Morgunblaðið - 17.09.1970, Side 23

Morgunblaðið - 17.09.1970, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1970 23 Reynir Eyjólfsson, lic pharm: Framtíð íslenzkrar lyf j aframleiðslu - Eins og flestum mun kunnugt, er meiri hluti þeirra lyfja, sem nú eru seld í apótekum fram- leiddur í verksmiðjum (verk- smiðjulyf, sérlyf), en ennþá er þó eigin framleiðsla apóteka og hliðstæðra aðila (officinel lyf, sérlyf) engan veginn hverfandi hluti af lyfjasölu. Það mun samt tæplega teljast uppljóstrun á leyndarmáli, að lyf framleidd í apótekum hafa verið og eru á undanhaldi í þeirri samkeppni. Til þess eru og ýmsar orsakir. Svo enn einu sinni sé vitnað i geysihraða þróunar vorra tíma, þá hafa lyfjaverksmiðjurnar einmitt þar fengið þann meðhyr, sem raun er á. Ekki þarf að fara í neinar grafgötur með þá staðreynd, að uppgötvanir eða framþróanir á nýjum lyfjaefn- um eru geysi kostnaðarsamar að öllum jafnaði og þar af leiðandi aðeins á færi fjársterkra fyrir- tækja. Mörg nýrri lyf hljóta mikla notkun vegna mikilvirkni og öll ný lyf eru ævinlega studd af einkaleyfum (patent- entum) i mörg ár. Meðal annars vegna ofangreindra ástæðna er sízt að furða, þótt lyfjaskrárlyf- in séu á undanhaldi. Við bætist og, að lyfjaefni munu almennt ekki tekin I lyfjaskrár fyrr en þær eru orðin almenn verzlunar- vara í lyfjafræðilegum skilningi og því komin nokkuð til ára sinna. (Með orðinu lyfjaefni er hér átt við virka efnið sjálft, og ekki við það lyfjaform (samsetningu, samsett lyf) sem það er afgreitt í, þ. e. eins og það kemur not- andanum (sjúklingnum) fyrir sjónir; í töflum, í upplausnum, o. s. frv. Orðið lyf er hins veg- ar notað jöfnum höndum bæði um lyfjaefni og samsetningar.) Enda þótt ný lyfjaefni séu sí- fellt uppgötvuð, er það ekki jafn sjálfsagt að ,,gömlu“ lyfja- efnin heltist strax úr lestinni, eða séu úrelt um það leyti sem þau komast í lyfjaskrárnar. Sí- gilt dæmi um lyfjaefni, sem stað- izt hefur tönn tímans í hérum- bil öld, er aseltýlsalisýlsýra (aspirín), sem enn er afar mikið notuð, en einnig má nefna ótal mörg önnur, svo sem súlfalyf, penisillínlyf og önnur mikilvæg fúkkalyf. Ut í þessa sálma verð- ur ekki farið nánar, en látið nægja að benda á Norrænu lyfja skrána (Pharmacopoea Nordica) sem sönnun þess, að hér er ekki farið með fleipur. Rétt mun að benda á, að einka leyfi á lyfjaefni nær „aðeins“ til framleiðsluaðferðarinnar og ekki til efnisins sjálfs eins og margir halda. Fræðilega er því öllum heimilt að hefjast handa um framleiðslu á efni, sem hefur hagstæðar lyfjafræðilegar verkanir (og þá oft einnig hag- fræðilegar fyrir framleiðand- ann!) geti viðkomandi upp- þenkt nýja framleiðsluaðferð sem nær viðurkenningu. Þvi mið ur er þessi möguleiki ekki jafn auðveldur í framkvæmd og hann er freistandi. Slíkar rannsóknir krefjast stórra rannsóknarstofa og mikiis sérmenntaðs mannafla, sem smáfyrirtæki eins og ís- lenzk apótek hafa enga mögu- leika á að reka. Nú mætti segja sem svo, að úr því að lyfjaskrárnar eru troð- fullar af lyfjaefnum, að úr nægu sé að moða i sambandi við lyfja- framleiðslu og ekki er heldur hægt að andmæla þvi. Það er auðvitað augljóst, að