Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1971 BÍLALEIGAX 'ALUMt 25555 ¦ WUÍIBIR BILALEIGA HVERFISGÖTU103 VW S«ndíferSabifreið-VW 5 minra-VW :./efr,vagn VW 9 manna - Landrovw 7raanna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. Bilaleigan 9 ___ "^cy* ÞVERHOLTI15 SÍMI15808 (10937) JOFTLEIDIRj BÍLALEIGA < CAR RENTAL Tf 21190 21188 % Gölluð „velferð" — eða raunhæf gæfa? — Opið bréf til íslendinga — Þessar fyrirsagnir setur Sveinn Ólafsson í Silfurtúni bréfi sinu og skrifar síðan: „Kæri samborgari. Við erura báðir Islendingar, heimilismenn lítils þjóðarheim- ilis. — Líðan þín, afkoma og hamingja er því háð því, hvern- ig mér farnast; svo eru mín lífsskilyrði einnig háð því, hvernig þér og öllum hinum á heimilinu farnast. — Það er því meginskilyrði velgengni okkar beggja og allra hinna, að við látum okkur annt um velferð hvor annars og þeirra allra hinna, hvers um sig. Lif okkar og viðdvöl í þess- um heimi er stutt. — Megin- verðmætin eru það, sem þessi dvöl skiiur eftir; hin andlegu verðmæti. — Hin veraldlegu verðmæti hafa einnig sína þýð- ingu, en aðeins sem hjálpar- meðal til að þroska okkur og þjálfa í því, sem hefir eilífðar- gildi: mannkostum og dyggð- um — fögru og lýtalausu líf- erni og náungans kærleika. Efnisleg velgengni á þjóðar- heimilinu nú hin síðari ár, ásamt þverrandi mati hinna varanlegu verðmæta, hefir leitt af sér aukna sjálfshyggju og eigingirni. — Við höfum í fimb- ulhríðinni villzt af veginum og misst sjónar á aðalatriðum hamingjusams þjóðlífs; — sam- lífs á þjóðarheimilinu. Náung- ans kærleiki hefir vikið fyrir kappinu eftir eigin velgengni. Slíkt er mannlegt, en villa engu að síður. Lítum sameiginlega yfir hin vaxandi vandamál dagsins í dag. Hvar eiga þau flest rætur sínar? — Ekki í illgirni, eins og margir segja, heldur I blindu kappi. Hamingja okkar i framtíð- inni, eins og ávallt i fortið kyn- slóðanna, er því háð, að við öll á hinu litla þjóðarheimili verð- um sjálfum okkur samkvæm. Leitumst því við að efla i okkar eigin hugskoti vaxandi önn fyrir velferð náungans, mannsins við hliðina á okkur. — Reynum að finna og glæða hið góða hver í öðrum, börn- um okkar, skyldmennum, sam- starfsmönnum og öðrum þeim, er við komumst í snertingu við. Lærum að sýna velvild og reyn- um að vekja traust. — Látum náungann verða þess varan, að við metum hann og viljum hjálpa honum og 'styðja eftir verðleikum hans og framkomu. Ef við höfum þessa lífsaf- stöðu að leiðarljósi í þjóðlífi Is- lands, getur ekki hjá því farið, að velsæld hinnar litlu en dug- miklu þjóðar okkar fari vax- andi. — Vandamál dagsins munu þá smækka, því að rætur þeirra visna af sjálfu sér i and- rúmslofti velvildar og bræðra- þels. Þessar, kæri samborgari, eru þær óskir, sem ég á þér og öll- um samborgurum hins islenzka þjóðarheimilis til handa. Gæfa, velgengni og hamingjuríkt hug- arfar er það hlutskipti, sem ég óska þér og öllum þeim, sem vilja læra að brjótast áfram á vegferðinni miklu með því hug- arfari, sem tryggir þeim árang- ur fararinnar; — verðmætin, sem aldrei glatast: dyggðir, drengskap, manngæzku og frið í huga. Bréf þetta er ekki langt, en það hefir þýðingarmikinn og si- gildan boðskap að flytja, eins og öllum góðum mönnum, sem vilja hugleiða efni þess, má vera ljóst, — boðskapinn að ---------------F-*" \ L <— -----------------------^. > SENDUM BfLINN 37346 5-6 herbergja hœö í Heimunum Ibúðin skiptist i samliggjandi stofur og 4 herbergi. Sér hitalögn. Bílskúrsréttur. Tvöfalt gler. Teppi á stofum. Suðursvalir. Upplýsingar á skrifstofunni (ekki í síma). EIGNAMIÐLUNIN, Vonarstræti 12. TIL ALLRA ATTA elska náungann (hvern og einn), eins og sjálfan sig. Því