Morgunblaðið - 17.09.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, í'IMMTUDAGUR 17. SBPTBMBER 1970 17 =íi hverjar forsendur eru fyrir vexti bæjarins. Þar er i fyrsta lagi bent á, að lend- ingarskilyrði frá náttúrunnar hendi eru ekki góð við Skagafjörð, enda nokkuð brimasamt. Samt sem áður hef ur frá alda öðli verið lend- ingarstaður vifi Sauðárkrók, og landnámsmenn komu skip um sínum í Gönguskarðsárós, en einmitt þar er nú risin Sauðárkrókshöfn. 1 öðru lagi er vakin athygli á því, að bærinn liggur miðsvæðis í stóru héraði, og er Sauðár- krókur nú þegar orðinn meg- in verzlunar- og þjónustustað ur fyrir Skagafjarðarsýslu. í þriðja lagi liggur Sauðár- krókur á krossgötum um- ferðarlega séð, þar sem Skag- firðingabraut tengir fram- fjörðinn. Hegranesvegur tengir austurbyggð; vegur beint vestur um Kolhauga- fjall til Blönduóss getur með litlum aðgerðum orðið mun styttri tenging bæjarins við þjóðveg suður, fyrir utan það að tengja betur saman nokkra þéttbýlis- kjarna, Blönduós, Skaga- strönd, Sauðárkrók, Hofsós og Siglufjörð. Fjórði þáttur krossgötunnar er höfnin, sigl ingar og flutningar ásjó. Fimmti þátturinn og ekki sá veigaminnsti, er flugvöllur við bæinn, sem nú eru uppi hugmyndir um að færa til og stækka verulega, þannig að hann verði millilandaflugvöll ur eða varavöllur norðan lands. Þá er í fjórða lagi bent á, að menningarkjarni hefur orðið tii á Sauðár króki. Skólar utan barna skóla hafa lengi verið starf andi þar. Nú er risin gagn fræðaskólabygging, ákvörð un hefur verið tekin um iðn skóla og talið hugsanlegt, að menntaskóli verði staðsettur þar síðar. Læknamiðstöð er i undirbúningi, félagsaðstaða og leikmennt á sér þar langa sögu. Aðalstjórn héraðsins, sýslunefnd, kemur þar sam- an og sýslumaður og bæjar- fógeti er þar staðsettur. Iðnaðarsvæði í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir tveimur aðaliðnaðar svæðum á Sauðárkróki og er þá byggt á meginstefnu Norð urlandsáætlunar. 1 fyrsta lagi er gert ráð fyrir iðnað- arsvæði á Eyrinni norðan bæjarins og hafnarinnar og verði þar fiskiðnaður og kjöt iðnaður. Eru þar þegar tvö frystihús og sláturhús Kaup- félags Skagfirðinga. Þar verða einnig aðrar bygging- ar og aðstaða í sambandi við útgerð svo og vörugeymslur vegna vöruflutninga á sjó. Þar eru nú í notkun undir byggingum, akvegum og bryggjusvæði um 3_5 ha., en til ráðstöfunar að auki um 13 ha. með væntanlegri land- aukningu. Öðrum iðnaði er ætlað að þróast i iðnaðarhverfi þvi, sem nú er tekið í notkun sunnan bæjarins. Þar er nú ráðstafað lóðum, samtals um 4,5 ha., sem þó engan veginn eru fullnýttar. Til ráðstöfun- ar verða, samkvæmt nýja skipulaginu, um 31 ha. í við- bót eða iðnaðarsvæði syðra, alls um 35 hektarar. 1 greinargerðinni kemur fram, að þegar er risin á Sauðárkróki mjólkuriðnaður, trésmíðaverkstæði, vélaverk- stæði og sútunarverksmiðja Pantanir liggja fyrir um aðr- ar iðnaðarlóðir. Þá er ýmis konar iðnaður utan hins nýja iðnaðarsvæðis, svo sem verk- smiðja er framleiðir sokka- buxur, trésmíðaverkstæði bíla viðgerðaverkstæði o.fl. Hafnarsvæðið 1 greinargerð fyrir aðal- skipulaginu segir svo um hafnarsvæðið: „Með uppfyll- ingu þeirri, sem gerð var 1968 og framhaldi hennar suð ur að ráðgerðum syðri hafn- argarði, færist afhafnasvæði hafnarinnar nær bænum, tengist raunar gamla bæjar- kjarnanum. Á uppfyllingu þessari svo og væntanlegri landaukningu norðan hafnar með lengingu sandfangara verður mjög rifleg aðstaða fyrir vörugeymsluhús og aðra hafnaraðstöðu. Viðlegu- pláss skipa stóreykst einnig frá því, sem nú er. Hafnar- aðstaða ætti þvi að geta orð- ið mjög góð.