Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1970 Jón Björnsson, rithöfundur; Norðurlandaráð og kynning íslenzkra bókmennta erlendis GREININ í VINDUET S.A.M. byrjar grein sína á Stuttu yfirliti síðan 1918. Lak- ast er að hún hefst á beinni sögufölsun, þar sem staðhæft er að ísland hafi öðlazt „indre selv styre“ það ár. Þeasi orð þýða blátt áfram að landið hafi þá fengið heimastjórn, en það gerð- ist eins og kunnugt er árið 1904. Ég veit ekki betur en að ísland hafi orðið fullvalda riki 1918 og var sem slíkt viðurkennt af öðr- um þjóðum, enda þótt það væri áfram í konungssambandi við Danmörku. Frá barnaskólum og upp í háskóla hefur þetta verið kennt alla tíð. Annað hvort bera slík skrif nærri ótrúlegri fá- fræði vitni, eða fljótfæmi, en þau eru enganveginn mein- laus, þar sem um erlenda les- endur er að ræða. Það hefði ver ið gleðilegt ef framangreindar upplýsingar gætu ekki talizt einkennandi fyrir önnur skrif sama höf., en ég er nú samt dá- lítið uggandi um það, því að þótt auðsæjum ósannindum, eins og þeim er áðan getur, sé kannske ekki til að dreifa, þá er ekkert auðveldara en að snið ganga sannleikann með því einu að láta þeirra höfunda alls ekki getið, sem á einhvern hátt „passa ekki í kramið“. 1 greininni er að sjálfsögðu getið um nokkra helztu höfunda millistríðsáranna og ítarlegast um Laxness, en sú fullyrðing látin fylgja ummælunum um hann, að rit hans séu lokakapí- tulinn í epískri skáldsagnaritun íslendinga. Þá veit maður það! Um aðra höfunda tímabilsins, sem einnig eru merkir, er vendi lega þagað, svo sem Þóri Bergs- son, elzta núlifandi smásagnahöf und okkar, og Jakob Thoraren- sen er talinn til smásagnahöf- unda, en Ijóðagerðar hans hvergi getið. Ég tala nú ekki um að Kristmann Guðmundsson er all3 ekki til í þessu yfirliti, og smásagnahöfundur eins og Friðjón Stefánsson, sem ein- göngu hefur helgað sig þessu listformi, er ekki til, og svo er um marga fleiri. Sumir þessara útþurrkuðu höfunda eru þekkt- ir víða utan íslands, en slíkt virðist S.A.M. þó meta nokkurs, því að ella myndi hann naum- ast hafa farið að tíunda þýð- ingar á eigin ritsmíðum. Eftir að greinarhöfundur hef- ur vikið að þeim breytingum, sem orðið hafi í íslenzku þjóð- lífi eftir heimsstyrjöldina síðari, er hann kallar byltingu og ýk- ir talsvert í því sambandi, en það er honum nauðsyn, til að undirbyggja hið einhliða mat, sem hann leggur á rithöfunda í kynningargreinum sínum í Vinduet og Ny litteratur í Norden. Hér verður ekki hjá því komizt að fjalla um grein- ar þessar að nokkru leyti sam- eiginlega, þar sem getið er margra sömu höfundanna í báð- um. Gætir víða skringilegs mis- ræmis í þessum dómum. Engum dylst að S.A.M. og Ó.J. eru eindregið fylgjandi ákveðinni stefnu í bókmenntum, við getum kallað það „rót- tækni“, hvað sem það nú ann- ars þýðir, „formbyltingar- stefnu", eða blátt áfram „vinstri" stefnu, og blandast þá gjarna pólitískt mat saman við hið bókmenntalega. Einkum er þetta áberandi í Vinduet. Nú er ég sízt af öllu mótfallinn því að menn aðhyllist ákveðnar skoð- anir, en á bágt með að koma því inn í hausinn á mér að þær þurfi endilega að leiða menn út í óvandaðan áróður. Auðsætt er, að umrædd grein í Vinduet er skrifuð út frá ein- hvers konar „vinstri“ sjónarmið