allir viður- Reynir Eyjólfsson kenndir aðilar hafa rétt til þess að framleiða lyfjaskrárlyf, bæði apótek og verksmiðjur. Fljótt á litið mætti og ætla, að þessir að- ilar stæðu hér nokkuð jafnt að vígi, en í reynd er ástandið allt annað að öllum jafnaði. Verk- smiðjulyf eru ekki aðeins mark- aðsfærð í girnilegum, „professi- onel“ umbúðum, samanborið við apótekslyfin, studd af aug- lýsingaflóði til lækna; þeirra sem ávisa lyfjum til sjúklinga. Hitt veldur þó meiru, að verk- smiðjulyf eru þrautprófuð í rannsóknarstofum áður en þau eru send á markaðinn og að fram leiðslan er framkvæmd með full- komnum áhöldum. 1 þessum sam- anburði er ekki verið að kasta útskúfunarrýrð á störf islenzkra lyfjafræðinga, en það er augljóst að smáfyrirtæki reyna venjulega að bjargast við lágmarkskröfur, bæði í framleiðslutækni svo ekki sé minnzt á gæðaprófanir á hráefnum og fullunninni vöru. Hér stendur hnífurinn alvarlega í kúnni. Flestir lyfjafræðingar hafa áreiðanlega oft heyrt lækna lýsa því blákalt yfir, að þeir velji heldur verksmiðjulyf en apótekslyf þegar hægt er að velja á milli. Hvers vegna? Jú, af því að læknirinn treystir verksmiðjulyfínu betur, „það verkar eins og*það á að gera, en ekki víst að apóteksframleiðslan geri það.“ Nú er enginn vafi á þvi, að slíkir sleggjudómar eiga um lyfjasamsetningar yfirleitt, en það er þó reyndar alveg nógu óhagstætt, ef þeir gilda ein ungis um eina. Ef málinu er þann veg farið, þá er það ein- mitt notandinn, sjúklingurinn, sem kaupir köttinn i sekknum. Havð' er hægt að gera til úr- bóta? Einhver skarpur náungi hefur sennilega þegar eygt auð- veldustu lausnina, sem er í því fólgin að steinhætta að pukrast við innlenda lyfjaframleiðslu og flytja allt draslið inn í staðinn. Um ágæti slíkrar hugmyndar þjóðhagslega séð þarf vonandi ekki að fjölyrða. Hér verður að beita þeim brögðum, sem lyfjaverksmiðjurn ar mata krókinn mest á, nefni- lega að vanda innlenda lyfja- gerð eftir fremsta megni, og þetta verður að mínu viti aðeins framkvæmanlegt á einn einasta hátt. Það er að draga lyfjafram- leiðsluna saman á sem fæsta framleiðslustaði, helzt aðeins einn eða tvo, því færri því betra, þar sem fullkomin vinnubrögð og sífelld gæðaprófun verða lát- in sitja í fyrirrúmi. Ekki er svo að skilja, að und- irritaður hafi hér rekist á vizku stein i götu sinni einn og hjálp- arlaust, því þessi mál hafa þeg- ar verið mörg ár í deiglunni á hinúm Norðurlöndunum. Fram- vinda þeirra er orðin langmest í Svíþjóð. í Danmörku sem ann- ars hefur verið helzta krosstré gamalla venja og skipulags í lyfjafræði og fyrirmynd þeirrar íslenzku, virðast menn loksins vera búnir að skilja að sérhæf- ing apóteksframleiðslu muni vera eina lausnin til þess að hindra að hún hverfi inn í botn- lausa hít verksmiðjanna. Sá er þó hinn mikli munur, að Danir eiga margar lyfjaverksmiðjur og stórar, þannig að ef hæfilegum skömmtum af kaldhæðni og skammsýni væri beitt, þá myndi þjóðarhagurinn i heild kannske ekki bíða ógnvekjandi hnekki þótt svo færi. Sem öllum mun kunnugt er málum öðru vísi farið á fslandi, þar sem ekki er til neitt, sem verðskuldar að kallast vísir að lyfjaverksmiðju. Mér er