Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 17
MOHGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 2. APRÍL. 1909 17 Heimurinn breytist ört og enginn veit undir hvaða framtíi þarf að búa börnin GEÐRÆNIR sjúkdómar eru gam alt vandamál og hafa líklega allt- af verið til. En þegar þjóðfélagið verður margbreyttara, verður erfiðara fyrir einstaklinginn að átta sig og meiri vandi að lifa. Þessu aukna álagi fylgir streita og geðrænir sjúkdómar. Og þetta nær líka til barnanna. Hér á íslandi er þetta vaxandi vandamál, eins og annars staðar. Hingað til hefur ekki verið til nein sjúkradeild, sem gæti tekið við börnum með geðræna sjúk- dóma og meiri háttar hegðunar- vandamál til dvalar, en viðkom- andi borgar- og ríkisstofnanir hafa að undanförnu unnið að því að leysa vandann. Og nú er ákveðið að taka þann hluta af upptökuheimilinu við Dalbraut, sem ófullgerður var, og setja þar upp slíka sjúkradeild. Kvenfélag ið Hringurinn ætlar svo að leggja þarna lið og gefa innbú og eru konurnar að safna fyrir því af alkunnum dugnaði. Þá vaknar sú spurning hjá mörgum, hve mikil brögð séu að tauga- veikluðum börnum og hvers kon ar vandamál slík börn eigi við að etja. Halldór Hansen, yngri, læknir, sem veitir forstöðu barnadeild og geðverndardeild Heilsuvernd- arstiiðvarinnar, hefur að sjálf- sögðu haft mjög mikil kynni af þessum vanda. Við fengum því að ræða málið ofurlítið við hann og spurðum fyrst, hvort mjög mikið bæri á taugaveiklun og geðrænum sjúkdómum í börnum í Reykjavík. — Alvarlegar truflanir eru heldur óalgengar, sem betur fer, svaraði Halldór, en þó nokkuð ber á miðlungs- og minni háttar truflunum. Á geðverndardeild- ina til okkar kemur líka mikið af fólki, sem vill vita, hvort ein- hver viðbrögð barns séu óeðlileg eða sjúkleg og fjarska oft kemur í ljós við rannsókn, að svo er ekki. — Og þið viljið, að fólk komi fremur með börn, sem ekkert reynist að, én að sjúk börn komi ekki til skila, eða hvað? — Já, að sjálfsögðu vill mað- ur getá fundið einstaklingana, sem þarf að hjálpa. Vinnukraft- urinn hjá okkur er bara það tak- markaður, að afköstum eru ákveðin takmörk sett. Aðstæður til að sinna veikustu börnunum hafa líka verið lélegar. Ef árang- ur á að nást, þarf að vera hægt að leggja þau inn á sjúkradeild. Það er óheppilegt að þurfa að senda slík börn til meðferðar í sjúkrahúsum erlendis, þar sem þau þurfa að giíma við nýtt tungumál og breyttar aðstæður ofan á alla þá erfiðleika, sem fyrir eru. Það er því orðið mjög aðkallandi að fá sjúkradeild hér fyrir þessi börn og verður allt önnur vinnuaðstaða með tilkomu Dalbrautardeildarinnar. — Hvers konar sjúkradeild verður þetta fyrir geðveil börn? — Mér skilst ,að það eigi bæði að vera legudeild og heiman- göngudeild fyrir sjúklinga, sem þurfa reglulegrar meðhöndlunar við, en þörf er fyrir hvort tveggja. Annars er þetta allt í deiglunni og ég þori ekki að segja neitt um það, enda heyrir það ekki undir mig. En með því að leysa þetta mál fyrst um sinn á þann hátt að taka til þess þann hluta Dalbrautarheimilisin's, sem ekki var farið að innrétta, er hægt að koma þessu í gang miklu fyrr en ef beðið hefði ver- ið eftir nýrri byggingu. • NÚTÍMINN GERIR MIKLARKRÖFUR Og alia vega er aðkallandi að geta tekið inn börn, sem eru mikið trufluð og illa farin. Einnig að geta hýst börn, sem annað hvort eru utan af landi eða geta ekki áf öðrum ástæðum verið heima hjá sér, meðan þau eru til lækninga. — Hvaða ástæður valda því helzt, að barn getur ekki verið heima hjá sér? — Til dæmis getur