Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 11
MORGUNiBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ-H970 11 BOKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR „Hve gott og fagurt“ Ungmennafélag Reykdæla er eitt af þrem ungmennafélögum, sem ennþá lætur önnur menning armál en íþróttir til sín taka. Það starfrækir gott og vel hirt bóka safn, sem brátt mun nú fá ágætt húsnæði í félagsheimilinu Loga- landi, og það hefur rækt leik- starfsemi svo að segja að stað- aldri í þrjá áratugi. Formaður fé lagsins og bókavörður er nú Bjarni bóndi Guðráðsson í Nesi, sem á þegar langt og gott starf að baki í félagsmálum Reyk- dæla. Leikstarfsemin á mikinn hauk í horni, þar sem er Andrés bóndi Jónsson í Deildartungu. Hann hefir haft með höndum leiksýningar ungmennafélagsins áratugum saman, og áhugi hans á leiklist er svo ríkur, að hann hefur stundað nám í leikskóla í Reykjavík. Hann hefur og sótt þar leiksýningar, hvenær sem hann hefur fengið því við komið, og leikbókmenntir hefur hann kynnt sér eftir því, sem hann hefur haft aðstöðu til. Síðan ég fluttist hingað upp eftir, hefur ungmennafélagið kom i® á svið tveimur íslenzkum leik ritum, Skuggasveini og Pilti og stúlku, og síðastliðið fimmtudags kvöld hafði það frumsýningu á gamanleikritinu Hve gott og fag urt — eftir Somerset Maugham. I>að er skrifað í ærið léttum tón og allt að því galsakenndum, og hæglega gæti þannig farið hjá lítt æfðum og mjög vankunnandi leikstjóra, að það yrði á svið- inu ekki galsarík ádeila, heldur áhrifalaus skrípaleikur, sem ekki væri einu sinni hægt að hlæja að. En sú hefur ekki orðið raun in hjá Andrési og eftir aðstæð- um um svið, leikbúnað og val leikenda í ellefu mismunandi mik ilvæg hlutverk tel ég, að ekki verði annað sagt en að yfirleitt hafi vel lánazt og um sumt allt að því með ólíkindum, enda skemmtu leikgestir sér mæta vel. Aðalpersónumar þrjár, frú Victoría og stríðshetjumar tvær, sem hún er báðum gift, leika Hrafnhildur Sveinsdóttir, hús- freyja á Bergi, Stefán Eggerts- son bóndi á Steðja, og Ármann Bjamason á Kjalvararstöðum. Hrafnhildur er svo að segja allt af á sviðinu fi'á upphafi leiks- ins til enda, en leikur hennar var samt allur svo eðlilegur og gæddur slíku lífi, að hann bar ljóst vitni um óvenjulega hæfi- leika, og tekur þessi umsögn Haukur Ingibergsson: Hljómplötur Efni: Lög úr „Þið munið hann Jörund.“ Flytjandi: Þrjú á palli. Hljóðritun: f stereo. Útgáfa: SG hljómplötur. Það er ekki oft, sem það hefur gerzt, að sönglög úr leikriti eru komin út á hljómplötu þrem vik um eftir frumsýningu. Sú er þó raunin á með söng- lögin úr leikritinu „Þið munið hann Jörund,“ eftir Jóna-s Árna son, sem Leikfélag Reykjavíkur er að sýna um þessar mundir í Iðnó við mikla aðsókn. Það er ef til vill að fara að bera í bakkafullan lækinn að ræða þetta leikrit Jónasar, svo vel hefur það verið kynnt í fjöl miðlum, en það fjallar um Jör- und þann, sem hér hefur ríkt allra „konunga“ stjdzt, og hefði vafalítið aldrei komizt á spjöld íslandssögunnar, ef Napoleons hins franska og styrjalda hans hefði ekki notið við. I leikritinu fer Jónas frjáls- lega með sögulegar staðreyndir, en það skiptir að mínu viti engu máli, þar sem verkið á varla að skoðast sem tilraun til söguskýr iinga. í leikritinu kemur fram söng- tríó, sem á að vera eins konar milliliður milli leikenda og áhorf enda. Þetta tríó syngur írsk, VELJUM ÍSLENZKT jafnt til svipbrigða, hreyfinga og raddbreytinga. Stefán og Ár- mann fóru og svo