Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1970 5 100 milljóna kr. framleiðsla á Súgandafirði sl. ár Rætt við Pál Þórðarson, verk- stjóra og hreppsnefndarmann ÞAÐ sem a£ er þessu ári og nær allt sl. ár, var mik- il atvinna á Súgandafirði og mun framleiðsluverð- mæti Fiskiðjunnar Freyju á Súgandafirði, hafa num- ið um 100 milljónum kr. í fyrra. Fréttamaður Morg- unblaðsins hitti nýlega að máli Pál Þórðarson, verk- stjóra og hreppsnefndar- mann á Súgandafirði og ræddi við hann um at- vinnumálin í plássinu og þær framkvæmdir, sem eru á döfinni hjá hreppn- um. — Frá SúgandafirSi eru nú gerðir út sex bátar, segir Páll Þórðarson, tveir þeirra eru um 40 lestir að stærð, einn 56 lestir, tveir um 100 lestir og einn tæpar 200 lest- ir. Fiskiðjan Freyja rekur frystihús á staðnum og er í rauninni eini atvinnuveitand inn, sem nokkuð kveður að, en auk frystihússins rek- ur Freyja beinamjölsverk- smiðju. Árið 1969 er með allra beztu árum, sem við höf um fengið á Súgandafirði. Mikill afli barst á land og mun framleiðsluverðmæti frystihússins hafa numið nærri 100 milljónum króna. Mikið hráefni barst til frysti hússins m.a. vegna þess, að s.l. sumar lönduðu hjá okkur togbátar frá Patreksfirði og Bíldudal og skapaði það meiri atvinnu en oft áður. Það sem gerði frystihúsinu kleift að taka á móti öllum þessum afla eru nýjar og fullkomnar vélar, svo og sú staðreynd, að við eigum margt afburða duglegt fólk, sem lét hend- urnar standa fram úr erm- um til þess að vinna úr þessu mikla aflamagni. — Hvernig hefur atvinnu- ástandið verið hjá ykkur að undanfömu? — Atvinna hefur verið mik il, bæði það sem af er þessu ári og á s.l. ári. í janúar var sérstaklega mikil vinna, en í febrúarmánuði voru einstakir dagar, þegar ekki gaf vegna gæftaleysis. Þess má geta í þessu sambandi, að yfir sum- armánuðina hafa unglingar allt frá 12 ára aldri, yfirleitt haft atvinnu hjá okkur I frystihúsinu. — Alþýðublaðið hefur ný- lega haldið því fram, að Fiskiðjan Freyja greiði ekki tilskilið fiskverð til fiskselj- enda. Hvað er hæft i þeim fullyrðingum? Páll Þórðarson — Það er á algjörum mis- skilningi byggt. Fiskiðjan Freyja hefur þvert á móti tekið við meira magni af fiski undir 50 cm að stærð en nokkurt annað frystihús á Vestfjörðum sem ég þekki til. Þegar sagt er, að ekki hafi ver ið greitt tilskilið verð ber þess að geta, að á matsvott- orði er eingöngu fiskur frá 57 cm niður í 50 cm. Fyrir þennan fisk hefur verið greitt það verð, sem verð- lagsráð sjávarútvegsins hef- ur ákveðið. Úrgangsfiskur er hins vegar ekki metinn af Ferskfiskeftirlitinu og kemst því ekki á matsvottorð og þess vegna eru ummæli Al- þýðublaðsins varðandi þetta atriði alröng. Enda er fiskur, sem landað er óslægðum og óblóðguðum ekki matshæfur. Á hinn bóginn hefur Fiskiðj- an Freyja á Súgandafirði tek- ið á móti smáfiski, niður í 40 cm að stærð að undanskild- um nokkrum mánuðum. Og þegar hún hefur tekið á móti þessum smáfiski, hefur hún greitt fyrir hann verð samkv. ákvörðun verðlagsráðs. Sá tími sem ekki var tekið á móti þessum smáfiski var frá 19. júlí og fram í september, en þá voru engir samningar fyrir hendi við Sovétríkin um kaup á heilfrystum smá- fiski og þá stendur einnig yf- ir hið svokallaða maðkatíma- bil, þegar ekki er hægt að verja fiskinn flugu, þótt hann sé hengdur upp í skreið. Ég held, að flestir venjuleg- ir menn geri sér grein fyrir því, að ekki er hægt að kaupa fisk, sem ekki er hægt að koma í verð. Ég tel, að skrif Alþýðublaðsins séu til marks um málsháttinn: Sjald an launar kálfur ofeldið, þar sem ég veit, að ekki er um að ræða nema einn til tvo menn, sem standa