Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐE9, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1971 31 Kennarar á Suðurlandi minnast 50 ára af mælis Myndarleg hátíðahöld Selfossi, 21. maí. KENNARAFÉLAG Suður- lands minridst 50 ára afmælis Sambands isl. barnakennara á mjög myndarlegan hátt. 1 gær M. 16.00 hófust hátíða- höldin á Selfossi með kaffi- samsæti í Selfossbíói. Þar voru samarakomnir nokkrir forystumenn fræöslumála i landinu, fjöldi kennara víðs vegar að úr héraði, oddvitar og skólanefndaformenn og aðrir gestir. Valgarð Runólfsson skóla- stjóri í Hveragerði stjórnaði samkvæminu. Ávörp fkittu Bergþór Pinnbogason, form. Kennarafélags Suðurlands, Skúli Þorsteinsson náms- stjóri, form. Sambands Ssl. barnakennara, Helgi Elíasson . fræðslumalastj. og Iragimar Jóhannesson, fyrrum skóla- stjóri á Flúðunn og fulltrúi fræðsluimálastjóra. Sigurður Eyjólfsson fyrrum skóla- stjóri á Selfossi, nú fulltrúi fræðslumálastjóra, flutti er- indi um þróun fræðslumáia í Árnessýslu. Hann gat þess m.a. að fyrsti barnaskóli landsins var stofnaður á Eyr arbakka árið 1852. Tryggvi Pétursson banka- stjóri í Hveragerði og form. skólanefndar þar afhenti Kennarafélagi Suðurlands peningagj'öf, er skal vera stofn að sjóði til að styrkja kennara til náms. Gjöf þessa færði Tryggvi félaginu til minningar um föður sinn, Pétur Guðmundsson, sem lengi var kenraari og skóla- stjóri á Eyrarbakka. Vigfús Jónsson fyrrv. oddviti á Eyr- arbakka veitti gjöfinni við- töku fyrir hönd félagsins. 12 ára stúlka, Birna Bjarn- þórsdóttir frá Stokkseyri flutti þjóðsönginn af munni fram, og stóð sig með mestu prýði. Þá kom fram horna- flokkur, 10 börn úr Þoriáks- hafnarskóla, og fluttu þau mjög vel nokkur lög. Kenn- ari þeirra er Vernharður Linn et. Að síðustu tók til máls Leif ur Eyjólfsson skólastjóri á Selfossi, og kynnti í fáum orð um skólasýnimgu, sem sett hefur verið upp í barnaskól- anum á Selfossi. Þar eru verk úr alifJestum skólum í hér- aðinu, vinna nemenda á skyldunámsstigi 7—14 ára. Leifur sagði að þar gæfi að líta nokkurs konar þversikurð af því starfi, sem unnið er við skóla í sýslunni. Gestir gengu nú út íbarna- skólahús, þar sem sýningin var sett. En er gestir gengu í húsið, var þar fyrir lúðrasveit dreragja á Selfossi, er lék vor- lög undir stjórn Ásgeirs Sig- urðssoraar. Sýningin er mjög myndar- leg, enda sýnilega lögð mik- il rækt við gerð þeirra muna og teikninga, sem þar er að sjá. Einnig er uppsetning munanna til mikillar fyrir- myndar. Sérstaka athygli vakti sýningarbás, þar sem stiMt var upp öllum þeim námsbókum, sem hver nem- andi þarf að læra á skyldu- námsbraut sinni. - Sýning þessi verður opin almenningi á sunoudagmn kl. 13.00 — 19.00. Ekki er úr vegi að geta hér fi 3Æ Fra skólavinnu sýningunni. Frá samsætinu handavinnusýningar. Gagn- fræðaskólans á Sélfossi í gagnfræðaskólahúsinu á laug ardag. I gærkveldi var skemmtun i Selfossbíói, þar sem börn úr ýmsum skólum i sýslunni komu fram. Á sunnudaginn kl. 14.00 hefst svo ráðstefna í gagn- fræðaskólanum um grumv skólafrumvarpið. Þangað eru allir áhugamenn velkominir. Kenmarafélag Suðuriands spannar yfir þrjár sýslur, og eru hátíðahöldin á Selfossi einungis hluti þeirra hátiða- halda, sem félagið gengst fyr ir. Á Hellu verða vinnusýn- ingar fyrir skólana i Ramg- árvallasýslu, sömu daga og hér á Selfossi. Hátiðahöld munu hafa verið á Hvolsvelli í gær, og sýning mun verða haldin á handavimnu nem- enda úr skólum í V-Skafta- á Selfossi. fellssýslu í Vík á laugardag og sunnudag. Þá hefur Kennarafélag Suð urlands látið gera bækling um sfcóla á Suðurlandi. Er þar i fáum orðum skýrt frá upphafi þeirra og núverandi kennslukrafti, auk annarra forvitnilegra upplýsinga. Ljós myndlr eru af flestum skól- UJium. Bæklingur þessi er snotur og verður seldur á hát íðasamkomu og sýninigum. Sunnlenzkir kennarar mega vera stoltir af þeim áranigri, sem þeir hafa náð í srtarfi síniu, og bera skólavinnusýn- ingarnar þess gleggstan vott. En það er ekki eins auðvelt að sýna hina almennu kennslu. Þó álít ég, að sá, sem gefur sér tima til að staldra við á sýningum þess- um muni verða þess fullviss, að að baki handavinnunnar hafi verið unnið mikið starf í hinu almenna námi. Framleiðir of mikið til útflutnings — segir Gylfi 1». Gíslason um landbúnaðinn á Islandi MORGUNBLAÐINU hefiir bor- bst rt.