Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 23
MOKGUNIBOLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 25. MARZ H970 23 Matur til páskanna NÚ, þegar pásíkar eru á rsesta leiti, valknar sú Bpurning hjá okkur, hvað hafa Skiuli í matinn þeasa hátíðis- og frídaga. Allar eigunn við það saimieiginlegt að vilja leggja okkar skerf til, að dagamir verði fjölskyldu oklkar ánægjulegir, og þá er matargerð in ekki það veigaminnsta, eins og kunnugt er. Húsmæður eiga auðvitað að 'hafa frí þessa daga líka, svo freimi þess sé kostur, og reyna eftir megni að haga matseld þannig, að það eQdki mikinn tíima. Því höfum við safn að hér saman nokkrum upp- sfcriftum, þar sem haft er í huga, að efcki taki allt of langan tíma að matbúa. KJÖTBÚÐINGUR #fl 6 MANNS % kg naiutahakk % kg svínahalkk 2 smátt brytjaðir faukar Yé sellerirót, rifin grjót 4 matsk. olía, 4 matsk. söxuð steinselja 1 blað hvítlauk, pressað 1 lárberj alauf, mrulið Yz—1 tsk. mulið tiimian 2 egg, 3 sneiðar franskbrauð, sem bleyttar eru í 1 dl rauð- Víni og 1 dl. soði. Salt og pipar. Halklkið sett í skál, laukur og selleri létt brúnað á pönnu, hrært í kjötið ásamt steinselju, Kryddi og eggjum. Útbleytt franskbrauð stappað og hrært eftir smekk. Farsið sett í sonurt form og bakað í u.þ.b. 45 min. Það kamur dálítið soð í fortmið við bakstiurinn, og má nota það sem sósu með því að bæta í súputeningi og e.t.v. rjóma. BÓNDA-KÓTELETTUR 4—6 svínakótelettur, smjör, salt, pipar, örlítið hveiti, 1 dl. hvítvín, IY2 dl. kjötsoð (teningur og vatn), 1 tsk. bragðsterkt sinn- ep, steinselja 3 matsk. sýrðar saxaðar akúrk ur. Kjötið brúnað á báðuim hlið- um, kryddað. Soð, vín, sinnep og smávegis hveiti sett út í pönnuna og sósan bragðbætt með steinselju og agúrkum. GÓÐAR KÓTELETTUR Lamibakótelettur smurðar með isinnepi, velt upp úr hveiti, Ikryddaðar með salti og pipar og steilkt á báðuim hliðum. Blandið saman Y2 bolla chili- sósu og % bolla sítrónusafa, 2 matsk. Worchester-sósu, 1 tsk. papriku, 1 söxuðum lauk og tveimur bollum af vatni. Hellt yfir kjötið og látið krauma í ca. IV2 tíma eða þar til kjötið er meyrt. FYLLTAR KÁLFARÚLLUR 6 þunnar kálfakjötssneiðar (vöðvi) 6 sneiðar bacon 6 ostræmur, mildur feitur ostur., smjör, salt, pipar, 3 dl. rjómi, sósulitur, niðursoðnir tómatar, ef fánlegir, hveiti- jafningur. Kjötsneiðarnar rúllaður upp utan um baconsneið og ost- stykki, haldið saman með pinna eða garni. Brúnað á pönnu, kryddað, rjómi og ef til vill vatn sett út á, tómatar. Látið krauma í ca. 30 mdn. eða þar til kjötið er meyrt. Hveitijafningur settur út í og sósulitur. Borið fram með kartöflum og salati. KÓTELETTUR MEÐ ANANAS Kótelettum velt upp úr eggi og raspi, kryddað með salti og pipar, brúnaðar á pönnu. Borið fram með hríisgrjónum, grænum baunum (tómötum) og hálfum steiktum ananashringjum. KJÖT MEÐ SVEPPUM V2 kg af svínakjöti er sfcorið í ræmur og velt upp úr hveiti, sem salt og paprika hefur verið sett í. 2-3 laukar saxaðir og brúnaðir í 40 gr. af smjöri ásamt kjötinu. Bætið í þetta 250 gr af sveppum, hellið 2 dl af rjóma yfir. Látið krauma í 20 mín., bragðbætt með tómatpuré, hvítlaiuksdufti og pipar. Setjið grænar baunir saman við kjöt- réttinn, og berið hann fram með hrísgrjónum eða kartöflustöppu. 