Morgunblaðið - 03.03.1971, Blaðsíða 10
f
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1971
Vegna söfnunar til kaupa
á geirfugliniun á uppboðinu í
London á morgun, birtir Mbl.
hér grein úr Rauðskinnu um
Geirfuglasker, með leyfi séra
Jóns Thorarensen.
-dfáorö
Geirfuglasker
(Lýsing sú á Geirfuglaskeri,
er hér fer á eftir, er tekin eftir
Lbs. 44 fol. Handritið er komið
ur safni Steingrims biskups Jóns
sonar og mun vera skrifað ná-
lægt aldamótunum 1800. Ekki
hefir lýsing þessi verið prentuð
fyrr, en mjög stuttur útdráttur
úr henni á dönsku er í íslands-
lýsingu Kálunds (I., bls 39—40
neðanm.). Af því að hún er all-
merk og efalaust hin ná-
kvæmasta, sem til er af Geir-
fuglaskeri, þótti rétt að birta
hana í heild sinni á eftir frá-
sögninni um förina til skersins í
sögunni á undan. Lýsingin virð
ist bera það með sér, að hún sé
skráð af sjónarvotti þ.e. manni,
er farið hefir til skersins og séð
með eigin augum, hvernig þar
var umhorfs. Á það bendir einn
Ig uppdrátturinn af skerinu, sem
fylgir hér með.
Geirfuglasker var á fyrri öld-
um kirknaeign. Samkvæmt Vilk-
ins máldaga (1397) áttl Vogs
kirkja það hálft og Kirkjubóls-
kirkja fjórðunginn, en annan
fjórðung skersins mun Hvalsnes
kirkja hafa átt, og gotur þess
þó eigi í máldaga kirkjunnar, er
hún var stofnuð og vígð af Odd-
geiri biskupi (1370). Hefir þá
mikil hlunnindi verið að sækja
í skerið, varp og fugl, meira
miklu en síðar varð, enda hafa
ferðir þá verið tíðari. Segir svo
hér á eftir, að árið 1732 hafi ver-
ið farið í Geirfuglasker og voru
þá 75 ár liðin síðan þangað hafði
verið farið. Munu ferðirnar hafa
strjálazt mest vegna þess að
lending við skerið hefir farið
smá-versnandi, enda er það sér-
staklega á orði haft, hve ill hún
hafi verið. Hlotizt hafa þvi
stundum mannskaðar af ferðum
þangað. Árið 1639 fóru 4 skip út
í Geirfuglasker af Suðurnesjum
til aflafanga, að sögn Skarðsár-
annáls; fórust tvö þeirra með
allri áhöfn, en hin komust um
síðir nauðuglega til lands og dó
einn maður af öðru, er á land
kom. Af einstökum ferðum í sker
ið fara ekki miklar sögur, en
kunnugt er þó um nokkrar.
Hannes Erlendsson, er fluttist í
Hafnirnar með Guðna sýslu-
manni 1752 og varð meðhjálpari
i Hafnakirkju, fór oft á tólfær-
ing til Geirfuglaskers frá Staf-
nesi; mun það hafa verið um
1740—50. Nokkru síðar fór Þor-
kell Jónsson lögréttumaður i
Kirkjuvogi, á opnu skipi til Geir
fuglaskers til þess að afla geir-
fugls. Var hann hálfan þriðja
sólarhring í ferðinni og fékk
lognheiði allan tímann; en þó
var svo mikið brim við skerið,
að hann komst ekki upp i það
og varð frá að hverfa við svo
búið. Sumarið 1821 fóru þrír út-
lendir vísindamenn út i skerið til
þess að leita að geirfugli; kom-
ust þeir að vísu upp í skerið,
en svo illt var að lenda þar, að
litlu munaði, að þeir slyppu lif-
andi. Mun þetta hafa verið síð-
asta förin, sem þangað var far-
in. Geirfuglasker sökk árið
1830, og brýtur nú á því um
fjöru.
