Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MARZ 1970 — Minning Fiambald af bJs. ZZ frú Sigurlaugu Erlendsdóttur, kcrnu hans. Við þau hjón tengd- ist hún þá svo sterkum vináttu- böndum, að eigi rofnuðu meðan líf entist. Á Torfastöðum kynntist hún Jóhanni Kr. Guðmundssyni, og urðu þá þáttaskil í Mfi hennar, þvi að þau giftust nokkru síðar, eða nánar tilgreint 1917, og hófu eigin búsikap á Iðu, sem var tví- býlisjörð. Bjuggu þau í vestur- bænum. — Jóhann var viða þekktur sakir afburða hagleiks og dugnaðar. Eru enn til á Iðu smíðisgripir af hans höndum gerðir, sem sýna ljóslega, hve mikill snillingur hann var. Góð- ir smiðir voru þá eigi algengir í dreifbýlinu, og er svo raunar eun, og var Jóhann því mjög eftirsóttur til slikra starfa. Hann vann þess vegna oft utan síns heimilis, um lengri eða skemmri tíma, og þar af leiðandi kom það mjög í hlut húsfreyjunnar, að annast og sjá um sjálf heimilis- störfin, og vist er, að það hlut- skipti sitt rækti hún með mikilli prýði. Árið 1928 dró upp dökkt ský í lífi Bríetar, þvi að þá missti hún mann sinn frá fimm ungum börnum, sem þau hjónin höfðu eignazt. Er næsta auðvelt að skilja, hversu mikla örðugleika þessi sorgiegi atburður muni hafa haft í för með sér, á sínum tíma, og hve þungbæra óvissu um framtið heimilisins hann hafi skapað. En sálarþrek hús- freyjunnar brást eigi fremur en endranær, og vissulega sá hún og skildi, að hér var einungis um lögmál að Tæða, sem allir verða að lúta, og það oft fyrirvaralítið og þegar verst stendur á. Og sem betur fór, rættist von bráðar úr þessum örðugleikum hennar, því að til hennar réðist, fyrir ann- arra milligöngu, traustur ágætis maður, Loftur Bjarnason að nafni, ættaður úr Gnúpverja- hreppi. Varð hann upp frá því hennar lífsförunautur alla tíð, þar til hann lézt á síðastliðnu hausti, eftir mikið og heillaríkt ævistarf. Má með sanni segja, að þama hafi betur farið, en á horfði á tímabili, og fögnuðu allir þessum málalokum, því með þeim var framtíð heimilis- ins tryggð. Bjó Bríet síðan á Iðu alla sína búskapartíð og kom börnum sínum til mann- vænlegs þroska, sem var að sjálf sögðu hennar helgasta verkefni og áhuigamál, eins og allra góðra mæðra. Börn þeirra Jóhanns og Bríet- ar eru öll á lífi, en þau eru þessi: Ámundi, vélfræðingur í Reykja- vik, kvæntur Kristjönu Sigur- mundsdóttur; Ingóifur, bóndi að Iðu í Bisikupstumgum, kvæntur Margréti Guðimundsdóttur; Gunn ar, sikipasmiður í Keflavík, kvæntur Valgerði Baidvinsdótt- ur; Sigurlaug, búsett í Reykja- vík, gift Hirti Magnússyni, skrif stofumanni; Unnur, húsfreyja að Reykjum á Skeiðum, gift Þor- steini Þórðarsyni, bónda þar. Hér hefur löng saga verið sögð í stuttu máli, aðeins verið minnzt á örfá atriði úr lífi merkrar konu, sem nú er horfin af sjón- arsviði hins jarðneska lifs. Síðast, er ég hitti þessa vin- koniu mína að máli, var hún enn andlega styrk, þótt líkamsþrek- ið væri sýnilega mjög að þrot- um komið. Tal okkar barst þá meðal annars að hókmenntum, fyrr og síðar, því að hún var alla sina ævi svo bókelsk, að bækur voru jafnan ofarlega í huga hennar. Hins vegar var hún mjög vandlát í þeim efnum og kunrni sannarlega að skilja hism ið frá kjamanum. Og nú, eins og oft