Morgunblaðið - 25.09.1971, Side 21

Morgunblaðið - 25.09.1971, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1971 21 — Listmunir Framh. af bls. 5 En minn sænski forsorgari varð mjög hneykslaður yfir þessari uppástungu minni og kvað það ekki sæmandi kult- urmanni að stunda fótbolta. Hann lét mig þvi ganga í varð sveitina í Tívolí (Tivoliguard inn) til að læra „disiplin". En ég var of Mtill til að vera í sjálfri varðsveitinni og var þvi settur i hljómsveitina og þar lærði ég að spila á flautu og berja bumbur. Var það raunar hin mesta skemmtun og ég hlaut af öllu saman nokkra virðingu. En heldur þótti mér halla undan fæti fyrst í stað, eftir að minn Svíi setti mig í dansskóla. Ég var klæddur í fín föt með knippl ingum og slaufum og fékk skó með spennum á. Það var megn asta helstríð að ganga þar fyrstu skrefin. En ég gerðist vel brúklegur „dansör“ og siðar tróð ég upp hér heima i Reykjavík og þótti kunna með prýði þessa alheims fóta mennt. Svo kom þar í uppeldinu að ég skyldi vera ,,herra“ ungrar dömu, sem var dóttir eins vinar Svians mins. Al'lt var það „fínt“ fólk. Þótti ég bara standa mig vel í því stykki, fór m.a. með ungu stúlkuna í Tivoli og þar var mér mjög hægt um vik, þar sem ég þekkti allt og stærri vinir mínir í varðsveitinni létu engan komast upp með moðreyk við mig, þótt ég væri ekki hár í loftinu. Þannig liðu þrjú ár við alls konar nám. Við skárum mikið af gyllingarstimplium fyrir bókband og unnum gegnum- söguð brennimörk, sem voru mjög skrautleg og þrykkt inn an á lok í vindlakössum. Eftir þetta þriggja ára nám fór ég heim og vann hér heima þar til ég fór utan aftur 1928 og var þá úti rúmt hálft ár og nam svonefnda siglismótun, en þessi mót voru notuð í prentsmiðjum til að gera þrykkimyndir á allavega lit- an pappir. Þar með taldi ég mig fullnuma og eftir að ég kom heim tók ég próf fyrstur manna í minni iðngrein hér heima. Ég tel mig hins vegar ekki hafa getað lært þessa iðn, þar sem hún var lengra á veg kom in en í Danmörku. Danskir let urgrafarar eru heimsfrægir og mun hænra skrifaðir en starfsbræður þeirra frá öðrum löndum. T.d. eru frægustu frí merkjagrafarar Banda.ríkj- anna Danir. Ekki fór hjá þvi, í jafn löngu rabbi, og við Björn átt- um, að hann segði mér alls konar sögur. Verð ég að láta eitthvað af þeim fylgja hér og segir Björn sjálfur frá. Eitthvert erfiðasta verk, sem mér var fengið i hendur, eftir að ég gerðist leturgraf- ari, var að grafa þrykkistimp il forseta íslands, eða ríkis- stjórans, sem þá var. Þetta gerðist við lýðveldisstofnun- ina 1944. Þrykkistimpill þessi var notaður til að stimpla öll skipunarbréf opinberra starfs matnna frá þessum tíma. Allir embættisstimplar hins nýja rikis voru keyptir erlendis frá, en einhverra hluta vegna hafði gleymzt að fá þennan dýrmæta stimpil. 1 sjálfu sér var ekki svo erfitt að gera þennan stimpil, en það þurfti sinn tíma og mér voru ætlað- ir aðeins fjórir sólarhringar. Þetta var erfitt. Þessi stimpill er þannig gerður að hann er tveir fletir með skjaldarmerk inu og verður annar þeira að falla nákvæmlega í mynd hins, þvi að svo eru þeir settir í klemmu hvor á móti öðrum og þegar þeim er þrykkt sam an, með pappír á milli, móta þeir skjaldarmerkið milli sin á páppírinn. Þetta er því tals vert nákvæmnisverk og krefst tíma. Ekki leit þetta glæsi’lega úr fyrir mér, en ein