Morgunblaðið - 03.03.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1971
1
19
Umsagnir um Niðja-
málaráðuneytið
— í skandinavískum blödum
SKÁLDSAGA Njarðar P. Njarð-
víks, lektors, „Niðjamálaráðu-
neytið“ kom á sl. árl út í
ðanskrl þýðing-u undir titlinum
„Má vi fá et bam, hr. Minist-
er?“ Morgunblaðið hefur áður
birt ritdóm um bókina úr Berl-
ingske Tidende. Nú hafa Mbl.
borizt umsagnir fleiri blaða og
verða birtar úr þeim nokkrar
glefsur.
I dóimi Kristeligt dagblad seg-
ir N. H. Söe að um sé að ræða
allvel skrifaða framtíðarskáld-
sðgu. Þar sé ríkið með nefið
niðri hvers manns koppi og svo
sé nú málum komið, að hjón
fái ekki að eignast barn nema
til komi samþykki Niðjamála-
ráðuneytisins, og það er engan
veginn auðfengið. „Ádeilan er
býsna vel gerð. Ekki leikur á
tveimur tungum, hvert sögusvið-
Ið er. En hvort sagan hefur
áhrif á réttum stöðum er þó
vafasamt. Rithöfundurinn er mér
að öðru leyti ókunnur."
I Silkeborg Avis segir að bók-
in sé mjög glettnislega skrifuð
en vissulega búi alvara að baki.
Höfundur leggi milli línanna
spurninguna: „Hvað verður um
okkur, manneskjumar, í þessu
skipulagða eftirlitsþjóðfélagi?“
Erik H. Madsen segir í Vest-
kysten m.a. að saga Njarðar
gerist i Reykjavík og íslenzkir
lesendur muni væntanlega kinka
kolli samþydckjandi við ýmsu,
þótt framtíðarskáldsaga sé.
Madsen rekur söguþráðinn og
segir síðan: „Hugmyndin er
ágæt og kjörið efni í ádeilu. En
það er ekki sérlega innblásið,
hvemig henni er komdð til skila.
I stilnum er þyrkingur, sem úti-
lokar bæði geislandi glettni og
Wjóðláta reiði. Það er dæmigert
að bókinni lýkur rétt í þann
mund, að aðalsöguhetjan ætlar
heirn að segja konu sinni frá
endanlegum ósigri; þ.e. í sömu
amdrá og bókin hefði gefið til-
efni til að verða verulega al-
varleg eða hættuleg. Við höfum
á ti'lfinningunni, að efni í góða
smásögu hafi verið blásið upp
í meira en það fær staðið undir.“
1 Aarhus Stiftstidende segir að
Grevas Forlag kynni dönskum
lesendum skemmtilegan íslend-
ing, einmitt um þær sömu
mundir og kvartað sé undan því,
að islenzkar samtimabókmennt-
ir séu ekki þýddar á dönsku.
Segdr þar að Njörður Njarðvík
taki með hranalegri kaldhæðni
í karphúsið stjómmálamenn og
— Umræður
Framhalð af bls. 2.
árvissir loðnuárgangamir væru,
hvað sjálft afurðaverðið mundi
þola mikla fjárfestingu í nýjum
dreifingartækjum, o.fL Ráðherr-
ann sagði, að þær verksmiðjur
sem ynnu loðnuna, væru stað-
settar með allt annað í huga, þ.e.
Síldina.
Eggert G. Þorsteinsson sagði,
að þrálátar sögur gengju um
það, að einkaverksmiðjur hefðu
lofað fríðindum eða hærra vérði
til báta til þess að fá afla þeirra
og fengju ríkisverksmiðjur því
ekkert. Af þessum sökum dragi
útgerðarmenn og sjómenn i efa,
að verðlagningin sé rétt. Þá
kvað ráðherrann Norðmenn hafa
tekið upp þann hátt í sambandi
við síldina, að greiða mismun-
andi verð eftir því hvar landað
var til þess að beina aflanum til
vinnslu á þá staði þar sem at-
vinnuleysi hefði verið. Eggert G.