kunnugt, að umræddu málefni hefur verið hreyft á fs- landi, en skrið þess út úr logn- deyðunni þarf að auka að mikl- um mun. Ekki mun reynt að spá miklu um, hversu auðvelt verður að hrinda greindu máli í fram- kvæmd, en hætt er við, ef ég þekki stétt mina rétt, að ýmsar ljónategundir flækist fyrir á þeirri leið. Finnst mér frem- ur augljóst, meðan lyfjadreifing er í því horfi sem nú er, að bak- hjarlar slíks fyrirtækis (eða fyr irtækja) séu sjálfkjörnir úr hópi lyfsala. Hitt er svo annað mál, að stofnun þess konar starfsemi kostar stórfé hvernig sem byrj- að verður. Er og ekki fráleitt að aðrir aðilar gætu verið hluthaf- ar, t. d. lyfjafræðingar. Mergur- inn málsins er hins vegar sá, að lyfjaframleiðsla íslendinga verð ur að breytast hið fyrsta í það horf, sem hæfir kröfum tímans. Einnig verður að slá þvi föstu i eitt skipti fyrir öll, að fram- kvæmd þessara mála má ekki hindrazt af eiginhagsmunasemi og skammsýni, sem óhjákvæmi- lega munu einungis leiða til deilna og áframhaldandi status quo. Síðast en ekki sízt myndi slíkt fyrirtæki verða íslenzkri lyfja- fræði og lyfjafræðingastétt til sóma langt út fyrir landstein- ana. Störf lyfjafræðinga fyrir ís lenzkt þjóðfélag virðast annars löngum liggja í þagnargildi þótt þeir beri hita og þunga dags- ins engu síður en aðrir. Mánað- arverkfall lyfjafræðinga fyrir bættum kjörum sem átti sér stað fyrir skemmstu og sem lyktaði Framhald á bls. 27 ÞETTA GERÐIST í JÚNl 1970 S VEIT AST J ÓRNARKO SNIN G AR I Bæjar- og sveitastjórnarkosning- ar fóru fram 30. maí í Reykjavík, öllum kaupstöðum landsins og kauptúnahreppum. í borgarstjóra- kosningunum í Reykjavík hélt Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta sínum, 8 fulltrúum. Framsóknar- flokkurinn hlaut 3 fulltrúa (hafði 2), Alþýðubandalagið 2 (3), Alþýðu flokkurinn 1 (2) og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna 1 (0) (2). Geir Hallgrímsson endurkjörinn borgarstjóri í Reykjavík. Gísli Hall dórsson kosinn forseti borgarstjórn ar (5). VEÐUR OG FÆRÐ Sól og sumar á Norðurlandi (11). ÚTGERÐIN 110 þúsund lestir af fiski bárust til Vestmannaeyja sl. vetur (2). íslenzku síldveiðibátarnir afla sæmi- lega í Norðursjó (7). Mokafli sunnan- og suðvestan lands, en löndunartakmarkanir hamla veið- um (13) Vart við síld á stóru svæði út af Austfjörðum (14) Góðar sölur íslenzku síldveiðibát- anna í Norðursjó í Danmörku og Þýzkalandi (17) Finn Devold varar við veiði á ís- landssíld (27) Framleiðsla á saltfiski 1969 nam 27. 790 lestum (38). Rússar á kolmunnaveiðum við ís- landsstrendur (28). MENN OG MÁLEFNI Frambjóðandi á Skagiaströnd neitar að taka kosningu í hreppsnefnd (4). Frönskum ferðalangi, sem ætlaði á kajak umíhverfis ísland, bjargað á hafi úti (7). Bjarni Einarsson endurkjörinn bæj- arstjóri á Akureyri. Jón G. Sólnes kosinn forseti bæjarstjórnar (10). Jóhann Einvarðsson endurkjörinn bæjarstjóri á ísafirði (11). Ólafur G. Einarsson endurkjörinn sveitarstjóri 1 Garðahreppi (11). Hafsteinn Sveinsson siglir litlum I hraðbáti frá Noregi til íslands (12). Einar Magnússon lætur af störfum rektors M.R. eftir 48 ára starf við skól ann (16. Hákon Torfason endurráðinn