Morgunblaðið - 17.09.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.09.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1970 — Ja, hvers vegna eruð þér þá óánægður? spurði Desmond. — Þeir hefðu vel getað verið að ræða eitthvert viðskiptamál. — Haldið þér ekki, að þessi játn- ing sé sannleikanum samkvæm? — Ég legg yfirleitt lítið upp úr þessari játningu og þar held ég Werner sé á sama máli. Þeir ákæra hann ekki, vegna þess að hann hafi gert þessa játningu. Hann hefur fengið dóm fyrir ár- ásir á konur, en þeir ákæra hann heldur ekki þess vegna. Kvið- dómendurnir vita ekkert um þessa dóma. En það er sýnilegt, að þeir vita eitthvað, sem setur hann í samband við morðið. Og hann getur hafa játað vegna þess, að það kom fram. Morð- ingjar gera slíkt oft. LENGI..^ dæmigerðir lögreglumenn frekar en til dæmis brezkir sendiherrar eru dæmigerðir Englendingar. Desmond leit niður fyrir sig. — En hvað sem því líður, þá sagði hann mér eftirtektarverðar frétt ir. Hann sagði, að Thotocopouli hefði játað og að þeir ætluðu að ákæra hann. Augun opnuðust dálítið, og það voru árvökur og varfærin augu. En að öðru leyti var engin hreyfing á manninum. — Já, einmitt. Og hver er hyggja yðar um þetta? — Mér finnst, að hvað sem gerist eftir að hann er ákærður — hvort hann verður sekur fund inn eða sekur og geðveikur eða jafnvel saklaus, þá geti enginn grunur á yður fallið. Þess vegna held ég, að þarna sé ekki meira handa mér að gera. Desmond beið ofurlítið og hugsaði. Svo var eins og hann kinkaði kolli. — Ég skil. Svo varð ofurlítil þögn. Oti á Almenningnum var einhver að leika á munnhörpu. — Svo að málið gegn mannin um er betra en við vitum? — Við vitum ekki um annað en játninguna og svo þessa dóma. En slikt taka lögin ekki gilt. Þeir hljóta að hafa eitthvað mikilvægara i sambandi við morð ið. Við vitum ekkert, hvað það er en ég veit, að þeir hafa það. Ef Loder væri ekki veikur, gæti ég fengið að vita það. En eins og stendur get ég það ekki. — Ég skil. En þrátt fyrir þess- ar sterku líkur gegn manninum, eruð þér samt ekki ánægður. Þetta var ekki spurning. — Nei, ég er ekki fullkomlega ánægður — enn. — Það er hreinskilnislega sagt hjá yður. Af þvi, að sá eini ann- ar, sem er formlega grunaður, er ég sjálfur. Hann þagnaði og Rae burn sagði ekkert. — Þér neitið þvi ekki. Þá skal ég vera engu síður hreinskilinn. Ég er heldur ekki ánægður með, að þessi mað ur sé sekur. Ég veit varla, hvern H júkrunarkonur Félagasamtök óska eftir að ráða strax hjúkrunarkonu vinnu hluta úr degi 3—4 sinnum í viku. dag- Tilboð ásamt upplýsingum um aldur og fyrrj störf sendist afgr Mbl. fyrir 19. þ.m. merkt: „Góð framkoma — 5472". Skrifstofustúlkur Félagasamtök óska eftir að ráða strax vana skrifstofustúlku i vaktavinnu. Verzlunarskólamenntun eða önnur hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgr Mbl. fyrir 19. þ.m. merkt: „Góð framkoma — 5473". ig ég á að koma orðum að því. En mánuðum saman — og kannski í heil tvö ár — var Edith geðsjúk, áður en hún dó. Jafnvel áður var dómgreind hennar á fólk léleg. Það þarf ekki annað en líta á Huntercom- bemálið. Hún umgekkst fólk, sem hún hefði aldrei átt að koma nærri. Og hún flækti sér í ýmis- legt, sem ábyrgt fólk hefði aldrei snert á með sjóvettlingum. — Ég get trúað yður fyrir því, Raeburn, að ég hef lifað í stöð- ugum ótta við það, sem kynni að gerast. Ef lögreglan kom hing að í sambandi við týndan hund, datt mér i hug, að Edith hefði verið að gefa út falska tékka. Ef ég sá einhvern grunsamlegan mann við endann á stígnum, hélt ég, að þetta væri veðmangari til að rukka hana. Það var hræði- legt, guð minn góður! Desmond rétti úr sér og skinnið á háu kinnbeinunum stríkkaði, en aug un urðu skuggaleg. — Ég hef hræðzt næstum allt í sambandi við hana, nema morð. Og svo er hún myrt og mér er ætlað að trúa, að það standi í engu sam- bandi við fyrri lifnað hennar. Ég trúi því ekki! Hann hallaði sér fram og horfði á Raeburn. — Já, sagði Raeburn, ég skil hvað þér eigið við. — Yður datt það sama i hug? — Já, einmitt. — Það er of tilviljunarkennt, að einmitt konan mín skyldi verða myrt fyrir tilviljun. — Kannski ekki alveg fyrir tilviljun. Konan yðar fór út á Almenninginn, alveg kærulaus, þegar aðrar konur hefðu verið hræddar að gera það. Þá var það ekki tilviljun. Desmond hristi höfuðið. — Það er kvenfólk á Almenn- ingnum á hverju kvöldi. Að minnsta kosti var það svo, áður en Edith var myrt. Kannski eru þær bara að flýta sér, eða þá alls óhræddar. Það er tiltölulega sjaldgæft, að ráðizt sé á stúlkur á Almenningnum. — Þér hafið enn ekki sagt mér, hvað þér hafið hugsað yður. — Nei. Ég vil, að þér haldið Hrúturmn, 21. marz — 19. apríl. Penlngarnlr pínir virðast háðari miðflóttaaflinu í dag en endra nær. Keyndu að safna i stað þess að eyða stöðugt meiru. