Morgunblaðið - 03.03.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.1971, Blaðsíða 11
MÖRGUNBLAÐÍÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ Í971 11 Páll Olaf sson frá Hjarðarholti Minningarorð Fæddur 30. áffiíst 1887. Dáinn 15. febrúar 1971. í dag veröur til moldar bor- inn Páll Ólafsson frá Hjarðar- holti í Dölum, en við þann merka stað var hann lengst af kenndur. Með Páli Ólafssyni er genginn mikill dugnaðar- og at- orkumaður, sem víða kom við í athafnalífi Islendinga um langt árabil, þó atvikin höguðu því svo, að hann byggi og starfaði á erlendri grund um f jölda ára. Páll var fæddur að Lundi i Lundarreykjadal í Borgarfirði, en þaðan fluttist hann með for- eldrum sinum að Hjarðarholti. Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson prestur að Lundi og síð ar prófastur í Hjarðarholti i Dölum og kona hans Ingibjörg Pálsdóttir. Séra Ólafur var merk ur og kunnur prestur og rak hann um árabil unglingaskóla í Hjarðarholti, sem hann stofnaði sjálfur. Ingibjörg kona hans var dóttir Páls Matthiesen Jónsson- ar prests í Amarbæli og konu hans Guðlaugar Þorsteinsdóttur hreppstjóra I Núpakoti undir Eyjafjöllum. Ingibjörg var syst ir Jens Pálssonar prófasts í Görðum á Álftanesi, sem var vel þekktur maður i prestastétt og þingmaður. í Dalasýslu hófst starfsferill Páls Ólafssonar. Hann varð ár- ið 1908 kaupfélagsstjóri Kaup- félags Hvammsf jarðar mjög ung ur að árum eða liðlega tvítug- trr, Hann átti auk þess hlut að öðrum atvinnurekstri þar, mun m.a. hafa verið stofnandi Slátur félags Dalamanna og fram- kvæmdastjóri þess framan af. Einnig rak hann búskap i Lax- árdal og var þar kjörinn í hreppsnefnd. Var einn af stofn- endum umf. Ólafur pái, sem löngu síðar gerði hann að heið- ursfélaga sínum. Eftir að hann fluttist tii Reykjavíkur 1916 hélt hann enn áfram afskiptum sínum af verzi- unarrekstri og rak hér um skeið eigin verzlun, en jafnframt rak hann búskap á Laugalandi og Undralandi, sem þá voru býli fyrir innan Reylkjavík. En á árinu 1920 varð sú breyting á, að hann hóf afskipti af togara- útgerð. Hann varð framkvæmda- stjóri Fiskveiðahlutafél. „Kári“ og var það til ársins 1925. Þá stofnaði hann Fiskveiðahlutafél. „Fylki" og var framkvæmdastj. þess til 1931, er hann stofnaði útgerðarfél. s.f. „Kóp“, sem hann stjórnaði til áreins 1936. Páll tók mikinn þátt í félags- starfi útgerðarmanna á þeim ár- um, sem hann starfaði að útgerð. Hann var í stjórn Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda um langt árabil og framkvæmdastjóri þess í all mörg ár. Hann var meðal stofnenda Samtryggingar ísl. botnvörpuskipaeigenda og í stjórn hennar, en framkvæmda- stjóri var hann einnig um tíma. Þá var hann einn af stofnend- um Félags ísl. línuveiðaraeig- enda og fyrsti formaður þeirra samtaka. ★ Þessi upptalning sýnir, að Páll var mjög virkur á sviði út- gerðarmála, þegar hann snéri sér að þeim og að hann lét þar margt tU sín taka og lagði þar hönd að verki með þeim áhuga og einbeitni, sem munu hafa ein kennt hann alla tíð. Hann gekk að hverju því, sem hann tók sér fyrir hendur með opnum huga og þeirri festu, sem honum var svo greinUega í blóð borin. Mörg af þeim árum, sem Páll Ólafsson starfaði að útgerð, vorU óvenju mikil erfiðleikaár fyrir íslenzka útgerð. Heims- kreppan gekk hér yfir sem ann- ars staðar og hafði mikil áhrif. Mörg togarafélðg áttu þvi i vök að verjast, en þá voru ekki þeir tímar, að íslenzka útgerðin al- mennt fengi hjálp frá rikinu til þess að yfirstíga erfiðleikana, eins og sjávarútvegurinn síðar naut í svo ríkum mæli, þegar að kreppti. Það voru þvi mörg áföll og þung, sem margir þeirra urðu fyrir, sem útgerð stunduðu. Páll kynntist þessum erfiðleika- árum af eigin reynd og vissi fuU vel hvert hlutskipti útgerðar- mannsins gat verið, þegar á bját aði. Fyrstu kynni okkar Páls voru þau, að ég hitti hann eitt sinn á skrifstofu föður míns, þegar ég kom þar unglingur að árum. Hann vék sér að mér af mikilli vinsemd, þegar hann vissi hver ég var, heilsaði mér af óvenju- legri adúð og sagði mér m.a. að við værum frændur. Ég leiddi ekki í það sinn hugann að skyld leika okkar. 