Síra Hallkell á Hvalsnesi,
sem kvæðið um Geirfuglasker
er eignað, var sonur Stefáns
prests í Nesi við Seltjörn, Hall-
kelssonar prests s.st., Stefánsson
ar, en bróðir séra Björns á Snæ-
foksstöðum, móðurföður Finns
biskups. Hallkell fékk Hvals-
nes árið 1655 og var þar prest-
ur til dauðadags 1696. Kona
hans var Guðný Jónsdóttir,
Steindórssonar sýslumanns,
Gislasonar lögmanns, Þórðarson
ar. Þau Hallkell áttu mörg börn,
þar á meðal Stefán, er prestur
var í Grindavík (d. 1732). Voru
þessir ættmenn hraustmenni mik
a
Kvæði síra Hallkels er nú
glatað, nema stefið, en ekki er
þó með öllu óhugsandi, að það
kunni að vera til einhvers stað-
ar í handriti. 1 Islenzkum þul-
um og þjóðkvæðum, bls. 197 (Is-
lenzkar gátur, skemmtanir, viki-
vakar og þulur, IV.), er brot
eitt, sem er að öllum líkindum
leif af kvæði síra Hallkells.
Þetta brot er svona:
Oti á miðjum sjó,
skildi ég eftir skóna mína
og skauzt upp á sker.
Eggið brýtur báran þvi brimið
er.
Ef þetta er borið saman við
lýsinguna hér á eftir af land-
göngunni við skerið og stef síra
Hallkells, virðist varla geta leik
ið efi á þvi, að brot þetta sé úr
kvæði hans. Það er leitt, að ekki
skuli nú meira vera kunnugt af
kvæðinu en þetta. Það virðist
hafa verið snoturt og ort í hin-
um fagra og einkennilega viki-
vakastíl.)
Geirfuglasker liggur undan
fremsta tanga Reykjaness í fullt
vestur 6 vikur sjávar; er einn
gróinn fastur klettur, sem er af
jarðeldi brenndur, allt eins og
helluhraunið fyrir sunnan Hval-
eyri. Það er þverhnípt bjarg allt
um kring, nema að austanverðu
er það lægst, þar sem báðar upp
göngumar eru, sem síðar mun
sagt verða. Skerið sjálft reynist
að vera að stærð hér um mæld-
ur kýrfóðurs völlur, er lengst
frá landsuðri til útnorðurs, og
sem því halli frá vestri til aust-
urs. Það er ofan slétt, brennd
hella með mishæðum og lausu
bruna kastgrýti. Þess hæsta
bjarg er i útnorður og landsuð-
ur 15 og 17 faðma. Ekkert undir
Jendi er þar, nema undir upp-
gönguna, heldur vegghamar og
loftsig ofan í sjó. Undir skerinu
í fullt suður gengur eitt langt
slétt rif, sem ekki er uppi nema
um fjörur; á það gengur stór
brimboði úr hafi, það kalla ég
Suður-Rif; annað rif gengur um
fjoru í austur undan skerinu
með stórum klettum, það nefni
ég Austur-Rif; gjöri ég það til
þess að lesarinn finni þess auð-
veldar ástand hlutanna í lend-
ingunum við þetta forboðna fugl
anna slot, þegar þar að kemur
síðar. Vestan til á skerinu eru
tvö hreysi* með einum vegg und
*(Tvö hreysi: Anno 1732, þá
fyrst eftir 75 ára tíð, var fyrst
byrjað in Junio að uppsækja
Geirfuglasker; fundust þá i þess
um kofum uppi á bjarginu 3
birkiprik hér um 2 álna löng og
nokkur skinin mannsbein; er
meining manna, að duggur hafi
sett þar fólk í land, til að taka
fugl og egg, en hafi ekki náð
þeim aftur og þessir þá mátt
deyja; — vlst er það, að eftir
að hafa orðið í skerinum 3 menn
í hálfan mánuð, en náðust síðan;
brúkuðu þeir sólþurrkaðan fugl
til fæðu, en stropa til drykkjar.
ir báðum, — hvar inni liggja
kunna 4 menn og sitja á réttum
beinum, — yfirþakin með hell-
um.
Aðgrynni er mikið allt um
kring skerið. Að sunnanverðu
er flatur botn, en norðan, aust
an og vestan gróft stakkgrýti.
