Morgunblaðið - 08.04.1971, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1971
Lok handknattleiksvertíðarinnar:
Dönsku meistararnir,
Efterslægten leika
hér þrjá leiki
*
— við Islandsmeistarana FH,
Hauka og Val — Fyrsti leikurinn
í íþróttahúsi Hafnarf jarðar í dag
talið að félagið hafi aldrei áður
haft eins góðu liði á að skipa,
né þjálfara, en sá er John
Björ'klund sem einnig er þjálf-
ari danska landsliðsins.
Efterslægten hefur komið áð-
ur í keppnisför til íslands. Það
var árið 1955, er liðið kom hing
að í boði KR. Gerði það þá jafn-
tefli við gestgjafa sína, vann úr
valslið Hafnarfjarðar og Reylkja
vikur, en tapaði fyrir landslið-
inu 12—18.
LEIKMENN
Leikmenn Efterslægten eru eft
irtaldir:
1. Benny Nielsen, markvörður.
Hefur leikið 10 landsleiki og er
í æfingaliði fyrir Olympíuleik-
ana.
2. John Picknik, markvörður,
19 ára.
3. Vagn Olsen, fyrirlíði 28 ára.
— 6 landsleikir, þar af einn við
ísland s.l. sunnudag. Er I æf-
ingaliði fyrir Olympíuleikana.
4. Sören Jensen, 28 ára. Hef-
ur leikið 15 landsleiki og var m.
a. í danska silfurliðinu í heims-
meistarakeppninni 1967.
5. Max Nielsen, 31 árs. Hef-
ur leikið 76 landsleiki. Hann var
í danska silfurliðinu 1967 og
markhæsti maður Danana í
heimsmeistarakeppninni í Frakk
landi s.l. vetur. Er í æfingaliði
fyrir Olympíuleikana.
6. Ole Kristensen, 25 ára.
7. Arne Andersen, 26 ára. Hef
ur leikið 82 landsleiki, m.a. báða
landsleikina við ísland um s.l.
helgi. Hann var i danska silfur-
liðinu á H.M. 1967 og er í æf-
ingaliði fyrir Ol.
8. Tom Lund, 25 ára. Hefur
'leikið 2 lamdsleiki og er í æfinga-
liði fyrir Olympíuleikana.
9. Knud Erik Balleby, 26 ára.
Er í æfingaliði fyrir Ol.
10. Bjarne Bötker, 25 ára.
11. Henrik Dahl, 28 ára.
12. Jörgen Brahtz, er talinn einn
af beztu markvörðum Dana.
Leikur hér fyrstu leiki sína með
Efterslægten. Var áður með II.
deildar liðinu Gullfoss.
Einn þekktasti leikmaður Eft erslægten er Max Nielsen, en
hann hefur áður komið liingað sem leikmaður MK 31. Nlel-
sen byrjaði að leika með Efterslægten s.l. haust, en þar mnnu
honum hafa verið boðin betri kjör en hann hafði hjá MK-Sl.
Bandarískir
íþróttamenn
keppa í Kína
Fyrstu íþróttasamskipti
þjóðanna síðan 1949
Nagoya, Japan, AP.
TEKIZT hafa samningar um
að bandaríska borðtennisliðið,
sem tók þátt í heimsmeistara-
keppninni í iþróttinni, sem ný-
lega er lokið í Japan, fari í
keppnisför til Kína. Verður þetta
i fyrsta skiptið síðan 1949 sem
Keppt um sendiherrabikarinn:
Islendingar sigruðu
— í tveimur fyrstu leikjunum
SÖGULEGRI og skemmtiIegTÍ
handknattleiksvertíð lýkur nú
um páskana með leikjum Dan-
merkurmeistaranna, Efterslægt-
en við beztu lið Islands. Er það
vissulega vel til fallið að þetta
séu síðustu leikirnir, þar sem JtJ
verður hægt að segja að spenn
an hafi haldizt frá fyrsta leik
til hins síðasta.
Fyrsti leikur Efterslægten fer
fram í dag og leikur liðið þá við
Hauka úr Hafnarfirði, sem urðu
i fjórða sætinu í íslandsmótinu
i handknattleik. Fer leikurinn
fram i hinu nýja íþróttahúsi
Hafnarf jarðar og verður þarmeð
fyrsti stóri handknattleiksleikur
inn sem þar fer fram. Smíði
hússins er nú að mestu Iokið,
og allir sammála um að húsið
sé hið ágætasta, þótt minna
megi það ekki vera. Þannig má
t.d. búast við að margir þurfi
ffrá að hverfa Jjegar Hafnar-
ffjarðarliðin leika þar heimaleiki
i 1. deild íslandsmótsins næsta
vetur.