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Þú skalt i kyrrþey ýta undir áhugamál þín, þótt ófyrirsjáanlcgt sé, hvernig fari. Tvíburamir, 21. maí — 20. júní. Smekkvísi þin og forvitni gera daginn skemmtilegan. Krabbinn, 21. júni — 22. júlí. Þú skalt gera ráð fyrir því, að aliir vcrði dálítið hörundssárir fyrst um sinn. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Það er dálitið erfitt að eínheita sér að alvöru lífsins i dag. Þú skalt geysast áfram i sjálfsbjargarviðleitninni. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Áhugamál fjölskyldunnar og kunningjanna tefja talsvcrt fyrir þér. Vogin, 23. september — 22. október. Dálitið reynir á þolinmæðina hjá þér i dag, þótt allt gangi vel að öðru leyti. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Með því að fylgja vinum þínum vel eftir, þróast eigin áhugamál f rétta átt. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Þú skalt hafa ofan af fyrir þér sjálfum eftir beztu getu. Eyddu sem mestum tima í efnaleg mál. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Nú færðu einstakt tækifæri til að reyna á huga og hjarta. Sinntu fjölskyldunni cins og hægt er, einkum þeim yngri. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Það er ljóst, að ýmislegt þarf að gera, og því fyrr, þvi betra. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. | Þetta er ágætis dagur, þótt þér sé ekki ljóst, hvert stefnir í svip- Lrl áfram rannsóknunum um dauða Edith. Ég vil vita það sanna í málinu. Og hafi hún verið myrt fyrir hreina tilviljun, ef svo mætti segja, vil ég samt fá að vita, hvað hún hafði í huga áður en hún dó. Ég finn, að það verð ég að vita . . . Sérstaklega vil ég, að þér rannsakið, hvaða sam bönd hún hafði við fólk síðustu Munið sparikortin Cherrios-hringir sparik.v. kr. 34,20. Þurrk. bl. ávextir i kg sparik.v. kr. 71,10. Þurrk bl. abrikosur \ kg sparik.v. kr 81,00. Rúsínur 250 g. sparik.v. 20,70. Tómatsósa 3,8 I. sparik.v. kr. 252,00. Jarðarb. bl. ávaxta- abrikósu sulta \ kg sparik.v. kr. 35,10. Negull — kardimommur og fl. krydd teg. aðeins kr. 44,10 Smjörsíld sparik.v. kr, 28,80. Neskaffi Luxus sparik.v. kr. 82,80. Kókómalt 3,2 kg sparik.v. kr. 340,20. C 11 10 kg kr. 622,00. NÝ SENDING LAKKLEÐURLlKISEFNUM. Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 81680 NÝKOMIN ný gerð af nylonúlpum, sléttar að utan, en vatteraðar að innan ,með smellum vösum og belti. >MllllHtlHH JMMMIMMIM MMMMMMiMÚ MMIMMMMMM MMHMMMMMM MMMMMMMIMj MMMMMMMMI •MMIMMMMII ’mmmmmmM ‘MIMIiMMI • ••••mmmmmmimmimmiimmiiimiimmmmimmmi*' mimmmmm. JlMMMMIMIM. [MIMMMIMMMi 'lllllllMIIIMMl imiimmmimmm IMI1IMIMMIIII imimmmmimm MIMIIIMMMI* MMIIMIMMI' ItMIHMM* Skeifunni 15 og Lækjargötu. mánuðina, sem hún lifði. Og þar get ég vitanlega verið hjálpleg- ur. — Getið þér bent mér á nokk- uð? — Já. Hún hafði eitthvað ver- ið að vinna fyrir Harry Rick. Hann hefur verið mjög veikur, eins og þér vitið, en hann slepp- ur úr spitalanum eftir nokkra daga og fer þá að hvila sig í hús inu sínu við Avon. Og Edith treysti honum. — Segið mér eitthvað meira um Rick. Rick? Hann var læknissonur einhvers staðar úr Leicesterhér- aðinu. Hann var ómögulegur í skólanum, en fór í eitthvert út- varpsfyrirtæki sextán ára, og var hreinn snillingur að græða peninga. — Og nú er hann í stjórn Assec? — Já, en hann gekk fram af sér með of mikilli vinnu. Hann var í Kanada. Hann á þar heima að meira eða minna leyti — og þar féll hann saman. Hann fór fljúgandi til spítala í Boston og þar var hann skorinn upp. Það var fyrir tveimur árum. Svo var hann betri í hálft annað ár, en féll svo saman aftur. Honum var sagt, að ef þetta gerðist i þriðja sinn, væri hann dauðans matur. Þá hlýtur hann loksins að hafa orðið hræddur, svo að hann sleppti öllu frá sér og kom hing- að til langrar hvíldar. Hann leigði hús við Avon, þar sem hann getur veitt. Svo fékk hann NAUÐSYNLEG BOK TILVALIN .. TÆKIFÆRISGJOF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.