1 nokkur skipti önnur hitti ég hann á sama stað, því faðir minn og PáU störfuðu við sömu atvinnugrein og höfðu þvi mörg sameiginleg áhuga- og hagsmunamál, sem þeir ræddu. Svo liðu fjölda mörg ár án þess að leiðir okkar Páls lægju sam- an, enda bjó hann þá langdvöl- um erlendis. 1 kring um 1950 liggja svo leiðir okkar saman að nýju og fyrir hans tilstilli. Sú viðkynning, sem ég hef haft af Páli Ólafssyni á þessu rúmlega 20 ára timabili, sem liðin eru síð- an, er hin sama og okkar fyrstu kynni, sama alúðin og ljúf- mennskan. Ég kynntist honum á þessum árum að sjálf- sögðu mun betur og nánar og ég myndaði mér fljótlega skoðun á honum, sem ekki hefir breytzt öll þessi ár. Páll kom mér ævinlega fyrir sjónir sem óvenju virðulegur en jafnframt elskulegur maður og reynsla mín af viðskiptum og samskiptum við hann voru þau, að hann var stálábyggilegur mað ur í orðum, traustur í einu og öllu og maður mjög vandur að virðingu sinni. Hann hafði fast- mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og var laus við alla háifvelgju. Hann gekk áreiðan- lega heilshugar að hverju verki og lagði sig þar allan fram. Hann átti óefað auðvelt með að vinna traust annarra, enda þeim mannkostum búinn. Þau mörgu trúnaðarstörf, sem honum var trúað fyrir um dagana, bæði af sveitungum hans í Dalasýslu, meðan hann enn var komungur maður, síðar af útgerðarmönn- um og síðast af íslenzkum stjóm völdum, með þvi að gera hann að islenzkum ræðismanni í Fær- eyjum, þar sem hann var búsett- ur, sýna að alla tíð hefir verið borið mikið og verðskuldað traust til hans. Störf hans í Danmörku og Færeyjum og hin síðustu ár hér heima voru aðallega á verzlun- arsviðinu. Hann rak umboðs- og heildverzlun og hafði aflað sér traustra viðskiptasambanda er- lendis og náði hér fljótt góðum árangri, þegar hann hóf við- skiptarekstur sinn hér heima. Hin allra síðustu ár hafði hann þó dregið sig í hlé frá viðskipta lífinu, enda orðinn háaldraður maður. Kona Páls var Hildur Stefáns dóttir Jónssonar prests á Auð- kúlu og er hún látin. Áttu þau fimm böm. Em þau þessi: Stefán tannlæknir, látinn árið 1969, var kvæntur Guðnýju Níelsdóttur. Ingibjörg, gift Pétri Eggerz, prótókollmeistara, Þorbjörg, gift Andrési Ásmundssyni, lækni. Ólöf mynd höggvari, gift Sigurði Bjarna- syni, sendiherra og dr. Jens mannfræðingur. Páll dvaldi síðustu mánuðina hjá Ólöfu dóttur sinni og Sigurði Bjamasyni. Hann lézt í Ríkisspítalanum í Kaupmanna- höfn eftir 3ja vikna legu þar. Með Páli Ólafssyni er geng- inn merkur maður, sem ég er persónulega þakklátur fyrir að hafa kynnst og yfir minning- unni um hann mun ætíð verða bjart í mínum huga. Fjölskyldu hans allri votta ég innilega samúð við fráfall hans. Páll Þorgeirsson. FÁEIN KVEÐJUORÐ Þegar háaldrað fólk hverfur af sjónarsviðinu eftir langt og gifturíkt lifsstarf eru þeir, sem eftir lifa minntir á þá óhagganlegu og mótsagna- kenndu staðreynd að dauðinn er lögmál lifsins. Engu að síður fyllast þeir sem standa eftir á ströndu, sorg og söknuði í hjarta. Þvi geta engin lögmái breytt. Eftir Pál Ólafsson stend- ur mikið skarð í hugum ástvina hans, sem bezt þekktu hann. Hahn var um marga hluti óvenjulegur maður, fjölhæf- um gáfum gæddur, músikalskur, skáldmæltur, glaðvær og félags lyndur, en engu að síður einlæg ur og alvörugefinn trúmað- ur. Hann hafði yndi af að sitja við orgelið sitt