Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1970 hafi tekið of marga höfunda með, I girni og óhlutdrægni, að til fyr- sem aðhylltust sömu bókmennta irmyndar er. En í stað þess að — Norðurl.ráð Framhald af bls. 14 ísland snertir vitnar Lindberg- er í grein S.A.M, þar sem hann telur öfluga þjóðernishreyfingu, sem beint sé gegn erlendum áhrif um sjónvarps frá Keflavikur- stöðinni móta mjög skáldsagna- ritun þessara ára. Ekki skal ég neita því, að nokkuð geti verið hæft í þessu, hvað einstaka höf. snertir (sumir þeirra eru að vísu „engageret"!), en það er nú einu sinni svo um alla sanna þjóðemiskennd, að hún hlýtur um leið að verða alþjóðleg, eigi hún ekki að lenda 1 sjálfbirg- ingsskap og hræsni. Ýmsir rit- höfundar, sem hæst hafa galað um hættuleg erlend áhrif hér á landi, hafa látið sér fátt um finnast slík áhrif og jafnvel hemaðarkúgun, ef hún hefur komið úr „réttri" átt. En jafnvel þótt S.A.M. hafi notað tækifærið til að ná sér niðri á „fjanda þessum úr Kefla- vík“, hefði hann að skaðlausu getað minnzt á fleiri höfunda, sem sízt áttu minni rétt á því en margir, sem eru í „náðinni“. Nú skal enginn fá mig til þess að fara að romsa upp nöfnum í kapp við S.A.M., þó að ekkert væri hægara, en slíkt er fánýtt eins og komið er. Hins má þó geta, að sleppt er heilum bók- menntagreinum svo sem bama- og unglingabókum. Nefna má Ármann Kr. Einarsson sem full- trúa þeirra höfunda, þar sem hann er þegar kunnur á Norð- urlöndum. Ennfremur þykir mér líklegt að frændur okkar á Norðurlöndum létu sig nokkru skipta þýðingar úr bókmenntum þeirra, ekki sízt þýðingar ljóffa klassískra skálða, enda hlýtur það að vera í anda Norræna fé- lagsins að skýra frá því í bók- menntayfirliti þess. Þóroddur Guðmundsson skáld hefur unn- ið mikið að slíkum þýðingum, eins og bók hans, Þýdd ljóð, 1965, ber ljósast vitni. Bókin hefur að geyma fjölda Ijóða eft- ir helztu skáld allra Norður landa. Ég leyfi mér að staðhæfa, að með því að láta þögnina ríkja um slíkt starf í þágu bók- menntanna, hefur Norræna fé- lagið gersamlega brugðizt skyld um sínum. Samtímis því að fjölda ágætra höfunda er úthýst af S.A.M. fær Njörður P. Njarðvík alllanga umsögn um fyrstu skáldsögu sína, „Niffjamálaráffuneytiff". Saga þessi mun eiga að vera þjóðfélagssatíra, en er ekki síð- ur „skandalasaga" (sbr. Ny litt. i Norden, bls. 60), en „Borgar- Iíf“ Ingimars Erlendar Sigurðs- sonar. f henni er að finna lítt grímuklætt og einstaklega kauða legt níð um þjóðkunnan stjórn- málamann og konu hans, sem er þekkt listakona, en einmitt þessi stjómmálamaður er kunnur fyr- ir stuðning við listamenn hvar sem hann fær því komið við. Ég spyr: Er þetta og annað eins í anda Norræna félagsins? Tvívegis í þessari stuttu rit- gerð er fjargviðrast yfir marg- nefndri bókmenntasamkeppni Norðurlandaráðs. Þessi árátta fer að verða skopleg og það sem verra er: Það getur orðið stór- skaðlegt að rífast um þetta á er- lendum vettvangi, og það væri ekki undarlegt, þó að hætt yrði að taka mark á okkur í bók- menntaráðinu. Spurning er, hvort við sóma okkar vegna neyðumst ekki til að segja okk- ur hreinlega úr því, þar sem fulltrúar okkar fá ekki að starfa í friði og árlegt val verður or- sök að persónuníði og öfund. Ég gat þess hér að framan að S.A.M. hefði ekki haldið fyrir- mæli útgefenda, miðað við aðra sem í ritið skrifa, m.