Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAfXCÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1971 11 1 Tveir fyrrverandi nemendur Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, Sig ríður Þorvaldsdóttir og Bessi Bjarnason í lilutverkum sínum í „Ég vil, ég vil“. Leiklistarskóli Þjóð leikhússins 20 ára í DAG, miðvikudaginn 19. maí, eru liðin 20 ár frá því að fyrstu nemendur útskrifuðust frá Leik listarskóla Þjóðleikhússins. Þenn an dag fyrir 20 árum voru út- skrifaðir 3 ungir leikarar frá Leiklistarskólanum, en þeir voru Gerður Hjörleifsdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Valdimar Lárusson. f lögum um Þjóðleikhús frá árinu 1949 er tekið fram að eitt af aðalverkefnum leikhússins sé að halda skóla til eflingar ís- lenzkri leikmennt. Samkvæmt þessu lagaákvæði var Leiklistar skóli Þjóðleikhússins stofnaður um haustið 1950. Forstöðumað- ur skólans var ráðinn Guðlaug- ur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, og hefur hann verið það síðan. Af rúmlega 30 umsækjendum, sem þreyttu próf inn í skólann haustið 1950, stóðust 11 prófið og voru teknir inn í skólann. Næsta vor útskrifuðust þrír af þessum nemendum, vegna sér- lega góðrar frammistöðu. Fram til ársins 1964 var skól inn tveggja ára skóli, en var þá lengdur í þrjú ár. Alls hafa 77 nemendur útskrifazt frá skólan- um. Tíú nemendur eru nú í skól anum og eiga að útskrifast það an eftir eitt ár. Af þessum 77 nemendum, sem hafa útskrifazt, hafa 69 stundað leiklist að meira eða minna leyti, eða rúmlega 90%. 50 hafa leikið hjá Þjóð- Ieikhúsinu og 16 hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en þrír nemendur frá Leiklistarskóla Þjóðleikhúss ins eru nú fastráðnir við leik hús í Þýzkalandi. Um þessar mundir eru 27 hinna útskrifuðu nemenda starfandi hjá Þjóðleik húsinu og 6 hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Margir hafa starf að og starfa nú sem leikstjórar og leikarar úti á landi, í kaup stöðum og sveitum víðs vegar um landið. Stór hluti þeirra, sem hafa leiklistina að aðalstarfi í dag, eru því nemendux frá Leik listarskóla Þjóðleikhússins. Á sl. vetri störfuðu átta kenn arar við skólann, en þeir eru: Bríet Héðinsdóttir, Erlingur Gíslason, Guðbjörg Þorbjamar- dóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, ballettmeistari, Stefán ísiandi, óperusöngvari, Þórunn Magnús- dóttir, dr. Þorvarður Helgason og Klemenz Jónsson og hefur hann kennt lengst allra við skól ann, eða allt frá byrjun. Próf- nefnd skólans skipa 7 manns, fimm leikarar og leikstjórar við Þjóðleikhúsið, formaður þjóð- leikhússráðs og þjóðleikhússtjóri sem er formaður prófniefndar. Helztu námsgreinar skólans eru: Framsögn, leikur, skilming ar, dans, andlitsförðuin, leik- tækni, látbragðsleikur, sálfræði, útvarpsleikur, stílsaga, leiklistar saga, sviðshreyfingar o. fl. Auk þess gefst nemendum kostur á að koma fram í ýmsum leiksýn ingum Þjóðleikhússins, meðan á náminu stendur. í kvöld er öllum þeim er stundað hafa nám í skólanum boðið á leiksýningu í Þjóðleik- húsinu, en þá verður söngleikur inn „Ég vil, ég vil“ sýndur í síðasta skipti í Þjóðleikhúsinu og er það 44. sýning leiksins. Leikendumir í leiknum eru sem kunnugt er Bessi Bjarnason og Sigríður Þorvaldsdóttir, en þau stunduðu bæði nám í Leiklistar skóla Þjóðleikhússins. Eftir sýn inguna verður hóf í Leikhús- kjallaranum fyrir alla fyrrver- andi og núverandi nemendur skólans og gesti þeirra. ( Frá Þj óðleikhúsinu). Hve mikill er búfén- aður landsmanna? HAGSTOFA fslands hefur sent frá sér aprilhefti Hagtíðinda og er þar getið tölu búfjár, upp- skeru garðávaxta og heyfengs fyrir árin 1968 tU ’70. Kemur þar fram að nautgripir voru ör- litlu færri á árinu 1970 en 1969. Fæstir voru nautgripirnir 1968 eða nálega 1000 færri en 1970, er þeir voru rúmlega 53 þúsund á öUu landinu. Mest var um nautgripl á Suðurlandi, tæpiega 20 þúsund. Fæstir voru naut- gripir á svokölluðii Reykjanes- svæði eða tæplega 1500. Þessi þrjú ár hefur sauðfé á landinu fækkað ár frá ári. 1968 var sauðfé á landinu 820.166, 1969 780.462 og 1970 735.543. Mest sauðfé er í sveitum Suð- urlands 1968, tæplega 185 þús- und og 1970 tæplega 160 þús- und. Minnst fækkaði sauðfé þessi ár á Austurlandi, þar voru 1970 tæplega 126 þúsund f jár. Hrossum hefur fækkað á land- innu þessi þrjú ár um nær 1000. 