Morgunblaðið - 24.10.1971, Page 27

Morgunblaðið - 24.10.1971, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1971 27 Reykjavíkurborg er að láta gróðnrsetja tré af þremur gerðum, viðju, birki og gljávíði við norðan- verða Miglubraut og munu trén með tímanum veita skjól fyrir norðánáttinni og jafnframt girða af verksmiðjuhverfið Iðngarða. Myndin er frá gróðursetningu trjánna. — (Ljósm.: Sv. Þorm.) — Bréf IOGT til dómsmálarádherra: Taf arlausum ökuleyf is sviptmgum sé beitt FRAMK V 45MDANEFND Stór- stúku íslands sendi fyrir skönimu bréf til dómsniálaráð- herra, þar sem hún mælist til að ráðlierra sjái um, að ströngustu ákvæðum laga um tafarlausa sviptingu ökuleyfis, sé framfylgt gagnvart þeim sem gera sig seka um ölvun við akstur. Brófið, sem er dagsett 18. októ- ber, er svohljóðandi: Framkvæmdanefnd Stórstúku ísflands (I.O.G.T.) leyfir sér hér með af marggefnu tUeifni að mæl ast eindregið til þess við yður, hæstvirbur dómsmálaráðherra, að þér sjáið um, að ströngustiu - F.U.F. Framliaid af bls. 2 ast mig fyrir, er að hafa sýnt Finni Karlssyni svo mikið trún- aðartraust að kanna ekki vand- lega, hvernig beiðnimar voru til komnar. Hvergi er þess krafizt í lögum FUF, að meðmælendur kynni sér inmtökubeiðnir, hvað þá til hMtar, eins og segir í at- hugasemd FUF. Nýreyna vinnu- brögð í FUF sýrua, að slík köntn- un er þó æskileg. 4. Nægar sannanir eru fyrir hendi um það, að Kristinn Firm- bogason, form. í’ramsóknar- félags Reykjavikur, og Alvar Óskarsson, aðstoðarmaður fjár- málaráðherrans, stóðu að baki Laugardagsbyltingunni. Skyldi svo engan furða, þótt hin nýja stjóm FUF teldi það eitt sitt helzta stefnumál að eiga gott samstarf við Framsóknarfélag Reykjavíkur. 5. Ég hef sjálfur einskis að missa, þótt ég hafi nú verið rek- inn úr Fulltrúaráðinu. Ég hef ekki sótzt eftir mannvirðingum í Framsókn og mun ekki gera það, meðan menn eitns og Krist- inn Finnbogason, Alvar Óskars- son, Tómas Karlsson og Alfreð Þorsteinsson ráða þar ferðinni. Eina trúnaðarstarfið, sem ég hef gegnt á þessum vettvangi, er formennska i Félagsmálaskól- anum síðastliðin tvö ár, ánægju- legt starf og lærdómsríkt. En ég hef íengið mig fuUsaddam á þakklætl i orðum, en áhugadeysi og vantrausti í verkú 6. Að lokum minni ég á, að eitt er lýðræðisleg kosning, en Miiiað er lýðræðisleg og drengi- leg vinnubrögð og lýðræðislegur hugsunarháttur. Þeim mðnnum, er skortir hið síðarnefnda, treysti ég ekki. ákvæðum laga um tafarlausa sviptingu ökuleyfis sé framfylgt gagnvart þeim, sem gera sig seka um ölv-un við akstur. Undir það skrifa fyrir hönd framikvæmdanefndar I.O.G.T. Öl- afur Þ. Kristjánsson, stórtempl- ar, og Kjartan Ólafsson, stórrit- — Brezhnev Framhald af bls. 1 ríkjanna og V-Þýzkalands hafi ekki orðið til þess að draga á neinn hátt úr mikilvægi á tengsl- um miHi Frakklands og Sovét- ríkjanna. Brezhnev hefur aðeins einu sinni áður komið til Vesturlanda. Það gerðist tveimur mánuðum áður en hann tók við stöðu aðal- framkvæmdastjóra kommúnista- fkykksins 1964, en þá fór hann til Rómaborgar til þess að verða við staddur útför ítalsika kommún- istaleiðtogans Palmiro Togliattis. Til þessa hafa það verið Niko- laj Podgorny forseti og Aleksei Kosygin forsætisráðherra, sem farið hafa í heimsóknir til vestr ænna landa. — Uór Framhald af bls. 28 flug með Tyrki milli Þýzkalands og Tyrklands. Samningurinn var undirritaður með þeim fyrirvara, að Þór h.f. tækist að afla sér lendingarleyfis í Tyrklandi. Síð- an er nú liðinn hálfur fjórði mánuður og þótt svar tyrkneska yfirvalda hafi ætíð verið að sögn Jóhanns: „Það má treysta því, að samningurinn verði undirrit- aður í næstu viku,“ hefur svo ekki verið gert enn. Jóhann sagði, að Þór myndi áfram hafa auga með þessum samningi, en flugfélagið hafði ráðið flugliða tii þessa flugs. „Það er aldrei að vita nema þeir undirrití samn inginn einn góðan veðurdag," sagði Jóbann, „en við erum bún- ir að sjá, að það þýðir ekki