Vel hundrað faðma allt um
kring úti frá er ei meira en 3
á 4 faðmar í botn, sem vissu-
lega orsakar þar þann óstillandi
norður og suður straum og hon
um fylgjandi sífelldan stórstyr,
þegar vindurinn stendur á móti
fallinu; verður því ómótmælan-
leg orsök til brims og illrar og
voðalegrar lendingar ekki ann-
að en grynningar og straumar,
sem svo mjög æsa ölduna á
þessum grenndum. Svo er mikil
mergð af svartfugli á þessu
bjargi, að engin sjást skil á
neinu. Til dæmis: Fyrst og neðst
er skarn og egg til samans svo
mikið, að menn vaða þetta sam-
sull og troða ásamt fuglinum í
miðjan legg og hnésbætur. Fram
ar enn til dæmis: Fyrst leggst
einn fugl á, svo annar ofan á
hann, svo þriðji þar ofan á, og
jafnvel fjórði; blakta svo allir
vængjunum og verður svo sker-
ið allt í einu flugi, svo vel nótt
sem dag; aðgreini eg svo þessa
ógrípanlegu mergð í þrenns
slags klasser. Sá eini flokkur er
talinn á skerinu, annar í loft-
inu yfir skerinu, þriðji á og í
sjónum út frá skerinu.
Geirfugl* er þar ekki nærri
*) Geirfugl mætti hér og af-
málast, eftir sem hann er lítt
þekktur af fólki og náttúran hef
ir synjað honum þess, er hún
hefir aðra fugla með prýtt, sem
eru vængimir; þó flýgur hann
með þeim sjóinn svo fljótt, sem
flugfuglarnir loftið. Hann er að
stærð, að undan teknum vængj-
unum, sem gæs; svartur á bak-
inu og hálsinum að aftanverðu
og um höfuðið, en hvítur allt að
neðan og undir hálsinum; hann
hefir breitt nef, svart og svart-
ar fætur, lítil svört augu, sem
standa á því svarta höfði í ein-
um aflöngum glansandi hvítum
bletti. Vængirnir eru 3 fingra-
breiddir, % alin, á lengd. Hann
hefir mikið spik og kjöt, sem
smakkar ágæta vel og utan þráa.
Mör er í honum yfir og undir
% pd. Hans fiður er ónýtt nema
á hálsinum vegna hörku, svo
það smýgur hvert ver og jafn-
ved hollenzkan segldúk; til með
standa þessar hörðu fjaðrir
jafnvel inn í spik á fuglinum
(sjódýri þessu), svo varla ef
vegur hann að plokka. Hans egg
eru svo stór sem álftaregg, ut-
an hvað þessi eru, svo sem
flestra sjófugla, skarpari I ann-
an endann. Utan til á þeim er
það að segja, að fyrst er ekkert
öðru líkt, þar næst eru þau mál-
uð með allrahanda háfarfa lit í
aðskiljanlegum lineamenter, af-
rissningum og teikningum, kort
sagt: Náttúran hefir hér sýnt
meistarastykki. Ég hefi vitað
Dani gefa 8 á 10 f(iska) fyrir
eitt tómt útblásið egg.
Rara avis in terris.
svo mikill sem menn meina, eð-
ur sem skerið hefir nafn til, sem
sést af því vanalega plássi, sem
hann inntekur, sem ekki kann
meir að reiknast en 16. partur
skersins við uppgöngumar;
lengra gefur hann sig ekki upp ;
á við vegna síns flugleysis. I
Ekkert fuglakyn annað en
þetta tvenns slags, sem nú hefi j
ég talið, verpir í þessu skeri, og
varla sést þar önnur tegund.
Um lendingu við Geirfugia-
sker er það að segja, að hún er
svo fárlig, að á tvær hættur er
að leggja líf og dauða þar upp
að fara, sem endilega vera hlýt- j
ur með hálfföllnum sjó. Mest ^
gjörir landtökumar voðalegar,
stórgrýtið á landi og sá mikli
brimboði, sem sig tekur upp á
Suður-Rifinu og gengur á Aust
ur-Rifið. Hann fordirfar mest
báðar lendingar. Almennilegt er
að vaðdraga fólk úr skeri á
skip, 30 faðma yfir og undir.
Um lendinguna við Geirfugla-
sker i fornöld er það að segja,
að hún hefir þá verið miklu
betri, að sögn eins trúverðugs
manns, við hvern eg talað hefi
hálfníræðan fyrir 42 árum, og
sjálfur farið hafði fjórar ferðir í
sker löngu fyrir stóru bóiu;
hann sagði: Við skerið voru tveir
stórir steinar hvor fram af öðr-
um; á þann ytra hleypur fræk-
inn maður skólaus með landtog-
ið etc. Það var þá lagt að jöfnu
að fá sumarkaup i Norðurlandi,
tvö hundruð og fara í Geirfugla-
sker, og víst hefir það i fyrnd-
inni verið til gagns tíðkað, ann
ars hefði ekki Máríukirkja í
Vogi átt það hálft eftir Vilkins
máldaga. Nú eru þessir klettar
hvergi við skerið að finna; þeir
eru sjálfsagt burtu jagaðir af
hafís. —
Víst er það, að brimsamt hef-
ir í þá tíð verið, jafnvel þótt
ekki sem nú, sem sjá má af
gömlu kvæði, er ort skal hafa
síra Hallkell á Hvalsnesi, og
hljóðar stefið þannig:
Eg get ekki gefið mig í
Geirfuglasker,
eggið brýtur báran því brimið
er.