áður, lét hún í ljósi andúð sína á þeirri tilhneigingu ýmissa nútima höfunda, að draga fram í dagisins ljós allt hið sorakenmd asta, sem finna má í lifi einstakra manna. Hún vildi hafa bækurn ar — ljóð og sögur — eins og sí- — Vettvangur FramhaJd af bls. 16 ins og Alþýðuflokksins hefur verið háð þessum takmörkum eins og samstarf annarra flokka, sem hér hafa starfað saman i ríkisstjórn. Þeir, sem kunnug- astir eru stjórnmálum hér á landi, eru sammála um, að samstarf þessara tveggja flokka hafi verið mun betra og málefnalegra en flestra ef ekki allra annarra flokka, sem starfað hafa sam- an í ríkisstjórn. Þvi er ek'ki að leyna, að Sjálfstæðismönnum hefur stundum fundizt Alþýðuflokkurinn nota sér full- mikið, að hann er minni flokkurinn í þessu gamstarfi og skákað í þvi skjóli í af srtöðu til mála. Þó hefur þetta geinigið stórátakalaust og skapað meiri festu í íslenzkum stjórnmálum en þjóðin hefur átt við að búa um áratugaskeið. En með atkvæði sinu í fyrradag hefur Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráð- herra farið út fyrir þau mörk, sem eðli- leg geta talizt í slíkri samvinnu. Hann hefur ekki gert noklkra grein fyrir af- stöðu siinni og fyrir henini eiu eikki sjáan leg nokkur skynsamleg rök. En með atkvæði sínu hefur ráðherrann unnið sér sess í þingisöigunm, sieim hann er ekki öfundsverður af. Styrmir Gunnarsson. Dömur líkamsrœkt Fyrsti kúr eftir páska Morgun- dag- og kvöldtímar. hefst 2. apríl. Matarkúr — heimaæfingar. Líkamsrækt og megrun fyrir konur Jazzballettskóli BARU á öllum aldri. (Stigahlíð 45). 4 tímar á viku. Uppl. og innritun i síma 8 3 7 3 0. PÁSKALILJUR MUNID: Blómaúrvalið Brúðarvendina Fermingablómin Sjálfsafgreiðsla Blómlaukar Blóma- Matjurfa- FRÆ Þrír útsölustaðir Miklatorgi. sími 22822. Sigtúni, simi 36770. Hafnarfjarðarveg. sími 42260. streymandi lindir hins vermandi kærleika, þar sem lesandinn gæti ávallt teygað í sig andlegan styrk, sér til fróunar og yndie. Þannig voru sjónarmið þessarar lífsreyndu konu og er ég henni innilega sammála. Það var bjart yfir BiSkups- tungum þann dag, sem Bríet Þór ólfsdóttir var til moldar borin. Sólin, drottning allra ljósa, stráði geislum sínum í ríkum mæli yfir mjöllina, sem sveipaði landið hvitri blæju, svo langt, sem séð varð. Og einstakir fjallatindar sem risu i hljóðlátri tign út við sjóndeildarhringinn, voru eins og voldugir fingur, sem bentu upp í himinnsins hæðir, þangað, sem sál þeirrar konu, sem vinir henn ar nú voru að kveðja, var horfin að eilifu. Eyþór Erlendsson- — Chamber Framhald af bls. 10 fór fram á ensku, þar sem kennd var ensk fundarmennska sem er allfrábrugðin þvi sem hér gerist og ætluð til hagræðis fyrir þá sem þurfa á ráðstefnur og fundi erlendis eins og stöðugt fer S vöxt. Gregers Hoeg, sem er búinn að starfa í Junior Chamber frá ár- inu 1961 segir að um hálf millj ón manna i heiminum séu i þess um samtökum i dag og þar af séu 50% í Bandaríkjunum og Japan, og alls staðar er tilgangurinn sá sami eða að veiða ekki fislkinn sjálfur, heldur sýna hvernig á að veiða hann, eins og Gregers Hoeg orðaði það. — Verzl.miðstöð Framhald af bls. 8 arvarningur auk landbúnaðar varanna, sem áður er getið.