hvern veginn tókst mér að lj'úka verkinu nóttina fyrir lýðveldisstofnunina. Síðar vann ég ýmislegt fyrir Svein Björnsson forseta vom og þótti ævinlega gott að vinna fyrir hann. Annað skemmtilegt verk- efni féfck ég til meðferðar, en það var að grafa biskups signet Meulenbergs biskups kaþólskra hér á landi. Það munu vera 34 ár síðan ég vann það verk. Þegar Meul- enberg var vígður til sins háa embættis hér í Landakots kirkju kom hans herradóm- ur, von Rossum kardináli til þess starfa. Hann hafði teikn að mynd af signeti handa hin um nýja biskupi. Var á signet inu mynd af Maríu mey með Jesúbarnið, biskupshattur og mikið af rósaflúri og snúrum í kringum þetta. Þessi mynd var stór og var mér nú falið að koma henni niður í signets stærð og grafa hana siðan. Ég lagði til að tekin vrði ljós mynd af fyrirmyndinni og hún síðan minnkuð í hæfilega stærð. En við það varð ekki komandi. Ég varð að teikna myndina niður og gera hana litið eitt stærri en tveggja króna pening, Þetta gekk er ég hafði setið hjá þeim heligu mönnum tvö kvöld vestur í Landakoti. Síðan skar ég sign etið og Meulenberg sigldi með það til Rómar. Ég varð ekki lítið hreykinn, er Meul- enberg kom heim aftur, og tjáði mér þá að hann flytti mér kveðju frá páfa sjál'fum sem viðurkenningu fyrir hand verk mitt og það með, að mér væri boðið að fara til Rómar og vinna þar hjá þekktasta guilsmið Vatikansins i fimm ár. Þar með fengi ég tækifæri tii að læra að „infatta" eðal- steina í málma. En ég bar ekki gæfu til að þiggja þetta. Ég vil hins vegar segja að Meulenberg biskup var ein- hver mesti íslendingur, sem ég hefi kynnzt, þótt útlend- ur væri hann fæddur. Raunar var þetta ekki eina tilboðið, sem ég fékk til að fara utan og öðlast frama. Eitt sinn alllöngu síðar kom hingað til Reykjavikur mað- ur frá Ameriku. Var hann Dani, en búsettur vestra og úrsmiður þar i miklu áliti. Hann kom til min, tók upp gullúr og bað mig að grafa mónógram (fangamark) í göml um stil, sem var á úrinu og var það mjög rósflúrað. Ég gerði þetta samstundis og lík aði honum svo vel að hann bauð mér að koma til Amer- íku. Þar skyldi vera til stað- ar handa mér hús og ég myndi fá margfalt greitt fyrir verk mín á við það sem ég fékk hér heima. En ég hafn- aði þessu öliu og sé raunar ekkert eftir því og hef aldrei gert. Auðvitað kunni Björn Hall- dórsson ýmislegt að segja frá öðrum leturgröfurum og sumt af því í gamansömum dúr. Ég gríp hér eina frásögn hans um Villa Brands í Vestmanna eyjum. Og Björn hefur frásögn sína: - Vilhjálmur Brandsson í Vestmannaeyjum var ákaflega sérkennilegur persónuleiki og einstakur leturgrafari. Hann bar sig að handverki sínu öfugt við alla aðra. Hann bjó til ald sina sjálfur og gróf að sér, þar sem venjan er að grafa frá sér. Þegar þessi at- burður gerðist var Villi hér i Reykjavík og var til sjós. í þann tíð var ekki meira en svo að gera í gullsmiðaiðn- inni, að margir þessara hand verksmanna urðu að fara til sjós annað slagið til að hafa í sig og á. Grafal sinn hafði Villi fengið að geyma á verk- stæði Jónatans Jónssonar hér í bæ. Nú ber það við, að Villi snarast inn á verkstæðið tll Jónatans og spyr um grafal sinn. Jónatan segir hann vera þar sem Villi hafi sjálf- ur skilið við hann. Tefcur Villi grafalinn, gengur afsið- is og hneppir niður um sig. Heyrist hann síðan tauta: „Harður ertu dauði, en harð- ari ertu Vilhjálmur Brands- son.