Þorsteinsson sagði, að hér væri
hreyft máli, sem þarfnaðist at-
hugunar og endurskoðunar, en
það væri ekki auðvelt að fyrir
Skipa bátum að landa á tiltekn-
um stöðum. Hingað til hafa skip
Stjórarnir sjálfir viljað ráða því,
hvar þeir landa, sagði ráðherr-
ann.
skriffinna, er fari óvægilegum
höndum um litlu manneskjuna,
sem ekki fái varið hendur sínar,
heldur verði að beygja sig fyr-
ir valdinu.
1 Jyllandsposten segirHenning
Ipsen, að sagan beri ótvíræðan
vott um gáfur og kunnáttusemi
höfundarins. „Stjómmálamenn
munu sennilega ekki hugsa hlýtt
til hans vegna þessarar bókar,
en þeir ættu að geta hlegið og
litið í eigin barm. Ádeilan er
það bitastæð, að bókin ætti ekki
aðeins að komast til þedrra les-
enda, sem kunna norsku, enda
fj'aJlar bókin ekki um niein sér
íslenzk vandamál, heldur um
ráðaleysið gagnvart stjómmála-
maskínunni sem allir þekki."
1 Göteborgs Posten segir Crisp
in Ahlström m.a.: „Sagan er svart
sýnisleg og engin lausn er á
vandanum i sjónmáli. Ég leyfi
Njörður P. Njarðvík.
mér að lokum að geta þess að
bók Njarðar Njarðviks er nú
fyrir hendi í íslenZkri, danskri
og norskri útgáfu, en ekki
sænskri. Vaknið herra útgefend-
ur! Það eru til bækur, sem má
þýða, jafnvel frá íslandi. Bók
Njarðar verðskuldar að vera
þýdd á sænsku ...“
Stjórnarfrumvarp;
Iðnþróunar-
*
stofnun Islands
taki við starfi Iðnaðarmála-
stofnunar
RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp um
Iðnþróunarstofnun Islands,
sem á að taka við allri starf-
semi Iðnaðarmálastofnunar-
innar og verður Iðnþróunar-
ráð stjórn hinnar nýju stofn-
unar, en skipuð verður sér-
stök framkvæmdastjórn. í
greinargerð frumvarpsins
segir m.a.:
„Fyrirliggjandi eru mikil
verkefni á sviði iðnþróunar-
Apavatn er bezta
veiðivatn landsins
860 býli fá rafmagn fram til 1975
Á FUNDI Búnaðarþings í gær
voru lögð fram 4 ný mál.
Tillaga til þingsályktunar mn
heildarlöggjöf um nýtingu og
rétt til óbyggða, afrétta og al-
menninga, sent Búnaðarþingi
frá Álþingi. Tillaga til þings-
ályktunar um rannsókn á mögu-
leikum á útflutningi á fram-
leiðsluvörum gróðurhúsa, einn-
ig frá Alþingi 3. Erindi stjórn-
ar Búnaðarfélags íslands, um for
kaupsrétt sveitarfélaga á jörð-
um. 4. Erindi stjórnar Búnað-
arfélags tslands um fiskirækt í
vötnum landsins.
Þá voru flutt tvö erindi, Val-
garð Thoroddsen, rafmagnsveitu
stjóri ríkisins ræddi um raforku-
mál sveitanna og Þór Guðjóns-
son, veiðimálastjóri, um stöðu-
vötn á íslandi og veiði í þeim.
f erindi Valgarðs kom m.a.
fram að í árslok 1970 höfðu 3814
sveitabýli fengið rafmagn frá
rafmagnsveitum ríkisins. Sveita-
Iínur með tilheyrandi stofnlín-
um eru 5100 km að lengd.
I frumdrög að fjárfestingu
fram til ársins 1975, er gert ráð
fyrir, að 860 býli fái rafmagn
og kostnaður verði 383 millj.
króna, miðað við óbreytt verð-
lag. Samtals er gert ráð fyrir,
að 4.909 sveitabýli hafi fengið
rafmagn frá samveitum fyrir
árslok 1975.