Keppnin í iþróttahúsi Hafn-
firðinga hefst kl. 16.00 í dag með
forleik í 4. flokki pilta, þar sem
Hafnarfjarðarliðin FH og Hauk-
ar mætast. Hálfri klukkustundu
siðar flytur svo Matthías Á.
Mathiesen alþingismaður ávarp,
en að þvi ioknu kynnir Hermann
Þórðarson handknattleikslið
Hauka og Efterslægten sem síð-
an hefja keppni. Dómarar í
leiknum verða tveir kunnir FH-
ingar, þeir Ingvar Viktorsson og
Birgir Bjömsson.
Næsti leikur Efterslægten verð
ur svo á iaugardaginn, og má
segja, að það sé sá leikur liðs-
ins sem beðið er með mestri ó-
þreyju, en þá mætir það F.H.
Það verða sem sagt Danmerkur
meistaramir og íslandsmeistam-
ir sem leiða saman hesta sína.
Fæst þar með samanburður á
beztu liðunum á Islandi og í Dan
mörku. Sá leikur hefst kl. 15.30
og dómarar i honum verða þeir
Jón Friðsteinsson og Haukur
Þorvaldsson. Forleikur verður i
2. flokki kvenna og leika þar
UMFN og FH.
Á mánudaginn 12. apríl tekur
svo Efterslægten þátt 1 afmæl-
íshraðmóti Hauka, sem einnig
fer fram í Hafnarfirði. Taka sex
lið þátt í þessu móti og verður
keppt um bikar sem vinnst til
eignar. Dregið hefur verið um
röð liðanna sem mætast í fyrstu
umferð og verða Jjau þessi:
Fram — FH
KR í
I deild
KR sigraði Ármann með 19
mörkum gegn 10 í úrslitaleik
f H. deild íslandsmótsins í hand-
knattleik, sem fram fór í Laug-
ardalshöllinni i gærkvöldi.
Leikur KR þvi f fyrstu deild
næsta ár. Staðan í leikhléi var
8—6 fyrir KR.
Vaiur — Haukar
KR — Efterslægten
Dómarar 5 hraðkeppnimótinu
verða Magnús V. Pétursson, Val
ur Benediktsson, Eimar Hjartar-
son og Eysteinn Guðmundsson.
Síðasti leikur Danmerkur-
meistaranna verður svo í Laug-
ardalshöllinni á þriðjudagskvöld-
ið og mætir liðið þá Val. Hefst
sá leikur kl. 20.30 og dómarar
í honum verða þeir Karl Jóhanns
son og Bjöm Kristinsson. Þar
má búast enn einu sinni við
hörkuleik og verður fróðlegt að
sjá hvemig hið leikandi og
Skemmtilega Valsiið kemur út í
viðureigninni við Danmerkur-
meistarana.
EFTERSLÆGTEN
Vera kann að Efterslægten sé
elzta handknattleikslið heims, en
það var stofnað 1. október 1920
af nemendum úr menntaskólan-
um Efterslægten. Á árunum
1925—1931 var félagið bezta hand
knattleikslið Danmerkur, en á
Jjessum árum var aðeins keppt
í Danmörku.
Siðan hafa skipzt á skin og
skúrir í sögu félagsins. Það lék
um tíma i 3. deild, en komst
upp í 1. deild keppnistímabilið
1968—1969 og hafnaði þá í fjórða
sæti í deildinni. Keppnistímabil-
ið 1969—1970 varð það í öðru
sæti, en nú í ár rauf það fimm
ára sigurgöngu HG og hreppti
Danmerkurmeistaratitilinn. Er
Golfmenn
GOLFSAMBANDIÐ gengst fyrir
sýningu góðrar golfmyndar í
Domus Medica, þriðjudaginn eft
ir páska, eða 13. april kl. 8.30.
Verður sýnd ein af myndunum
úr flokknum Shells Wonderful
World of Golf.