er ætlað að ná til allrar þjóð- arinnar. Þjóðin öll þarfnast þessarar hugvekju um bætt siðferði í sambúðinni við annað fólk. — Segðu öðrum frá bréf- inu, ef þú vilt ljá þessu góða máli lið. — Lestu bréfið upp fyrir fjölskyldu þína. — Þú mættir jafnvel gera það með vissu millibili á komandi árum. Því skalt þú geyma bréfið. Með velvildarkveðju, Sveinn Ólafsson, Silfurtúni." £ Leiðinlegur verknaður Þessa fyrirsögn velur Guð- rún BöðVarsdóttir bréfi sínu og skrifar síðan: „Þegar þrestir verpa á gluggakistum eða vatnsbrett- um húsa, er þvi oftast fagnað af húsráðendum, enda álitið gæfumerki, er fuglar hænast að. Skógarþrösturinn, sem á liðnu vori verpti á glugga- bretti húss við Víðimel hér í borg, mun þó ekki hafa vakið fögnuð þess, sem þar bjó. Því að þegar sá „ólánsmaður" sá þrastarhreiður með þremur eggjum i fyrir utan stofuglugg ann, lét hann hendur sópa og fórnaði þar ekki aðeins fugla- Ufi, heldur og móðurgleði sak- lausrar þrastarmóður, sem leit- að hafði skjóls fyrir fóstur sitt, þar sem hún hugði næði og ör- yggi, — Víst mun slík fúl- mennska hefna sín, þótt síðar verði. Hér er þessa leiðinlega verkn aðar getið, þar sem hann hryggir mig, og í þeirri von, að slíkt hendi engan framveg- is, bið ég Velvakanda að birta þessar línur. Guðrún Böðvarsdóttir." 0 Hvaðan og hvert? Nafnlaus skrifar: „Velvakandi sæll! Ég verð að skrifa þér. Þetta BILASALAN HLEMMTORGI Sími 25450 PLASTEINANGRUN GLERULL BYGGINGARVÖRUR M r KÓPAVOGI Sími: 40990 er i fyrsta (og kannski síðasta) skiptið, sem ég geri það. En ég get ekki orða bundizt. Verð að segja einhverjum frá þessu. Ég var að horfa út um gluggann minn. Þá sá ég þrjá stráka, ósköp gæðalega og í alla staði geðslega og snyrtilega klædda, klifra yfir girðinguna og hoppa inn í garðinn á bak við húsið, þar sem ég á heima. Sá yngsti var á að gizka níu til tíu ára, sá elzti kannski tólf til þrettán. Nú, mér var svo sem sama. Ef einhverjir hafa gaman af að koma í garð- inn, einkum krakkar, þá gleður það mig. Annars- má að vísu segja, að það komi ekki mál við mig, þar sem ekki á ég garðinn á bak við húsið, þar sem ég leigi. Samt hefur það orðið svo, að þar sem ég er yf- irleitt ein heima í húsinu frá kl. níu til fimm, þá nýt ég garðsins betur en aðrir í hús- inu og hef líka hugsað um hann. Jæja, allt i einu fara drengirnir í rólegheitum að brjóta greinar af trjám, sem ég hef verið að horfa á vaxa sl. tuttugu og þrjú ár. Ég varð svo undrandi, að ég eins og hálf-lamaðist. Svo stóð ég upp, opnaði gluggann og kallaði út: „Strákar mínir, látið þið trén í friði, — ekki skemma þau." Tveir þeirra litu ekki við mér, en sá þriðji æpti að mér: „Þeg- iðu kerling!" Nú fauk í mig. Ég hrópaði: „Strákar, ef þið látið ekki trén í friði og farið út úr garðinum, þá hringi ég i lög- regluna." Nú hlógu þeir allir þrir, og einn þeirra kallaði til mín: „Ha, við verðum löngu farnir, þegar löggan kemur." Svo fóru þeir að skylmast með lurkunum, fóru yfir í næsta garð og síðan út á götu. Hvaðan koma svona drengir, og hvert fara þeir? Nafnlaus." — Konan hefur sérstakar ástæður til þess að vilja ekki birta nafn sitt. Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrunina meS álpappírnum, enda eitt bezta einangrunarefnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4" J-M glerull og 3" frauðplasteinangr- un og fáið auk þess álpappír með. Jafnvel flugfragt borgai sig. Sendum um land allt — RaSsuðuvír JIIIINS - MANVILLE glerullareinangrunin Jón Lof tsson hi. BILALEIGA Keflavík, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan Suðurlandsbraut 10, s. 83330 Þ. ÞORGRIMSSON & CO SMLANDSBRAUT6SÍMI38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.