Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.03.1970, Blaðsíða 4
* 1 MOBGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1970 > MAGNÚSAR 4K1PH3LTI21 SÍMA821190 eftfrloWunsími 40381 HVERPISGÖTU 103 VW Sendíferðabifreið-VW 5 manna -VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna Bílaleigan UMFERD Sími 42104 SENDUM Okubennslo GUÐJÓN HANSSON Símí 34716. í páskamatinn Nýir hamborgarahryggír og hamborgaralæri. Nýjir svínahryggir og svína- læri. Mikið úrval af kjötvörum. Strandgötu 4 - Sími 50102. FYRSTA FLOKKS FRÁ FONIX Þrýstið á hnapp og gleymið svo upp- þvottinum. KiRK Centri-Matic %ér um honn, algerlega sjálfvirkt, og (afsakidl) betur en bezta húsmóðir. • Tekur inn heitt eða kalt vatn • Skolar, hitar, þvær og þurrkar • Vönduð yzt sem innst: nylonhúðuð utan, úr ryðfríu stáli að innan • Frfstandandi eða til innbyggingar • Látlaus, stílhrein, glæsileg. SIMI 2 44 20 — SUÐURGÖTU 10 0 Reiknaði drukkinn maður dæmið? l.-Kofrl skriíar: „Háttvirti Velvakandi! Tilefni þessa bréfs er sýning góðtemplara í sýningarglugga Málarans. Eru þar notaðar tölur um fjármuni sem varið er til áfengiskaupa á mjög villandi hátt. Þar segir, að sl. fimm ár hafi íslendingar keypt áfengi fyrir 2718 milljónir, en samkvæmt út- reikningi templara á það að nægja til að byggja 2000 hús, sem hvert kostar 1.5 milljón. Ætla mætti, að drukkinn maður hefði reiknað dæmið, því að 2000 hús af þessari stærð kosta þrjá mill- jarði og þurfa íslendingar því að drekka fyrir 282 milljónir enn til að ná tölunni, og eru það 182 hús. Er gefið í skyn að þessir fjármunir hafi orðið til lítils gagns. 0 Gagnsemi áfengis- kaupa Ég er ekki viss um að fjár- málaráðherrann okkar sé sam mála því, að fyrrgreind fjár- fúlga hafi orðið til látils. Tekjur ríkisins af Á.T.V.R. nægja næst- um til þess að greiða allan kostn- að við menntamálin í landinu, svo að eitthvert gagn er af áfeng iskaupunum. Þetta leiðir hugann að því, að þegar tekjur ríkisins eru að ein- um tíunda tekjur Á.T.V.R., ertæp lega að vænta þess, að ríkisvald- inu sé akkur í auknu bindindi, ef það kæmi niður á sölunni. Hættu íslendingar að drekka, yrði það til þess, að hækka yrði aðra skatta, og 100 prs. hækkun á tekjuskatti myndi tæplega duga. Góðtemplarar, sem hafa þann- ig óbeinan hagnað af sölu áfengra drykkja, ættu því ekki að fordæma þá, sem lyfta glasi til þess að létta fjárhagsáhyggj- um af ríkisvaldinu. Þeir ættu frekar að beita sér fyrir því, að á komandi árum þurfi ríkissjóð- ur í minna n.æli að treysta á drykkjuskapinn, t.d. með því að berjast gegn því að auknum rík- isútgjöldum sé mætt með hækk- un áfengis. öl-Kofr!“. Beglusöm ung hjón óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð nálægt Sólheimum. Upplýsingar í síma 32109 eftir kl. 5 e.h. BERKLAVÖRN REYKJAVÍK. Félagsvist í dag miðvikudaginn 25. marz kl. 8,30 í Brautarholti 4 (Danshús Heiðars Ástvaldssonar). Mætið stundvíslega. BERKLAVÖRN. Viljum ráða nokkra blikksmiði á blikksmíðaverkstæði okkar Skeifan 3. BLIKKSMIÐJflN HF. Sími 30691. 0 Nokkur atriði varðandi öryggisútbúnað umferðarljósa Ásgeir Þór Ásgeirsson skrifar: 1. Vegna fyrirspurnar um um- ferðarljósin á mótum Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar í dálki yðar sunnudaginn 15. feb rúar sl. skal þess getið, að í um- rætt skipti var lampi í stjóm- kassa bilaður og olli það örari skiptingu ljósanna. Stjómkassi umferðarljósanna er byggður þannig upp, að græn Ijósmerki verða ekki samtímis í N-S og A-V. Skiptingar umferðarljós- anna verða með rafliðaveljara, sem stjórnað er af tímadeili. ör yggi er í hverri rás, sem kemur í veg fyrir, að ljósin geti logað, ef einhver bilun verður í stjórn- kassa eða jarðköplum. 