Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 8
8 MORGUNiBLAÐIÐ, MIÐVBECUDAOUR 26. MAJRZ 1970 V erzlunarmiðstöðin: „Landbúnaðar- og iðnaðar- vörur skipa æðsta sessinn” Rætt við eigendur verzlunarhúsnæðisins Álfheima 74 - þá Sigurliða Kristjánsson og Valdimar Þórðarson Eins og fram kemur í frétt annars staðar í blaðinu er nú unnið af miklum krafti að byggingu stórrar og fuilkom- innar verzlunarmiðstöðvar á mótum Suðurlandsbrautar og Álfheima. Eigendur þessa húss eru kaupmennimir Sigurliði Kristjánsson og Vaidimar Þórðarson. Arkitekt hússins er Bárður Daníelsson, en húsa meistarar þeir Magnús Baldv- insson, múrarameistari, og Há kon Kristjánssson, trésmiða- meistari. Verkið hefur gengið sam- kvæmt áætlun allt frá því að framkvæmdir hófust 2. maí 1969. Er nú búið að steypa upp húsið, og vinna innan húss hafin. Eins er verið að undir byggja stæði fyrir 200 bíla. RÚMAR 40 VERZLANIR t HÚSINU Eigendurnir — Silli & Valdi áforma sjálfir að reka full- komnar kjöt- og nýlenduvöru verzlanir í verzlunarmiðstöð inni. Allur búnaður verður af nýjustu gerð og áætlaður kostnaður við hann milli 12 og 13 milljónir króna. M.a. er gert ráð fyrir miklum kæli- og frystiklefum í kjallara, frysti- og kælitækjum í kjöt- og nýlenduvöruverzlun á aðal hæð að lengd um 40—50 metr ar, kjötvinnslutæki ýmiss kon ar, búðarinnréttingar af full- komnustu gerð á ca. 1000 fer metrum, tvær vörulyftur, ljósabúnaður, 10 peningakass- ar og afgreiðsluborð, rúllu- srtigar upp og niður o.fl. o.fl. Frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir að leigja hús- næðið að öðru leyti undir rúml. 40 verzlanir og þjón- ustufyrirtæki, og skulu þær sérgreinar nú taldar upp: „Supermarket", banki, póst- hús, kaffitería, apótek, mjólk urbúð, bakarí, bamafatnaður. hannyrðabúð, hljóðfæraverzl un, leðurvörur, blómaverzl- un, skóverzlun, kvenfatnaður alls konar, metravara alls konar, karlmannafatnaður, búsáhöld, snyrtivörur, bækur, blöð og ritföng, heimilistæki, útvarps- og sjónvarpsviðtæki, raftækjaverzlun, optik, minja gripaverzlun, sportvörur, leikföng, fiskbúð, fatahreins- un skóviðgerðir, úrsmiður, hárgreiðslustofa, rakarastofa, nuddstofa, fótasnyrting, lækna stofur, tryggingafélög, lög- fræðingar, teiknistofur, klæð skerar, innheimta alis konar og bókasafn. ADDRAGANDINN Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við þá Sigurliða Krist jánsson og Valdimar Þórðar- son, og spurði þá um aðdrag- andann að því, að þeir lögðu út í þessa framkvæmd. „Við erum nú búnir að reka verzlanir hér I Reykjavík um 45 ára skeið, en þær sem við fekum nú og eru dreifðar um allan bæ, höfum við sjálfir keypt. Við höfum jafnan fylgzt með þróun Reykjavík- urborgar og þrásinnis komið að máli við borgaryfirvöld að fá úthlutað lóðum, en þær hafa ekki komið í okkar hlut vegna þess hversu margir hafa verið um boðið. Lóðin á mót- um Suðurlandsbrautar og Álf heima er því hin fyrsta, sem við fáum úthlutað eftir 45 ára verzlunarstarfsemi í borg inni. Sú hugmyn-d að koma hér upp stórri verzlunarmið- stöð er gömul, og raunar höfð um við hug á því fyrir löngu að vera búnir að koma upp verzlunarmiðstöð svipaðri þeirri og hér er á ferðinni. FYRIRKOMULAG VERZLUNARMIÐSTÖÐVAR „Þróunin í verzlunarháttum annars staðar í heiminum síð ustu áratuginn hefur verið á þá leið að sameina sem flest- ar verzlanir undir éinu þaki eða í þyrpingum segja þeir ennfremur.