bæj- arstjóri á Sauðárkróki (17). Kristinn Ó. Guðmundsson endurráð inn bæjarstjóri í Hafnarfirði (17). Björn Friðfinnsson endurkjörinn bæjarstjóri á Húsavík (19). Þorkell Sigurbjörnsson hlýtur verð laun fyrir hátíðarforleik Listahátíðar innar (21). Emile van Lennep, framkvæmdastj. OECD í heimsókn (23). Rúrik Haraldsson leikari hlýtur Silf- urlampann (23). Helga Bachmann, leikkona, hlýtur fyrsta styrkinn úr Minningarsjóði Stefaníu Guðmundsdóttur (23). Ungur íslenzkur hagfræðingur, Jón örn Jónsson .ráðinn prófessor við há- skólann í Saskatoon í Kanada (26). Magnús Magnússon endurkjörinn bæjarstjóri í Vestmannaeyjum (27). Sendiherrar Bandaríkjanna á Norð urlöndum þinga hér (27). Guðni Guðmundsson skipaður rektor Menntaskólans í Reykjavík og Björn Bjarnason rektor nýs menntaskóla við Tjörnina (30). Jón Baldvin Hannibalsson Skipaður skólameistari nýs menntaskóla á ísa- firði og Kristinn Kristmundsson skóla meistari Menntaskólans að Laugar- vatni (30). FRAMKVÆMDIR Ferðaskrifstofan SUNNA hefur flug rekstur undir heitinu Air Viking og tekur á leigu Vanguard-skrúfuþotu (3) Samið um viðbótarvirkjun Laxár (6). Sumargistihús tekur til starfa 1 Hús mæðraskóla Suðurlands að Laugar- vatni (7). Fyrsta tjaldstæðamiðstöðin að rísa á Laugarvatni (7). Indverskir aðilar semja við Bátalón h.f. í Hafnarfirði um smíði tveggja 67 lesta fiskibáta úr stáli (9). SÍS lætur smiða tvö ný vöruflutn- ingaskip hjá vestur-þýzkri skipasmíða stöð (17). Fyrsta skóflustungan tekin við gagn fræðaskólann í Mosfellssveit (21). Framkvæmdir hafnar við nýjan skeiðvöll Fáks (24). FÉLAGSMÁL Ársþing Norræna verkamannasam- bandsins haldið hér (2). Bjarni Bjarnason, læknir, endurkjör inn formaður Krabbameinsfélags ís- lands (3). Ráðstefna um heyrnarmál haldin hér (3). Stéttarfélögum í verkfalli fjölgar (3). Margrét Andrésdóttir endurkjörin formaður Blindrafélagsins (3). Samþykkt í Rithöfundafélagi íslands en felt í Félagi íslenzkra rithöfunda að félögin sameinist (6). Álögð útsvör á Akureyri nema 94,6 millj. kr. (6). Fulltrúaþing Sambands ísl. bama- kennara haldið í Reykjavík (6) Sjötta Ferðamálaráðstefnan hér hald in að Laugarvatni (6, 7, 12). Álögð útsvör 1 Keflavík 57 millj. kr. (7). Álögð útsvör í Kópavogi nema 96,3 millj. kr. (7). Fundur forsvarsmanna vélstjóra- menntunar á Norðurlöndum haldinn í Reykjavík (9). 54 þús. manns sáu sýninguna ,,Heim ilið — veröld innan veggja“ (9). Álögð útsvör í Reykjavík nema 934 millj. kr. (9). Víkingur H. Arnórsson kosinn for- maður Læknafélags Reykjavíkur (10). Runólfur Pétursson kosinn formiað- ur Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík (10). Álögð útsvör í Hafnarfirði 93,7 millj. króna (11). Mjólkurfræðingar, sem eru í verk- falli, samþykkja að vinna mjólkina fyrir orð landbúnaðarráðherra (11). Samkomulag við verkalýðsfélög á Suðurnesjum um Loftleiðaflug (12). Guðmundur Á. Böðvarsson ráðinn sveitarstjóri á Selfossi (14). Verkfallsundanþágur fengust ekki til undirbúnings hátíðarhalda 17. júní í Reykjavík (16). Norræna menningarmálanefndin á fundi í Reykjavík (17). Samningar takast 1 kjaradeilu verka lýðsfélaganna og atvinnurekenda (19). Þing Norræna