Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1969 'AÐ 4 .umtferðum loknum á ís- 'landismótinu í bridge, sem fram !fer í Reykjavík þessa dagana, ier sveit Guðlaugs Jóhannssonar 'efst með 61 stig. Röð efstu sveitanna að 4 um 'ferðum loknum er þessi: |1. sveit Guðl. Jóhannss. 61 stig (2. — Bened. Jóhannss. 55 — 3. — Hjalta EMassonar 55 — 4. — Hannesar Jónss. 54 — i5. — St. J. Guðjohnsen 49 — 6. — Vibekku Scheving 49 — Framhald á bls. 31. Höfnin í Cotonou — höfuðborg Dahomey. Höfnin var byggS 1965 Ódýrt - skyndisala Seljum í dag og meðan birgðir endast lítið gallaðar garðhellur stærð'r 40x40 cm. og 50x50 cm. Rörsteypan Sími 40930. PÉTUR KARLSSON er farþegi um borð í m.s. Lattgá, sem er á leið tij Cotonou — einu hafnar- | borgar Dahomey, nágrannaríkis || Nígeríu. Farmur skipsins er 524 lestir af skreið, sem eru gjöf (frá Rauða krossi íslands, Al- þjóða rauða krossinum og Sænska rauða krossinum til Bi- aframanna. Hinn 21. marz var Lanjgá stödd í Dakar, ®em var fyrsta viðkomuhöfn gkipsins og þá ritar Pétur einum ritstjóra <Mbl. bréf. Þar segir: „Þegar við fórum frá Kefla- vík 8. marz var þar 10 stiga frost; hér í Dakar er nú tæp- lega 30 stiga hiti. Fyrst sáum við til landg á Madeira eftir 9 daga siglingu. Á leiðinni var mikill sjór yfirleitt en skipið gekk vel. Við Kanaríeyjar ger- breyttist veðrið og síðan hefur verið stanzlaus sól, meðvindur og heiðskírt." Pétur segir að þeir fylgist vel með fréttum að heiman um morsesendingar Gufuness til ís- lenzkra skipa á fjarlægum mið- um. BBC sjái þeim einnig fyrír Forsetahöllin í Dahomey Islenzka skreiðin lá yfirbreiðslulaus í raka á bryggjunni í Cotonou, er Langá fór þaðan — Úr bréfi frá Pétri Karlssyni fréttum af heimsvuðburðum. — Hann segir Dakar stórborg, með tæplega 400.000 íbúum, höfuð- borg Senegals og áður frönsk nýlenda, nú sjálfstætt ríki. — í Dakar segir Pétur að séu kríur — líklega á heimleið. Hinn 28. sendir Pétur Karls- son annað bréf, sem dagsett er 28. marz. Hitinn er þá að hans dómi orðinn hræðilegur, tæp- lega 35 stig á daginn, og lækk- ar um 5 stig á nóttunni. Þrátt fyrir allt segir Pétur, líður mannskapnum frekar vel. Hann 'segir að Langá eigi að kvöldi að halda norður á bóginn til Spán- ar. en er ekki kunnugt um ákvörðunarstað. Síðan segir Pétur: „Það er erfitt að segja fréttir frá Biafra. Upplýsingum ber ekki saman. Ég er búinn að tala við Svisslendinga frá Rauða krossinum, við svertingja frá Dahomey, við danska flugmenn, sem eru að fljúga héðan eða frá Fernando Poo þangað. Fiestir Samsöngur kvennukórs Suðurnesja ó skírdag FYRSTI samsöngur Kvennakórs Suðurnesja, Keflavík verður í Keflavíkurkirkju á skírdag, fimmtudaginn 3. apríl kl. 5 síð- degis, annar samsöngur um kvöld ið fcl. 9. Kvennakór Súðurnesja var stofnaður 22. febrúar 1968, af 40 toonum af Suðurnesjum, nú syngja í kórnurn 30 konur. SAMKOMUR Heimatrúboðið Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ennfremur bænadagana og 1. og 2. páskadag á sama tima. Sunnudagaskóli páskadag kl. 10.30. Verið velkomin. Æfingar hafa verið 2—3 í vi'ku síðan í október. Stjómandi kórsins er Herberrt H. Ágústsson, undirleikari er Ámi Arinbjarnarson, einsögnvari frú Snaebjörg Snæbjarnar, enn- fremur aðstoða nokkrir félagar úr Karlakór Keflavíkur í 4 lög- um. Á efnissfcrá eru lög eftir Sohu- bert, Bruckner, Ingegner, Mozart, Piccki, Schútz oig Ave Maria eftir stjórandann Herbert H. Ágústsson sem er frumflutt. Þá er einnig einsöngur og ein- leikur á orgel. Konurnar vænta þess að Kefl- víkingar og aðrir Suðurnesja- menn sæki vel þessa samsöngva. virðast vera mjög vantrúaðir á jákvæða þýðingu þessara flutn- inga. Danir segja mér t. d. að þeir séu komnir hingað aðallega ■vegna þess að það sé atvinnu- leysi hjá flugmönnum í Skand- ánavíu. Eitt virðist vera sam- eiginlegt hjá öllum þessum Imönnum — það er hægt að igræða peninga á þessu leiðin- ilega stríði. Wilson forsætisráðherra Breta ikom til LagOs í gær með fl'ug- 'vél brezka flughersins. Ég hlust- að á útvarpið í Lagos (um 120 'km fyrir austan okkur hér) í gærkvöldi. Nígeríumenn