ö.o. að hann stefnu. En Sigurði er þar nokk- ur vorkunn, þvi að það hefði orðið sýnu erfiðara fyrir hann að vinna að einhliða list- pólitísku marki, ef hann hefði fækkað höfundanöfnum. Jafnvel útlendingar, sem einhverja nasasjón hafa af ísl. bókmennt- um, hefðu tekið eftir því, ef val fárra höfunda hefði verið mjög einhliða. Eldri höfundarnir, sem koma til greina hjá S.A.M., eru nefndir með semingi, svo sem: „Af ældre forfattere som har udsent nævneværdige (auðk. hér) romaner f perioden" nefn- ir hann þá Guðmund G. Haga- lín og Guðmund Daníelsson, en hrósar þó Márusi á Valshamri Hagalíns. Orðalag sem þetta op- inberar þann hug sem undir býr, þegar hafður er í huga sá lofgerðarsöngur um suma aðra höfunda rétt á undan. Á stríðs- timum eru slíkar aðferðir tákn- aðra með lítlenda orðinu „camouflage“. ÍSLENZKA SKALDSAGAN KYNNT f NOREGI Ég hafði hugsað mér að hafa þetta mál ekki lengra, en rétt í því að ég er að ljúka þessu skrifi, berst mér í hesndur Norsk litterær árbok fyrir árið 1968. í þessum árgangi er grein um fslenzkan sagnaskáldskap á sjöunda áratugnum eftir Njörð P. Njarðvík. f næsta árgangi á undan samdi Ivar Orgland yfir- lit yfir ljóðaskáldskap samtím- ans og gerði það af slíkri sann- læra af Orgland, hafa okkar eig in gagnrýnendur farið þveröf- uga leið, og maður hefur það einhvern veginn á tilfinning- unni að starf Orglands sé ekki metið að verðleikum af vissum bókmenntaklíkum hér. Það kemur fram í grein Njarð ar P. Njarðvík að hann aðhyll- ist svipuð sjónarmið og Sigurð- ur A. Magnússon, þó að hann sé gætnari í fullyrðingum sínum. Grein Njarðar hefst á því að afskrifa þrjá rithöfunda með þeim rökstuðningi, að verk þeirra heyri fyrri tíma til, en þó bregður svo einkennilega við, að hann eyðir talsvert löngu máli um starfsbræður þeirra, sem þeim eru samtíða. í bók- menntayfirliti um ákveðið tíma- bil er ekki nóg að útiloka höf- unda, þó að þeir hafi aðeins „sporadiskt" birt skáldsögur á tímabilinu. Til þess virðist mér að muni þurfa sterkari rök. Ekki ætla ég að rekja nánar einstakar umsagnir Njarðar, en geta má þass að honum verður tíðrætt um „reiða“ höfunda, sem fulltrúa yngri kynslóðarinnar, í gagnrýni hennar á spilltu stjómarfari, en lætur að því liggja að gagnrýni þessi sé eng- anveginn mótuð af flokkspóli- tík. Ég held nú að þeir menn séu til, sem vita betur, en það er hentugra að láta þetta líta svona út á erlendum vettvangi. Skyldi það ekki einmitt vera misnotkun í flokkspólitísku skyni, sem hefur rýrt gengi þjóð félagslegu skáldsögunnar, sem, eins og getið er í upphafi þessa máls, er jafn nauðsynleg og stjómarandstaða í lýðræðisþjóð félagi? LOKAORÐ Bókmenntagagnrýni er þýð- ingarmikill þáttur í menningar- lífinu sé hún samvizkusamlega af hendi leyst. Það er fremur skilningur gagnrýnandans á listaverkinu og skýring þess sem hefur gildi fyrir almenna lesendur, en mat hans eða dóm- ur. Það gildir um gagnrýnend- ur sem aðra, að þeir eru fæstir