1970 voru hross á öUu landinu tæplega 33.500. Flest hross eru í Suðurlandi og Norð- urlandi vestra um 11 þúsund og 10 þúsund hross. Fæst hross eru á Vestfjörðum töluvert innan við 1000 hross öll árin. Heyfengur þurr fer minnk- andi öll árin úr 2.8 milljónum rúmmetra 1968 í 2.1 milljón rúmmetra árið 1970. Minnkar heyfengur stórum þessi ár á Reykjanessvæðinu, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Á siðastnefnda svæðinu nær þó þurr heyfengur hámarki 1969, en dalar aftur og hið sama ger- ist á Austurlandi. Mesta harð- ærið í heyskaparmálum á Suð- urlandi er 1969. Úthey jókst frá árinu 1969 til 1970 úr 39 þúsund rúmmetrum i 92 þúsund rúmmetra. Votheys- verkun hefur farið vaxandi á árunum, en þó er samdráttur í henni frá árinu 1969 til 1970. Mest er verkað í vothey á Suð- urlandi og á Vestfjörðum. Kartöfluframleiðsla áranna 1968 og 1970 er mjög svipuð að magni til, 56 þúsund tunnur fyrr Famh. á bls. 23 Kaffisala Kvenfélags Laugarnessöknar ÞAÐ var víst í kvikmynd, sem ég sá það nýlega að ferðamað- ur gat farið í gegnum toliskoð- unina í Rio de Janeiro í Brasil íu með alls konar varning næsta óáreittur, en þegar í ferðatösku hans fannst glas með brenndu og möluðu kaffi, fluttu frá Evr ópu og inn í Brasilíu, ætlaði allt að fara á annan endann á tollstöðinni yfir slíkri endemis móðgun við hina brasilísku þjóð, að ætla að flytja kaffi inn í sjálft frægasta kaffiland heims ins. Ég þarf 'víst ekki að taka það fram eftir þennan inngang, að það verður eingöngu hið góða Brasilíukaffi, sem borið verður fram á kaffisölu Kvenfélags Laugamessóknar á morgun, uppstigningardag í veitingahús- inu við Lækjarteig 2, (áður Klúbbnum) þar sem útsýn er yfir innsiglinguna til Reykjavík- ur og yfir „Sundin blá“, sem Tómas orti svo fagurlega um hér áður. Kaffisalan hefst kl. 3 að lokinni guðsþjónustu í Laug- arneskirkju, þar sem séra Jó- hann Hannesson prófessor mim predika. Það mun víst enginn hafa rit að jafn stórfenglega um móðurina og H. C. And- ersen í samnefndu ævintýri, móðurina, sem vildi gefa allt fyrir líf barnsins síns, jafnvel sín eigin augu. Það er þessu hlutverki, sem safnaðakven- félögin hafa gegnt fyrir ungu söfnuðina hér í Reykjavík um undanfarin ár og áratugi. Kven- félögin hafa á vissan hátt verið mæður safnaðanna og þeir, hin- r nýju söfnuðir, verið reifa- böm þeirra. Og þessar konur hafa lagt á sig erfiði og vökur, lagt sig fram, fórnað og gefið, tíma sinn, fjármuni, elju, áhuga og elsku — allt, sem góð móðir vill gjöra fyrir barn, sem á að dafna og vaxa. Því eiga þær það sannarlega skilið þessar kon ur að við styrkjum þær í starfi. Þær vinna af hugsjón og trúa því, að þær vinni þjóðinni til heilla ekki sízt andlega, bæði ungum og öldnum. Allur ágóði af kaffisölu Kven félags Laugarnessóknar á morg- un rennur til hins væntanlega safnaðarheimilis sóknarinnar, sem verið er að „hanna“ og á að hýsa allt það fjölbreytta starf fyrir æskuna og alla ald- ursflokka, sem nú er orðið fast ur liður með borgarsöfnuðimum flestum. Ég vil hvetja alla velunnara Laugamessafnaðar til að fjöl- menna til kaffisölu kvenfélags- ins á morgun. Hverjum einstök- um mun íagnað seifi vini. Og við hlökkum til að sjá fyrrver- andi sóknarböm koma — eins og undanfarin ár — jafnvel frá ná grannabæjunum, svo sem úr Keflavík og Garðahreppi og víðar að af tryggð og velvild til sóknarinnar sinnar gömlu við „Sundin blá“. Garðar Svavarsson. Róbert Arnfinnsson Hver man ekki eftir hinni frábæru frammistöðu Róberts í söngleiknum „Fiðlarinn á þakinu?" Og hver hefur ekki notið hins lífiega leiks Róberts í hlutverki „Zorba" í samnefndum söngleik, sem nú er verið að sýna í þjóðleikhúsinu? Nú hefur Róbert sungið tvö lög úr hvorum þessara söngleikja: (í fyrsta sinn og Ég er frjáls úr Zorba og Ef ég væri ríkur og Sól rís, sól setzt úr Fiðlaranum á þakinu) inn á hljómplötu, sem er komin í verzlanir aðeins tólf dögum eftir að hún var hljóðrituð Og Róbert stendur sig ekki síður á þessari 45 snúninga hljómplðtu en hann gerir á fjölum Þjóðleikhússins. SG-hljómplötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.