“ FJÁRMAGNSÞÖRFIN Að síðustu drápu þeir Sig- urliði og Valdimar á þörfina á fjármagni. „Uti í hinum stóra heimi á verzlunarstétt- in aðgang að ýmsum lánastofn unum til að afla fjármagns hvort heldur sem er til hús- bygginga eða til kaupa á ýmsu, sem góður verzlunar- rekstur útheimtir. Hér á iandi Veizluréttir Kalt borð og hertir réttir. Fáið heimsendan veizluseðil- ilinn frá okkur. Strandgötu 4 - Sími 50102. hafa til þessa engir sjóðir ver ið til að þjóna þessu hlut- verki, sem full þörf er þó á, einkum þegar um er að ræða stórátak í verzlun eða þjón- ustu .Þetta hefur orðið þess valdandi að í fæstum tilfell- um hefur verið sú reisn og geta í þessum efnum sem æski leg hefði verið, en við von- um að með verzlunarmiðstöð inni sé nú brotið blað í inn- lendum verzlunarrekstri. Það er rétt, sem komið hef- ur fram i blaðaskrifum vegna verzlunarmiðstöðvarinnar, að við (Silli & Valdi) eigum marg ar og góðar eignir, og einmitt með það að bakhjarii vonum við, að hægt verði að ljúka þessum framkvæmdum á þann hátt, sem upphaflega var ráð gert, og lýst hefur verið hér að framan. — Alþingi Framhald af bls. 12 lendar þjóðir. Nánar tiltekið er um að ræða stuðning við þátt- töku íslenzkra landsliðssveita í hinum ýmsu íþróttagreinum i heimsmeistarakeppni, Evrópu- keppni og NorðurlandakeppnL Þó skal sjóðsstjórninni heimilt að veita fé til annarra íþrótta- samskipta, ef fjárhagur sjóðsims leyfir. Sjóðnum er því almennt ekki ætlað að styrkja allar utan farir íþróttamanna, neldur fyrst og fremst þær, sem farnar eru á vegum sérsambands fþrótta- sambands íslands til þátttöku í himrn stærstu og mikilsverðustu íþróttamótum, sem sérsambönd in eiga aðild að. í frumvarpinu er gert ráð fyr ir, að gjafir eða frjáls framlög til sjóðsins séu undanþegin skatti. Má ætla, að slíkt ákvæði yrði ýmsum hvatning til pess að leggja sjóðnum fé, enda ekki fordæmalaust, að framlög til menningar- og liknarstarfsemi séu frádráttarbær við skatt- álagningu. Að öðru leyti er gert ráð fyrir, að aðaltekjur sjóðsins verði árlegt ríkisframlag, eigi minna en ein milljón króna. Ekki þarf að hafa mörg orð um nauðsyn þess, að stofnaður verði sérstakur sjóður til stuðn- ings þátttöku íslendinga í ýms- um stærstu íþróttamótum á er- lendum vettvangi. Sérsambönd f.S.Í. eiga við mikla fjárhags- örðugleika að etja. Nýjasta og gleggsta dæmið um það efni er að finna hjá Handknattleikssam bandi fsiands. Kom fjárskortur íþróttahreyfingarinnar berlega í ljós, þegar Islendingar sendu landslið sitt í handknattleik til heimsmeistarakeppni í Frakk- landi nú nýverið. Lá við borð að sú för færist fyrir vegna fjár hagsörðugleika. Situr Handknatt leikssambandið uppi með stór- an skuldabagga vegna þátttöku í mótinu Húsnœði óskast Óska eftir að taka á leigu 1000—1500 ferm. húsnæði, sem mest á einni hæð. Tiiboð merkt: „Húsnæði — 2727" ieggist inn á afgr. blaðsins fyrir 1. apríl. Kennaraskólanemi Stúlka með mjög góða tungumálakunnáttu óskar eftir sumar- starfi. Er reglusöm og hefur góð meðmæli. Tilboð merkt: „Sumar 1970 — 8292" sendist Mbl. sem fyrst. Ti! leigu stór og glæsileg 5 herbergja íbúð á Ægisgötu 10. Tilvalin fyrir sendiráð eða skrifstofur. GlSLI JÓNSSON Ægisgötu 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.