verið æski legt að taka barn úr ■sdnu fyrra heimkynhi, meðan það er í með- ferð. Aðstæður geba verið þann- ig. Svo geta börnin líka sjálf verið svo erfið í hegðun, að ekki sé hægt að 'hafa þau á heimili, t.d. ef þau eru haldin erfiðri skemmdaráráttu. — Eru vandamál þessara barna að einhverju leyti sérstæð hér á landi? — Ég helcl, að það séu yfir- leitt nókkuð svipuð vandamál og koma fyrir a:lls staðar í heimin- um, kannski í heldur vægara formi hér en stundum sést í stærri löndunum. Mér finnst mjög áberandi, þegar talað er við for- eldrana, að tímarnir 'hafa mikið breytzt óg foreldrarnir vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við og hvað þeir eiga að kenna börn- um sínum. Það er von, því að ná lega allur heimurinn er hröðum breytingum undirorpinn í dag og enginn veit með vissu fyrir hvers konar framtíð er verið að undirbúa börn nútímana. Það hefur sennilega sjaldan verið nauðsynlegra að Ihafa aug- un vel opin fyrir því, sem er raunverulega að gerast, í stað þess að binda vonir sínar við kenningar, sem ef til vill eru orðnar eða eru að verða úrelt- ar. Nútíminn gerir miklar kröfur til góðrar yfirsýnar, aðlögunar- hæfni og viðbragðsflýtis meiri kröfur en mörgum finnst þægi- legt, enda krefjast þær mikillar sj álfsstjórnar, tilfinningaj afnvæg is og skarpskyggni. Og þegár tek ur að sverfa að öryggistilfinn- ingu hinna fullorðnu, bitnar það óhjákvæmilega á börnunum. • LAUSBEIZLUÐ BÖRN Á ÍSLANDI — Engin séreinkenni fyrir ís- land? — Það er þá helzt, að maður sér svo mikið af börnum á for- skólaaldri, sem eru mjög laus- beizluð. Það virðist of lítil rækt lögð við þau og þau læra oft ekki venjulegar umgegnisvenjur og eiga því erfitt uppdráttar, þeg ar þau koma í skóla, af því að þau hafa ekki lært að umgangast fólk á eðlilegan og lipurlegan hátt. Þau þurfa þá að eyða fyrstu árunum í að læra þetta og það kemur niður á öðru námi. Þau uippburðarminni verða þá oft pasturslítil innan um aðra, þeg- ar þau finna vanmátt sinn, önn- ur geta snúið því upp í alls kon- ar fíflalæti og enn önnur orðið uppvöðslusöm og gjörn á að nota hnefaréttinn. Félagslegur þroski hefur oft farið forgörð- um í uppeldi hér á landi. — Stafar það yfirleitt af ein- hverjum erfiðleikum á heimil- unum, að börnin ganga lausbeizl uð og er lítið kennt? — Það þarf ekki að vera. Þetta virðist miklu fremur land- lægt á íslandi. Þegar svó er, vant ar þetta samband, sem þarf að vera milli barna og fullorðna fólksins. Barnið lifir þá bara í sínum heimi og kynnist lítið heimi hins fullorðna á eðlilegan hátt. Ef til vill gerði þetta minna til áður, meðan ísland var fyrst óg fremst sveitaþjóðfélag. Það þjóðfélag var einfalt í sniðum og nokkurn veginn víst, að börnin mundu læra að fella sig inn í það fyrirhafnarlítið. Nú er þetta breytt ,og mörg börn kunna ekki til verka, þegar til á að taka. Þetta er ekki endilegá sjúk- legt, heldur miklu fremur óheppi legt, bætir Halldór við. En það getur orðið sjúklegt, ef barnið heldur ekki velli með einhverj- um ráðum. — Og hvað gerist, ef barn heldur ekki velli? — Það fyllist kvíða, spennu og öryggisleysi inni fyrir, sem get- ur leitað sér útrásar í alls konar afbrigðilegri hegðun. í grund- vallaratriðum má segja, að barn- ið hætti að halda áfram að þrosk ast tilfinningalega og eyði allri orku sinni í það að reyna að ráða bót á vanlíðaninni. Venju- lega tekur það eins og ósjálfrátt upp vanþroskaðri hegðun en áð- ur ,og hafi barninu liðið sérlega ,vel á einthverju fyrra þroska- skeiði, leitast það við að endur- heimta