Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 13
MOBGUNIBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1970 Demantsbrúðkaup Jóna og Árni Jakobsen í Vancouver 28. þessa mánaðar verður hald ið hátíðlegt 60 ára giftingaraf- mæli þessara merkishjóna, en þau voru gift 2. apríl 1910 í Winnipeg. Árni Jakobsison er fæddur 12. maí 1886 í Rauðu- skriðu í Þingeyjarsýslu. Foreldr ar voru hjónin Jakob Jónsson og Sigríður Ingiríður Sigurðardótt- ir, úr Þingeyjarsýslu, en fluttust tveim árum eftir fæðingu Áma til Kanada. Frú Jóna er hins veg ar fædd, hér í Kanada á Lög- bergi í Saskatehewan. Foreldrax hennar voru Friðlundur Jónsson og Helga Hinriksdóttir, bæði komin úr Húnavatnssýslu. Fyrir réttu ári er ég, er þessar línur rita, var að vinnu langt upp í Kascadefj öllum hér í Kanada, bar fundum saman við mann nokkum, sem mér til mik- illar furðu, talaði islenzku engu síður en ég, þá aðeins kominn að heiman. Þetta var tengdason ur Árna og Jónu, Sigmar Sveins son, eiginmaður Jakobínu Sigríð ar, núverandi forstöðukonu ís- lenzka elliheimilisins hér í Van- couver. Þar sem Sigmar gat ekki um annað talað en ísland, þótt aldrei hefði hann þangað komið, upphófust þama kynni mín af þeim mikla ættbál'ki, sem kominn er út af þeim hjónum Áma og Jónu, og þeim sjálfum um leið, mér og konu minni til mikils happs, gleði og ánægju, sem seint mun fyrnast. Enda þótt flest af bömum þeirra hjóna búi hér í British Kolumbia, þá hafa þau búið frá árinu 1918 í Ashem, Manitoba en létu nú undan bömum sínum að koma hingað á veðurmildari slóðir, en þeim hjónum lætur ekki að skapi að sitja aðgerðar- laus og hyggja heim í Siglunes byggð strax og vorar. Mun Árni vera orðinn órór í skapi, því hér í British Kolumbia er nú sól og hiti, blóm og mnnar farin að skarta sínu fegursta, en vænt anlega leggur hann fiskikaup á hilluna, en þau hefur hann stund að frá árinu 1937 og til ársins 1969. Er það nokkuð góður starfs dagur. Sömuleiðis var Ámi í skólanefnd Siglunesbyggðar í 35 ár og er mér sagt, að hann hafi verið með afbrigðum traustur og vinsæll maður og ekki talið eftir að ljá hönd til sveitar eða náung ans, ef þess var farið á leit. Þótt efnin væru ekki mikil, enda heimilið stórt, þá var það gert út á rammíslenzka visu með norðlenzkri gestrisni, enda gestagangur eftir því. Börnin voru alin upp í íslenzkum siðum og til marks um það á þriðji ætt liðurinn frá þeim Árna og Jónu, hægt með að koma fyrir sig svör um á kjarnyrtri íslenzku, ef svo ber imdir og hvort sem tengda- dóttirin er hollenzk eða skozk, þá þarf engum íslendingi a@ bregða, þótt honum verði á borð borin rúllupylsa og pönnukökur. Auðvitað eru tengdabörnin af mörgum þjóðemum, þar sem börn þeirra Árna og Jónu urðu 11. Barnabörn og barnabarnabörn 28. Verða böm þeirra nú nefnd, eitt barn hafa þau misst, elzta narnið, Wilfred d. 1948, en hin em: Jakobína Sigriður gift Sigmari Sveinssyni, þau bjuggu lengi í New York. Gordon kvæntur Beb, Tómas kvæntur Mörtu, Skúli kvæntur Marion, Kenneth kvæntur Jean, Ella gift Jónasi, Björn Kvæntur Muriel, Arthur kvæntur Mercy og Klara gift James. Öll hafa börnin tekið föð urnafn afa síns og kalla sig John son. Heimilisfang Jónu og Áma Jakobssonar hér er: 1986. East 38 ave, Vancouver, B. C. Canada, en veizlan verður Ad Panaramardge centre, 5424— 148 str. Surrey. B. C. Með þessum línum færum við hjónin þeim Árna og Jónu okkar beztu hamingjuóskir á íslenzka vísu með afmælið. GuSlaugur Bjamason, Vancouver í Kanada H úsbyggjend ur Vinyl gólfdúkur. Vinyl asbest gólfflísar, 7 litir. Parkett gólfdúkur. Keramik gólfflísar, 3 litir. T. HANNESSON & CO., Ármúla 7, sími 15935. í Dáskamatinn j oáskabaksturinn -í Dáskaferðalaaið Svínakjöt Hveiti og strásykur Öl, sælgæti, ávextir, nautakjöt í heilum sekkjum. nýir og niðursoðnir. útbeinað dilkakjöt Krydd í miklu Harðfiskur, kjúklingar úrvali. smjör, úrvals hangikjöt. flatbrauð. og margt, margt fleira. VIÐ SENDUM UM ALLAN BÆ. OPIÐ TIL KL. 10. Borgarkjör Grensásvegi 26 — Sími 38980. UPPÁBÚINN EÐA I SLOPP EKKERT JAFNAST Á VIÐ TOP ! TOP tóbah «r tipp topp tobak fra CAMEL verksmiðjunum TOP TÓBAK í VINDLINGANA TOP TÓBAK í PÍPUNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.