Morgunblaðið - 17.09.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1970, Blaðsíða 4
r 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDA.GUR 17 SSPTEMBKR 1970 *> Fa jl uiLALKIUA V 'ALZJR" 22 0-22 IRAUDARÁRSTIG 31J ■25555 14444 \fflum BILALEIGA IIVERFISGÖTU 103 VVÍ SendifefíabifreiJ-VW 5 nianna -VW svefneap VW 9míima-Lanilrover 7manna Hópierðir TH leigti í lengri og skemmri ferðir 10—20 farþega bíiar Kjartan lngimc.ri.son, sími 32716. Málflutningisskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, III. hæð. Simi 26200 (3 línur) LÖOFRÆÐISKRIFSTOFA TÓMAS ARNASON vilhjálmur Arnason hæstréttarlögmonn Iðnaðarbankahús'mu, Lækiarg. 12 S'rniar 24635 og 16307 EFLUM OKKAR HEIMABYGGÐ ★ SKIPTUM VIÐ SPARISJÓÐINN SAMBANO ÍSL SPARISJÓÐA 47 ha. mótor, 8 gírar áfram, 2 afturábak. Óháð vökvakerfi. FORO býður meiri tækni f/rir lægra verð. ÞOR HF ÍHrxMvw wótAtotouníc ti 0 Fyrirspum Fyrirspurn sú, sem hér fer á eftir, er skrifuð að kvöldi 17. júní 1968. Fyrirspurn Veðrið fagurt var við ókum niður að höfn áður en fórum að hátta! Sú undrafegurð, sléttur sjórinn endurspeglaði litadýrð himins, sem eins og skírðist við sólarlag. Til vinstri: fjólulitur allsráðandi, til hægri: allt sem glóandi gull, aðeins f jær skar dökkur skipafloti — myndflötinn, bómur — reykháfar og möstur, sem í málverki þegar litið var ofar láði og legi — ólýsanleg litadýrð. Snýr ranghverfa himins að okkur jarðarbúum? Geirþrúður Valdimarsdóttir. 0 Fyrir hverju berjast „Rauðsokkur“? Björg ívarsdóttir skrifar: Sæll og blessaður Velvak- andl minn góður og þökk fyr- ir síðast og allt gott. Nú lang- ar mig til að biðja þig að ljá mér rúm í dálkum þínum, því að það hefur mikið leitað á hug minn núna undanfarnar vikur, fyrir hverju þær konur, sem kalla sig „Rauðsokkur", séu að berjast. Eftir að hafa hlýtt á málstað frú Vilborgar í sjón- varpinu, verð ég að segja, að þeirri baráttu fannst mér mjög þröngur stakkur skorinn. Mér heyrðist helzt á frúnni, að þær væru að berjast fyrir sér- réttindum frekar en jafnrétti, hún kom aldrei inn á neitt ann að en hvað konurnar mættu þræla heima á meðan mennirn- imir sætu á skrifstofunni og hefðu það gott, og að það væri hróplegt ranglæti, að kon Atvinna Fyrirtæki í Reykjavík vill ráða menn tii starfa í bílaviðgerðir og bílamálun. Upplýsingar um aldur og fyrri störf ásamt síma leggist inn á afgreíðslu blaðsíns merkt: „Iðnnám 1971 — 4881". 4ra herb. íbúð — Vesturbær Til sölu nýleg glæsileg 4ra herbergja íbúð á Melunum. íbúðin er algjörlega í sérflokki hvað innréttingar og frágang snertir, stórar suðursvalir. ÍBÚÐA- SALAN INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓI SÍMI 12180. HEIMASÍMAR 83974. GÍSLI ÓI.AFSS. ARNAR SIGURÐSS. 36849. an gæti ekki orðið bankastjóri eða komizt til annarra valda, því að karlmaðurinn setti henni alltaf stólinn fyrir dym- ar. 0 Kapphlaup við karl- kynið Vart trúi ég því, að mennt- aðar og vel gefnar konur haldi svona firru fram, eða hvers konar kapphlaup er þetta við karlkynið? Við stönd um þeim ekkert að baki hvað gáfur snertir, og í dag eiga konur völ á sömu menntun og karlmaðurinn, já og meira að segja í sjómannaskóla. Þær geta orðið stýrimenn eða skip- stjórar ef þær vilja. Það væri ekki amalegt fyrir konu að verða t. d. togaraskipstjóri. En hafa þessar valkyrjur hugsað út í það, að fleira er matur en feitt kjöt. Ef konur óska eftir samkynja þjóðfélagi, verða þær að standa karlkyninu jafn fætis á öilum sviðum, ekki geta allir karlmenn komizt til met- orða og þá ekki konan held- ur. Ef hún óskar eftir því að komast út á vinnumarkaðinn og láta heimilið lönd og leið, þá verður hún að bíta í það súra epli að verða ef til vill hafnarverkakona, múrari, húsa smiður eða bátaformaður. Jú, sumar yrðu bankastjórar og ráðherrar, ja þvilíkt þjóðfélag! 