“ Hér lendis er þó þessi þróun skammt á veg komin, þó að tekin hafi verið skref í rétta átt, og það sem er að gerast á verzlunarhús næðinu á mótum Suðurlands- brautar-Álfheima er tvímæla- laust næst því sem gerist í öðrum löndum, og ekki hvað sízt á hinum Norðurlöndun- um. f Danmörku einni munu nú vera að rísa um 50 svo- nefndir „supermarket." Þró- unin annars staðar stefnir í sömu átt, og munu Banda- ríkjamenn og Svíar vera lengst komnir á þessu sviði. Verzlunarmiðstöðvar sem þessi miða að sjálfsögðu að því, að fólk geti gert sem allra flest viðskipti og notið margvíslegr ar þjónustu á einum og sama stað í sömu ferðinni, eins og sést á upptalningu sérgrein- anna í verzlun og þjónustu hér að framan.“ STAÐSETNING VERZLUNAR— MIDSTÖÐVARINNAR Við spurðum þá Sigurliða og Valdimar, hvort þeir væru ánægðir með staðsetningu verzlunarmiðstöðvarinnar: „Um staðsetningu verzlana verða alltaf skiptar skoðan- ir,“ svöruðu þeir. „En að okk ar dómi hefur borgaryfirvöld um tekizt mjög vel trl, hvað snertir þessa byggingu, þar sem mikil byggð er í næsta nágrenni við hana. Staðurinn er miðsvæðis, og það sem mestu máli skiptir — þarna eru bílastæði fyrir mörg hundruð bíla. Þar af leiðandi eigum við von á að fá við- skiptavini ekki aðeins úr næsta nágrenni, heldur víðs vegar að úr borginni." LANDBÚNAÐUR OG VERZLUN Þeir viku næst að fyrirhug- aðri kjöt- og nýlenduvöru- verzlun: „Segja má, að alls kyns landbúnaðarvörur skipi heiðurssessinn í verzlunarnúð stöðinni. fslendingar eru mik- il landbúnaðarþjóð, og fram- leiða allar þær tegundir kjöt metis og mjólkurvarnings, sem nauðsynlegar eru. Hafa miklar framfarir og fjöl- breytni átt sér stað í fram- leiðslunni á þeim frá ári til ár3. En hinar fjölbreyttu land- búnaðarvörur krefjast marg- víslegra frysti- og kælikerfa, bæði í verzlununum sjálfum og í geymslu í kjallara. Verð ur uppbyggingin á kjötvöru- deildinni langdýrasti þáttur inn í verzlunarmiðstöðinni vegna nauðsynlegra tækja og rýmis. Við munum eins leggja mikla áherzlu á grænmetið, en margir telja íslenzka græn metið hið bezta í heiminum, og í sölu og dreifingu á því hafa Silli & Valdi lengi verið í farar broddi. Þá munu ávöxtunum vera gerð góð skil í þessari verzlun.“ IÐNAÐURINN OG VERZLUN Ásamt landbúnaðarvörun um kváðu þeir iðnaðarvörur margvíslegar verða langsam- lega stærsta hlutann í nýju verzlunarmiðstöðinni: ,,Það er mikið rætt og ritað um þörf á innlendum iðnaði og í flest um tilfellum að réttu. En oft vill það gleymasrt að ekki er nóg að framleiða vöruna, heldur verður hún einnig að koma fyrir augu neytandans. Til þessa hefur markaður fyr ir íslenzkan iðnað að mestu verið hér innanlands en til þess að koma iðnaðarvörunni út þarf gotrt dreifingarkerfi, og kemur þá til kasta kaup- mannanna. Uppistaðan í smá- söludreifingunni í verzlunar- miðstöðinni verður líka iðnað Framhald á bls. 24 Yfirlýsing frá fiskselj- endum í Súgandafirði UNDIRRITAÐIR bátaeigendur, sem hafa á síðastliðnu sumri selt Fiskiðjunni Freyju h.f., Súg- andafirði, fiskafla sinn, vilja hér með mótmæla harðlega blaða- akrifum Alþýðublaðsins frá 17. marz sl., þar sem því er meðal annars haldið fram, að Fisk- iðjan hafi ekki greitt það verð fynir aif!ainmH siem verðlagsiráð sjávarútvegsins hafði ákveðið. Okkur var það kunnugt fyrir- firam, alð fiökuir umdiir 50 cm yrði ekki keyptur. Samt sem áður Ikeypti Fiskiðjan Freyja allan amáfisk niður í 40 cm til 19. júlí 1969, en þá hófst maðka- tímabilið og eftir það var ekki mögulegt að koma smáfiski und ir 50 cm i verð. Þá bauð Fisk- iðjan okkur hús og frítt salt, ef við vildum hagnýta okkar smá- fisíkinn á einhvern hátt. Mun Fidkiðjan hafa verið eini fisk- kaupandinn á norðanverðum Vestfjörðum, sem keypti svo lengi smáfisk undir 50 cm. Við getum ekki