Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2S. MARZ 1970 ine? Skrepptu yfrum og fáðu þér kvöldmat með okkur. Nei, ekkert tilstand. Komdu bara eins og þú stendur. Ég ætla að koma þér skemmtilega á óvart. Já . . . Bob er í París? Já, gott og vel, það getur verið sama. Þá varð Gilles að drekka kokteil. Plantel blandaði hann sjálfur í silfur-hristara, með sín um eigin næmu fingrum. — O, reyndu bara. Það hefur enginn neitt illt af einu glasi. Jean, komdu inn. Ég er héma með nýjan kunningja handa þér, Gilles Mauvoisin, bróðurson hans Octave. — Er hr. Jean heima? Biddu hann að komu hingað niður. Frá þessari stundu hafði Giles verið sviptur öHu valdi yfir sjálfum sér. Hvað hann gat saknað þessarar stundax — sem honum fannst nú í órafjarlægð — þegar hann kom fyrst að kirkjugarðshiiðinu, frjáls mað- ur. Hann minntist gömlu kon- unnar, sem seldi kertin og hafði komið sér upp sölupalli á gang- stéttinni, og múrarans, sem hafði aukatekjur af því að selja potta- plöntur, og gamia betlarans, sem sat við vegarbrúnina og sýndi stúfinn þar sem fóturinn hafði verið tekinn af honum . .. En hér var stór forsalur með heljarmiklum ami, þar sem við- ur brann og ilmaði, vindlareyk- ur og ilmur af líkjörum. — Gerið þér svo vel að fá yður sæti. Hvers vegna hafði þessi Plant el svo snögglega tekið hann und ir væng sér? Var hann meiri maður en Babin? Sá síðarnefndi hafði líka verið þarna, en nú virtist hann hafa hrapað niður í annað sæti. — Halló! Ert það þú, Gerard- Hárþurrkur PHILIPS hárþurrkur RONSON hárþurrkur Tilvaldar fermingargjafir Lítið inn — veljið fermingargjöfina í tíma Heimilistæki sf. HAFNARSTRÆTI 3 — SÍMI 20455. Það var sjálfum þeim að kenna, ef Gille3 fannst, eftir öll þessi glös, að þeir litu út eins og einhver skrípi en ekki eins og mennskar manneskjur. Til dæmis hann Jean Plantel, sem var unguT maður, hálfþrítugur, grannur með þunnt ljóst hár — hann fannst honum einna líkast ur engisprettu. Og að minnsta IX kosti var hann alltaf að núa sam an höndunum, eins og engi- spretta framfótunum. — Jæja! Sicál ungi maður! Og svo frænka hans, hún Gerardine Eloi, sem var hávær og rúmfrek á við alla hina. — Svo að hún systir mín sáluga . . . Hún vax sú fyrsta, sem lét sér detta í hug sorgaratburðinn norður í Þrándheimi. — Hvernig gekk þetta til? Og Giles, sem var orðinn eld rauður í karnbinn með gljáandi augu, gat ekkert fundið til að segja annað en bláberan sann- leikann: — Það var ofninn . . . Frú Plantei gekk þeim um beina í borðsalnum, mjög virðu- leg roskin kona, sem var með vettlinga, líklega til að leyna einhverjum örum á höndunum. Hún sagði varla orð, alla máltíð ina á enda. — Hann verður að koma og vera hjá okkur, sagði Ger- ardine frænka. Ég ætla að hringja í stelpurnar og segja þeim að hafa til herbergi handa honum. — Alls ekki Hann getur Verið hér í einhverju auða herberginu í eina eða tvær nætur, og mundu það, Gerardine, að samkvæmt ákvæðum erfðaskrárinnar verð- ur hann að búa í húsinu við Úrsúlubryggjuna. — Hjá þessum kvenmanni? — Þú veizt alveg . . . — Það er verst, að hann Bob skuli vera í París. Hann hefði haft ánægju af að sýna honum Gilles borgina. Umboðsmenn: Ágúst Ármann R0YL0N sokkabuxur ROYLON sokkabuxur 30 den. með skrefbót. R O Y L O N er viðurkennd gæðavara frá KUNERT- verksmiðjunum í Austurríki. LÆKKAÐ VERÐ VEGNA EFTA AÐILDAR. hf. - Sími 22100 — Það getur hann Jean gert. Engum datt í hug að spyrja Gilles, hvað