slíkir andans jöfrar, að almenn- ingur láti sig persónulegar skoð anir þeirra skipta miklu máli. Hinn eini aðli, sem getur kveð- ið upp dóm yfir skáldskap sam- timans, er framtiðm ein. Ég held að velvilji gagnvart höf- undi og verki hans sé frumskil- yrði þess að gagnrýni geti orð- ið sanngjöm og gagnleg höfundi sem lesanda. Það gladdi mig því, þegar ég heyrði Ólaf Jónsson lýsa yfir því í Sjónvarpinu á dögunum, að hann tæki sér aldrei nýja bók í hönd, öðru- vísi en með góðum hug í garð bókar og höfundar (skyldi S.A.M. ekki vera sammála Ó.J. í þessu líka?) Þetta ber vott um góðan vilja og ber að fagna því, þó að margir ritdómar hans beri að vísu nokkum vott hins gagn- stæða, en ásetningur og fram- kvæmd er því miður oft í ósam- ræmi hvað við annað hjá okk- ur breyzkum mönnum, og tjáir ekki um að sakast. Að minnsta kosti ætti Ó.J. ekki, eftir yfir- lýsingu sína í sjónvarpinu, að taka til sín ummæli danska bók menntaprófessorsins Paul V. Rubows, sem ég tilfærði í lok þessarar greinar. Ummælin eru (tekin úr húmorístískri rit- gerð um góða gagnrýni og slæma, sem birtist í ritgerða- safni hans, Kunsten at skrive, er kom út 1964: „Það vitnar um gáfnatregðu hjá gagnrýnanda, þegar hann verður stöðugt að eiga f illdeil- um. Árásarhneigð ber vott um ófrjóan anda. Gagnrýnendur, sem sýnkt og heilagt ráðast á rithöfunda, ættu helzt að vera gerðir höfðinu styttri. Slíkir menn hljóta að vera útblásnir af monti. Gagnrýnandinn getur naumast ímjmdað sér að hann sé æðri skáldinu, en sé svo, þá hefur staða hans við tímaritið eða dagblaðið stigið honum til höfuðs og dramb er falli næst“. Jón Björnsson. ftölsk peysnsett Hollenzk pils = Tízkuskemman Kjörskrá (safjarðarkaupstaðar til bæjarstjórnarkosninga, sem fram eiga að fara sunnudaginn 31. maí 1970 verður lögð fram á bæjarskrifstofunni þriðjudag- inn 31. þ.m. almenningi til athugunar. Síðan liggur skráin frammi alla virka daga kl. 10—12 og kl. 13—15, þó aðeins kl. 10—12 á laugardögum. Kærur um að einhvern vanti á kjörskrá eða sé ofaukið þar skulu vera komnar til bæjarstjóra þremur vikum fyrir kjördag ! síðasta lagi laugardaginn 9. maí. Isafirði, 23. marz 1970. BÆJARSTJÓRI. IÐNAÐARBANKI ISLANDS H.F. Arður til hluthafa Samkvæmt ákvörðun aðalfundar hinn 21. marz s.l. greiðir bankinn 7% arð til hluthafa fyrir árið 1969. Arðurinn er greidd- ur í aðalbankanum og útibúum hans gegn framvísun arðmiða merktum 1969. Athygli skal vakin á því, að réttur til arðs fellur niður, ef arðs er ekki vitjað innan þriggja ára frá gjalddaga, samkv. 5. gr. samþykkta bankans. Reykjavík, 23. marz 1970. IÐNAÐARBANKI iSLANDS H.F. ALLT Á SAMA STAÐ BILAVARAHLUTIR CARTER-BLONDUNGAR í MIKLU URVALI VIFTUREIMAR og VATNSHOSUR f hemlakerfið HEMLADÆLUR HÖFUÐDÆLUR HEMLABARKAR HEMLAROFAR HEMLAVÖKVI RÖR OG NIPPLAR Allt í rafkerfið Undir- vagns- hlutir VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST OG VERÐIÐ BEZT. STÝRISENDAR, SPINDILBOLTAR, SLITBOLTAR, SPINDILKÚLUR, SPYRNUR, FJAÐRAGORMAR í ameríska bíla. Sendum í póstkröfu. Daglega nýjar vörur EGILL VILHJÁLMSSON HF. LAUGAVEGI 118, SÍMI 2-22-40.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.