leng- ur að einblína á þennan mögu- leika." Þar sem í báðum tilvikunum er um tyrkneska aðila að ræða, spurði Mbl. Jóhann, hvers vegna svo greiðlega hefði gengið með samninga um kjötflutninga með- an fólksflutningar eru látnir sitja á hakanum. Svaraði Jó- hann því tit, að kjötflutningarn- ir væru útflutningur fyrir Tyrk- land og því engin vandkvæði á að fá tilski'lin leyfi til þeirra þar í landi. Þrír teknir í landhelgi ÞRÍR bátar, Dalaröst, RE, Hag- barður KE og Ljósá SF, voru teknir að meintum ólöglegum veiðum rétt austan Ingólfshöfða i fyrradag. Bátarnir voru fœrðir inn til Hafnar í Homafirði og var rnálið fyrir dómi í gær. — Höfðu þá bátarnir orðið að bíða á annan sólarhring eftir dómara ag málsgögnum. Formfleg ákæra var birt um hádegisbil i gær. — Rarmsóknardómari er Sigurður Thoroddsen. Dagur Sþ í dag MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Félagi Sameinuðu þjóðanna: í dag er dagur Sameinuðu þjóðanna. Að venju verður dags- ins minnzt í fjölmiðlum. Dr. Gunnar G. Schram formaður stjórnar Félags Sameinuðu þjóð- anna flytur ávarp í fréttatíma útvarpsins kl. 19.00. Undanfarin ár hefur Félag Sameinuðu þjóðanna beitt sér fyrir því, að dagsins væri minnzt í ýmsúrh skólum landsins, en þar sem daginn ber nú upp á sunnu- dag, þykir ekki verða við komið skipulögðu kynningarstarfi að þessu sinni. Það eru þó tilmæli Fé lags Sameinuðu þjóðanna til skólastjóra, að þeir helgi samtök- unum eina kennslustund í þessari viku. Töðugjöld hjá Kerlingarf jallafólki — Rækja Framliald af bls. 2 að hún beri sig, sagði hann, og nú er grundvellinum undan rekstri verksmiðja okkar kippt burtu með einu pennastriki. Stöðvamar, sem njóta góðs af banninu og rannsóknunum eru fyrst og fremst Baldur hi. og nú Jón Erlingsson h.f., Sandgerðl. Hinar, sem ekki fá afla af bann- svæðinu eru Olsen og Hörður, Þórður Jóhannesson, Atli h.f. og Sjöstjaman h.f. Ingvar Hallgrimsson, fiskifræð ingur, forstöðumaður Hafrann- sóknastofnunarinnar sagði í við- tali við Mbl. í gær að þessu máli yrði kippt í lag innan mjög skamms tíma og myndu þá bát- ar verða notaðir til skiptis frá stöðvunum. Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur, hætti nú brátt tilraunum sínum á svæðinu, en þá yirði kannað hvemig fylgjast ætti með svæðinu eftir að til- raununum lýkúr. í því sambandi hafa útgerðarmenn verið mjög samvinnuþýðir og liprir og von- ast Hafrannsóknastofnunin til að svo verði áfram. SUMARSTARFI Skiðaskólans í Kerling'arfjöllum er lokið fyrir nokUru. Starfseniin hófst óvenju snemma Ix’ftln árið og byrjaði fyrsta. námskeiðið 10. júní. I-Iald- in voru 13 námskeið og eru það fleiri námsikeið en nokkru sinni hafa verið Iialdin. Þátttaka var yfirleitt góð og fer áhuginn á starfsemi skólans greinilega vaxandi. Sumarið nýttist vel ni. a. vegna góðs veðwrfars og var síðasta forðin farin 18. septem- ber. Skíðamót, sem mangir beztu skíðamenn landsins tóku þátt í, var haldið um verzlunarmanna- helgina og var þar m.a. sú nýj- ung viðhöfð í skíðakeppni hér á landi, að keppt var samtímis á tveimur brautum. Framvegis er ætlunin aðþeSsi mót verðí haldin árlega um verzlunarmannahelgina og opin öllum skíðamönnum, jafnt inn- lendum sem erlendum. Nú þeg- ar hafa franskir skiðamenn lát- ið í ljós áhuga á að taka þátt i mótinu næsta sumar. Á hverju hausti koma nemend ur skíðasköláns saman til þess að skoða myndir frá sumrinu, taka lagið saman og dansa. Á sunnudaginn kemur, — 24. október, verður samkoma fyrir 14 ára og yngri í Dansskóla Her- manns Ragnars í Miðbæ (við Háaleitisbraut-Safamýri), og hefst sú skemmtun kl. 4 e.h. Um kvöldið verður skemmtun fyrir 15—18 ára í Átthagasal Hótel Sögu og hefst hún kl. 20.30. Fimmtudag 4. nóvember verð- ur svo knall fyrir fullorðna í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. - Alþingi Viðræður í Ródesíu Salisbury, 21. október NTB. ÞRÍR fnlltrúar brezku stjórnajr- innar komn í dag tll Salisbury til nýrra riðræðna i