hann vildi gera. Það var verið að skipuleggja líf hans, án þess að hann kæmi þar neins staðar nærri. Margt af þessu skildi hann alls ekki, þar eð vikið var að mönnum og stöð- um, sem hann hafði aldrei heyrt nefnda á nafn, og enginn gerði sér það ómak að útskýra það nánar fyrir honum. Það eina, sem fyrir hann var gert, var að fylla glasið hans jafnharðan. Þegar hann tók fyrir sig af fiskinum, missti hann bita á borð dúkinn, og varð þá svo ringlað- ur að í góðan stundarfjórðung sá hann ekkert né heyrði og hafði enga hugmynd um, hvort hann væri að borða eða ekki. „Bang, bang . . . Bang . . . Bang, bang, bang.“ Og svo hringdi bjalla. Mikill hávaði og fyrirgangur í eldhús- inu niðri. Enn heyrðist glamur í leirtaui og svo fótatak í gang- inum. Fólkið hlaut að vera að fara með morgunmat upp í eitt- hvert herbergið. Úr anoarri átt heyrði hann, að verið var að láta renna í bað. Var orðið mjög framorðið? Gilles var með sáran höfuð- verk, fyrst hægra megin, svo vinstra megin, rétt eins og þarna væri einhver aðskotahlut ur, sem væri að reyna að brjót- ast út. Sennilega væri vatns- flaska við rúmið. en þegar hann rétti út höndina, fann hann ekk- ert nema vegginn. Ósjálfrátt kom orð fram á varir hans: — Pabbi... Hann hefði mest langað til að fara að gráta. Hann var enn taugaspenntari en hann hafði nokkurn tíma áður verið. Það var einkennilegt, að hann skyldi fara að ákalla föður sinn. Hvers vegna ekki móður sína? Þetta var ósanngjarnt og hann varð að kannast við það. Það var móðir hans, sem hafði alltaf séð um hann, og hún hafði orðið að ala hann upp við hin erfiðustu skil- yrði, í ódýrum gistihúsum og matsöluhúsum. Það . var engin Til sölu: vörubílor Volvo '66 F. 85 8 tonn í góðu ástandi. M-Benz '63—'64 1418. M-Benz '68 1517 sem nýr. Rússajeppi '59 með góðu húsi. Landrover '64, ekinn 62 þús. km. Upplýsingar í síma 52157. Ilrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Einbeittu þér að hlutum, sem þú getur unnið í einrúmi. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þér vlrðist svo scm allir reyni að hafa afsökun fyrir að láta skapsmuni sína bitna á sem flestu. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Notaðu nú þær gáfur, sem Guð gaf þér. Fólkið þitt er hörunds- sárt fyrir hvers kyns vanrækslu, þótt aðeins sé um stundarsakir. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þér hættlr til að sóa fé þínu í dag. Ljónið. 23. júlí — 22. ágúst. Reyndu að skilja áform og afstöðu annarra. Gerðu cinhverja und- antekningu. IVIeyjan, 23. ágúst — 22. september. Aform þín virðast verða að vikja fyrir áætlunum annarra. Félagar þínir virðast ekki reiðubúnir að fylgja þér. Vogin, 23. september — 22. október. Sérhlifni er skynsamleg og mikilvæg í svipinn. Reyndu að yfir- vega málefnin, sem þér hafa legið á hjarta. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Eitthvcrt vandamál er á döfinni heima fyrir. Haltu friðlnn. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. ðesember. Vertu því viðbúinn, að fólk, sem þú hefur ekki séð i langan tíma tima áfellist þig eða hallmæii á einhvem hátt. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Framkvæmdirnar eru fyrir öllu i dag. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Tillitssemin er gullí betri í dag. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Nú er tíminn til að ieiðrétta villur f útreikningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.