“ Var þá farið að hyggja að hvað Villi hefðist að, en hann var þá að gera að kýli, sem var stórt og mikið á sitj- andanum á honum. Rak hann grafalinn í kýlið og gekk út gröftur og blóð. Gerði Villi að sárum sínum, lét grafalinn á sinn stað og hélt á ný til sjós. Mun honum ekki hafa orðið meint af og grafallinn reynzt hið bezta handverk- færi við lækninguna. Eins og fram kemur fytrr í þessu spjalli sagðist Björn Hal'ldórsson hafa lært ýmis- legt umfram sína skylduiðn hjá þeim heiðursmönn.um Jo- hansen og Thomsen í Kaup- mannahöfn. Eitt af því var alls konar silfursmíði, sem Björn hefir alla jafna haft mjög gaman af og stundað af miklu kappi í frístundum sín um. Allir gripir hans hafa verið frumsamdir þ.e. hann hefir sjálfur teiknað þá og þá ekki alltaf farið troðnar slóð ir í listsköpun sinni, þótt segja megi að munir hans séu í klassískum stíl. Það er margt, sem Björn hefir smið- að og cisilerað, en gripirnir eru komnir út um hvippinn og hvappinn og það hefir því verið talsvert verk að smaia þeim saman á þessa sýningu. En Björn vill ekki tileinka sér annarra verk. Hann seg- ist hafa fengið hjálp ýmissa gullsmiða við kveikingu á munum sínum og megi hann því ekki þakka sér öll verk- in einum. Hann átti sjálfur aldrei svo gott verkstæði og ful'lkomið að hann gæti unn- ið muni sína þar að fullu og varð því oft að fara í smiðju til annarra. Við éigin handverk þurfti hann elcki hjálp. Hann sagði að i raun réttri væri það ekki flókið eða áhöldin til þess. Þar væru mest notaðir þessir alir: Stungualur, flat- ur alur, kúptur alnr og strika alur. Þótt málmskurður sé um margt skyldur og líkur tréskurði eru áhö’din ákaf- lega frábrugðin. Málmspónn- inn, sem myndast við skurð- inn gengur ekki upp rauf í alnum, eins og á tréskurðar- járnunum, heldur hringar hann sig upp fyrir framan al- inn. Við handverk þetta þurfti ekki annað er þrot- lausa æfingu í nokkur ár, það var allt og sumt. Þessi listiðn er þannig unnin að allt er gert frihendis. Það þarf því styrkar hendur til að vinna þetta verk svo vel fari og listahandbragð leynir sér hvergi. Þannig var Björn Halldórs son mótaður af hinum gamla skóla þar sem fagurt hand- bragð og finleiki sátu í önd- vegi, en allt klúrt og gróft þótti í einu orði sagt ljótt. Nú tilbiðja menn ljót- leikann, sagði Björn, en það er þó að breytast til bóta. Þó er það svo að gangi ungar stúlfcur á eftir þér er eins og verið sé að reka heilt stóð af skaflaiárnuðum merum eft- ir malbikinu. í gamla daga voru heimasretumar í Holtun um svo Iéttstígar að þær bældu ekki einu sinni grasið. Og kynnu þær ekki að ganga skrefið létt lærðu þær það af lömbunum og folöldunum á vorin, því þar gat að líta létt leika, tign og fegurð i hverju skrefi, ekki tillærðan í dans- skóla heldur boðaðan af sjálfri náttúrunni. En þetta er að breytast aft ur til hins betra. Menn eru smátt og smátt að hætta að meta hið ljóta og snúa til hins fagra á ný. Þetta var lífstrú Björns Halldórssonar, sem'í hálfa öld hafði stundað málmskurð og dýrkað fegurði-na í hverju sínu handbragði. Og hann hafði ekki til einskis lifað í þessari trú. Honum veittist sú ánægja að sjá tvo syni sína helga sig listgrein- um þeim, sem hann dáði mest, smíði á silfur og gull og málm skurði. Fagurt listahandbragð Björns Halldórssonar fær þvi að lifa áfram