Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.04.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL, 1969 Upp úr kælibaðinu koma þræðimir 50 gráða heitir og íara inn í teygingar valsana. - HAMPIÐJAN Framhald af bls. 13 un bæði úti í Þýzkalandi af Institut ful Fangtecknik og Haf rannsóknarstofniuninni hér á garni frá tveimur erlendum þjóðum, sem báðar standa fram arlega í veiðarfæragerð — og Hampiðjugarni. Erlenda garn- ið, en útkoman varð svipuð hjá útlendingunum, 4 mm. að sverleika reyndist hafa slitþol 218 kg., en Hampiðjugarn af sama sverleika 260 kg. Erlenda garnið 5 mm. hafði slitþol 279 kg. en Hampiðjugarn af sama sverleika 323 kg. Bréfið með niðurstöðum þess arar rannsóknar má kalla verð skuldaða afmælisgjöf og ekki aðeins fyrir Hampiðjuna, held ur fyrir íslenzkan iðnað al- mennt. Jafn margprófuð vöru- vöndun og lífsseigla íslenzks iðnfyrirtækis ihlýtur að vekja vonir almennings um framtíð íslenzks iðnaðar og auka trú íslenzkra iðnaðarmanna á eig- in getu. Ásgeir Jakobsison. Jón verkstjóri netastofunnar, Hektor verkstjóri í vélasal, Gunn- ar afgreiðslum. og 30 ára starfsmaffur, Bergur vélheili fyrirtæk- isins og 30 ára starfsmaður. - MINNING Framhald af bls. 22 að hvetja til hófsemdar og bind- indis. Ekki verður skilizt svo við minningu Magnúsóir, að ekki sé getið ástar hans á skáldskap og drepið á það starf sem hann vann á skáldskaparakrinum. Hann var að kalla ævinlega með hugann við skáldskap og Ijóð- list, og oft greip hann hvert það blað, sem hendin.ni var næst til að hripa þar það, sem í hug- ann kom. Átti hann í fórum sín um við andlátið mörg slitur úr dagblöðum, sem hann hafði grip ið til að skrifa á, þegar ekki var annað tiltækt, auk annarra minnisblaða. Fyrsta bókin með ljóðum eftir han.n (og Jens Sæ- mundsson) kom út 1906 og hét Fjallarósir og morgunbjarmi, en síðan komu þessar: Vídalín á Þin.gvöllum, 1910, Ábyrgðin, 1914, Rúnir, 1916, Bergmál, 1921, Söngvar, kvæði stökur, 1937, Heíma, 1938, Hér og þar, 1938, Úr kviðlingum eins af átján, 1941, og loks Sagnakver,1949. Magnús Gíslason var enginn hávaðamaður, hvorki í störfum sínum né skáldskap, og hann gerði enga kröfu til þess að telj ast til stórskáldanna. En þrátt fyrir þetta lifa ljóð hans á vör- um og hjarta þjóðarinnar, því að hver kannast ekki við eða hefir sungið „Nú rí'kir kyrrð í djúp- um dal“, sem Magnús orti aðeins 18 ára gamaLl, en lagið við það gerði lærifaðir hans í ljósmynda iðninni, Árni Thorsteinsson. „Stjarna stjörnu fegri“ er önn- ur perla, sem oft heyrist hjá ljóð elskum mönnum, en hvort tveggja sýnir að Magnús var skáld, sem kunni að fella „ást- kæra, ylhýra málið“ í stuðla með þeim hætti, að þjóðin heyrði það og mundL Sá, sem þetta ritar, vill ljúka þessum fátæklegu minningarorð- um með því að þakka Magnúsi áratuga viðkynningu, þar sem hann var ætíð veitandinn af göfgi sálar sinnar. Menn eins og Magnús Gíslason eru fáir á öll- um tímum, en einmitt þess vegna lýsa þeir skært innan um sam- ferðamenn sína, og það er sam- - VERTIÐARDAGUR Framhald af bls. 10. hún kynni mjög vel við sig í Eyjum. „Hvað helzt?“, spurð- um við. „Það er svo fallegt hér“ svaraði hún, „æsilegt fjör og ég ætla að vera hér áfram“. í næsta herbergi við þær Ester og Guðrúnu hittum við tvær ungar Reykjavíkurstúlk- ur og tvær Kefglavíkurstúlk- ur. Þær eru allar 17 ára og hafa allar unnið í fiski áður. Þær sögðust vera nýkomnar og lítið skoðað, en „það er dálítið ,,smart“ hérna í Eyj- um“, sögðu þær. Þær sögðust hafa farið til Eyja til þess að þéna peninga og vonuðust bara til þess að það yrði mikil vinna. Þessar fjórar, sem við töluðum við 'heita Elvör Jóns- dóttir og Elín Eiríksdóttir úr Reykjavík og Ásdís Baldvins- dóttir og Sigríður Kristmunds dóttir úr Keflavík. Frá Edinborg gengum við að Hraðfrystistöðinni sjálfri, sem er á elzta hluta athafnasvæðis við höfnina í Eyjum. Þar var áður öll verzlun dönsku kaup- mannanna í Eyjum og síðar Einn „Fossinn" var viff Friffa rhafnarbyrggjuna og lestaffi salt- fisk. að reyna að skjótast þangað og sjá þetta skemmtilega safn sem býður fólki að skoða helztu fiskategundir við land- ið í rúmgóðum búrum og vel skipulögðu safni. Og það er eftirtektarvert að í svo stóru sjávarplássi sem Vestmanna- eyjar eru skyldi maður ætla að allt snerist í kringum fisk á hávertíðinni, en það er margt annað að gerast. Það er Náttúrugripasafn í Eyjum Eivör Jónsdóttir, Ásdís Bald vinsdóttir, Sigríffur