(ilui(ías<'Finl frá Gylfa Þ. Gislasyni veg-na fréttatHkyiuiiní- »r, sem Upplýsing-aþjónusta land búnaðarins sendl frá sér fyrtr skömmu. Fer athugusemd ráð- herrans hér á eftir: Upplýsingaþjóniusta landbún- aðarins hefur sent út frétftaitil- kynningu í titefni atf þeim um- mæl'um mínum, að 13% af vinnuafli þjóðarinnar sé notað í landbúnaði, en þettrta vinnuafi framleiði aðeiins 6—7% þjóðar- framileiðsílunniar. Þess er réttileiga getið í frétta- tilkynningunni, að taian um hluitdeiild landbúnaðarina í heild- aratvinnu landsimanna sé bygigð á skýrslum Hagstofunnar um slysaitrygigðar vinnuvifkur. Upp- lýsiwgaþjómMrta lamlbúnaðarins itelur toluna ofmeta Mutdieild landbúnaðarins í heiddaraibvinn- tinni. Gagnrýni upplýsingaþjón- ustunnar virðist fyrst og fremst byggfj'as* á þvi, að hún telji, að f 13% tölunni séu taidar allar Slysatryggðar vinnuvikur eigin- kvenna bænda. Það er þó mis- Skilnimgur. Hagstofan telur rétt- asrt, að taka tillit til vinnuvikna eiginikvenna að há'lfu leyti. Þá reyndist hluitdeildin 1968 14,3%. Eg taldi rétttara að fara variega í sakirnar, einmiibt til þeas að of- meta ek!ki þátit landlbúnaðarins, og reiiknaði með því, að vinna eig inkvenna bænda við bústörf væri að meðailitali fjórðumgur árs- vinnu. Þá fæst talan 13%. En réftrtari mælikvarði á hluitdeild atvinniuvega í atvinniustarfsem- fawii en taila sflysaitrygigðra vimmu- vikna er ekki til hér á landi. Þá tetur upplýsimgaiþjóniuista landbúnaðarins mig hafa van- rækit að láta þess getið, að land- búnaðurinn framleiði mikilvæg hráefni fyrir verksmiðjuiðnað. Auðvitað gerir landbúnaðurinn það. En giidi hans í þvi sarn- bandi byggist á framdeiðslu- magni hans fyrir innlenda mark- aðinn. Ég hef aldrei gagnrýnt, að islenzkur landtoúnaður fram- leiði afurðir fyrir innlendan markað. Það, sem ég hef gagn- rýnt er, að hann framleiði of mikið til útfiuitnimgs, þar eð framleiðslu'ko9tnaðurinn innan- lands sé mitelu hærri en útjfkiitn- imgsverðið og úitfHutoiingurinn hafi því i för með sér þumgar byrðar fyrir skattgreiðendur. — Ég hef einnig gagnrýrat, að land — Hvítá 1 i iimliald af Ms. 32 bytSgður vegur, en aðalállinn, sem er um 12 metra djúpur, er við Seleyri. Við slíka brú myndi vegurinn til Borgarness styttast mikið og einkum fyrir þá, sem fara norður í land. Auk þess er rætt um að framtíðar- vegur i Dali liggi um Heydal, og þá myndi slík brú stytta veru- lega leiðina vestur. Þetta yrði mikið og skemmtilegt mann- virki. En áður en hægt er að taka ákvörðun um brúna, þarf að þekkja hvaða áhrif slík brú myndi hafa á vorflóðin i Hvítá og til þess er nú verið að koma fyrir þessum síritandi vatnshæð- armælum. búnaðurinn sé stundaður á of litlum búum, í of smáuim rekstr areiningum og verði því fram- leiðslukostnaðurinn óeðlílega hár. Það er mikiill og óþarfur mis- sikilninigur, að tullkun þessaira staðreynda jafmgildi staðhæfimgu um að ekki eigi að stunda lahd- búnað á Islandi, hvað þá að hún beri vott um óvi'ld í garð bænda- stéttarinnar. Mér er jafnljósit og öðrum, sem láta sig þjóðmál skipta, að auðvitað á að stunda landbúnað á íslandi, og ekkert er fjær mér en óvild í garð nokkurrar aitvinnustéttar. Ýmsir forystumenn bænda hafa 'kvart- að undan því, að tekjur bænda séu lægri en vera ætti. Það er rétt. Það, sem ég hef sagt um máilefni landbúnaðarins, hnáigur alllt í þá átt, að reymt sé að