um að því er snertir val höf- unda og þó einkum form þeirra, sér í lagi ljóðskáldanna. Verður það þá því einkennilegra að greinarhöf. skuli sleppa úr upp- talhingu sinni Ijóðskáldunum Stefáni Herði Grímssyni, sem er einn af fyrstu nútímaskáld- Unum, og Jóhanni Hjálmarssyni, sem hlaut ungur viðurkenningu hjá skoðanabræðrum höf. og birti mörg af ljóðum sínum í Birtingi, þar sem m.a. Thor Vil- hjálmsson er ritstjóri. Jóhann er ekki heldur nefndur í yfirliti S.A.M. í Ny litteratur í Norden, þó að hann hafi birt tvö ljóða- söfn á því tímabili, sem grein- in spannar yfir. Um ástæðuna til þess að gengið er fram hjá honum, er óþarfi að ræða; hún er lýðum ljós. Matthías Johannessen fær dá- litla umsögn. og þess getið að úrval ljóða hans hafi kom- ið út á dönsku, en ekki er birt neitt eftir hann í norskri þýðingu, rúm tímaritsins sjálfsagt tak- markað, og greinarhöfundur þurfti líka að láta þýða ljóð eft- SÍÐARI HLUTI ir sjálfan sig. Þess er getið að Matthías sé ritstjóri stærsta blaðs landsins („íhaldsmál- gagns“) og að hann hafi gef- ið út leikrit, samtalsbækur og ljóðasöfn. Sagt er að stíll hans sé myndrikur og frjáls, „hann er mjög tilfinningaríkt skáld með sérkennilegri tilhneigingu til óvæntra tengsla sem oft eru algerlega „órökrétt“ og fellur oft fyrir þeirri freistingu að ganga fram af sjálfum sér í myndauðgi og mælsku“. í Ny litteratur i Norden fær Matthí- as þann dóm að hann hafi brugð ist þeim vonum sem við hann voru tengdar eftir útkomu ann- arrar og þriðju Ijóðabókar hans. Geta má þess að um þær mund- ir sem Matthías „brást ekki“ var S.A.M. sjálfur blaðamaður við Morgunblaðið! Eftirtektarverðastar eru um- 3agnir S.A.M. um Hannes Sig- fússon. Það sem um hann segir í Vinduet er einróma lof frá upphafi til enda, nærri eins dæmí í allri greininni. Allir vita að Hannes er ágætt skáld, en í Ny litteratur i Norden kveður við dálítið annan tón og lofið ekki eins einhliða. Hann er tal- inn m.a. mjög hnökrótt skáld, en frumlegt málfar hans og stöð- ug glíma við það geri beztu ljóð hans „áhugaverð", svo að ég noti uppáhaldsorð Ólafs Jóns- sonar. Stjórnmálahlutdeild (en- gagement) hans eyðileggi oft skáldskap hans (digtning — ekki „digte“ — þetta myndi verða kallað níð ef það hefði stað ið í Morgunblaðinu), en geti þó, er honum tekst að sameina liðt og „boðskap", gefið góðan árangur. Síðan klykkir hann út með því, að „naív missionsiver" sé í hin- um hreinu „baráttuljóðum" hans. Hvernig stendur á þessu ósamræmi í umsögnum S.A.M. um þetta skáld? Hér er ekki rúm til að fjalla nánar um grein S.A.M. í Vindu- et, en þess má að lokum geta, að upp úr öllum skáldahópnum gnæfa tveir risar, þeir Thor Vil- hjálmsson og Guðbergur Bergs- son. í sambandi við Guðberg er þess að sjálfsögðu minnzt, hví- líkt hneyksli það hafi verið er bók hans var ekki lögð fram í norrænu samkeppnina, en les- endur Vinduets fá af einhverj- um ástæðum ekki að vita hvaða höfundur varð hlutskarpari. Það er engu líkara en að það sé eitthvert feimnismál, og er leitt til þess að vita að grein- arhöfundur skuli dylja lesend- ur tímaritsins þess, einkum þó ráðgjafa forlagsins sem gefur það út. Og áuk þess brýtur slíkt pukur freklega í bág við þá hreinskilni, sem tannhvössustu „gagnrýnendurnir" telja höfuð- dyggð. KYNNINGARRIT