Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 23. MAÍ 19T1 Kvennaskólinn á á tíræðisaldri — og jafngamall árinu sem er að líða KVENNASKÓLANUM á Blönduósi er um það bil að ljúka á þessu vori; handa- vinnusýningin hefst 20. maí og skólauppsögn verður 26. maí. Þetta er einn af elztu kvennaskólum landsins, kom- inn á tíræðisaldur og á sér merka sögu. En jafnframt hefur þessi skóli ætíð breytzt og endurnýjazt með nýjum tíma. „Sá er munur á tilveru menntastofnunar og manns- ævi, að þar sem árin færa manninum hrörnun og aftur- för, úr því þroskaskeiði lýkur, þá flytja þau skólanum æsku, — hann verður ætíð að vera jafn gamall árinu, sem er að líða, og ætíð jafn fær um að sinna þeim kröfum, sem nýr tími gerir. Og það er einmitt þetta, sem mér virðist ganga eins og rauður þráður gegn- um sögu skólans," skrifar skólanefndarformaðurinn, Sig urður Þorbjarnarson á Geita- skarði, í grein vegna 90 ára afmælis skólans í fyrra. Alltai hefur verið viss Ijómi ydBtr þessutm kvennaskóla S huga umdirritaðs blaðamanns, sem kom þar í heiimsókn um Ét, hefligi, enda margix úr ættinmi átt honum mikið að þakka. Amma og afasystir voru þar við nám hjá Eliintu Briem, skódastjóra ár- ið 1888, og föðursystir var þar 1919—1921, þegar þetta var þriggja ára skóli og samsvaraði gagnfræðaskóla. Skólinn tók til starfa árið 1879 og hét í fyrstu Kvenmaskóli Húmvetmimga. Þegar komið er í Kvennaskól- amm á Blönduósi vekur það at- hygli hve margt ber þar svip gamallar menminigar. Þarna er t.d. útbúin skemmtileg baðstofa, og þar eru til gömul húsgögn, sem gerð hafa verið upp, máluð og ofin áklæði. M.a. má sjá þar tvo bekki frá Ytri-Eyjarskóla. Og á veggjum í setustofu eru myndir af mörgum þeirra, sem mest og bezt hafa unnið skólan uxn. Þar má sjá Björn Sigfússon á Kornsá, sem mun hafa átt hug myndina að skólanum ag barð- ist ötullega fyrir að koma honum upp. Og af sr. Hjörleifi Einars- syni fyrsta skólastjóranum, en fyrstu fjögur árin var skólinn til húsa á þremur stórbýlum í sýslunni. Hann íluttist svo 1883 að Ytri-Ey í Vindhælishreppi og hafði sú jörð verið keypt undir hann. Þarna er Mka mymd atf EMmu Briem, sem mun hafa átt mestan þátt í að móta skólann og stjórnaði honum í 18 ár. Þar er ennfremur mynd frú Huldu Stefánsdóttur, semvarfor stöðukona skólans í alls 20 ár og Jengi í skolaráði og talin er hafa vaidið mestu um þróun hams þau 27 ár, en hún hætti fyrir aldurs sakir 1967. Og þarna er mynd aí Sólveigu Benediktsdóttur Sövik, sem hef- ur starfað við skólamn í 48 ár og er þar enn, var forstöðukona í 10 ár, kennari og skólaráðsmað ur og prófdómari. Og þannig mætti telja áfram velunnara skólans, en verður ekki gert f rekar hér. Árið 1901 flutti Kvennaskól- inn á Blönduósj í nýbyggt, vand- að skólahús, sem átti að taka 40 nema en tók vist mest við um 50 stúlkum í einu. En um miðj- an vetur 1911 brann skólahúsið. Var það mikið reiðarslag. A sama ár var ráðizt í að byggja nýtt ^kólahús og nú úr steim- steypu og var það tilbúið til kemmslu haustið 1912. Er þetta hús enn, að stofni til, aðalhús- næði skólans. Það er hið reisu- lega Kvennaskólahús, sem blas- ir við á Blönduböktoum, þegar komið er til Blönduóss að sunn- an. Húsinu befur oft verið breytt til samræmis við kröfur tímans og skólanum bætzt mik- mmm:::mmm:mmmmmm: Nemendur f straustofunni. Stúlkurnar komu úr þvottahúsinu og hópuðust kringum þá sem var að strauja. ilil húsakostur og góður og verð ur það ekki rakið hér. Enn er verið að byggja og bæta í hag- inn og áform um heimavistarhús austan við skódann. Vestan við skólann eru nú risin tvö íbúðar hús, annað fyrir forstöðukonu og hitt fyrtr tvo kennara. Þetta eru ákaflega skemmtileg hús, teiknað af arkitektunum Guð- rúnu Jónsdóttur og Knut Jeppe sen, dóttur og tengdasyni frú Huldu Stefánsdóttur. Þar tók núverandi forstöðu- kona Kvennaskólans á Blöndu- ósi, frú Aðalbjörg Ingvarsdótt- ir á móti blaðamanni Mbl., sem leitaði eftir viðtali, og bar fram ljúffenga máltíð, svartfuglsegg og sjóbirting. Hún tók við skóla stjórn Kvennaskólans árið 1967, en haifði þá verið þar kennari I þrjú ár. Hún svarar spurningum okkar um skólastarfið og að stæður aUar í skólanuim. Kvennaskólinn a Blönduósl sem nú er rekinn sem húsmæðra skóli, tefcur 36 neméndur, og þar eru 4 fastráðnir kennarar með skólastjóra. En skólinn er ekki fullsetlnn núna, sem hefur sárasialdan komið fyrir í sögu hans. Hann