Þá ættu aðeins að vera eftir
17 býli, sem ekki hafa verið
tengd samveitum. Næst ræddi
rafmagnsveitustjóri, um verð á
raforku og gat þess, að bænd-
ur fengju í sívaxandi mæJi raf-
magnið á aflmarkstaxta.
Þór Guðjónsson, veiðimála-
stjóri ræddi í upphafi erindis sins
um hinar mismunandi aðstæður
við vötn hér á landi, og gerði
grein fyrir þeim atriðum, sem
hefðu mest áhrif á vöxt silungs
í þeim. Apavatn taldi hannbezta
veiðivatn landsins, en það hefur
gefið af sér um 20 kg af silungi
af hverjum hektara, en úr Mý-
vatni fást um 10 kg af silungi
af hektara. Næst ræddi hann um
leiðir til að auka afrakstur veiði-
vatna. Taldi hæpið að borgaði
sig að bera áburð í vötnin, þar
sem silungurinn er ekki jurta-
æta. Veiðimálastjóri taldi ekki
timabært að fiskrækt gæti orð-
ið aukabúgrein, þvi ennþá væri
margt ólært á þessu sviði. Árni
Isaksson, fiskifræðingur, sem
starfar hjá Veiðimálastofnun-
inni mun sérstaklega vinna að
tilraun á eldi silunga, og hann
mun einnig gera tilraun með sil-
ungsrækt í samvinnu við bænd-
ur. 1 lok ræðu sinnar bauð veiði-
málastjóri, Búnaðarþingsfulltrú-
um að skoða stöðina í Kollafirði.
Þá voru 3 mál afgreidd frá
Búnaðarþingi. Það var erindi
Jóns H. Þorbergssonar um inn-
flutning á hrútasæði. 1 ályktun
Búnaðarþings kemur fram, að
þingið telur ekki ástæðu til að
gera efnislega ályktun um þetta
mál nú, þar eð ráðið er, að á
næstunni, mun verða haidin ráð-
stefna um stefnumótun á Akur-
eyri.
Búnaðarþing mælir með því við
Alþingi, að það samþykki þings-
ályktunartillögu Jónasar Jóns-
sonar og fleiri, um eflingu kai-
rannsókna, sem staðsett verði á
Akureyri.
Frá Allsherjamefnd var sam-
þykkt ályktun um þrjú frum-
vörp til laga varðandi kennslu-
mál, sem send voru frá mennta-
málaráðuneytinu. 1 ályktuninni
er bent á nauðsyn þess, að frum-
vörpin þurfi gaumgæfilegrar at-
hugunar við, áður en þau verða
lögfest. Þvi leggur þingið áherzlu
á, að afgreiðslu þeirra verði ekki
hraðað um of, og sem flestum
aðilum, er mál þessi varða, gef-
ist kostur á að kynna sér hvern-
ig þau komi til með að verka I
reynd, bæði með tilliti til náms-
tilhögunar og kostnaðar.
Næsti fundur Rúnaðarþings
hefst kl. 9.30 í dag.
Viðhorfin
hafa breytzt
— síðan Áburðarverksmiðjan
var hönnuð
ÞF.SSAR staðreyndir eru í gról-
um dráttum réttar, sagði Run-
ólfur Þórðarson, verksmiðjustjóri
Áburðarverksmiðjunnar í Gufu-
nesi er Mbl. bar undir hann frétt
úr blaðinu í gær um að frá verk-
smiðjunni dreifðust árlega um
500 tonn af eiturefnum út í loft-
ið. En verksmiðjan var hönnuð
árið 1952 og framfarir orðið
miklar síðan. Viðhorfin til meng
unarmála hafa líka breytzt mik-
ið, og ekki hefur fyrr en alveg
nviega verið amazt við þeim
hundraðshluta af efnum frá slík-
um verksmiðjum, sem þama er.