Undirbýr hópferðir
frá Svíþjóð til íslands
Rætt við Axel Miltander
ritstjóra í Gautaborg
HÉR Á landi er staddur Axel
Miltander ritstjóri við Göteborgs
Posten til skrafs og ráðagerða
við íslenzkar ferðaskrifstofur og
Loftleiðir um hópferð sænskra
ferðalanga, sem áætla að koma
hingað til lands í jiínímánuði.
Morgunblaðið hafði tal af rit-
stjóranum og fregnaði m.a., að
á Sl. sumri gekkst hann fyrir
hópferð fjörutíu sænskra frí-
merkjasafnara hér í borg. Vakti
ferð þessi athygli í Svíþjóð, því
Svíar hafa á undanförnum ár-
um notað sumarleyfi sín til ferða
laga til suðrænna landa, en nú
vilja þeir sjá og kynnast öðr-
um löndum, og þess vegna hef-
ur Axel Miltander valið ísland
sem ferðamannaland fyrir hóp-
ferðir þær, er hann skipuleggur.
Áhugi ritstjórans á Islandi vakn
aði fyrst og fremst með söfnun
íslenzkra frimerkja, en hann hef
ur safnað þeim um áratugi og
á þvi sérstætt safn, bæði af ís-
lenzkum frímerkjum og ýms-
um og nýjum.
Ritstjórinn kveðst nú þegar
vera að undirbúa aðra hópferð
til Islands eins og áður segir
og áætlar að á hans vegum komi
hingað til lands um ettt hundr-
að manns frá Svíþjóð og að þessi
hópur komi þrískiptur, þannig að
fyrsta ferðin verður farin frá
Gautaborg 10. júní n.k., hin
næsta 18. júni og þá sú þriðja
24. júni.
1 ferðaáætluninni er gert ráð
fyrir, að hluti af hópnum ferð-
ist viðs vegar um landið, eins
og t.d. að Mývatni, víða um
Austurland svo og auðvitað á
sögufræga staði eins og til Þing
valla, Skálholts og víðar um
austursveitirnar, og þá auðvitað
að Heklu, því þegar sænski hóp-
urinn var hér sl. sumar var far-
in ferð að gosstöðvunum þar
eystra. Er Sviunum það ógleym-
anlegt, þegar þeir litu glóandi
og rennandi hraunið við fætur
sér og vegna þess hve vel
þessi Islandsför heppnaðist, hafa
margir af ferðalöngunum frá sl.
sumri hugsað til annarrar Is-
landsferðar í júní n.k., þótt þeir
ekki vænti að sjá annað eldgos.
Axel Miltander minnist þess
einnig hversu ánægjuleg ferð
þeirra Svía var á sölbjörtum
sumardegi, er þeír óku með fé-
lögum úr Félagi frímerkjasafn-
ara til Þingvalla og er á Lög-
berg var komið, lýsti Jón Aðal-
steinn Jónsson cand. ma. Þing-
völlum. Síðan var snæddur ný-
veiddur silungur úr Þingvalla-
vatni og svo ekið að Skálholti
og Heklu. Þá þótti þeim Sví-
um mikið til koma er þeim var
boðið af borgarstjóra Reykjavík-
ur að skoða mannvirki hitaveit-
unnar að Reykjum.
I ferð þessari var Lennart Ang
erfors auglýsingastjóri frá
Gautaborg og gerði hann
kvikmynd af Islandsferð-
inni, sem vakið hefur mikla at-
hygli alls staðar þar sem hún
hefur verið sýnd í Svíþjóð.
Axel Miltander var mjög
ánægður með alla fyrirgreiðslu,
sem sænski hópurinn fékk hér
á landi og eins kvað hann sam-
vinnuna við stjórn Félags frí-
merkjasafnara og aðra félaga í
F.F. hafa verið ómetanlega þá
daga sem dvalið var hérlendis.
Axel Miltander, ritstjórl.