og orti þá gjam- an ljóð og lag samtímis. Hafa nokkur af lögum hans verið gef- in út. Túlka þau vel skapgerð hans, Ijúf og lýrisk, en lýsa þó einnig skaphita og þrótti. Af ljóðum liggur töluvert eft- tr hann í handriti, en nokkur hafa komið á prenti. ★ Þótt Páll Ólafsson væri ein- beittur og ákveðinn í framkomu, var hann viðkvæmur í lund. Hann unni fögrum listum og vildi hlúa að ungu listafólki eft- ir megni. Bömum sinum reynd- ist hann ljúfur og góður faðir. Hefi ég ekki kynnzt fegurra sam bandi milli feðgina en hans og Ólafar dóttur hans. Hann hafði yndi af bamabömum sinum. Kom það ekki sízt I ljós síðustu mánuðina, sem hann lifði. Hann var höfðinglegur maður ásýnd- um og gervilegur á velli. Páll var um margt gæfumað- ur í lífinu. Hann átti glæsilega konu, Hildi Stefánsdóttur frá Auðkúlu og ved gefin, miamin- vænleg börn. Hann náði háum aldri og skildi við þennan heim sáttur við örlög sín að loknu miklu dagsverki. Nú hefir hann heilum vagni heim ekið. Ástvin- ir hans kveðja hann með einlæg- um þökkum fyrir liðinn tíma. FÖROYINGAFELAGIÐ Arshátíð félagsins verður haldin í Dansskóla Hermanns Ragnars við Háaleitisbraut 58—60 laugardagskvöldið kl. 19,30. Miðar óskast sóttir í kvöld og annað kvöld (fimmtudags- kvöldið) frá kl. 18.00 — 20.00 í SKÓVERZL. ÞÓRÐAR PÉTURSSONAR, Kirkjustræti 8 (við Austurvöll), sími 14181. STJÓRNIN. Akureyri - verzlunarhúsnœði Stórt verzlunarhúsnæði er til leigu í Miðbænum á Akureyri í júní n.k. Semja ber við undirritaðan. EYÞÓR H. TÓMASSON, Akureyri. Símar: 12800 — 11357. ÚTBOÐ ® Tilboð óskast í að leggja frárennsli frá Hitaveitugeymum á öskjuhlíð. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 17. marz n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3, sími 25800. S.Rj. í HÁLFA ÖLD hafa Sovétríkin verið umdeildasta ríki veraldar, en hvar sem menn í flokki standa, mótmælir þv! enginn, að í dag standa Sovétríkin í fararbroddi á sviði tækni, vísinda og lista. Til þess að auðvelda yður að afla yður staðgóðrar þekkingar á Sovétríkjunum, býður MlR yður að gerast áskrifandi að eftirtöldum tímaritum og blöðum: SOVIET UNION Myndskreytt mánaðarrit. Segir frá Sovétríkjunum í lífi og list- um. Kemur út m.a. á ensku, þýzku og frönsku. Áskriftargjald kr. 220.00 á ári. SPORT IN USSR Myndskreytt mánaöarrit um íþróttir og íþróttaþjálfun á ensku, frönsku og þýzku. Askriftargjald kr. 132,00 á ári. SOVIET LITTERATURE Flytur greinar um bókmenntir. Kemur út mánaðarlega m.a. á ensku og þýzku. Áskriftargjald kr. 220.00 á ári. SOVIET WOMAN Myndskreytt mánaðarrit um líf konunnar í Sovétríkjunum. Kemur út á öilum höfuðmálum. Áskriftargjald kr. 220.00 á ári. GULTURE AND LIFE Myndskreytt mánaðarrit er lýsir starfi Sovétþjóðanna i lífi og listum og segir fréttir af viðburðum á sviðum vísinda og menningar. Fæst í óllum höfuðmálum. Áskriftarverð kr. 220.00 á ári. INTERNATIONAL AFFAIRES Mánaðarrit um utanríkismál. Áskriftargjald kr. 308.00 á ári. Enska, franska, rússneska. FOREIGN TRADE Mánaðarrit viðskiptamálaráðuneytisins. öll höfuðmál. Áskrift-: argjald kr. 1.057.00. Vinsamlegast sendið áskrift yðar ásamt áskriftargjaldi til skrifstofu MÍR, Þingholtsstræti 27 og verða yður þá send viðkomandi rit frá og með janúar 1971, út þetta ár, en þá þarf að endurnýja áskriftina. Eldri áskrifendur eru sérstaklega beðnir að atthuga, að þeir þurfa að endumýja áskriftina og senda áskriftargjaldið fyrir árið. 30. marz 1971 hefst 24. flokksþing Sovétríkjanna. Þar mun L. I. Brezhnev flytja skýrslu miðstjórnar og A. N. Kosygin flytur skýrslu um 5 ára áætlunina. Þessar skýrslur og ályktanir þings- ins verða gefnar út að þingi loknu og bjóðum vér yður að gerast áskrifendur að þeim einnig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.