NORRÆNA FÉLAGSINS Ekki er nauðsynlegt að fara mörgum orðum um hlutverk Nor ræna félagsins í þessu greinar- korni. Það á að efla samstarf milli frændþjóðanna á sem flest- um sviðum og þá einnig og ekki sízt á sviði lista og bókmennta. Félagið er x tengslum við Nordisk Tidsskrift, sem gefið er út í Stokkhólmi. Birtir það yfir- lit yfir bókmenntir samtímans. Kaflinn um íslenzkar bókmennt- ir hefur verið saminn af Sig- urði A. Magnússyni um nokkur undanfarin ár. Ritgerðum þes3- um er svo safnað í litla bók er nefnist Ny litteratur í Norden. Inngangur síðasta heftis (1969) er skrifaður af Örjan Lindberger, þar sem hann ger- ir grein fyrir ritinu. Ég hef hér í blaðinu vikið að kynningu S.A.M. í sama riti fyr- ir nokkrum árum og fundið henni ýmislegt til foráttu. Því miður verð ég að viðurkenna, að ■hin nýja ritgerð hans einkennist af sömu göllum. Það er slæmt, því að einhliða áróður á sízt af öllu erindi inn fyrir vébönd Norræna félagsins. Nú skal þess getið að það er sænska deildin sem stendur fyr- ir útgáfu þessa rits, en eigi að síður ættu deildir hinna land- anna að geta haft áhrif á val þeirra manna sem í það skrifa. Lindberger dregur upp þær höfuðlínur, sem til greina gátu komið við bókmenntakynningu þessa. Telur hann að um tvennt hafi verið að velja; annars veg- ar að kynna eins marga höfunda og unnt væri, svo að úr þessu yrði eins konar uppsláttarverk, eða hins vegar að takmarka tölu þeirra sem nefndir eru og bregða upp heildarmynd af bók menntum hvers lands fyrir sig, og samkvæmt tilmælum útgef- andans var sú leið valin. Ég tel verr farið að þessi stefna var tekin, það rýrir fróð- leiksgildi ritsins og freistar þeirra til „vándra verka“, sem skortir víðsýni til að bregða upp heildarmynd. Nú virðist mér, miðað við aðra, sem S.A.M. hafi samt sem áður að nokkru leyti brugðizt þessum fyrirmælum, en með því verður grein hans enn- þá losaralegri, þó að áróðurinn leyni sér hvergi. Flestir sem í ritið skrifa virð- ast skýra hlutlaust frá og forð- ast dóma, enda eiga ritdómar heima í dagblöðunum. Einasta undantekningin frá þessari reglu er íslendingurinn Sigurð- ur A. Magnússon. í formálanum er bent á það, sem sérstaklega einkennir bók- menntir hvers hinna norrænu landa síðustu þrjú árin. Hvað Framhald á bls. 20 NOTIÐ f. -- C-43 Pfinted m U.<MU *£ COPPERTONE er iangvinsælasti og langmest seldi sólaráburðurinn í Bandaríkjunum, enda sanna vísinda'egar rannsóknir, framkvæmdar af hlutlausum aðila, að COPPERTONE gerir húðina brúnni og fallegri á skemmri tíma en nokkur annar sólaráburður, sem völ er á. Fáanlegar COPPERTONE vörur: COPPERTONE oil, COPPERTONE oil spray. COPPERTONE lotion (gera yður brúnni I SÓL á skemmri t'ma en nokkur annar s6l- aráburður). COPERTONE Shade (fyrir rauðhærða og mjög Ijósa, sem þola illa sól), COPPERTONE Noskote (kemur algjörlega í veg fyrir sólbruna á nefi, eyrum og vörum). COPPERTONE Lipkote (fyrir sólþurrkaðar og skorpnar varir). COPPERTONE Tanning Butter, með kókossmjöri og kókoshnetuolíu. Ennfremur fáanlegt frá COPPERTONE er hið þekkta Q.T. (Quick Tanning), sem gerir yður brún jafnt í sól. sem án sólar, úti sem inni. HEILDVERZLUNIN ÝMIR Sími 11193, 14191. VERÐIÐ BRÚN — BRENNIÐ EKKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.