Morgunblaðið - 18.02.1972, Side 12

Morgunblaðið - 18.02.1972, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1972 Nýjasti kaflinn: Hughes 1 Nigaragua Fór frá Bahamaeyjum í gær Nassau, Bahamaeyjum, 17. febrúar — AP-NTB BANDARÍSKI sérvitringur- inn og milljarðamæringurinn Howard R. Hughes hefur yfirgefið Britannia-hótelið á Bahamaeyjum, þar sem hann hefur búið frá því í nóvem- bcr 1970, og flogið til Nicara- gua, þar sem hann nú dvelst í boði forseta landsins. Flug- vél Hughes lenti í Managua seint í kvöld. Ekki er vitað hversu lengi hann dvelst þar. Tilkynningin frá forseta Nicaragua í kvöld kom mjög á óvart, enda hafði mikil leynd hvílt yfir ferð Hughes. Einkabifreið forsetans sótti Hughes á flugvöllinn og ók alveg út að flugvélinni. Tveir fréttamenn telja sig hafa séð Hughes, er gamall maður fór úr flugvélinni í bílinn. sem ók á brott með ofsahraða. Hughes er nú 67 ára að aldri. Brottför Hughes uppgötvaðist, er fulltrúar útlendingaeftirlitsins í Nassau réðust inn á 9. hæð hótelsins, sem Hughes hefur haft á leigu, til að ganga úr skugga um það, hvort Howard Hughes byggi þar og til að kanna hvort starfslið hans hefði atvinnuleyfi frá yfirvöldum Bahamaeyja. Rannsókn málsins var fyrirskip- uð eftir að borin hafði verið fram fyrirspurn á þingi Bahama um það, hvort örugg vissa væri fyrir j»vi, að Hughes byggi á hófcelinu og hvort starfslið hans hefði atvinnuleyfi. Fyrirspurn þessi var borin fram á þriðju- dag. POTTAR OG PÖNNUR 1 gær, miðvikudag, sáust síðan 10 verkamenn frá flutningafyrir- tæki í Nassau vera að bera hús- gögn og annað frá 9. hæð hótels- ins. Meðal þess, sem borið var út, var sjúkrarúm, blóðvökva- standur, ísskápar, dýnur, hæg- indastólar, tveir sófar, margir kassar af eimuðu vatni, kvik- myndafilmur, borð undan sýning- arvél og pottar og pönnur. Öllu þessu var hlaðið á 3 vörubíla, sem síðan óku út á flugvöllinn í Nassau, þar sem það var sett um borð í flutningaflugvél i eigu Hugiies Tool. Margir fulltrúar útlendingaeft- iriitsins voru staddir á flugvell- inum, en þeir neituðu að svara spurningum fréttamanna og sögðu, að þeir yrðu að snúa sér til yfirmanns útlendingaeftirlits- ins. Ekki tókst fréttamönnun- um að ná sambandi við þann mann. IVIIKIÐ ANNRÍKI Við hliðina á flutningavélinni stóð 7 farþega einkaþota af Ostsna-gerð og þar skammt frá ómerkt þota af gerðinni Boeing 707. Mikið annriki hefur verið undanfarna daga við flugskýli á flugvellinum, sem Hughes tók á leigu fyrir nokkrum mánuðum, en enginn hefur fengið að koma nálægt skýlinu nema starfs- menn Hughes. Enginn af fiug- vallarstarfsmönnum né flugum- ferðarstjórum gat gefið skýringu á hverra vegum Boeing-þotan væri. Talsmaður Hughes neitaði í dag orðrómi um, að Hughes hefði verið skipað að fara frá Bahamaeyjum og sagði, að Hughes hefðd sjálfur ákveðið að hverfa frá Nassau. Talsmaður- inn sagðist ekki vita hvert Hughes ætlaði að fara. Frétta- menn segja, að ólíklegt sé að Hughes fari aftur til Bandaríkj- anna vegna málaferia, sem hann á þar í. Segja þeir að líklegt sé að hann fari næst annað hvort til Mexikó eða Cay Sal, sem er eyjaklasi við Bahamaeyjar um 350 km frá Nassau, sem Hughes keypti fyrir nokkrum árum. Ekki er vitað hvort hann hefur nokkurn tima komið þangað, en 8 manna starfsdið hefur haft eft- irlit með byggingum á eynni. Flutningaflugvélin fór frá Nassau síðdegis í dag og flaug til Ft. Lauderdale í Flórída, þar sem hún hafði skamma viðdvöl. Talsmaður bandarísku flugmála- stofnunarinnar sagði, að flug- maðurinn hefði lagt fram flug- áætlun til Managua í Nicaragua með San José og Costa Rioa sem varaflugvelli. Að