Morgunblaðið - 17.09.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SBPTEMBER 1970 Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsfa Aðalstræti 6. Simi 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands. f tausasölu 10,00 kr. eintakfð. ÍSLAND OG ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ ^ síðustu misserum hefur mjög orðið vart aukinna athafna Sovétríkjanna í nám- unda við ísland og raunar í landinu sjálfu. Sovézkar flotadeildir haifa verið á sveimi í grennd við landið. Framkvæmd hjálparflugs til Perú um Keflavíkurflugvall vakti grunsemdir. Nefna má fleiri dæmi um þessa auknu athafnasemi Sovétríkjanna við ísiand. I viðtali, sem Björn Bjarnason átti við Manlio Brosio, framkvæmdastjóra At lantshafsbandalagsins, fyrir skömmu og birt var í Morg- unblaðinu í gær er Brosio m.a. spurður þess, hvort vænta megi ráðstafana af hálfu Atlan tshafsban d alags- ins af þessum sökurn og svar- aði Brosio á þennan veg: „Fram til þessa hafa Vest- urlönd haft yfirburði yfir Sovétríkin á höfunum. Rúss- ar reyna nú að snúa þessu við, eins og við höfum gleggst séð á Miðjarðarhafi og nú á Atlantshafi. Við meg- um ekki láta stundarhræðsiu út af þessu grípa um sig, heldur verðum við að meta ástandið hlutlægt og grípa til ráðstafana í samræmi við það mat. Aukinn flotastyrk- ur Sovétríkjanna gerír víða vart við sig, eins og þið ís- lendingar getið borið vitni um. Þetta á ekki að hræða okkur heldur að verða okk- ur hvöt til þess að viðhalda árvekni okkar og gera það, sem við teljum nauðsynlegt til að tryggja öryggi okkar. Aukinn flotastyrkur Sovét- ríkjanna leiðir til þess frá sjónarmiði Atlantshafsbanda lagsins, að aðild Íslands að því verður mun mikilvægari en áður. Ég hef séð, að efnahags- ástandið á íslandi hefur breytzt til batnaðar frá því, sem áður var. Það er von mín, að það megi halda á- fram að dafna. Við treystum á áframhaldandi þátttöku Is- lands í samstarfi Vestur- landa innan Atlantshafs- bandalagsins. Það er okkur mikilvægt, ekki aðeins vegna legu landsins í Atlantshafinu, heldur vegna þjóðarinnar, sem landið byggir, vizku hennar og menningararfleifð- ar.“ Ummæli framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalags- ins um vaxandi þýðingu ís- lands vegna aukins flota- styrbs Sovétríkjanna á At- lantshafinu vekja mikla at- hygli. í umræðum um örygg- ismál okkar hefur því verið haldið fram, að ný tækni hafi mjög dregið úr hemaðarlegri þýðingu landsins. En þrátt fyrir nýja tækni, eldflaugar, sem þjóta heimsálfa á milli á nokkrum mínútum, hafa Sovétríkin lagt mjög ríka áherzlu á að byggja upp flota sinn. Nærvera þessa flota minnir okkur á þá stað- reynd, að einungis vökult samstarf vestrænna þjóða hefur hingað til komið í veg fyrir aukna útþenslu Sovét- ríkjanna í Evrópu. Þess vegna er nauðsynlegt að halda því samstarfi áfram og efla það. U Allsherjarþing SÞ i Ilsherj arþing Sameinuðu þjóðanna, hið tuttugasta og fimmta, kom saman til fundar í fyrradag. Búast má við, að þetta allsherjarþing verði viðburðaríkt, þar sem fyrirsjáanlegt er að fjöl- rnargir þjóðarleiðtogar munu sækja þingið. í þeim hóp verða m.a. Nixon, Bandaríkja forseti, Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna og helztu þjóðarleiðtogar í V- ^Evrópu. Sameinuðu þjóðirnar eru mikilvægur vettvangur fyrir alþjóðlegt samstarf á ýmsum sviðum. Stundum hefur það ' samstarf þótt ganga treglega og nokkurra vonbrigða hefur gætt vegna þess að þær miklu vonir, sem bundnar voru við stofnun Sameinuðu þjóðanna hafa ekki rætzt. Mestu máli skiptír þó, að á vettvangi ’ Sameinuðu þjóðanna koma lulltrúar frá hinum ólíkustu þjóðum saman og ræða * vandamáiin. Það út af fyrir | sig hefur mikla þýðingu. (D SWlAVðu (g) HvtnrissTorNUK (D uBmistöo ® HVtflfl5VEMuUH í iwá\\vv^ 1 Aðal- skipulag Sauðár- króks Um nokkurt skeið hefur verið unnið að gerð aðal- skipulags fyrir Sauðárkrók og á síðastliðnu vori var það endanlega staðfest, en Sauð- árkrókur mun vera meðal fyrstu byggðarlaga utan höf- uðborgarsvæðisins, sem láta gera slíkt aðalskipulag. í greinargerð fyrir aðal- skipulaginu er gert ráð fyr- ir þvl, að Sauðárkrókur verði aðalþróunarkjarni Skaga- fjarðarbyggða, og að um tölu verða íbúafjölgun verði að ræða á næstu ár- um eða um 800 manns á tuttugu ára tímabilinu frá 1965—1985 og verði íbúar Sauðarkróks um 2200 manns á árinu 1985. Þeir sem unnið hafa við gerð aðalskipulags Sauðár- króks, eru arkitektarnir Stefán Jónsson, Reynir Vil- hjálmsson, Guðrún Jónsdótt- ir og Knud Jeppesen, en að- stoðarmenn þeirra hafa verið Helgi Hafliðason, arkitekt og Stefán Öm Stefánsson stud. ark. Ennfremur hafa unnið að gerð aðalskipulagsins verkfræðingarnir Haukur Pétursson og Sigurhjörtur Pálmason. Forsendur byggðar á Sauðárkróki I greinargerð fyrir aðal- skipulagi Sauðárkróks er gerð nokkur grein fyrir því, hvers vegna byggð hefur myndazt á Sauðárkróki, og C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.