0 Náttúran er alltaf söm við sig Og þar sem konur eru í nokkrum meirihluta hér, yrði karlmönnunum auðvitað ofauk ið á vinnumarkaðinum, svo að þeir yrðu að gæta barnanna og kaupa fiskinn, sem konan afl- ar. Er það þetta, sem „Rauð- sokkur" kalla jafnrétti, eða eru þær aðeins að hugsa um metorðastigann fyrir sjálfar sig? Þetta langar mig að vita. Hvað hugsa þær með börnin? Náttúran er alltaf söm við sig, og konur verða alltaf að bera börn sín í þennan heim, því lögmáli verðum við að hlíta, þar til vísindakarlar eða -kon- ur hafa fundið barnið, sem verð ur til í glasi. Vona ég fyrir mitt leyti, að það verði aldrei. Hópsálauppeldið er úrelt hug- tak, hver vitiborin manneskja veit í dag, að hvert einasta barn þarf á móður- og föður- kærleika að halda, ef það á að GOLFFERÐ TIL MALLORCA Brottför 22, september og 6. október. — Verð frá kr. 15.800,00 Vegna fjölda áskorana golfunnenda. gefur SUNNA kost á einni ódýrri ferð til Mallorca og Löndon til þess sérstaklega að iðka golfíþróttina. Hægt er að velja um dvöl á hótelum í Palma og þaðan er hægt að aka til golfvallanna, eða dvöl á nýjasta golfhótelinu í Mallorca, þar sem að baðströndin er öðrum megin við hótel][ð, en golfvöllurinn í skógivaxinni hlíð hinum megin. Þrír dagar í London á heimleið. FERflASXRIFSTOFflN SIINNA BANKASTRIETI7 SÍMAR1640012070 ná eðlilegum þroska. Leikskól ar eiga rétt á sér, það er að segja hluta úr degi, en ef til vill vilja „rauðsokkumar" upp eldisstofnanir með sérmennt- uðu fólki til að ala upp sam kynja her af æskufólki. Drott- inn minn, það yrði meiri flatn eskjan. Ef það er þetta, sem „Rauðsokkurnar" stefna að, þá í guðanna bænum, farið aftur i gömlu nælonsokkana og hætt- ið í tíma og snúið kröftum ykk ar inn á aðrar brautir. Verk- efnin eru ærin, svo sem skatta- mál einstæðra maka og margt fleira. Mér finnst alltaf ein- hver minnimáttarkennd fólgin í þessu kapphlaupi við kari- manninn. Gerum ekki lítið úr okkar eigin störfum, hefjum þau heldur upp til vegs og vírð ingar. 0 Að nienntun stöndura við jafnfætis karlmanninum Frú Vilborg talaði um ómenntaðar konur sem sætu heima með handavinnu og væru að burðast við að ala upp þjóðfélagsþegna. Satt er það, formæður okkar voru ekki bóklega menntaðar, þó báru þær og ólu upp Jón Sig- urðsson, Hallgrím Pétursson og aðra andans menn. Nútímakon- arí er ekki ómenntuð, flestar hafa þser lokið einhverjum prófum út úr skólum, meiri eða minni, og þar stöndum við nokkuð jafnfætis karlmannin- um, svo að ég held, að okkur sé alveg trúandi fyrir barna- uppeldinu, ef við erum heil brigðar að öðru leyti. Þetta veit karlmaðurinn, þess vegna leitar hann oft til okkar, þeg- ar úr vöndu er að ráða. Við skulum ekki láta það á okkur sannast, að köld séu kvenna ráð, vinnum heldur með karl- kyninu, hvort heldur er á heim ilinu eða utan þess. Etjum ekki kapp við það. Fyrir alla muni, reynum að halda í rómantík- ina. 0 Konur liðtækar hvar sem er Konur, við erum ekki undir- okaðar í dag, við höfum fullt valfrelsi. Það geta flestar kon- ur gert það upp fyrir sig sjálf- ar hvort heldur þær vilja vera heima og sinna húsmóðurhlut- verkinu, sem er ærið, eða fórna kröftum sínum á öðrum svið- um utan heimilis, hvort heldur er í hærri eða lægri stöðum, og er það vel, ef konan hefur getu og vill leggja það á sig að standa í baráttunni út á við, því að þær eru liðtækar hvar sem er. Konur ættu að taka meiri þátt í stjórnmálum, þær sem hafa áhuga á því. Þarna erum við konurnar skör fram- ar en karlmaðurinn. Hann hef- ur aðeins um það eitt að velja að vera utan heimilis og vinna fyrir hinu daglega brauði. Því er það æskilegt, að karl og kona standi saman í lífsbarátt- unni til heilla landi og lýð, en séu ekki að keppast um völdin út á við. Og að lokum þetta: Konan er eini þjóðfélagsþegninn, sem er sjálfs sín herra, hún getur hagað verkum sínum að eigin vild að mestu leyti. Þetta eru sérréttindi, sem fáir hafa, kæru kynsystur. Þessi réttindi vildi ég ekki missa fyrir nokkurn mun. Með þakklæti fyrir birting- una. Björg ívarsdóttir, húsmóðir".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.