horfna sælu með því að grípa til aðferða, sem dugðu því vel þá. Það má líkja barninu við mann, sem villist á vegamótum og tekur ranga stefnu; hann verð ur að hverfa aftur að vegamótun um, ef hann á að komast inn á rétta leið. Enda komast mörg börn aftur inn á rétta leið hjálp- arlaust, t.d. ef um einlhverja tlmabundna erfiðleika er að ræða, sem umhverfið leggui barninu á herðar og það ræður ekki almennilega við. En það getur líka farið svo, að barn festist í vanþroskaðri hegð- un og þá fyrst er um raunveru- lega taugaveiklun að ræða. Þá heldur barnið áfram- að nota sömu viðbrögð, enda þótt aliar ytri aðstæður séu breyttar, og viðbrögðin eigi ekki lengur við annars staðar en í hugarheimi barnsins. Það má segja, að barn- ið hegði sér eins og það sé úti í roki og rigningu, jafnvel eftir að sólin er farin að skína. Og þeg- ar þannig tekst til, beinast við- brögðin 'heldur ekki lengur að þeim aðstæðum eða aðilum, sem þeim ollu í upþhafi, heldur meira og minna ihandahófslega að öllu og öllum. Dómgreindin á raunveruleikanum veiklast, með öðrum orðum. Og það eru fyrst og fremst þannig farin börn, sem geðverndarstanf þarf að fást við, ef það á að koma að gagni. Því þarf að skapa vinnuskilyrði og mennta starfslið, svo að hægt sé að leysa þetta starf af hendi í þjóðfélaginu betur en hægt hef- ur verið hingað til. En fyrir- byggjandi starf er auðvitað líka mikilvægt. • EF BARNIÐ HELDUR EKKI VELLI — Hvers konar viðbrögð eru algengust? — Það getur verið ákaflega margbreytilegt eftir aðstæðum og eftir því hvernig börnin eru gerð. Þó má skipta þessu í tvo stóra hópa: Börn, sem draga sig frekar inn í sjálf sig, reyna að skapa sér sinn innri heim og loka umheiminn úti ,og svo hin, sem leggja til atlögu og reyna að bera sig eftir björginni og þá oft með frekju, yfirgangi og hefni- girni. Ástæðurnár geta verið margar. Sérhver einstaklingur fæðist í þennan heim fullur af þörfum og þrám, sem þarf að uppfylla, ef honum á að líða vel, Jafnframt gerir umheimurinn kröfur á hendur sérhverjum einstaklingi, ef 'hann á að teljast gjaldgengur. Þarna þarf eitthvert jafnvægi að vera og vanti það. fer að sverfa Halldór Hansen yngn, læknir. að einstaklingnum. Börn eru í sérstakri hættu. Þau eru lítt til þess fallin að sjá sjálf fyrir eig- in kröfum og þörfum og eru því ákaflega háð umhverfinu. Á sama hátt þurfa kröfur umhverf- isins á 'hendur barninu ekki að vera miklar eða flóknar til að barnið valdi þeim ekki, og það er ekki í neinni aðstöðu til að breyta umhverfi sínu eða flýja af hólminum. Fái barn ekki þörf- um sínum fullnægt ,er það tæp- ast aflögufært og hefur því ekki bolmagn til að spreyta sig á verk efnum. En fái barn öllum þörf- um sínum og kröfum fullnægt en þarf ekkert að leggja á sig á móti, er engu síður illa farið. í grundvallaratriðum verður árangurinn sá sami: barnið stendur sig ekki á hagnýtum vettvangi. En það er líka hægt að skjóta yfir rnarkið á hinn veginn og gera kröfurnar svo miklar, að barnið valdi þeim ekki. Ef það er gert að staðaldri, getur varla hjá því farið, að barn ið fyllist vanmetakennd og þori ekki að leggja til atlögu, jafnvel við þau verkefni, sem það ætti að hafa hæfileika og getu til að leysa. Það er því öllu öðru nauðsyn- legra fyrir foreldra að hafa vak- andi auga bæði með því hvers barnið þarfnast í það og það skiptið og hve miklum kröfum það getur staðið undir. Árvekni, áhugi, brjóstvit og heilhrigð dóm greind skipta öllu máli í þessu sambandi og enginn bókstafs- þekking getur komið í staðinn, hverja kosti sem hún