Morgunblaðið - 04.11.1971, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.11.1971, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1971 19 — Um bifreiða- tryggingar Framhald af bls. 17. iðgjöld fyrir árið 1. janúar 1972 til 1. janúar 1973. Þessi nefnd náði ekki samstöðu og er nú mál ið i höndum ráðherra. En hvað er þá fram undan? Ég minntist á það áðan, að mjög væri gengið á greiðsluþol félaganna. Spyrja má hvernig fé lögin fara að bera þetta tap til lengdar. Þvi er til að svara, að það hafa fyrst og fremst verið önnur viðskipti félaganna sem borið hafa uppi þennan taprekstur og slíkt getur ekki gengið til lengdar. Ég fullyrði að félögin hafa nú gengið nærri varasjóðum ýmissa annarra við- skipta og geta ekki iengur höggvið í þann knérunn. Líka ber að hafa í huga, eins og áð- ur er rakið, að skuldbindingar vegna bifreiðatrygginga greið- ast á löngum tíma, þannig að unnt er að velta bagganum á undan sér nokkra hríð í von um betri afkomu síðar. Slíkt er hins vegar stórhættulegt og örugg- asta leiðin til glötunar eins og dæmin sanna utan úr heimi, þar sem bifreiðatryggingafélögm hafa farið á hausinn — fyrst og fremst vegna of lágra iðgjalda og vanmats varasjóða. Er þar skemmst að minnast, þegar eitt af stærstu bifreiða- tryigginigaféLögum í Bretlandi, Vehicle and General, varð gjald þrota á þessu ári og álitið er eitthvert versta hneyksli í við- skiptaheiminum þar í landi. Ég sé heldur ekki, hvað það er, sem réttlætt getur von um betri af- komu íslenzku félaganna nú á næstunni. Á grundvelli nýrra útreikninga, þar sem til við- bótar verðlagsþáttum er tekið tillit til fjölgunar tjóna á þessu ári, virðist okkur hækkunarþörf in nú vera u.þ.b. 45.6% og er þá ekkert til'lit tekið til fyrirsjáan- legra hækkana nú í haust og eft ir áramót. Virðist því óraunhæft að reikna raunverulega hækk- unarþörf iðgjalda undir 50%, ef igera á ráð fyrir að iðgjöld á árinu 1972 mæti tjónum og kostnaði — og ég leyfi mér að 'á'Iíta það heldur ólíklegt að stjórnvöld þori að horfast í augu við þá staðreynd. Önnur aðferð við að bæta af- kornu þessara trygginga er að sjálfsögðu að bæta umferðar menningu fækka tjónum, en ekki er útlitið bjart í þeim efn- um. Líkur benda til að árið 1971 verði afleitt slyisaár, ef til vil'l það versta sem komið hef- |ur og ekki virðist nægjanleg- ur skilningur opinberra aðila á nauðsyn varnaraðgerða á þessu sviði. Ef við lítum á þróun um- ferðarmála sl. sex ár sjáum við: ÞRÖUN UMFERÐARMÁLA 1966. „Slæmt“ ár í umferð. Þá urðu samkvæmt yfirlitsskýrslum 5132 umferðarslys hér á landi þar sem 705 manns slöusðust í 564 slysum. Á árinu var mjög ör aukning ökutækja eða 12,3% frá árinu áður. 1867. Fækkar umferðarslysum um 3,2% eða i 5056 slys, slösuðum fækkar enn meir eða úr 705 1 554 í 433 slysum (13%). Ökutækjum fjölgar um 7,1% frá 1966. 1968. Fækkar slysum enn eða í 4821 (um 4,6% frá árinu áður). Hims vegar slasast nókkru fteiri eða 655 í 492 slysum. 1968 fjölg- aði ökutækjum um 3,4% frá 1967. 1969. 