'Gott að bera brauð með. RAUÐSPRETTUFLÖK MEÐ OSTASÓSU Margir hafa þánn sið, að borða fisk á föstudaginn langa, og hér koma því uppskriftir af mjög göðum fiskréttum. " í botninn á eldföstu fati er sett spínat eða annað grænmeti ef vill. Þar ofan á eru sett sam- anrúlluð rauðsprettuflök og sveppir, sem hafa verið látnir krauma í smjöri. Búið til upp- bafcaða sósu (bedhamelsósu), og setjið í hana mikinn rifinn ost, héllið sósunini yfir fiskinn, rifinn ostur ofan á og bakið réttinn í ofni í 20-25 mín. við 225 °C. FISKUR a la Provencale Fiiskurinn (ýsa eða þorskur) skorinn í smábita og aðeinis lát- inn brúnast í smjöri. Styfckin sett í ofnfastar eins-iskammta Skálar eða stórt fat. Út í smjör- ið á pönnunni er sett bragðsterkt tómat-puré rifinn eða hakkaður hvítlaukur og rjómabland og krydd eftir smekk. Sósunni hellt yfir skálarnar, rifinn ostur yfir og bakað noikkrar mínútur í vel heituim ofni. PARÍSAR-GRAPE-ÁVÖXTUR Grape-ávöxturinn er skorinn í tvennt, losað um innmatinn og ihann síðan skorinn í smábita, kirsuberjavíni hellt yfir. Síðan skreytt með þeyttum rjóma og kirsuberjum. KREMBÚÐINGUR Y2 1 mjólk 1 stöng vanilla 3 egg 100 gr sykur 6 blöð matarlím, 1 glas kon- jafc eða líkjör 50 gr suðusúfckulaði tæpl. 1 dl sterkt kaffi. Skreytt með þeyttum rjóma og ávöxtum ef vill. Mjólkin hituð í góðum potti, vanillustöngin höfð í. Egg og sykur þeytt vel; dálítið af mjólk inni hellt í á meðan þeytt er, öllu hellt aftur í pottinn, út- bleytt matarlímið sett út í og þeytt í við vægan hita, þar til kremið er jafnt, má efcfci sjóða. Kreminu skipt til helminga, vín sett í annan helminginn og það sett í botninn á mótinu. í hinn heliminiginn er sett brætt súkku- laði með kaffi í. Þegar fyrri hlutinn er orðinn stífur, er hin- um hellt yfh. Látið stífna og hvolft á fat, skreytt með þeytt- um rjáma. ÍS f ÁBÆTI 400 gr mansipan 1 pk. súlkkul., 100 gr. V2 1 vanilluís 3 matsk. líkjör, t.d. grænn chartreuse. Marsipanið flatt út og lagt á fat, súkkul. brytjað og sett yfir. fsinn settur á marsipanið í bit- um, líkjörnum hellt yfir. Skreytt með mandarínum. RÚLLUTERTA MEÐ APRIKÓSUMAUKI 3 egg 125 gr sykur 75 gr maizenamjöl 1 tsk. ger 1-2 tsk. vaniliusykur 50 gr hakkaðir hnetukjarnar til að strá deigið með. Egg og sykur hrært vel saman. Maizena mjöli og vanillusykri sigtað yfir eggja- og sykurhræruna. 1) Hnetukjörnum dreift yfir deigið á plötunni áður en bakað er. Sett í vel heitan ofn í 7 mín. 2) Kökunni hvolft á sykri- stráðan pappír, apriikósumauki (sykrað að smekk), smurt á síð an þeyttum rjóma og þá er kök- unni rúllað upp. 3) Kafcan tilbúin, góð með kaffi eða sem ábætisréttur. APPELSÍNUR MEÐ MARENGE 4 appelsínur 3 egg 100 gr sykur 25 gr hveiti V4 1 mjólk safi úr 1 appelsínu. Skerið lök af hverri appel- sínu, þanmig að ca. % hluti henn ar er slkorinn burt. Má gera takka í brúnina ef vill. Hrærið eggjarauðurnar með syfcrinum, setjið í pott, bætið í hveiti og hrærið í meðan heit mjólkin er sett saman við, bætið í safa úr 1 appelsánu. Kælið kremið og bætið þá 3 stífþeyttum eggja- hvítum út í. Setjið kremið nú í appelsínurnar, setjið þær í eld- fast fat og bakið í ofni í noklkrar mínútur. Ofninn má ekki vera of heitur, en marenge-ið á þó að fá á sig ljósbrúnan lit. Komum okkur út í góða veðrið EF VTÐ verður nú svo heppin, að veður leyfi útivist um pásk- ana, svo að eklki sé minnzt á, ef snjór yrði hér í nágrenni borg- arinnar, ættum við að aflýsa öll- urn kaffiboðum og koma okkur út í sólina. Það er hægt að kom- ast af án skíðaútbúnaðar og nota sleða eða bara fara í gönguferð- ir. Margir eiga lopapeysu, sem koma að góðum notum við svona tækifæri, einhvers konar síðbuxur eru nauðsynlegar svo og kuldastígvél, og gerir eklkert þótt þetta sé ekiki samstætt, eða samkvæmt nýjlustu tízlku, viJð njótum áreiðanlega útivistarinn- ar samt. Það er talsverður vandi að gera toppinn jafnan þegar að- eins á að stytta hann milli heim- sókna til rakarans. Reynandi er að setja límband yfir það sem klippa á, þannig að klippt er við efri brún límbandsins. Topp urinn ætti að verða beinn og hárin fara ekki í augun, þar sem þau festast í límbandiuu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.