu góða: „Komdu sæll
þegar þú vilt.“
Við fráfali þessa góða drengs
og ágæta listaimanns sendi ég
Dóru konu hams, sem var stoð
hans og stytta í iífi og list og
börnum þeirra hlýjar samúðar-
kveðjur.
Ævar R. Kvaran.
Kveðja frá Félagi íslenzkra
leikara
Við andlát Gests Pálssonar,
ieikara, er horfinn úr ísienzkri
leikarastétt mikilhæfur Listamað
ur. Leikari, sem lenigi verður
minnzt og átti því Láni að fagna
að sjá ísienzka Leiklist þróast úr
tómstundaiðju nokkurra áhuga-
manna í ört vaxandi listgrein.
Gestur var fæddur í Ólafsfirði
24. september, árið 1904 og var
því á 65. aldursári er hann lézt.
Ungur fór hann til mennta enda
snemma bráðgjör og gæddur
ágætum hæfileikum til náms.
Stúdent varð hann frá MR vorið
1923 og laúk lögfræðiprófi frá
Háskóla íslands árið 1929.
Á námsárum sínum hér í
Reykjavík kemst hann í kyn.ni
I við leiklistina, en segja má að
I síðan hafi hún átt hug hans
allan. Fyrst mun hann hafa kom
ið fram á leiksviði í leikrifti, seim
j sýnt var af Menmtaskólanemum.
Þar vakti hann strax athygli fyr
ir glæsileik og góða frammistöðu
og var falið að fara með stórt
hlutverkhjá Leikfélagi Reykjavik
ur litlu síðar. Fyrsta hlutverk
hans hjá L.R. var í leikritinu
„Þjófurinn", eftir Henry Bern-
stein, en leikurinn var frumsýnd
ur í nóvember árið 1924. Það eru
því liðin nær 45 ár frá því Gesit
ur hóf lei'klistarferil sinn.
Gestur Pálsson var furðu fljótt
fullmótaður leikari og stuðlaði
margt að því. Hann var óvenju
fríður maður og bar sig glæsi-
lega á leiksviði. Hafði kliðmjúka
og fagra rödd og gæddur ríkum
túlkunarhæfileikum. Allt þetta
varð þess valdandi að honum voru
tiltölulega ungum að árum falin
stór og þýðingarmikil hlutverk.
Gestur mun hafa starfað hjá
Leikfélagi Reykjavíkur í nær því
35 ár og þar vann han sína
stærstu Leiksigra. Síðasta aðal-
hlutverkið lék hann þar fyrir
fjórum árum í leikriti Diirren-
matts, „Sú gamla kemur í heim-
sókn“, og hlaut hann Skálholts-
sveininn að launum fyrir frá-
bæra túlkun. Um tveggja ára
skeið var Gestur formaður Leik-
félags Reykjavíkur.
Þegar Þjóðleikhúsið tók til
starfa árið 1950 varð Gestur fast
ráðinn leikari við það og starf-
aði þar næstu átta árin. Þá féll
það í hans hlut að leika þar
mörg vandasöm hlutverk.
Mestan hluta ævinnar var það
hlutskipti Gests að vinna utan
lei’khússins fyrir sínu daglega
brauði, en mörg voru kvöldin,
sem Leið hans lá í leikhúsin, til
æfinga og sýninga, eftir langan
og erilsaman starfsdag á skrif-
stofu. Það var að vísu ekki neitt
einstætt hjá íslenzkum leikurum
því flestir hafa orðið að búa við
álíka starfsskilyrði meiri'hluta
ævinnar.
Gestur átti við þungbær veik-
indi að stríða hin síðari ár og
dvaldi oft langdvölum í sjúkra-
húsum. Hann æðraðist samt aldrei
og varð oft að leika sárþjáður.
Á leiksviðinu lifði hamn sínar
hamingj ustundir. Þar lifði hann
í öðrum heimi —- heimi, sem var
ofar líkamlegum þjáningum og
sársauka.
Kona hans, frú Dóra Þórarins-
dóttir, var honuim tryggur lífs-
förunautur og reyndist honum
vel í langvinnum sjúkdómslegum.
í dag kveðja íslenzkir Leikar-
ar kæran félaga og góðan dreng.
Við minnumst ljúfmennsku hans,
glaðværðarinnar og góðieikans,
sem var svo einkennandi í fairi
hans. Við þökkum honum sam-
fylgdina bæði á ieiksviði og ut-
an þess. Við metum að verðleik-
um og þökkum hans mikla fram-
j lag til íslenzkrar leiklistar í nær
! því háifa öld.
Konu hans, frú Dóru, og öðr-
um nánum aðstandendum, fær-
j um við hugheilar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning hans.
Klemenz Jónsson.
Dúfnaveizlnn
ú Neshnupstað
Neskaupstað, 28. marz.
LEIKFFCAG Neskaupstaðar
frumsýnir Dúfnaveizluna eftir
Halldór Laxness i Egilsbúð í
kvöld. Leikstjóii er Ragnhildur
Steingrimsdóttir frá Akureyri en
Jóhann Jóns on kennari gerði
leiktjöid. Stefán Þorvaldsson
leikur pressarann, Stefanía Guð-
mundsdóttir konu hans og
Gvendó er leikinn af Magnúsi
Guðmundssyni. Alls koma fram
26 leikarar. — Ásgeir.
VELJUM ÍSLENZKT