1969 er ökutækjafjöldi sá sami og 1968, heldur þó fækk- un eða um 42 ökutæki. Umferð- arslys eru um 5 þús. eða lítils háttar fjölgun. Fjöldi slysa með meiðslum liggur ekki fyrir né heldur fjöldi slasaðra. 1970. Fjölgar ökutækjum um 7,9%. Slys eru samtals um 5500, ekki liggja enn fyrir tölur um fjölda slysa með meiðsl- um, né fjölda slasaðra. Niður- stöður slysaskráningar fyrir 1969—1970 liggja ekki fyrir (fýrr en eftir 10 daga) og er því hér um bráðabirgðatölur að ræða. 1971. Erfitt er að segja um hve fjölgun verður mikil á þessu ári, en ekki er óvarlegt að áætla hækkun heildartölu slyisa um 20% og fjölgun slas- aðra um 25—30%. Reiikna má með að ökutækjum fjölgi um 13—15% á þessu ári. Svo hér er um að ræða verulegt stökk fraim á við. NIÐURSTAÐA: 1966 fjöl'gar ökutækjum mjög mikið og sama er að segja um slys í umferð. Síðan snýst þró- unin við 1967 og segja má að ekki verði um verutega fjölgun að ræða fyrr en 1970, en þá er einnig um að ræða veru- lega aukningu á ökutækjum. En af hverju snýst þróunin við 1967? Aðeins eitt svar er til við þessari spurningu. 1967 er hafinn undirbúningur hægri um ferðar, mifeið talað og ritað um umferðarmál og umferðar- fræðsla hafin vegna breýt- ingarinnar. Á um 8—10 mán. tímabili fyrir gildistöku hægri umferðar, 26. maí 1968 er varið um 12 millj. eingöngu til um- ferðarfræðslu. i Við undirbúning og fram- kvæmd hægri breytingarinn- ar er löggæzlan sett undir eina stjórn og löggæzluaðgerðir þannig samræmdar og þær auknar verulega. Átak var gert í vega- og gatnagerð, blindhæð- um skipt og umferðarmerkjum fjölgað. Allir þessir þættir höfðu sitt að segja og hér var um að ræða samræmt átak sem hafði í för með sér mikil og mjög jákvæð áhrif á umferðarmálin. Gildistaka hægri umferðar og það starf sem unnið var að um- ferðaröryggismálum, samfara þeirri breytingu, sýndi svo ekki verður um villzt, hvað hægt er að gera. En hvað gerðist eftir hægri breytinguna? Slysum hefur farið fjölgandi og fjölgar meir en fjölgun öku tækja nernur. — Það að siysum fer fjölgandi í samræmi við fjöigun ökutækja, er heldur ekki hægt að sætta sig við, — við verðum að snúa þess- ari þróun við. Athugum hvernig staðið hefur verið að þessum málum eftir hægri breytinguna. Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar lauk formlega störfum 24. jan. 1969. Þann sama dag var gefin út reglugerð (af þáver- andi dómsmálaráðherra Jóhanni Hafstein) um Umferðamálaráð, sem síðar var stytt í Umferðar- ráð. — Umferðarráð er hliðstætt stofnunum í Danimörku, Noregi, Sviþjóð og Finnlandi, sem flest- ar hverjar hafa starfað í einn til tvo áratugi með góðum ár- angri. Verkefni ráðsins er m.a. að halda uppi umferðarfræðslu eða sjá um, að hún sé fram- kvæmd, annast slysarannsóknir og fylgjast með umferðarmálum erlendis og hagnýta reynslu og þekkingu annarra þjóða á því sviði. Hvaða vaxtar- og starfsskilyrði hafa svo Umferðarráði verið sköpuð. Ráðið hefur alla tíð verið hálf gerð hornreka i ríkiskerfinu, og þrátit fyrir að tekjur ríkisins af umferð hafi farið stöðugt hækkandi og langt framúr áætl- unum, hefur fjárveitingavaldið ekki talið sig geta varið neinu teljandi fjármagni til þessarar mikilvægu stofnunar. 