sögn tals- mannsins voru 4 farþegar um borð í flugvélinni auk áhafnar. Flugvélin hafði eldsneyti til 8 klukkustunda flugs. írland: „Þú hefur 10 mínútur til að koma þér út“ Sprengingar og morð í Belfast og Derry Belfast og Londonderry, 17. febrúar — AP-NTB UNGUR piltur kom í dag inn í skrifstofu brezka flug- félagsins Caledonian í mið- borg Belfast og afhenti hlað- freyju þar flugtösku sína. Stúlkan spurði hvað hún gæti gert fyrir hann og hann svaraði: „Þú hefur 10 mín. til að koma þér út,“ um leið og hann snaraðist út. Stúlkan gerði starfsliðinu viðvart og voru þau vart komin út, er sprengja sprakk og gereyði- lagði húsið. Sjö vegfarendur sködduðust af völdum fljúg- andi glerbrota. Skrifstofan hafði nýlega verið opnuð eftir að sprengja hafði eyðilagt hana. Talið er víst að hér hafi hermdarverkamenn IRA verið á ferðinni. Um 200 verkamenn, kaþólskir og mótmælendatrúar, fóru i mót- mælagöngu i Londonderry i dag til að mótamæla morðinu á strætisvagnsitjóranum Thomas Callahan í gær. Ofbeldismenn stöðvuðu strætisvagninn, sem Callahan ók í Londonderry, drógu hann út fyrir framan far- þegana, stungu honum inn í bif- reið sem beið og skutu hann í gegnum höfuðið. Síðan óku mennirnir á brott og köstuðu lík- inu út úr bílnum. Callahan var 47 ára að aldri. Þá var brezkur hermaður skotinn til bana í Belfast í gær, er leyniskyttur hófu skothríð á jeppabifreið, sem hann ók. Nú hefur 51 brezkur hermaður fall- ið á N-lralndi á sl. 2y2 ári auk 194 óbreyttra borgara. Dr. Nei'l Franklin, kaþólski bisikupinn í Belfast, fordæmdi í dag morðin á Callahan og her- manninum og sagði: „Samúð heimsins hefur verið með okkur, en svo verður ekki lengi ef við ekki komum fram eins og kristn- ar manneskjur og höldum aftur aí' okkur.“ Nú er rétti tíminn til að velja borð og stóla í sfofuna r»oi ö! I i rr » i I I I li rr Simi-22900 Laugaveg 26 fréttir í stuttu máli Njósnara sleppt gegn tryggingu New York, 17. febr., AP. Rússinn Valery I. Markelev, sem var handtekinn í fynri viku hjá SÞ vegna njóana, hefur verið látiinm laus geg.n 100 þúsuínd dollara tryggingu. Markelev, sem er 32ja ára, hafði uninið sem þýðandi hjá Sameinuðu þjóðunum í fimim ár, og var aðalstarf hans fólg- ið í þýðingum á vísinda- og tæknisikjölum. Talsmaður dómsanálaráðu- neytisins eagði, að stjómki sæi enga meinbugi á því að lækka upphaflegu fjárupphæð ina sem krafizt var, þ. e. 500 þúsund dollara, í 100 þúsund þar eem enginn áhugi vaeri á að gera meira úr málinu en efni stæðu til né heldur að kynda undir úlfúð eða beds'kju. Edgar Snow sést hér með Mao Tse-timg' og var myndin tek- in á þjóðliátíðardegi Kín verja þann 1. október 1970. Mao minnist Edgars Snows Peking 17. febr. — NTB — MAO Tse-tung, formaður kín- verska kommúnistafloikksins og ýmsir aðrir háttsettir ráða- menn minntust í dag banda- ríska blaðamannsins og rit- höfundarins Edgar Snow, sem nýlega lézt í Sviss. Mörg kín- versk blöð birtu skeyti Maos og annarra leiðtoga semsend hafa verið ættingjum Snows, og er þar lögð áherzla á mann kosti hans og það mikla starf sem hann vann til að bæta samskipti Kína og Bandaríkj- anna: Edgar Snow var sérfræðing- ur um kínversk málefni og fór margar ferðir til Kína og dvaldi þar langdvöltum. 1 fyrra vor átti hann sarntal við Mao formann, þar sem Mao kvaðst fús að taka á móti Nixon Bandaríkjaforseta, hvort held ur hann kæmi sem forseti eða almennur ferðamaður. Þegar Snow veiiktist áf krabbameini fyrir nofkkfúm mánuðum voru sendir tveii’ kínverskir sérfræðingar frá Peking til að stunda hann1, ásamt með öðrum læknium.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.