hér meðal okkar, þótt hann lærði aldrei að „infatta" eðalsteina í málma og yrði ekki ríkur í Vestu'.’heimi af listiðn sinni. — vig. Götubardagar í Montevideo — tíðir viðburðir í höfuð- borg- Uruguay. — Tupamaros Framh. af bls. 16 flokkurinn, sem er íhaldssam ur, og Colorado-flofcikurinn, sem er frjálslyndur, hafa hingað til ráðið lögum og lof- um á þingi. Þriðjii flokkur- inn kemur til sögunnar í kosningunum i nóvember, svokölluð alþýðufylking (Frente Amplio), sem er bandalag sósíalista, kommún ista og kristiiegra derríó- krata. Alþýðufylkingin tek- ur sér Salvador Ailende, for- seta Chile til fyrirmyndar og vill berjast við borgaraflokk- ana á þ'ngræð'slegum grund velli. Samkvæmt síðustu skoð anakönnunum Gallups styðja 24% kjósenda Colorado- flokkinn, 15% Blancoflokk- inn og 21% Frente Amplio. Bianeo-fiokkurinn, sem á að ild að stjórn Pacheco Areco forseta, hefur þannig fengið skæðan keppinaut, þar sem fylgi hans er orðið minna en Frente Amplio. Ýmsir stuðningsmenn Frente Amplio hafa haft áhyggjur af starfisemi Tupa- maros og gagnrýnt aðgerðir hreyftngarinnar. Talsmenn Frente Amplio, meðal annars talsmenn kommún’s a, hafa látið svo um mælt, að skæru- liðar Tupamaros og sér i lagi foringjar þeirra Raul Send'c, Jorge Manera og Julio Marenales Saenz, séu að vísu hugrakkir baráttu- menn en ævintýramenn, sem ha.fi ekki „Ijósar hugmyndir um þá skipan mála, sem eigi að taka við í Uruguay eftir hugsanlega valda öku.“ • KLOFNINGUR Skæruliðár Tupamaros eru í meginatriðum mótfalin ir þingræðislegum leikaðferð um og telja að þær séu t l þess eins fallnar að seinka fyrir endanlegri uppreisn með vopnavaldi gegn vald- höíunum. Þeir tala um „stytz.u og beinuistu leið til byltingar". Samt hafa þeir ltofað að styðja Frente Am- plio, en ágreiningur er í röð um hreyfingarinnar. Uppliaf legur forystumaður Tupamar os, er Raul Sendic, sem er verkalýðsforingi og heyrir til sósíalístaflokknum, sem á ofi í deilum við kommúnista. Þegar Sendic og nánustu sam verkamenn hans, sem oft ganga und’r nafninu „Teni- entes“, voru handteknir í fyrra, tóku nýir menn við stjórn hreyfingarinnar. Þeir hafa síðan fiestir fallið í bar dögum við lögregluna. Þriðji hópurinn komst þá til valda í hreyfingunni, og eru þeir yngri, gætnari og menntaori en fyrri foringjahóparnir tveir. Klofningur ríkir þann'g bæði innan Frente Amplio og Tupamaros-hreyfingar- innar, og þesssi tvö samtök eiga í deilum sin í milli. Þessi ágreiningur er vatn á myllu Pacheco Areco forsjta og stjórnar hans í kosnlng- unum, sem i hönd fara. Áhrif starfsemi Tupamaros-hréyf- ingarinnar geta hlns vegar orðið Frente Amplio nei- kvæð í kosningum. Stjórnm er fyrirlitin og vill allt til vinna til þess að v'nna sig í álit. En skæruliðar munu reyna að sjá til þess, að henni tak'st það ekki Hins vegar getur svo farlð, að kosningunum verði frestað og Samtök Ameríkuríkja verði beðin um aðstoð, ef al- ger; neyðarástand skapast í sambandi við kosnlngarnar. Af sérstökum ústæðum eru til sölu nokkrir mjög gamlir munir, meðal annars ýmsar gerðir af útskornum stólum, English Crown, Victoria og fleira, enskur leðurstóll, enskur ruggustóll, stólar í hall og fleira, danskt saumaborð stofuklukka, silfurkaffisett og fleira. Uppiýsingar í síma 24592. Saumakonur óskast Prjónastofan Iðunn hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.