skilið hvaða tilgangi það þjónar að ráðast á fisik- kaupanda, sem í alla staði hefur verið til fyrirmyndar í viðskipt- um sínum við seljendur. Súgandafirði, 21. marz 1970 Mb. Einar, Egill Kristjánsson. Mb. Si/guii'fairi, Jóm SniOirri Jómia3 son. Mb. Sif, Gestur Kristinsson. Mb. Valur, Guðmundur J. Gissurarson. Mb. Stefnir, Guðbjörn Krist- mannsson. Mb. Vonin, Eiríkur. Sigurðsson. Mb. Bergleifur, Guðmundur M. Guðmundsson. Mb. Bliki, Jóhann Bjarnason. Mb. Friðbert, Guðmundur Einar Guðnason. Mb. Hersir, Árni Sigmundsson. Mb. Ólafur Friðbertsson, Ólaf- ur Friðbertsson. Við undirritaðir, starfsmenn á skrifstofu Fisíkiðjunnar Freyjiu h.f., Súgandafirði, staðfestum hér með, að viktarnótur fyrir innlagðan fi^k á Suðureyri sum- arið 1969 eru í fullu samræmi við nótur ferskfiskmatsmannsins á Suðureyri og er fiskurinn greiddur samkv. því. Eftir 19. júlí 1969 var fiskurinn undir 50 cm efkki keyptuir til vininiSSu og var öllum sjómönnum kunn- ugt um það, enda koma Þeir mieð fiakinin uindiir 50 cm Framhald á bls. 31 Opnuð hefur verið að Háaleitisbraut 68 (Austurveri) ný fasteigna- og lögfræðistofa undir nafninu Eignir Fasteigna- & lögfræðistofa, sem annast mun sölu og aðra umsýslu fast- eigna, svo og almenn lögfræðistörf. Síminit er 82330 Sölu- og skrifstofustjóri verður Níels Her- mannsson. Heimasími hans er 12556. Lögfræðingur stofunnar verður Jón Odds- son, hdl. n* • Eignir Fasteigna- & lögfræðistofa Sími 82330. Fasteignasalan Hátúui 4 A, NóatúnshúsiS Símar Z1870 - 21)998 2ja herh. íbúð á 7. haeð við Austurbrún. 2ja herb. foúð á 2. hæð við Laugarnesveg. 3ja herb. íbúð á 3. hæð við Fellsmúte. 3ja—4ra herb. !búð á hæð ásamt bílsikúr við Karfavog. 4ra herb. Ibúð á 3. hæð við Gnoðavog. 4ra herb. íbúð á 4. hæð víð Ljósihekna. 5 herb. íbúð á 4. hæð við Sól- hekna. I smiðum 3ja og 4ra herb Ibúð- ir við (rabaik'ka, tiilb. ondir tré- venk n»ú þegar. Hilmar Valdimarsson fasteignaviðskipti. Jón Bjarnason hæsta ré tta rtögmaður. mpsiLU 19977 Glæsileg 2ja herb. endaíbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi við Háa leitisbraut. tbúð í 1. flokilfli. 2ja herb. ibúð á 2. hæð við Hraunbæ. íbúðin er að fultu frágengin og saimeign f góðu standi. Stórar suðursvatir. 2ja herb. 70 fm íbúð á 2. hæð við Eyjabakika. 2ja herb. kjaflaralbúð við Gerðs- enda. 2ja herb. kjatlaraíbúð við Hverf- isgötu. 2ja herb. risíbúð við Kapleskjól. 3ja herto. ibúð í kjaHara við Bóf- staðaihlíð. Ibúðin er ölf ný- standsett og í mjög góðu staodi. 3ja herb. 95 fim hæð í tvíbýlis- húsi við Karfavog. ibúðin er í góðu standi. Stór bílskúr fylgir. 3ja herb. 100 fm Ibúð á 2. bæð við Hjarðarhaga. 4ra herb. íbúð á 2. hæð við Álf- heima. Góð lán áhvrlandi. 5 herb. íbúð við FeMsrrvúte. Sér- hiti. 5 herb. Ibúð við Hvassalerti. — Bílskúr. I smíðum Zja, 3ja og 4ra herb. íbúðir á bezta stað í Breiðhoftshverfi. Seljast töb. undir tréverk og málningu. Beðið verður eftir öHu Húsnæðismálalánii, kr. 440 þ. kr. Teikningar á skriif- stofunni. Höfum kaupanda að 2ja—3ja herb. Ibúð í Laugarrteshverfi. Höfum kaupanda að 3ja—4ra heib. íbúð, þarf að haifa stór- ar stofur. Höfum kaupanda að ibúð í Háa- leitishverfi, sem hefur 4 svefn herb.. Höfum kaupanda að nýlegri sér- hæð. Æskileg staðsetning Háale'rti, Hotts-, Hiiða- eða Melahverfi. Höfum kauanda að ernbýlishúsi í Smálbúðabverfi. Höfum kaupanda að einbýlts- eða raðhúsi i Fossvogi. Má veraí byggingu. MIUÉBORE FASTEIGIMASALA — SKIPASALA TÚNGATA 5, SlMI 19977. HEIMASÍMAR----------- KRISTINN RAGNARSSON 31074 SIGURÐUR A. JENSSON 35123

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.