rithöfundaráðsins haldið í Reykjavík (19). Hreyfing, sem kennir sig við ,,rauða sokka“, stofnuð hér (19). Alþjóðlegur jöklarannsóknafundur haldinn hér (19). Aðalfundur Skógræktarfélags Rvík ur haldinn (19). Reikningar Reykjavíkurborgar fyrir 1969 lagðir fram (19). Ingólfur Þorkelsson kjörinn formað- ur Félags háskólamenntaðra kennara (21). Yfirm»enn á kaupskipaflotanum 1 verkfalli (23). Kjarasamningur milli ríkissjóðs og B.S.R.B. (23) Elli- og örorkulífeyrir hækkar um 20% 1 júlí (23). Prestastefnan 1970 haldin 1 Reykja vík (24, 30). Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lamb- haga, endurkjörinn formaður Lands- sambands veiðifélaga (25). Kristján Thorlacius endurkjörinn fonmaður B.S.R.B. (25) Samið við múrara (25). Þirng norrænna meina- og sýklafræð- inga haldið hér (26). 16. landsþing SVFÍ haldið í Reykja- vík (26). Ólafur Þ. Kristjánsson endurkjörinn stórtemplar Stórstúku íslands (26). Samið við mjólkurfræðinga og há- seta (26). Jón Árnason endurkjörinn formaður Félags síldarsaltenda á Suðvesturlandi (27). Erling Aspelund kjörinn formaður Íslenzk-Ameríska félagsins (27). Húsasmiðir og miálarar semja (27). Aðalfundur Skógræktarfélags ís- lands haldinn á Akureyri (28). Samið á Vestfjörðum (28). Úrslit listakosninga til hreppsnefnda (30). Kaupskipaflotinn lamaður vegna verkfalla yfirmanna (30). SKÓLAR 230 nemendur gengust undir próf allra stiga í Vélskóla íslánds og skól unum á Akureyri og Vestmannaeyjum (4). 35 nemendur luku farmannaprófi 3. síigs frá Stýrimannaskólanum og 25 fiskimannaprófi 2. stigs (4.) 12 sjúkraliðar brautskráðir frá Landa kotsspítala (4). 10 leiklistarnemendur brautskráðir frá Leilklistarskóla Þjóðleikhússins (4). 79 kandidatar brautskráðir frá HÁ- skóla íslands (16). 42 stúdentar brautskráðir frá Mennta skólanum að Laugarvatni (16). 188 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum í Reykjavík (16). Fyrstu stúdentarnir, 120 alls, braut- skráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð (16). 34 stúdentar brautskráðir frá Verzl- unarskóla íslands (16). 125 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri (17). 46 stúdentar og 166 kennarar braut- skráðir frá Kennaraskóla íslands (17). 375 iðnnemar brautskráðir úr Iðn- skólanum í Reykjavík (17). Húsmæðraskólinn að Laugum hefur starfað í 40 ár (20). 113 gagnfræðingar brautökráðir frá Gagnfræðaskóla Akureyrar (21). 107 nemendur brautskráðir frá Hér- aðsskólanum að Laugarvatni (26). Nær 80 þúsund íslendingar á skóla- aldri (30). BÓKMENNTIR OG LISTIR Yfirlitssýning haldin á verk,um Rík- arðs Jónssonar (2). Samkór Kópavogs í söngför til Fær- eyja (3, 14). Stúdentaleiikhúsið sýnir þrjá einþátt unga eftir Eugene Ionesco (10). Systurnar Unnur María og Inga Rós Ingólfsdætur leika með norrænni æsku lýðshljómsveit í Svíþjóð (14). 10. norræna kirkjutónlistarmótið haldið hér (18). 8 listsýningar haldnar í Reykjavík á vegum Listahátíðarinnar (20). Listahátíð með þátttöku nofckurra fremstu tónlistarmanna heiims haldin í Reykjavík (21.—30.) Aimenna bókafélagið gaf út 10 bæk ur sl. ár auk skáldverka Kambans (24).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.