2. Eitt stjórntæki er á hverjum gatnamótum grænu bylgjunnar á Miklubraut, en á mótum Kringlu mýrarbrautar og Miklubrautar er að auki sérstakur stýribúnaður vegna bylgjunnar .Er hér um að ræða tvo stjórnkassa, bili annar, tekur hinn sjálfvirkt við. 3 .Þegar aðalstjórntæki bylgj- unnar skiptir um tímasetningu, verður nokkur breyting á tima vinstri beygjunnar úr Miklu- braut. Sama máli gegnir þegar lögregluþjónar stjórna Ijósunum. Eftir nokkrar mínútur er kerfið komið i sitt fyrra horf. Sérstök tímasetning er á næt- urnar eða frá kl. 00—07, umferð- artíminn er þá 72 sek. og skipt- ingar nokkuð örar. Morguntima- setningin er frá kl. 07—13:30 og miðast við, að græni tíminn verði sem mestur fyrir ökumenn á leið til vinnu inn I borgina. Loks tekur við síðdegistími frá kl. 13:30—24:00, og er þá umferðar- tími sá sami og í morgunpró- grammi eða 84 sek. Þá er reynt að greiða sem mest fyrir öku- mönnum á leið úr vinnu. Þannig er leitazt við að mæta þörfum meginþunga umferðar á hinum ýmsu tímum sólarhringsins. 4. Umferðarljósin sýna rautt ljós í tvær sek. á eftir gulu ljósi í N-S og á undan gulu ljósi með rauðu í A-V. Þá er rautt ljós I A-V, þegar gult ljós er í N-S og rautt ljós í N-V þegar gult ljós með rauðu er í A-V. Fyrirkomulag þetta eykur mjög á öryggi, þeg- ar skiptingin á umferðarrétti á sér stað. 5. Aldrei má gleyma því, að umferðarljós eru aðeins elektró- mekaniskt tæki, er skammta um- ferðarrétt líkt og lögregluþjónn með merkjaþendingum sínum. Veltur því á miklu, að ökumenn og fótgangendur skilji og hlýði ljósmerkjum. Nokkur brögð eru að því, að ökumenn taki af stað á rauð-gulu ljósi og misnoti einn ig gula ljósið. Þá ekur stöku maður yfir á rauðu ljósi og get- ur verið um að ræða slysní, lit- blindu eða ásetning. Frekari könnun á þessum atriðum væri æskileg, svo og um lagalegt sönn unargildi í slíkum tilfellum. 0 Arekstrum fækkar þar Árekstrum hefur fækkað hin síðari ár á mótum Miklubraut- ar og þvergatnanna Lönguhlíðar, Kringlumýrarbrautar, Háaleitis- brautar og Grensásvegar. Þann- ig urðu þeir samtals 127 árið 1967 á þessum fjórum gatnamót- um, næsta ár urðu þeir 90 og 2 árið 1969. Enn hagstæðari verður þessi þróun mála sé það haft í huga, að á sama tíma hefur um- ferð stóraukizt. Þá eru árekstr- arnir í fyrra mun vægari en á ár- inu 1967 og algengast, að ekið sé á bifreið, sem á undan er í lest- inni við gatnamót. Áður en græna bylgjan kom til sögunnar urðu oft harðir árekstrar milli bif- reiða, sem rákust á undir réttu horni á mótum gatna. Ásgeir Þór Ásgeirsson“. Ökukennarapróf ökukennarapróf og aksturspróf á fólksbifreið fyrir fleiri en 16 farþega verða haldin í Reykjavík og á Akureyri í apríl- mánuði. Umsóknir um þátttöku sendist til Bifreiðaeftirlits ríkisins í Reykjavík og á Akureyri fyrir 4. apríl n.k. BIFREIÐAEFTIRLIT RlKISINS. Logerhúsnæði óshnsl Lager- eða verkstæðishúsnæði, stærð 2—300 ferm. óskast til leigu, þarf að vera á götuhæð. Tilboð þar sem tilgreint sé staður, lofthæð og húsaleiga leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Húsnæði — 8867". fer í páskaferð til ísafjarðar í kvöld 25. marz kl. 20. Nokkrir farseðlar lausir fyrir farþega sem ætla af skipinu á ísafirði. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Tilkynning Hér með eru þeir, sem sótt hafa um lóðir í Hveragerði beðnr að endumýja umsóknir sínar fyrir 10. næsta mánaðar. Ennfremur eru þeir, sem hug hafa á að sækja um lóð í Hveragerði beðnir að senda skrifstofu Hveragerðishrepps umsóknir sínar fyrir 10. næsta mánaðar. Athugið: Verði umsóknir ekki endurnýjaðar er óvíst að þeim verði sinnt. Sveitarstjóri Hveragerðishrepps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.