1969. 1,500 þús. kr. greitt af hægri breytingar gjaldi. 1970. 4,400 þús. kr. greitt af hægri breytingar gjaldi 1971. Síðan kom til kasta rik- issjóðs sjálfs. 1 fjárlögum var framlag ákveðið kr. 900 þús. kr. Síðan hækkað eftir að fjárlög voru samþykkt í 3,6, þar af koma samt. 2,6 úr rikissjóði, (tryggingafélög og sveitai'- stjórnir greiddu mismuninn.) 1972. 2 millj. kr. á fjárlögum. Óskað eftir 5,8 millj. sem er tal- ið að sé um helmingur þess fjár magns sem þurfi til þess. að byggja hér upp umferðar- fræðslu og halda uppi nauðsyn- tegum rannsóbnum. Það er ill „skiljanteg pólitik", að ríkið skuli innheimta 1285 millj. á árinu 1970 í tekjur af umferðinni en verja siðan 2 miilj. til þeirrar stofnunar sem samræma á og framkvæma að- gerðir í umferðaröryggismálum. Góðir áheyrendur! Ég hef enn ekki svarað spurn ingunni hvert stefni í bifreiða tryggingamálium, en ég skai gera það nú. Ef ekki fást nauð- synlegar iðgjaldahækkanir til þess að unnt sé að reka þessa tryggingagrein á eðlilegan hátt er um tvær leiðir að velja. Fyrri leiðin er sú að halda áfram að tryggja bíla á allt of lágum ið- gjöldum og fljóta þannig að feigðarósi. Liklegt er að félögin gætu haldið áfram um nokkurt Skeið, sum e.t.v. þrjú til fjögur ár, önnur miklu skemur. Hin leiðin er sú, að félögin skili aft- ur leyfi til þess að reka þessa tryggingagrein og hætti þessum viðskiptum. Ég tel fyrstu leiðina á engan hátt færa, með henni væru félögin ekki aðeins að bregðast hluthöíum sinum, heldur lika öllum almenningi og afleiðingin yrði óskapleg. Við höfum þagar hér á ísliandi séð eitt vátryigginigafélag verða gjaldþrota og ég held að eng- an langi til þess að sjá fteiri fara sömu leið. Hin leiðin er af- ar erfið af viðskiptalegum ástæð um, því að viðskiptavinir Sélag- anna gera kröfu til þess að fá þessa þjónustu hjá sínu félagi, en hún er samt sem áður eina leiðin sem fær er, því hún er a.m.k. heiðarteg. Afleiðingar hennar yrðu þö aldrei verri en þær að ríkið tæki þessa trygg- ingagrein S sína arma og frjáls samkeppni um þessa þjónustu yrði þar með úr sögunni. Eins og málin horfa í dag yrði það veru lega fjárhagslegur ávinningur fyrir tryggingafélögin, en hvort það yrði jafnframt ávinningur fyrir hinn almenna borgara og hinn almenna tjónþola skal ósagt látið. Flugfreyjur ! Áríðandi fundur verður haldinn að Haga- mel 4, föstudaginn 5. nóvember kl. 2.00 e.h. Fundarefni: Samningarnir. Áríðandi að allar mæti. Stjórnin. PILTAR. ef þií filqld unoiGturtí pí 3 hrtnqana / fyrfjn tís/M/nifcionj' * rwstrtrrS 8 \ ‘ tsÞ-— Póstsendum.'^'" Guðrún Björg veit allt um Elna saumavélarnar. 6 tegundir um að velja. Námskeið 3svar í viku. Elna fyrst með nýjungar. Allar geta eignast Elna. Lítil útborgun, góðir greiðsluskilmálar. Elna er Svissnesk völundarsmíði. Takmarkið er Elna saumavélin á hvert héimili á íslandi. með DC -8 til Stokkhólms alla mánudaga og íöstudaga. LOFTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.