hrós- 'Uðu honum afskaplega. Aftur á móti þeir, sem styðja ekki sam- bandsstjórnina í Nígeríu halda því fram, að hann geti ekki gert neitt þessu máli og að hann sé 'bara að reyna að stilla stjórn- málaandstæðinga sína heimia 'fyrir. Mér er sagt af mönnum, sem nýlega hafa verið í Biafra, að uígerískir flugmenn geri vísvit- NATO-gestir ó íslandi { GÆR, 1. apríl, komu hingað til lands frá Ottawa 75 manna hóp- ur kennara og nemenda NATO Defence College undir forystu brezka sjóliðsforingjans D. T. Goodhugh. Mun hópurinn hlýða á fyrirlestra um land og þjóð, sitja kvöldverðarboð utanrikis- ráðuneytisins. Jafnframt verða stöðvar varnarliðsins skoðaðar. En í morgun hélt hópurinn áleið is til Rómaborgar, þar sem NATO Defence College hefur aðsetur. (Frá utanríki'&Táðuneytinu) Spennondi keppni d íslandsmótinu í bridge andi árásir á spítala, skóla og markaðstorg í Biafra og direpi á þann hátt margt saklaust fólk. Meira að segja sagði mér í gær starfsmaður Rauða krossins, að •nú væri jafnvel búið að taka 'Rauða kross-merki af sjúkra- hússþökum, svo að Nígeríu- rnenn gætu ekki haft það að 'Skotmarki lengur. Vel gengur uppskipun á skreiðinni okkar. Svertingjarnir vinna vel og eru vingjarnlegir. 'Fiskurinn fer héðan loftleiðis á inóttunni yfir sjóinn til Biafra. •Ef þeir reyna að fljúga yfir 'land í Nígeríu eru þeir skotnir niður. Danskur flugmaður sagði að flutningar frá Dahomey og 'Fernando Poo séu á vegum Rauðakrossins en flutningar frá portúgölsku eyjunni Sao Tomé á vegum kirkjunnar. Biaframenn virðast miklu fremur vilja vopn en matvæli. Rauði krossinn viill hjálpa báðum aðilum, en það virðist ekki alltaf vera nauðsynlegt að gefa mait- væli. Kjami málsins að mínu per aónulega áliti, er að Evrópu- menn ættu ekki að sikipta sér svo mikið af Afríkumálum, og sérStaklega ættu Norðurlanda- þjóðirnar að reyna að kynna sér Afríku betur ef þær ætla að endanlega að gera sig áberandi í þessari álfu. Ég spurði Frafcka hér í gær hvort það væri ekki hæigt að finna markað fyrir skreið í Da- homey. Nei, sagði hann ákveð- inn. Hvers vegna þá, segi ég. íslendingar hafa áður selt til Ní geríu skreið, einnig til Kamerún og eitthvað til Gihana. Frakkinn svaraði: — Já, en í dag eru marg ir Rússar að veiða við strönd V-Afríku, einnig Japanir og þeir landa fiski, sínum í ýmsum ríkj- um hér. Það þýðir ekkert fyrir svo fjarlægar þjóðir að flytja fis'k sinn svo langa leið. Verið er að ræða um ofveiði á fiski- málaráðstefnu í Accra nú, en Rússar gæta þess mjög að halda sig utan við landhelgina, og því geta þesisar þjóðir ekkert gert.“ Síðan segir Pétur. „Mér var sagt að Bandaríkja- menn séu að hjálpa Dalhomey að ná olíu úr sjávarbotni á þessum slóðum. Við sáum í gær í borg- inni stórt bandarískt sendiráð og enn stærra franskt og Ghana- sendiráð. Hér er br-ezkt konsú- at og nafnið HOLT er víða sjá- anlegt í bænum. Frétt hef ég að einhver brezk Holt-fjölskylda hefði verið hér í mörg ár. Hitt er annað mál, sem mér dettur í fyrsta skipti í hug, þar eð ég er kominn í fyrsta skipti til Black Africa, að einn forfaðir minn á 19. öld var Livingstone, sem var trúboði og ferðaðist með land- könnuði Stanley. Þess vegna heit ir eldri bróðir minn Donald STANLEY Kid’ On og pabbi minn hét Ernest STANLEY Kidson, en nú hei'ti ég Pétur Karlsson." Þannig lýkur bréfi Péturs Karlssonar, en neðanmáis hefuir hann skrifað, eftir að hamn tók blaðiðúr ritvélinni. „P. S. Atih. frá Skiipstjóranum, sem er búinn að lesa þetta bréf. Eins og allir góðir skipstjórar, hefur hann lagt mikla áherzlu á að fá fljóta afgreiðslu hér oig mun skipið verða tilbúið til brott farar í kvöld. En skreiðin, sem við fluttum hefur verið sett í stæður hér á bryggjunni og ekki einu sinni breytt yfir hana, þrátt fyrir mikinn raka. Umboðsmað- urinn segir, að ekki sé haft und- an að flytja skreið til Biafra. Það eru ekki til nógu margar flug- vélar. Umboðsmaðurinn segir einnig, að það liggi hér í Da'hom- ey, í höfninni mikið af Skreið (sennileiga frá Noregi), sem á að fara til Biafra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.