Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.04.1969, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1989 Landsliðið - Fram 2:0 Knattspyrnulandsliðið lék æf- ingaieik við Fram á sunnudag- inn. Úrslit leiksins urðu sigur landsi'.ðsins, 2:0, eftir heldur lé- legan leik við slæm vallarskil- yrði. ÓSafur Lárusson og Her- mann Gunnarsson ;koruðu mörk in. Landsiiðsmenn eiga nú stranga daga framundan, þar sem eru æfingar fyrir leikinn við Arsen- al, sem verður í byijun maí. Eru fimm æfingaleikir áformaðir og verður sá fyrsti á miðvikudags- kvöldið og þá leikið við Kefla- vík. UngJingalandsliðið átti að leika á Akranei á sunnudag, en af því va:ð ekki. IR og KR berjast á botninum — en FH stefnir ab fullu húsi stiga - Valur KR 20-20 og FH-ÍR 23-19 Á SUNNUDAGSKVÖLD íoru fram tveir leikir í 1. deild ís- landsmótsins í handknattleik. FH sigraði ÍR með 23 mörkum gegn 19 og KR og Valur gerði jafn- íefli, 20:20. Eftir þessa leiki vaxa bvi líkurnar á því að ÍR og KR verði að leika um fallsætið í 2. deild og verður það örugglega bHrð barátta. FH stefnir hins vegar að því öruggum skrefum, að sigra í deildinni með fiillu húsi stiga. Slíkt hafa þeir oft gert áður, síðast fyrir þremur árum, en árið áður höfðu þeir lent í þriðja sæti í íslandsmót- AKRANES 0G KEFLAVÍK sigr uðu í Litlu bikurkeppninni — líflegir leikir í Kópavogi og Keflavík FJÖLMARGIR áhorfendur lögðu leið sína í Kópavog á sunnudag- inn og fylgdust þar með leik heimamanna við Akurnesinga. í Litlu bikarkeppninni, sem hófst þennan dag. Leikurinn var fjör- lega leikinn og lyktaði honum þannig, að Skagamenn sigruðu verðskuldað með fjórum mörk- um gegn tveimúr. Bæði liðin sýndu athyglisverðan leik, eink- um virðist framlína Skagamanna lífieg og líkleg til afreka í sum- ar. Lið Kópavogs hefur einnig tek ið miklum framförum. í því eru að stofni til ungir og efnilegir leikmenn, sem óhætt mun að spá velgengni í 2. deildar keppn inni í sumar. Guðjón Guðmundsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir horn- spyrnu á mark Kópavogs. Var Kópavogsmarkvörðurinn þar illa á verði og hefði auðveldlega átt að ná knettinum. Guðmundur Þórðarson, bezti maður Kópa- vogsliðsins, jafnaði síðan, en Matthías Hallgrimsson og Guð- jón Guðmundsson breikkuðu bil- ið aftur upp í 3:1. Skömmu fyrir !ok hálfieiksins skoraði svo Þór- ir Hreiðarsson fyrir Kópavog, og var staðan því 3:2 fyrir Akranes í hálfleik. í síðari hálfleik sóttu Kópa- vogsmenn svo heldur meira, en eigi að síður voru það Skaga- menn sem skoruðu eina mark hálfleiksins. Var þar Björn Lár- usson að verki með lúmsku skoti af löngu færi. I Keflavik léku heimamenn við Hafnfirðinga og sigruðu verð skuidað með 2 mörkum gegn engu, þrátt fyrir markmanns- raunir sínar, en báðir aðalmark- verðir liðsins meiddust í leikn- um og urðu aðrir leikmenn að hiaupa í skarð þeirra. Keflvíkingar sóttu mun meira í leiknum og áttu mörg hættuleg tækifæri sem þeim tókst ekki að nýta nema tvívegis. í fyrri hálf- leik er Friðrik Ragnarsson skor- aði og í síðari hálfleik er þeir fengu dæmda vítaspyrnu, sem Sigurður Albertsson skoraði úr. inu, eins og í fyrra. Leikur KR og Vals var mjög skemmtilegur og vel leikinn. Sýndu bæði liðin á tíðum ágæt- an handknattleik og þó einkum í vörninni. Valur hafði undirtökin í fyrri hálfleik og átti Hermann Gunnarsson drýgstan þátt í þvi. í hálfleik var staðan 13:11 fyrir Val. Eftir 7 mínútur í síðari hálf leik tókst svo KR að jafna, 15:15, og eftir það var leikurinn mjög jafn. Tókst Valsmönnum einu iinni að ná tveim mörkum yfir, i9:17, en undir lok hálfleikíins jöfnuðu KR-ingar svo. Áttu Vals menn siðasta tækifærið í leikn- um, en Karl Jóhannsson var vel á verði sem endranær. Braut hann á Hermanni á miðjum velli og afstýrði þannig hættunni. í Valsliðinu áttu beztan leik þeir Hermann Gunnarsson og Jón Karlsion, sem var mark- hæstur þeirra með 5 mörk. Emil Karlsson átti mjöig góðan leik í KR-liðinu, svo og þeir Karl Jó- hannsson, er skoraði 8 mörk os Hilmar Björnsson er skoraði 7 mörk. Óli Olsen og Björn Kriitjáns- son dæmdu leikinn sæmilega. í leik ÍR og F'H leit lengi út fyrir að ÍR-ingum tækist að stöðva sigurgöngu FH-inga. Höfðu ÍR-ingar