vel með hlut- verk sín, að samskipti þeirra við hina sameiginlegu bráðfjörugu, en ekki að sama skapi settlegu eiginkonu þeirra fengu notið sín. Hinn nýríka væntanlega þriðja eiginmann frúarinnar lék Jakob bóndi á Hæli sem hefur löngum verið mikill áhugamaður um leik starfsemi. Fórst honum það allvel úr hendi, og sama gildir um Ra- ham málafærslumann, sem leik- stjórinn sjálfur lék. Steinunn Garðarsdóttir gæddi og tengda- móðurina lífi, sem kostulega, hálf fomlega og ekki bráðgáfaða and stæðu hinnar gljáfáguðu frúar, og Sigríður Einarsdóttir, Sigríð ur Guðmundsdóttir og Ragnhild ur Þorsteinsdóttir sómdu sér vel í sínum minni háttar hlutverkum. Þá er — auk sendils, sem snöggv ast kemur in-n í leikslok og Stein ar Vilhj álmsson leikur — enn ó- getið einnar prsónu. Það er ung frú Montmorency, ómissandi tæki Rahams og fleiri mála- færslumanna í skilnaðarmálum, enslk og skozfc þjóðlög við texta Jónasar, og þessi lög eru komin út á LP-plötu, sem hljóðrituð er í London, og er að sjálfsögðu í stereo. Flytjendur á hljómplötunni eru þeir sömu og í leikritinu, þau Tróels Bentsen, sem áður var með Savannatríóinu, Edda Þórarinsdóttir leikkona hjá LR og Helgi Einarsson. Nefna þau tríó sitt „Þrjú á palli“. Syngja þau alls 13 lög, og í þeim er að nokkru rakin saga Jörundar hérlendis, og geta þau staðið sem sjálfstæð heild, þótt það auki enn á skilninginn, ef fólk hefur séð leikritið. Þessi lög eru flest óþekkt hér lendis, en sum hafa til að bera þá töfra einmanaleikans sem ein kenna þjóðlög þessara landa, en önnur flytja boðskap drykkju og gleði. Þeir Tróels og Helgi leika und i-r á gítara, en einnig er leikið á bassa í flestum laganna, og á nokkrum stöðum aðstoða fleiri hljóðfæri. Sá Þórir Baldursson um útsetningar fyrir þessi auka hijóðfæri. Stjórnaði hann einnig upptökunni og framkvæmir þar umdeilanleg atriði. Útsetningar fyrir sjálft tríóið gerði Páll Ein- arsson. Textar Jónasar eru fyrirtak og áin þess að ég vilji fara að blanda mér inn í bókmenntalegar um ræður, verð ég að láta þá skoð- un í Ijós, að Jónasi Árnasyni ber heitið alþýðuskáld flestum öðrum skáldum betur. Orðfæri hans er einfalt og skýrt en af dráttarlaust, og á flest viðfangs efni tekst honum að varpa blæ hlýrrar kímni — og viðfangsefn in eru yfirleitt úr hinu daglega lífi. Flutingur tríósins er með ágæt um, og bar mest á Tróels Bendt- sen. Steinþór Sigurðsson leik- myndateiknari hjá LR átti hug- mynd að framhlið plötuhulsturs, og lítur það skrautlega út, þó-tt þar ægi saman hinum ólíkleg- ustu munum. En sem sagt, þessi plata er hin eigulegasta. Haukur Ingibergsson. Sviðsmynd úr „Hve gott og fagurt". sem eiga að afgreiðast í skyndi. Hana leikur Ingibjörg Helgadótt ir Kjerulf í afbragðsgóðu gervi, sem gerir hana með öllu óþekkj- anlega. Leikur hennar var sér- stæður, röddin og öll viðbrigði svo andlkannalega skopleg og sam ræmd gervinu, að óhætt er að segja, að þar hafi vel til tekizt. Ég vil að lokum geta þess, að ég tel mig hafa komizt að raun um, að Ungmennafélag Reykdæla skemmtir ekki aðeins fólkinu hér í sveitinni með starfsemi sinni, heldur eykur félagslegan og menningarlegan samhug, og sú mun og verða raunin annars stað ar, þar sem slík starfsemi er rækt af alvöru og eins vel og efni standa framast til. Mýrum 22. marz 1970. Guðmundur Gíslason Hagalín. Jóhann Hjálmarsson skrifar um J BÓ K] M [] E1 N dN n r] [] R íslandsför Collingwoods W. G. Collingwood: Á SÖGUSLÓÐUM. Nokkrar myndir úr fslandsíör sumarið 1897. Haraldur Hannesson annaðist útgáfuna. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1969. Haraldur Hannesson skýrir frá því í inngangi þeirrar bókar, sem hér verður gerð að umræðu efni, að um eða yfir 500 ferða- sögur frá íslandi hafi komið út erlendis, flestar, eða kringum 150, ritaðar af brezkum mönnum. Haraldur segir: „En sá, sem mik- ilvirkastur hefur verið á þessu sviði, er án efa brezki fornfræð- ingurinn og málarinn William Gershom Collingwood. Han-n kam hinigað til lands ásamt dr. Jóni Stefáinssyni sumarið 1897, ferð- a-ðist sumarlangt um flest-a hina merkustu sögustaði landsdns og málaði af þeim um 300 myndir, sem vöktu mikla athygli manna hér og hrifningu. Þeir félag-ar rit-uðu í sameiningu bók um ferð sína og nefndu hana A Pilgrimage to be Saga-Steads of Iceland," eða „Pílagríms- ferð til sögustaða á íslandi." Kom hún út í Ul-verston á Eng- landi árið 1899, prýdd samtals 152 af myndum Collingwoods, þar af 13 litmyndum.“ Flestar myndir Collingwoods frá íslandi eru nú eign íslend- inga, og er það einkum að þakka Englendingnum Mark Watson, sem safnaði þeim saman í heima- landi sínu og gaf síðan Þjóðminja safninu þær. Sumarið 1948 fór Haraldur Hannesson til Þýzka- land-s í því skyni að afla heimilda um Jón Sveins-son, og fann hann þá 36 myndir eftir Collingwood, sem verið höfðu í eign sér-a Jóns, en nokkrar þeirra voru prentaðar í Nonnabókunum. Þesisar myndir eru nú geymdar í Nonnasafni Haralds. Aðeins fáeinar myndir skildi Collingwood eftir hér á landi, meðal þeirra mynd af Gils bakka í Borgarfirði, sem hann gaf séra Magnúsi Andréssyni presti þar. í kirkjunni að Borg á Mýrum er altaristafla eftir Collingwood. W. G. Collingwood hefur ver- ið góður listamaður á breska vísu. Myndir hans frá íslandi eru margar ljómandi vel gerðar, eins og til dæmis Hofstaðir í Helga- fellssveit, Þingvallaborg á Þórs- nesi, Snartartunga í Bitru, Kal- manstunga, Almannagjá og Hvalfjörður, svo einhverjar þeirra mynda séu nefndar, sem birtast í Á söguslóðum. Mynd- skreytingar hans við Eddukvæði, í hefðbundnum breskum stíl, sem Grógaldur. Myndskreyting eftir Collingwood. W. G. Collingwood. Sjálfsmynd. birtar eru með hinni fróðlegu rit gerð Haralds Hannessonar, sýna ást hans á íslenskum bókmennt- um og vandað handbragð. En jafn fáar myndir og birtast í Á söguslóðum, gefa að sjálfsögðu fátæklega hugmynd um hið mikla myndasaifn Collingwoods og það eina, sem að útgáfunni má finna, er sparsemi forlagsins. Bókin er vönduð og prentun hefur tekist ágætlega, en margir hefðu kosið að fá í staðinn stærri og viða- meiri bók. Myndimar eru svo merkilegar, bæði hvað varðar heimildagildi og listræn vinnu- brögð, að sá, sem flettir bókinni, óskar einskis annars fremur en fá meira að sjá eftir Colling- wood. f augum Collingwoods var fs- land heilög jörð og í myndum hans er landið vafið ævintýra- ljóma. „Menn sjá hvergi rijjfcx sjón, sem hér“, sagði hann í við- tali við Einar H Kvaran. En hon um sámaði hirðulevsi íslendinga um sögulegar minjar. Haim lítur aldrei smáum augum á það, sem íslenskt er. Jafnvel sveitabæirn- ir verða reisulegir og sameinast dulúð sögunnar og tign lands- lagsins, sem myndirnar leiða í ljós. Fólkið er ekki þeir vesaling ar, sem mörgum útlendingum þótti það vera. William Gershom Collingwood var kærkominn gestur á íslandi sumarið 1897. Hann var sannur íslandsvinur í bestu merkingu þess orðs. Myndir hans eru orðn ar hluti af íslenskri sögu. Jóbann Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.