Sagði Ruinólfur að rætt hefði
verið uim þessi máll í stjóm verk-
smiðjuirmar, en eadceirt verið
ákveðið. Ýmsiair leiðir væru til,
tii að draga úr siikri meniguin en
allit slíkt væri kostnaðarsamt. —
Vatfaliaiuist yrðu settar hér regiur,
sem aniniars staðar, sem yrði að
fyflígja.
Það mieanguiniarefni, sem um er
að ræða frá Áburðarverksmiðj-
uriini er köfniumiairefniisoxíð, en það
myndast eiminig þegar bílmótoriar
ganiga. Það efmi er brúinlleiitt.
mála hér á landi á næstu árum.
Iðnþróunarstofnun Sameinuðu
þjóðanna (UNIDO) hefur heitið
tæknilegri aðstoð í þessum efn-
um og hefur iðnaðarráðherra
ákveðið, að Iðnaðarmálastofnuu
íslands annist framkvæmd þess
ara mála í samvinnu við ráðu-
neytið. Er því auðséð, að starf-
semi stofnunarinnar hlýtur að
mótast af þessum verkefnum á
næstunmi, jafnframt því sem
Iðnþróunarráð hlýtur um þau
að fjalla. Þetta er ein af ástæð-
um þess, að rétt er talið, að Iðn
þróunarráð sé gert að stjórn
Iðnaðarmálastofnunar íslands,
en jafnframt að nafni stofnumar
innar sé breytt í Iðnþróunarstofn
un fslands. Við þessa breytingu
er nauðsynlegt, að í Iðnþróunar
ráð komi fulltrúar ýmissa stofn-
ana og félagasamtaka, sem hafa
tvímælalaust áhrif á þróun iðn-
aðar í landinu.“
— Hass
Framhald af bls. 32.
föður sinn og kom þeim feðgin-
um saman um, að réttast væri
að tilkynna lögreglunni um mál-
ið og er stúlkan svo fékk tilkynn
ingu um böggulinn frá tollinum,
fór faðir hennar með tilkynning-
una til lögreglunnar. Þegar pakk
inn var svo opnaður komu í ljós
þrjú ilmkerti og við nánari skoð-
un fundust þrir kögglar í tveim-
ur þeirra, sem við litaprófun
sýndu sig vera hass. Var mjög
haganlega frá þessu gengið —
stálvír settur niður með kveik-
unum og hringaður i kertisbotn-
ana, þannig að þeir skárust frá
þegar kveikt var á kertunum.
Var þá hægt að tína hassmolana
út og síðan nota kertin áfram
sem heil væru. Sterkur ilmurinn
frá kertunum átti svo að tryggja
að þjálfaðir hundar, sem lög-
reglan erlendis notar til að þefa
uppi fíkni- og eiturlyf, fyndu
ekki lyktina af hassinu.
Atriði í leikritinu.
Leikför kennaraskóla-i
nema til Akureyrar
— sýna leikritið „Jakob
eða uppeldið44
KENNARASKÓLANEMAR
fara í dag til Akureyrar þar
sem þeir munu sýna „Jakob
eða uppeldið“ eftir Ionesco, í
þýðingu Karls Guðmundsson-
ar. Tvær sýningar verða í
Samkomuhúsinu á Akureyri
á fimmtudag kl. 5 og 20,30.
Jakob eða uppeldið hefur
verið sýnt 5 sinnum í Lindar-
bæ fyrir fullu húsi og við
mjög góðar undirtektir. Leik-
arar eru 9, allir nemendur i
Kennaraskóla íslands og leik-
stjóri er Einar Þorbergsson.
Áður en sýniimig hefstt verð-
uir filuittuir fonmóiii, sam fjaJll-
ar uim hötfiuindimx.
Þetta er í fyrsta siinm, sem
kemmiaraskóiamemair fara tili
Akureyrar með leilksýniingu,
en áður fyi-r vair slíkt siðuir
hjá Herranótt MR, eða þar till
fyrir fáiuim árum er sýnimigiar
Herranætur urðu mjög um-
famgsmiklar.
„Jakob eða uppeldið“ er
gamaníLeifcriit, sem fjalliar uim
mannilífið í þjóðfédagimu.