hetfur yfirleitt verið áikaflega vel sóttur. — Það er einhver ládeyða í húsmœðraskói unum og við erum leiðar yfir því, sagði Aðalbjörg. — Af hverju stafar það? — Þetta getur verið tímabund ið. En ýmislegt getur komið tll. Nýjar námsleiðir hafa opnazt, og sumir álita að hinar nýju Kvennaskólinn & Blönduósi. Lengst til vinstri eru skólastjóra- og kennarabústaðir og lengst framhaldsdeildir við gagnfræða- til hægri sést lítið hús með bæj arburstum, sem á að verða heimUisiðnaðarsafn. Framhald á bls. 18 %w i Konur koma upp saf ni við Blönduósskóla Kvenfélagasamband Aust- ur-Húnavatnssýslu hefur beitt sér fyrir því, að koma upp heimilisiðnaðarsafni við Kvennaskólann á Blönduósi, eins og fram kemur í viðtali við skóla- stjórann. Verður það í litlu burstahúsi austan við skólahúsið og búið er að teikna í það skemmtilegar innréttingar og munum hefur verið safnað eða gefin loforð fyrir þeim. Frú Þórhildur ísberg, sýslumannsfrú, er formað- ur heimilisiðnaðarsafns- nefndar og leitaði frétta- maður Mbl. því til hennar um frekari upplýsingar. Frú Þórhildur sagði, að fyrat hefði verið vakið málaá þessu mali innan kvenféiaga- sambands syslunnar árið 1967 en kvenfélög eru starfandi í ðllium hreppum sýslunnar og mynda með sér samband. Var farið hægt af stað og undir- tektir kannaðar. Hafa sum fé lögin lagt til fjérframlög, sysl am veitt styrk sl. fimmo ár, og nú síðast hefði fengizt til þessa máis svolítil upphæð á fjárlögum, og þar með megi segja að málið sé að komast í höfn. — Uppistaðan í safninu hef ur verið til um nökkurt skeið. Halidóra Bjarnadóttir rak á sínum tíma tóvinnuskóla á Svalbarði og þeir munir, sem tilheyrðu tóvinnu, komu til Blönduóss og vasr sett upp tó vinnudeild við Kvennaskól- ann, útskýrði frú Þórhildur. Var þar kennd meðferð ullar og vinnsla, Frú Hulda Stefánsdóttir, skólastjóri, hafði safn þetta í baðstof- unni þar. Og henni bárust fieiri gripir af svipuðu tagi. Fólk kom til hennar með gamla muni og trúði því að hún gæti bezt varðveitt þá. Þegar við svo fórum að hugsa um að koma upp safni, töld- um við að það gæti orðið styrkur fyrtr okkar gam'Ia skóla að eiga slikt safn um íslenzka tóvinnu og heimilis- iðnað aMan og fleira sem til- heyrði sögu skölans. — Skólaráði fannst að ekki væri rúm fyrir það í skóla- húsinu sjáJfu, en benti okkur á gamalt hús við skólann sem notað hafði verið fyrir þvottahús og geymslu, hélt frú Þórhildur áfram útskýr- ingum sínum. Það reyndist ákjosanlegt og á sl. sumri var byrjað að gera við þakið á þvi og nú verður gengið frá einangrun og innréttingu. Hjónin Guðrún Jónsdóttir og Knut Jeppesen hafa gefið ali ar teikningar i sambandi við þetta safn. En þær eru mjðg skemimitiiegar hjá þeim. Inn- rétting verður i baðstofustil, enda byggingin þannig, og sett verður loft í annað hús- ið. — Og þið eruð að safna munum í safnið? —¦ Já, ótrúiega mikið hefur safnazt. 1 fyrra var efnt til fræðslufundar hjá Kvenfé lagasambartdinu, eins og gert Frú I'órliililiir Isberg. er að jafnaði einu sinni á ári. Þá komum við upp sýn- ingu á þeim munum, sem okk ur höfðu verið afhentir eða sem heitið hafði verið að koma með síðar á safnið. Þar voru m.a. nokkrir kvenbún- ingar, peysuföt og skautbún- ingar, þar af einn sem saum- aður var í Ytri-Eyjarskólan- um. Og þeir eru æði mangir miunirnir, sem konur eiga heima hjá sér og hyggjast setja á þetta safn. Nefna má skólabjöllu frá Ytri-Ey, saumastem úr eigu sýslu mannsfrúar Ingibjargar Júli- usdóttur frá Klömbrum, saumakörfu úr tágum, sem Steinunn Frimannsdótitir skólameistarafrú á Akureyri gerði um 1880, spónalöð frá Sólheimum, þvottakefli, ís- lenzlka steinlitaða skó, rokk, hesputré og fjölmargt fleira. Og þarna er ýmiss konar fatn aður, sem saumaður hefur ver ið í skólanum, handsaumaður nærfatnaður, harðangurs- og klaustursaumur oJL — Ætlunin er að stúlkurn- ar í skólanum geti notfært sér þetta safn, kynnt sér gömilu vinnubrögðin, borið saman og jafnvel tekið upp mynztur og útsaum, sagði frú Þórhildur að lokum. 1 nefnd Kvenfélagasam- bandsins tii að vinna að heim iiisiðnaðarsafninu eru 5 kon- ur: Þðrhildur Isberg forimað- ur, Valgerður Agústsdótitir á Geitaskarði, Sesselja Svavars dóttir í Saurbæ, Dómlhikiur Jónsdóttir í Höfðakaupstað og María Jónsdóttir á Húns- stöðum. Og að auki hafa flest félögin kosið sína fulltrúa til að starfa með nefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.