Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 10
10 MOR.GUNBLAÐIÐ, FÖSTUÖAGUR 18. FEBRÚAR 1972 GÆTI EKKI HUGSAÐ MER AÐ FARA HÉÐAN .... Ingibjörg- Sigurðardóttir. .... segir Ingibjörg próf astsekk j a á Kvennabrekku Ingibjörg Sígurðardóttit-, húsfreyja á Kvennabrekku í Dötan, er etóki síöur mæt dugnaðarkona en þeir kven- skörungar sem búsforráð hafa haft í Döluim vastur og kunnar eru allt frá Ismd- námstíð. Er maður hennar, sr. Eg.gert Ólafsson, prófastur I Kvennabreikiku, féll frá fyrir fáum árum, tók húm við bús- forráðum ásamt börnum sínum, Við hringd'um til hennar, til að frétta hvernig gengi. — >ú rekur enn 3tærðar bú, Ingibjörg? — Já, já, við erum hér með 270 kindlur, eins og áður, fjór ar kýr og eitthvað af hross- um. Eins og er hiöfuim við fimm folöid á gjöf og 3 hesta. — Eru etóki börnin meira og minna í skóla? Hvað eruð þið mörg heima? — Við erum mest tvær heima. Margrét dóttir mín, sem er 18 ára, sér um gegn- ingar og annað utamhúss. Og yngri börnin hjálpa til þegar þau eru heima. En þau eru í skölanum hálfan mánuð i einu og svo heima jafn- lengi. Ólafur og Ingibjörg, sem eru 12 og 14 ára, eru heima á víxl og geta þá hjálp að tii. Hin, sem eru í barna- skóla, eru yngri, niður í sex ára. Börnin eru I heimavist i stóólanum við Sælingsdals- laug. — Er yngsta barnið farið að sækja heimavistarsikóla? — Já, i háifan mánuð í haust og verður svo annan hálfan mánuð í vor. Mér finnst betra að skipta hálfs- mánaðarlega en að hver hóp ur sé í mánuð í einu, eins o.g var fyrst. Einkum er það betra fyrir yngri börnin. Það kemur þá ekki eins miikill leiði í þau. — Er etóki eitthvað af börmuim þínum í framhalds- skóla og tóoma þá etóki að gagnií vetur? — Jú, ein stúlika er I Reyk- holbssikóla og kemur ekki að gagni við búskapinn í vetur og ein er I Reykjavik. En þau eru öll heima á sumrin. — Er ekki erfitt að reka bú við þessar aðstæður? — Það maeðir ekki mikið á Framliald á bls. 14 Kirkjan á Kvennabrekku og liluti af túninu. HVAÐ VILL NIXOIN 1 KlNA? Friöarumleitanir Nixons við Kínverja áttu drjúgan þátt í upptöku Kína í Saineinuðu þjóð- irnar. Hér sést kinverski fulltrúinn Kuan-hua ávarpa Allsh erjarþingið. NIXON forseti einbeitir sér þessa dagana að fyrir- hugaðri Kínaheimsókn sinni, sem er stórkostleg- asta tilraun hans í utan- ríkismálum síðan hann tók við embætti. Undirbúning- ur hans undir ferðina hef- ur verið mjög rækilegur, og reynsla fyrri funda æðstu manna stórveldanna eftir heimsstyrjöldina sannar að það er hyggilegt. Mikil bjartsýni ríkti fyrir alla þessa fundi, en von- brigðin eftir þá voru ennþá meiri. Allt þetta veit Nixon, og þess vegna reynir hann að forðast hugsanleg vonbrigði. Enginn annar fundur æðstu manna hefur verið undirbú- inn eins rækilega. Segja má að Nixon hafi unnið að und- irbúningi ferðarinnar síðan hann fluttist I Hvíta húsið, og hann hefur reynt að búa svo um hnútana að andrúmsloft- ið i viðræðunum við kín verslku leiðtogsina verði eins og bezt verður á kosið. Síðast gerði hann það með þvi að segja frá þeim tilraun um, sem hann hefur gert til þess að fá fram samninga um lausn Víetnam-stríðsins. For- setinn vildi að Kínverjar vissu að hann hefði reynt að komast að málamiðlunarlausn áður en hann kæmí til Pek ing, og þess vegna tók hann þá áhættu að segja frá leyni- viðræðum dr. Kissingers við víetnamska kommúnista þótt það færi í taugarnar á ráða- mönnum í Hanöi. HAGCJR KÍNVER-IA Nixon hefur lagt mikið að veði vegna Peking-ferðarmn ar. Hann hélt fyrirætlunum sínum leyndum þangað til Kissinger kom úr fyrstu heim sókninni til Peking og styggði þar með Japani og Rússa og stuðlaði vafalaust að því að stjórnirnar I Moskvu og Tokyo tóku upp samningaviðræður tii þess Eftir James Restoo að gera samslkipti sin nánari. Hann tók málstað Pakistana í stríðinu við Indiverja, sum- part til þess að forðast ágrein ing við Kínverja. Hefði Nix- on ekki reynt að friðmælast við Kínverja er vafasamt í meira lagi hvort Taiwan hefði verið rekið úr Sameinuðu þjóðunum, og ennþá eru önn ur bandalagsríki Bandaríkj- anna í Asíu, einkum Suður- Kórea og Thailand, uggandi vegna viðræðna Nixons og Ohouis. Þegar á heildina er litið virðast Klnverjar þegar hafa hagnazt talsvert á undirbún ingi Pekingferðarinnar. Þeir hafa fengið inngöngu i Sam- einuðu þjóðirnar, þeir hafa sýnt Rússum að dagar ein- angrunar Kína eru liðnir og Bandaríkjamenn hafa fengið áhuga á Kína og nýju fyrir komulagi öryggismála I Asíu, þeir hafa losað um böndin milli Washington og Tokyo og milli Washington og Tai- wan, og áður en langt um líð ur verður sýnt I sjónvarpi um allan heim ferðalag Bandarlkjaforseta til For- boðnu borgarinnar, sumarhall arinnar, Kínamúrsins og vatn anna og fjallanna fögru um- hverfis Hangdhow. ENGAR GVl.UVOMR Hverju vill þá Nixon fá framgengt í Kínaferðinni má þá spyrja? Sennilega ekkl miklu sem er áþreifanlegt. Framludd á bla 1S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.