“ V erzlunarhverf i Þá segir í greinargerðinni um verzlunarhverfi: „Þar sem hafnarsvæðinu lýkur við áætlaðan syðri hafnargarð, er gert ráð fyrir, að verzl- unarhverfi bæjarins byrji. Þar eru þegar flestar verzl- anir bæjarins i hinum gamla bæjarhluta og ráðgert, að verzlunargata sú, Aðalgata byggist smám saman upp allt að Faxatorgi. Þessa þróun þarf samt mjög að styðja. 1 undirbúningi er endurnýjun- arskipulag fyrir verzlunar- hverfi og gamla bæ svo og deiliskipulag fyrir hafnar- og iðnaðarsvæði." Menningarhverfi Þá segir í greinargerðinni um menningarhverfi: „Menn- ingarhverfi tekur við þar sem verzlunarhverfi lýkur við Faxatorg. Liggur það meðfram brekkunum og end- ar með svæði sjúkrahússins og getur raunar stækkað nokkuð síðar. Þar eru þegar menningarstofnanir eins og bókhlaða, sundhöll, tveir íþróttavellir, gagnfræðaskóli, sjúkrahús og læknisbústaður. Ráðgert er félagsheimili, hótelbygging iðnskóla, stækkun gagnfræðaskóla, heimavistarhús og ýmsar byggingar á sjúkrahúslóð, svo sem stækkun sjúkrahúss, læknabústaðir, hjúkrunar- kvennabústaðir og ellibústað ir, einnig aðrar mögulegar menningarstofnanir." Umferð 1 greinargerðinni er fjallað um umferð á Sauðárkróki og til og frá bænum og segir þar meðal annars: „Eins og nú er beinist öll umferð Skag firðingabrautar inn á Aðal- götuna og þar með inn í bæinn miðjan. Þungi og fyrir ferð hinna stóru flutninga- bíla frá sveitinni er þegar orðinn svo yfirþyrmandi í verzlunargötunni, einu leið- inni að verzlunarhúsunum og til hafnarsvæðisins að greini lega verður ekki við unað miklu lengur. Með annarri að komu, strandvegi í jaðri bæj arins, má leiða slíka þunga- umferð framhjá miðsvæði bæj arins. Tengibrauta- og safn- brautakerfi bæjarins getur þá orðið sjálfstætt kerfi er gefur ákveðið umferðamynzt- ur bæjarbúa i bænum og beinir umferð að og frá þjóð- vegakerfinu eftir viður- kennduin hraðbrautarregl um.“ Raforkumál Þá er fjallað um raforku- mál Sauðárkróks i greinar- gerð aðalskipulagsins og seg- ir þar svo: „Gönguskarðsá var virkjuð 1949. Orkustöðin er nyrzt í Sauðárkróksbæ. Orkumagnið er 1064 kílóvött. Til viðbótar eru þar tvær dís ilvélar, sem gefa saman 1400 kílóvött, þannig að heildar- orkumagn er um 2500 kíló- vött. Rafmagnsmiðlun er einnig frá orkustöð á Blöndu ósi, sem er 2000 kílóvött. Aukn ing rafmagnsnotkunar hefur orðið 7—10% árlega síðustu árin á Sauðárkróki aðallega vegna aukins iðnaðar. Fyrir- sjáanlegt er, að þörf verður á aukinni raforku fyrir Sauð árkrók og allt Norðvestur- land á næstu árum. I þvi skyni að finna viðeigandi lausn á því máli, var í desem ber 1968 stofnuð Raforku málanefnd Norðvesturlands skipuð fulltrúum úr Skaga- firði og Austur- og Vestur- Húnavatnssýslum. Að frum- kvæði nefndarinnar var lagt fram á Alþingi 1969, frum- varp til laga um stofnun sam- eignafélags fyrrgreindra að- ila og ríkisstjórnarinnar, er nefnist Norð-Vesturjandsvirkj Loftmynd af Sauðárkróki. un. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að Norð-Vesturlands virkjun taki að sér orkuöfl- un fyrir Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur með þeim orkuverum, sem þegar eru til á þessu svæði, svo og að ráð- ast í nýja vatnsvirkjun í Svartá í Skagafirði og er tæknilegur undirbúningur Svartárvirkjunar nú á loka- stigi. Svartá er talin gefa 3.500 — 4.000 kílóvött. Sam- anlögð orka með áðurnefnd- um 2.500 kílóvöttum mun því verða um 6.000 kílóvött."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.