þeim til- gangi að leysa langvarandi á- greining nm einhliða sjálfstæðis yfirlýsingu Ródesíu. Sömu full- trúair ræddu við stjórn Ian Smiths fyrr á þessu ári, og for- maður nefndarinnar er vara ráðuneytisstjóri forsætisráðu- neytisins, Sir Philip Adans. Sum ir telja að samkomulag hafi þeg ar náðst í aðalatriðum, aðeins eigi eftir að ganga frá smáatrið — Formósa Framháld af bls. 1 skildum tveimur þriðju hliitum atkvæða. Umræðumar um sæti Kína hafa nú staðið í viku, en fulltrú ar fimm þjóða voru í gær enn á mælendaskirá, þeirra á meðal fulltrúar BandaTÍkjamna og Albaníu, «em vilja fá að tala öðru sinni. Þeir eiga að flytja ræður símar á mámudag, en síð- an byrjar atkvæðagreiðslan um tillöguma í Allsherjarþtnginu. — Gert er ráð fyrir, að hemni ljúki á þriðjudag. — Vietnam Framhald af bls. 1 um Kambódíu. Bardagar hafa staðið yfir á þessu svæði í um það bil fjórar vikur, og tó(ku margar hersveitir úr fastaber Norður-Víetnams, þátt í þeim. í tiikyniningu herstjóm ariranar segir, að kommúnist- ar hafi missf 2200 fallna, og verið hraktiir á flótta. Var því spáð, að þetta myndi tefja aliar sóknaraðgerðir þeirra um a. m. k. sex mánuði. Um 25 þúsund suður-víetnannskir henmenn tóku þátt í þessum hennaðaraðgerðum. Franihald af bls. 2 svo og til þess, hvernig einstakar sveitarstjómir greiða fyrir nem- endum til framhaldsnáms. Niður stöður athugunariamar skulu lagð ar fyrir næsta reglulegt Alþingi. í greinargerð, sem fylgir tillög unni segir í upphafi: Fyrrverandi rikisstjórn tók upp þá nýbreytni að ætla ákveðma upphæð á fjárlögum til þess að styrkja nemendur í strjál býli til framhaldsnáms. Á fjár- lögum ársins 1970 var gert ráð fyrir að verja í þessu skyni 10 millj. kr., en á yfirstandandi ári 15 millj. kr. Flestum mun hafa verið ljóst, að þessar upphæðir dygðu skammt til þess að jafma þann miklia mun að öllu leyti, sem er á kostnaði þeirra nem- enda, sem sækja framhaldsskóla nám úr strjálbýli, miðað við þá, sem búa á stöðum, þar sem fram haldsskólar eru starfræktir. Hér var þó á ferðinni merk nýjung, sem m.a.. hefur leitt í ljós þá miklu þörf, sem er á því að auka og efla þessa viðleitni. Á yfir- standandi ári hefur láðlega 2100 urrasóknum um styrki verið gerð nokkur úrlausn og þegar úthlut- að 17.5 millj. kxóna I því skyni, eða 2.5 millj. meira en gert var ráð fyrir á fjárlögum, en nokkrar umsóknir munu samt sem áður vera óafgreiddar. Á næsta ári er gert ráð fyrir að verja 25 miitf. kr. í framangreindu skyni skv. fjárlagafrumvarpi ríkisstjómar- innar. Ástæða er til að ætla, «8 sú upphæð sé alls ónóg, ef tekið er tillit til þarfarinnar og hækk- ana, sem orðið hafa á skólakostn aði, t.d. húsaleigu. Engar beiraar athuganir hafa farið fram á mismunandi kostn- aði æskufólks til fmmhalda- náms eftir búsetu né heldur á liklegri fjárhagsgetu þess til að kosta sig til náms. Þá hafa ekki heldur farið fram athuganir á þvi, hvernig sveitarstjómir að- stoða nerruendur bæði með bein- um styrkjum eða útsvarsívilnun- um. Augljóst er, að brýn þörf er á, að athugun fari fram í fram- haldi af þeirri reynslu sem fengizt hefur við úthlutun námsstyrkj- anna, sem nái til þeirra þátta, sem hér er gerð tillaga um, svo að unnt sé að gera sér raunsæja heildargrein fyrir umfangi og eðli þess vandamáls, sem við er að glíma. Án slíkrar athugunar hlýtur ákvörðun upphæðar á fjárlögum í framangreindu skyni að vera meira eða minna handahófskennd og öll fram- kvæmd þessa mikilvæga máls að hvíla á ótraustum grunni. f lok greinargerðarinnar segir: Það er skoðun flutningsmanna, að hér svo sé þýðingarmikið mál á ferð, að eimskis rmegi láta ófreistað til lausnar þess. Sú at- hugun, sem hér er gerð tillaga um, er algjör forsenda þeas, að unnt sé fyrir Alþingi og ríkis- stjórn að framkvæma af raun- sæi og réttlæti það stefnumál, að búa æskfólki sem jöfnust skil- yrði til framhaldsnáms án tillits til búsetu þess í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.