kann að hafa að öðru leyti. Og flestir foreldrar komast vel frá þessum vanda af eðlisávísun og satt að segja finnst mér stundum furðu- legt, að fleiri skuli ekki misstíga sig en raun ber vitni um. Auð- vitað gera sumir það, en það er fjarskalega sjaldgæft að fyrir- hitta foreldra, sem gera barni sínu vísvitandi mein. Venjulega er það vandamál foreldranna sjálfra, sem draga úr þeim mátt- inn á einhvern hátt, og það bitn- ar aftur á börnunum. — Svo að auðveldara sé að átta íig á þessu, gætirðu kannski gefið okkur dæmi um, hvernig svona getur byrjað óviljandi? —- Ja, við getum t.d. hugsað okkur konu, sem situr heima með stóran barnahóp á ýmsum aldri. Maðurinn er lítið heima og því lítillar aðstoðar að vænta frá honum í þrasi daglega lífsins. Konan veldur þessu svona nokk- urn veginn ,meðan ekkert sér- stakt bjátar á. En svo kemur eitt hvað sérstakt fyrir, segjum t.d. að konan missi einhvern vin eða ættingja, sem henni hefur þótt mjög vænt um og oft hefur verið henni innan handar í alls konar erfiðleikum. Konan mifsir allt í einu kjarkinn og getur ekki stað ið sig eins vel og hún hefur gert, enda orðin langþreytt. Börnin finna, að þau eiga ekki sama hald í móður sinni og áður, ^n skilja ekki, hvað veldur. Vegna þess, að börn eru ósjálfstæð og þurfa stuðning, fara þau, hvert fyrir sig, að reyna að koma aftur á jafnvægi. En vegna þess að börn eru börn, skilja þau ekki, að móðirin þarf hvíld til að end- urheimta jafnvægið. Hvert fyrir sig fer að reyna fyrir sér, alger- lega ósjálfrátt og ómeðvitað, hvernig það geti bezt haldið sín- um hlut í viðskiptunum. Eitt' barnið reynir t.d. að koma sér inn undir hjá móðurinni með því að vera ennþá þægara og betra en venjulega og kannski langt fram yfir það, sem nokkru barni er eðlilegt. Barnið gengur ef til vill svo nærri sér í sjálfs- stjórn á daginn, að það fer að vakna upp á næturnar með mar- tröð og vanlíðan. Öðru barninu getur reynzt betur að halda sín- um hlut með því að ganga algjör lega fram af viðnámsþreki móð- urinnar með yfirgangi og frekju. Þriðja barnið sér sér ef til vill ekki fært að keppa við hin tvö á sama hátt, heldur fer að reyna að vera lítið í sér og rækta það aumkunarverða í fari sínu og tala á þann hátt til samúðar og meðaumkunar móðurinnar, svo að ekki sé talað um þá sektar- kennd, sem móðirin kann að hafa gagnvart því að standa sig ekki eins vel og venjulega. Fjórða barnið getur lagt beint til atlögu við sektarkennd móður- innar með því að ásaka hana í tíma og ótíma. Og fimmta barn- ið getur orðið bara svona al- mennt óánægt, sísuðandi að fá þetta eða hitt, sem það vill svo ekkert hafa með að gera, ef það fær vilja sínum framgengt. Þrátt fyrir mismunandi ytri hegðun eru börnin öll að reyna að endur heimta móður sína sem þá stoð, sem hún var þeim áður, og þá er vert að hafa í 'huga, að börnin eru ekki einungis að keppa um atihygli móðurinnar, heldur eru þau líka að keppa hvort við ann- að. Ef hugsað er um þetta dæmi, er litill vandi að skilja, að það er raunverulega móðirin, sem þarf að hjálpa til að komast aft- ur x jafnvægi, ef vandinn á að leysast. Ef ekkert er að gert, geta börnin gengið fram af þreki móð urinnar, án þess að hafa hug- mynd um hvað er að gerast, og þá er meinleg svikamylla komin í gang, þar eð viðleitni barn- anna til að endurheimta örygg- Framhald á bls. 19 Rœtt við Halldór Hansen, um tauga- veiklun barna í Reykjavík, þar sem nú er að koma upp fyrsta sjúkra- deildin fyrir taugaveikluð börn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.