bæta skipulag harts og rekstrar- hætti, og auka þannig tekjur bænda. Reykjavík, 9. maí 1971. Gylfi Þ. Gíslason. Heath — Vatnajökull Framhald af bls. 32 Guðmundur Jónasson ekur öðr- um sinna bíla. Og með Gunnari Þorbergssyni verður mælinga- maður. Er ætlunin að fljúga austur og athuga aðstæður og færð áður en lagt verður upp. Sigurður Þórarinsson, formað- ur Jöklafélagsins, tjáði Mbl., að aðalviðfangsefnið i hinum árlega leiðangri Jöklafélagsins væri að þessu sinni að mæla Grímsvötn- in fyrir Vegagerð ríkisins vegna Skeiðarárhlaupsins, sem hlýtur að vera á næstu grösum, en það verður þegar Grímsvötnin tæm- ast og íshellan þar hrapar. Verð- ur líklega farið í þann leiðang- ur um hvitasunnuna. Að öðru leyti verða teknar gryfjur og vetrarákoma mæld á jöklinum. Verður farið i tveimur snjóbíl- utn. Framhald af bls. 1 ingunni eftir fundinn að dæma er svo að sjá, sem forðazt hafi verið að ræða þau vandamál, sem enn eru til staðar. Svo litur út, sem Pompidou forseti og Heath forsætisráðherra hafi fyrst og fremst skipzt á skoðun- um, en ekki náð neinum áramgri í raunhæfum samningaviðræð um. — Ég vona, að það sem á eftir fer, verði einungis til þess að staðfesta þær bjartsýnu yfirlýs- ingar, sem gefnar voru eftir fund þeirra Heaths og Pompi- dous, sagði Trygve Bratteli, for- sætisráðberra Noregs í útvarps- viðtali í gærkvöldi. Frönsk blöð hafa gert mikið úr þeim áramgri, sem náðst hef- ur í viðræðuim þeirra Pompido- us og Heaths. Öli eru blöðin sam mála um, að viðræðurnar hafi tekizt vel. Blaðið Le Figaro, sem er hægri sinnað, heldur því fram í leiðara, að sá grundvallarmis- skilmingur, sem komið hafi i veg fyrir aðild Bretlands fyrir 10 árum, sé úr sögunni. Dagarnir 20. og 21. maí 1971 muni gamga inn i sögu Evrópu sem timamót. En það, sem gerzt hafi, þýði ekki, að samningarnir í Briiss- el verði aðeims formsatriði úr þessu. Fundur þeirra Heaths og Pompidous hafi leitt í ljós, að fyrir hendi séu viss mál, þar sem skoðanaágreiningur ríki áfram eftir sem áður og nú þurfi mik- ið starf til þess að finna lausn á honum. Pompidou forseti fer til Bonn til fundar við Willy Brandt kanslara dagana 5. og 6. júlí n.k. Hefur Brandt þegar látið í ljós eindregna ánægju sina með ár- amgurinn af viðræðum Frakk- landsforseta og brezka forsætis- vestur-þýzku stjórnarinnar, að ráðherrarts. Segir i yfirlýsimgu útfærsla Efnahagsbandalagsins sé i hag öllum rikjum Evrópu og að Evrópa geti því aðeins hagnýtt sér allan styrk sinn í framtíðinni að öllum skapandi öflum innan hennar sé safnað saman. Harold Wilson, fyrrverandl forsætisráðherra Bretlands og núverandi leiðtogi stjórnarand- stöðunnar hefur sagt, að hann voni,- að Bretland gangi ekkl í Efnahagsbandalagið, nema þaB hafi af því verulegt efnahags- legt hagræði, sem geti vegið upp á móti hærra verðlagi á mat vælum og virðisaukaskatti Efna hagsbandalagsins. Enoch Powell hefur lýst því yfir, að það væri að bregðast trausti brezku þjóðarinnar verði Bretland látið ganga I Efnahagsbandalagið. ---------------^ w ^ — N-írland Framhald af bls. 1 herinn um að bæla niður „lög- mæt mótmæli" baráttum'an'na lýð veldissimna. Áður hafði kaþól*- ur þingmaður í norður-írska þinginu sakað brezka hennenn um hrottaskap. Margir hermann- amna, sem eru bornir þesaum söfc um, eru úr skozkri herdeild, sem nýlega missti þrjá menn falln* í viðureign við hryðjuverka- memn. Sjö brezkir hermenm hafa mú fallið fyrir skæruUðunx. ---------* » » — Svíar Framhald af bls. 1 upp úr sjómum, að því er Axelsson segir í viðtali við „Dagens Nyheter". Yfirmaður eins hinna þýzku skipa, Wilhelm Sohröd er skipherra, sem er búsetbur í Dortmund, segir að Þjöð- verjar hafi ekkert vitað um tundurduflin og ekki akibð viðvaranir Svía. Hann vildi ekkert um það segja, hvort það væri sök Svia eða Þjóð- verja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.