vissulega mikiu að keppa að, því auk heiðursins á sigri yfir í-landsmeisturunum hefðu 2 stig verið þeim mjög dýr mæt i fallbaráttunni. ÍR hafði forystu í leiknum lengst af og léku oft ágætlega. Var það ekki fyrr en að um 10 mín. voru eftir að leiknum, sem FH-ingar tóku á honum stóra sínum og sigu örugglega íram úr. Voru þeir félagar, Geir og Örn og Hjalti, sem mestan þátt áttu í því, en þeir voru sem fyrr beztu leikmenn FH-liðsins. í ÍR liðinu áttu þeir Vilhjálmur og Ágúst beztan leik, en liðið í heild nær oft mjög skemmtilegum leik, og furðar menn á því að ÍR skuli ekki vera komið með nema 4 stig í vetur. Víðavangs- hlaup ÍR VÍÐAVANGSHLAUP ÍR fer fram á sumardaginn fyrsta að venju. Verður keppt um fallega vorðlaunabikara í þriggja, fímm og tíu manna sveitum. Þátttöku- lilkynningar þurfa að hafa bor- izt Karli Hólm, iími 3S100, í síð- asta lagi fyrir 20. þ.m. Lundsliðið í körfuknuttleik vulið LANDSLIÐ Körfukhattleiks- sambands íslands hefur valið landsliðið, sem taka á þátt í Evr- ópumeistarakeppninni í Svíþjóð í maí næstkomandi. Valdir voru 10 leikmenn til keppninnar, og er liðið þannig skipað: Birgir Örn Birgis, Ármanni Brynjólfur Markússon, KR Einar Bollason, Þór . Gunnar Gunnarsson, KR Jón Sigurðsson, Ármanni Kolbeinn Pálsson, KR Kristinn Stefánsson, KR Sigurður Helgason, KFR Þórir Magnússon, KFR Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR Tveir nýliðar eru í liðinu að þessu sinni, hæsti körfuknatt- Ieik;maður íslands, Sigurður Helgason, KFR, sem er 209 cm á hæð, og Brynjólfur Markús- son, KR, einn af efnilegustu yngri mönnunum. Yngsti leik- maður liðsins er Jón Sigurðsson Ármanni, sem er 18 ára, og vakið hefur athygli fyrir fjöLhæfni í körfuknattleiknum. Sá, sem leik- ið hefur flesta la.ndsleiki er Birg ir Örn Birgis, en hann hefur leik ið alla landsleiki íslands frá upphafi, 23 að tölu. Meðalihæð liðsins er 190 cm. og meðalaldur 25 ár. Allstrangt æfingaprógram hefur verið gert fyrir liðið, og samkvæmt því munu verða leiknir fjórir æfingaleikir í viku hverri fram að keppni, og auk þess ein æfing í viku. Á sunnudaginn kemur mætir landsliðið pressuliði í keppni. Má vænta þess, að íþróttafréttamenn geti teflt fram sterku liði, því mjög margir góðir leikmenn munu sitja eftir heima, þegar landsliðið fer. utan, vegna náms og annars. Leikurinn fer fram á Nesinu kl. 16.00. Það er dýrt fyrirtæki að taka þátt í slíkri keppni, og hefur því K.K.Í. sett af stað ýmiss konar fjáröflunarstarf. Meðal annars hafa verið gefin út númeruð styrktarkort, sem seld eru fyrir upphæð frá kr. 100. Innan skamms verður dregið úr núm- erunum, sem seld verða, og hlýt- ur handhafi vinningsnúmersins ferð til Svíþjóðar með landslið- inu. Er vonazt til, að fólk sýni þfrsiu máli skilning, og styrki landsliðið okkar til keppni í sinni fyrstu Evrópumeistara- keppni. Menntuskólinn sigruði í skólukeppni MENNTASKÓLINN í Reykja- vík sigraði í fyrstu skólakeppn- inni í knattspyrnu er fram fer í langt árabil. Lék hann til úr- slita við Háskóia íslands á sunnu daginn. Le.kurinn var mjög jafn oig í lok venjulegs leiktíma, var staðan 2:2. Hvorugu liðinu tókst að skora í framlengingunni og varð því að efna til vítaspyrnu- keppni til þess að ú:slit fengjust. Skoraði Menntaskólinn úr öll- um sínum spyrnum og Háikól- inn úr fjórum fyrstu. Síðasta spyrna Háskólamanna var hins vegar illa framkvæmd og átti ma:kvörður Menntaskóians auð- veit með að verja. ÍM0LAR V-ÞYZKALAND og Wales' I léku landsleik í knattspyrnu I I í Frankfurt. Jafntefli yar 1-1. | Leikurinn var „vináttuleikur" en ekki liður í neinni keppni.' | HOLLAND vann Luxemborg | I 4-0 í síðari leik landanna í ( undankeppni HM í knatt- spyrnu. í fyrri leiknum sigr- uðu Hollendingar einnig 2-0.1 í sama riðli (8. riðli) hefur| Búlgaría unnið Holland 2-0,, en Pólverjar hafa ekki hafið ; leiki sína. NEWCASTLE er komið í und , anúrslit Borgakeppni Evrópu. Liðið tapaði síðari leiknum' gegn Setubal Portugal með I 1-3, en hafði unið fyrri leik- inn 5-1 og hefur því 2 marka j sigur úr viðureigninni. Látiö ekki sambandið við viðskiptavinina rofna — Auglýsið — Bezta auglýsíngablaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.