Kristmunds- dóttir og Elín Eiríksdóttir. verzlun Gísla J. Johnsen, sem bolaði dönsku verzluninni frá og veitti þannig stórauknu fjármagni inn í athafnalíf Vestmannaeyja. Nú eru þessi gömlu hús ásamt Hraðfrysti- stöðinni í eigu Einars ríka og fleiri, en nýlega stofnaði Ein- ar hlutafélag um Hraðfrysti- stöðina í Eyjum. Fiskimjölsverksmiðja Ein- ars Sigurðssonar ,eða FElS eins og hún er kölluð er áföst fyrstihúsinu og þar splundr- aðist gúanóreykurinn upp úr reykháfnunum og allar vélar voru keyrðar á fullu, því að það var verið að keppast við að hafa þróarrými fyrir loðn- uíta. Nýjasta bryggja í Eyjum er Nausthamarsbryggjan og er hún járnþiljuð og malbikuð eins og hinar bryggjurnar. Þar voru loðnubátar að landa og mikið um að vera, en bátar voru nú farnir að koma inn með sæmilegan afla nokkrir, en tregt var hjá öðrum. Þrír skipverjar af einum aðkomubátnum spurðu okkur hvort við vissum hvar lifandi fiskasafnið væri. Við gátum sagt þeim það og þeir ætluðu með lifandi fiskasafni og fjö!- breyttu uppsettu fuglasafni; það er mjög forvitnilegt byggðarsafn í> Eyjum ásamt safni yfir 100 uppsettra fiska, sem allir eru veiddir við Is- land; það er myndlirtarskóli í Eyjum, stýrimannaskóli, vél skóli, tónlistarskóli, auk venjulegra skóla og margt fleira mætfi nefna eins og t.d. mjög gott bæjarbóka- safn. í kringum allt þetta skapast tómstundir fyrir fólkið og félagsstarf er mik- ið í Eyjum en Kjartað er höfnin og jafnvel það list- ræna kemur eittihvað frá þorskinum eins og flest annað í íslenzku þjóðfélagi. Skyldi annars þorskurinn vera list- rænn? Við römbuðum um bryggj- urnar og heimsóttum frysti- húsin. Allir vilja vinna og all- ir vonast eftir góðum afla á vertíðinni og unga fólkið ætl- aði á vertíðardansleik um kvöldið. Dagur og nótt renna saman í eitt, því að það er alltaf fjör í Eyjum, þegar fisk ast vel. Það er alltaf eitthvað um að vera í höfninni og þar er tóna spil athafnamanna, vindhörp- unnar, sjófuglanna og brims- ins sem sv-arar á rifi. íslend- ingar lifa af þorskinum, fólk þjóðanna hefur lyst á honum og jafnvel íslenzk list lifir á þorskinum. Það er eins gott að hann nýtur ekkí íömu rétt inda og heilagar kýr Indlands. Vertíðardegi í Eyjum lýkur raunar ekki, ef sjóveður er, því þá er báturinn í essinu sínu og kemur rétt aðeins í stutta heimsókn í höfnina til þess að landa. Síðan er sleppt aftur og siglt til hafs. á.j. Þær voru hressar viff aff panna aff þessar. loðnu fyrir færeyskan mark- (Ljósm. Mbl. Sigurgeir) ferðamönmmum gæfa að fá að kynnast þeim. Ó.J. f dag er kvaddur hinztu kveðju Magnús Gíslason skáld. Það sem mér kom fyrst í hug, er ég heyrði tilkynningu um andlát hanis var: „Nú ríkir kyrrð í djúpum dal“, þetta dásamlega kvæði, sem lýsir svo vel við- horfi hans til náttúrunnar og alls sem lifir. Magnús fæddist 29. maí 1881 að Helgadal í Mosfellsisveát. Mér er ekki kunnugt um hvað á daga hans dreif, nema síðustu tvo ára ttugina. Hann talaði Dítið um sjálfan sig. Hann lærði ljósmynd un í Kaupmannahöfn, vann við rafvirkjun, húsamálun, blaða- mennsku o.fl. Eitthvað mun hann hafa fengizt við að mála myndir en skáldskapurinn mun hafa verið honum hugstæðastur. Magnús var virkur þátttakandi í Guðspekifélagi íslands um ára bil. Harnn var í ritnefnd Gang- lera og útsölumaður hans í mörg ár. Leiðir okkair Magnúsar lágu ekki sarnan fyrr en hann var kominn á efri ár. Ég man hvað mér fannst gaman að heyra hug myndir 'hans um lífið og tilver- una, en um það hugsaði hann mikið. Guðshugmynd hans var víðfeðm eins og sum kvæði hans bera með sér. Hann segir á ein- um stað: „Ég er peð í tímanis tafli, teflt þar fram af huldu afli genginn útúr guða báli gneisti er hrökk af lifsins stáli“. Magnús unni fegurð. Oft tal- aði hann um sveitina sína og þau áhrif, sem kyrrð íslenzkr- ar sumarnætur hefði haft á sig. sem ungling. Hann sagði: „Þau áhrif eru varanleg, enda hefd ég stundum gripið til þeirra, þegar mér hefur legið á í lífinu". Magnús kom oft á heimili okk ar hjónanna. Hann var oftast glaður, þrátt fyrir vanheilsu og litla sjón. Við viljum nota þetta tækifæri og þakka honum þann hlýhug og góðvild, sem hann ávallt sýndi okkur og litlu telp unum okkar. Ég vil svo að endingu óska honum fararheilla á þeirri leið, sem hann nú hefur lagt út á. Ég votta börnum hans, barnabörn- um og öðruim að'standendum inni legustu samúð og bið Guð að blessa minningu hans. Þ.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.