Margir
kallaðir
— f áir útvaldir
MEIRI en lítill áhugi virðist
vera hjá ungum knattspyrnu-
mönnum að komast í Faxaflóa
úrval það sem keppa á í Skot-
landi dagana 4.—10. júlí n.k., en
þar fer þá fram knattspyrnumót
sem piltar, 17 ára og yngri taka
þátt í. KSI. skrifaði til félaganna
á Faxaflóasvæðinu og bað þau
að tilnefna pilta til undirbúnings
æfinga fyrir ferðina og hefur nú
verið boðuð þátttaka 60 pilta,
sem munu hefja æfingar á Þrótt
arveliinum nú um páskahelg-
ina. Úr þessum stóra hópi verða
síðan valdir 14—15 til fararinn-
ar og má því með sanni segja
að margir séu kaílaðir, en fáir
verði útvaldir.
Tveir leikir hafa nú verið
leiknir í hinni árlegu Sendi-
herrabikarkeppni, sem er
keppni milli Varnarliðsins á
Keflavikurflugvelli og Reykja-
vikurúrvals í körfuknattleik.
Báðir þessir leildr hafa verið
leiknir suður á flugvelli og hef-
ur islenzka liðið sigrað í bæði
skiptin.
Áður en þessi keppni hófst
nú, var reiknað með þvi, að
Vamarliðsmenn myndu reynast
skeinuhættir í vetur, því vitað
er að lið þeirra hefur sjaldan
verið sterkara en nú. Fyrri leik-
urinn sem búinn er, var leik-
inn s.l. sunnudag, og þá sigraði
islenzka ldðið mieð 91:81.
Siðari leikurinn var svo leik-
inn í fyrrakvöld, og var sá leik-
ur frábærlega vel leikinn af
beggja hálfu.
Vamarliðið hafði frumkvæðið
framan af, og komst t.d.
í 12 stiga forustu um miðjan
fyrri hálÆieik 32:20. En með
mikilli ákveðni tókst ísienzka
liðinu að minnka muninn niður
í fímm stig fyrir leikhlé 38:33.
Fram að miðjum síðari
hálfDeik var leikurinin mjög
jafn, og skildi aðeins eitt stig
'liðiin þegar (hál'flei'kuiriinmi var
hálfnaður. En þá upphófst glæsi
legur leikkafli hjá islenzka lið-
inu, og með mjög glæsilegum
leiftursóknum sem báru árang-
ur í hiverri ein.ustu sókn að heita
nnátti tiókst liðinu að ná ytfir-
burðastöðu á síðustu mín. leiks-
ins og sigra verðskuldað með
83 stigum gegn 69.
Þetta er í fimmta skiptið sem
þessi keppni fer fram, og hefur
íslenzka liðið borið sigur
úr býtum í ödl hin skiptín.
Mikill áhugi er fyrir þessari
keppni suður á Keflavikurflug-
velli, mun meiri en hefor verið
hjá okkur hingað til, og til
gamans má geta þess, að í hvert
einasta skipti sem leikið er þar
suður frá er útvarpslýsing þar
frá leikjunum í heiid.
gk.
þessar þjóðir hafa iþróttaleg
samskipti, en undanffarln ár hef
ur Kina verið mjög lokað land
fyrir íþróttasamskipti. fþrótta-
fólk þaðan hefur ekki tekið þátt
í alþjóðlegum keppnum og
iþróttamönnum annarra þjóða
hefiu- ekki verið boðið Jjangað til
keppni.
Samningaviðræður um keppn-
isför þessa hafa staðið að und-
anfömu í Nagoya í Japan og
hafa verið mjög vinsamlegar.
Munu 15—16 bandarískir íþrótta-
menn, auk fararstjóra og frétta-
manna fara til Kína og keppa
þar nokkra leiki við heimamenn
dagana 10. og 11. apríl.
Talsmaður Kínverjanna i Jiess
um samningaviðræðum, Sung,
sagði við fréttamenn eftlr að
samningar höfðu tekizt, að
Bandarikjamenn hefðu margsinn
is óskað eftir því að fá að koma
í keppnisför til KSna og þeim
hefði verið boðið til þess að
íþróttamenn landanna gætu
lært hver af öðrum, og til
þess að auka vináttu landanna.
Talsmaður Bandarikjamanna,
Steenhoven, tók i sama streng.
Hann sagði að bandariska
keppnisfólkið hiiakkaði tl fiarar-
innar, og lauk miklu lofsorði á
kínverska iþróttafólkið, sem
stendur í fremstu röð í þessari
íþróttagrein.
Bandarisku keppendurair
segjast vonast til þess að með
ferð þessari hefjist samskipti
milli landanna á fleiri sviðum
íþrótta, og að þaö geti sýnt K5n-
verjum þá hlið á Bandarikja-
mönnum sem Jæir séu lítt kunn-
ugir.