að baki þessum skrifum. Meðan þetta tímabundna ástand stóð yfir, að frystihús ið tók ekki á móti smáfiski, bauð það fram til fiskselj- enda afnot af saltfiskverkun arhúsi á hafnargarðinum og frítt salt og aðgang að áhöld um, ef einhverjir þeirra, sem veiddu þennan fisk, vildu reyna að hagnýta hann á ein hvern hátt. Þess má einnig geta, að meðan stöðvun var á fiskkaupum á Súgandafirði haustið 1968, greiddi Páll Friðbjörnsson, forstjóri Fisk- iðjunnar Freyju h.f. flutnings kostnað á fiski til ísafjarðar til þess að trillúbátamir gætu róið og keypti af þeim fisk undir 50 cm, sem ísfirð- ingar vildu ekki kaupa. Með tilliti til þessara viðskipta- hátta Fiskiðjunnar Freyju, þarf engan að undra þótt mönnum á Súgandafirði sárai þessi skrif Alþýðublaðsins. — Hvernig er háttað lækn- isþjónustu hjá ykkur á Súg andafirði um þessar mundir? — Það setur óhjákvæmi lega að okkur nokkurn ugg í sambandi við læknisþjónust- una. Við höfum verið lækn- islausir í tvö ár, en nú kem- ur til okkar læknir úr Bol- ungarvík, einu sinni í viku eða svo. f eins vélvæddu sjávarplássi og Súgandafjörð ur er, skapast mikið öryggis- leysi vegna læknaskortsins. Von um að fá lækni til Súg- andafjarðar er afar veik. Þó fá læknar í svona byggðarlög um greidd ein og hálf læknis- laun og þeim stendur einnig til boða að hafa lyfjasöluna með höndum. — Hvernig er ástandið í samgöngumálum? — Á veturna eru nánast engar vegasamgöngur aðrar en þær að snjóbíll er á Súg- andafirði í sambandi við flug ið og kemst yfirleitt sinna ferða. En póstbáturinn kem- ur tvisvar 'í viku. Af þessu má sjá, að við erum ekki ýkja vel settir með samgöngur. — Hvað er að frétta af framkvæmdum á vegum hreppsins? — Það er fyrirhugað að laga ytri hafnargarðinn í sumar, en hann er talsvert mikið skemmdur. Ennfremur höfum við fengið 1,1 millj. kr. fjárveitingu í viðbótarbygg- ingu við baraaskólann, og er ætlunin að hefja framkvæmd ir á þessu'ári. Skortur á vatni er mikið vandamál á Súg- andafirði, hreppurinn lét bora þrjár holur fyrir tveim- ur árum, en þótt svolítið vatn hafi náðst úr þeim, virð- ist það ekki fullnægjandi og nú notumst við aðallega við yfirborðsvatn úr hlíðunum í kring, sem beizlað er í þrær. Hér er um stórmál að ræða, sem næsta hreppsnefnd hlýt- í plássinu og verður reynt að ur að taka til meðferðar. Þá er búið að skipuleggja allar vatns- og skolpleiðslur taka það fyrir í áföngum og samræma lagfæringar á vatns- og skolpleiðslum, var- anlegri gatnagerð, en það mun taka langan tíma að koma þeim áfram. Bátahöfn- in, sem byggð var í Súganda firði er mesti baggi hrepps- ins, enda kostaði hún offjár. — Þið hafið ekki sjónvarp á Súgandafirði? — Nei, við erum eina þorp- ið á Vestfjörðum, sem ekki nýtur sjónvarpsins. Við erum svo innilokaðir í fjöllunum, að nauðsynlegt virðist að byggja tvær móttökustöðvar, en ýmis sjávarþorp á Vest- fjörðum hafa að eigin frum- kvæði komið upp móttöku- stöðvum á eigin kostnað, en þau þurfa ekki nema eina stöð. Þetta mundi verða tvöfaldur kostnaður fyrir okkur. í framkvæmdaáætlun sjónvarpsins mun gert ráð fyr ir því, að sjónvarpið verði komið um alla Vestfirði á ár- inu 1972. Við erum að sjálf- sögðu óánægðir yfir því að vera útilokaðir frá þessu tæki, og teljum, að e.t.v. hafi aðstæður ekki verið fullrann sakaðar í Súgandafirði, segir Páll Þórðarson, verkstjóri að lokum. ANGLI - SKYRTUR Hvítar — mislitar — röndóttar Margar gerðir og ermalengdir iV ss 0PIÐ TIL KL. 9 í KVÖLD Stórkostlegt vöruval. Þar á meðal hlaðin kœliborð með fyrsfaflokks kjötvörum VERIÐ VELKOMIN KJÖTBÚÐ AUSTURVERI HÁALEITISBRAUT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.