Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18, FEBRÚAR 1972 11 Viðureign Friðriks og Anderssons setti svip á umferðina Rúmenski stórmeistarinn Fl. Georghiu hefur nú forystuna í Reykjavíkurskákmótinu. VIÐUREIGN þeirra Friðriks Ólafssonar og sænska meist- arajns, Ulf Andersson vakti tvímælalaust mesta athygli þeirra skáka, sem tefldar voru í 9. umferð. Friðrik hafði hvítt og var tefld Nimzoind- versk-vöm. Auðséð var að Friðrik tefldi til vinnings og fómaði hann peði í þeim til- gangi að ná sóknarfærum. Andersson tókst að bægja sókninni frá en varð að taka á sig tvíi>eð, auk þess sem Friðrik hafði biskupaparið og nokkum þrýsting á svörtu stöðuna. Vörnina tefldi Sví- inn þó mjög vel og tókst smám samian að ná frumkvæð inu. f biðstöðunni hefur hann yfir að ráða sterku frípeði en biðstaðan er annars þessi: Hvítt: Friðrik: Kf2, Hd2, Bg3, a4, f3, h2. Svart: Andersson Kf5, Hd8, Rc4, d3, f7, f5. Hvit- ur lék biðleik. í skéik þeirra Horts og Freysteins var tefldur enski leikurinn. í byrjuninni varð Freysteini á yfirsjón, sem kostaði peð. Framhaldið tefldi Hort þó ekki sem nákvæmast og tókst Freysteini að ná mót- spili, átti jafnvel kost á jafn- tefli með laglegri mannsfórn en missti af því í tímahrakinu. Skömmu síðar urðu honum svö á frekari mistök og gafst þá upp. Harvey Georgsson tefldi byrjunina mjög ónákvæmt í skák simni við Stein. Náði stór meistarinnn snemma yfir- burðastöðu, sem hann not- færði sér vel og vann létti- lega í 35 leikjum. Hinn Sovétmaðurinn, Tuk- makov, átti í höggi við Gunn- ar Gunnarsson og var tefld Griinfeldsvörn. Urðu snemma mikil uppskipti, en þá urðu Gunnari á slæm mistök, sem kostuðu peð. Eftir það var enginn vafi um það, hver úr- slitin yrðu þótt Gunnar verð- ist hetjulega unz yfir lauk. Keene tefldi Retbbyrjun gegn Jóni Torfasyni, sem snemma fékk mjög þrönga og erfiða stöðu. Jón tefldi þó vömina mjög vel og fórnaði peði til þess að létta stöðu sina skömmu áður em skákin fór í bið. í biðstöðunni hefur Keene þannig peð yfir, en það er tvipeð og „blokkerað“ og að auki svo vinningurinn get- ur reynzt aiizi torsóttur. í skák Guðmundar Sigur- jónssonar og Timmans var tefld Robatsch-vörn. Sú skák var allain tímafin í jafnvægi þótt Guðmundur hefði lengst af rýrnri stöðu. Biðstaðan er tvísýn. Magnús Sólmundarson beitti Aljekin-vöm gegn Braga Kristjánssyni, sem beitti hinni svokölluðu fjögurra péða árás. Varð skákin snemmia hin fjörugasta og í biðstöðunni er hún sem tor- ræð krossgáta. Biðstaðan er annars þessi: Hvitt: Bragi: Kh2, De4, Hal, Hcl, Bf5, Rf3, b4, c4, d5, g4, h5. Sv.: Magnús: Kc7, Db2, Hg8, Hh8, Bd6, Re8, b6, c5, e5, f6. Hvítur lék bið- leik. Þá skulum við líta á skák dagsins, sem aðeins verður ein að þessu sinni. Það er for- ystusauðurinn, Fl. Georghiu, sem leggur Jón Kristinsson að velli. Skákin er að vísu göll- uð frá hendi Jóns en engu að síður er hún gott dæmi um það, hvemig má notfæra sér mistök andstæðingsins til fulls. Hvítt: FI. Georghiu Svart: Jón Kristinsson Slavnesk-vörn. 1. c4, RfS. 2. Rc3, e6. 3. Rf3, d5. 4. d4, Be7. 5. Bf4, 0-0. 6. e3, c6. (I einviginu um heimsmeist- aratitilinn 1969 lék Spassky 6. — c5 í þessari stöðu. Það er vafalaust hvassari leikur en Jón hefur viljað forðast mjög troðnar slóðir). 7. h3 (Hér er einnig leikið 7. cö) 7. — Rbd7. 8. De2, a6. (Til greina kom einnig 8. — b6, ásamt Bb7). 9. Hdl, dxc4. 10. Bxc4, b5 (10. — Rb6 og síðan Bbd5 kom e.t.v. ekki síður til greina). 11. Bd3, Db6. 12. e4, g6. 13. e5, Rd5. 14. Rxd5, cxd5. 15. h4! (Lið svarts er nú lokað inni á drottninigiarvæng og hvítur notfærir sér það með vel útfaerðum sóknaraðgerð- um á kóngsvæng). 15. — Bb7. 16. h5, Hfc8. 17. De2, Rf8. 18. Kfl, b4. 19. Bg5, Dd8. 20. De3, a5. 21. Df4, Ba6. 22. Bxa6, Hxa6. 23. Bf6, Bxf6. 24. exf6. Rd7. 25. hxg6, Dxf6. (Ef 25. — hxg6 þá Hh8f! og mátar, ef hins vegar 25. — fxg6, þá 26. f7f, Kh8. 27. Hxh7f! Kxh7. 28. Rg5f og vinnur auðveld- lega). 26. gxf7t, Dxf7. 27. Dxf7, KxH. 28. Hxh7t, Ke8. 29. Hh8f, Rf8. 30. Re5, Hiia8. 31. Hd3, Helt. 32. Ke2, Hc2t. 33. Hd2, Hc7. 34. g4, Hg7. 35. Hc2, og svartur gafst upp. Eftir 9 umferðir er staðan þessi: 1. Georghiu 7 v., 2. Hort G'/z v., 3.—4. Steiu og Tukmakov 6 v., 5. Timman 5 v. + 2 biðskákir, 6.—7. Fri'ð- rik og Andersson 5 v. + bið- skák, 8. Keene 4</2 + biðsk., 9.—11. Jón Torfason, Guð- mundur og Magnús 3'/í + bið skák, 12. Bragi 3 v. + 2 bið- skákir, 13. Freysteinn 3 v., 14 — 15. Jón Kristinsson og Gunnar 2 v„ 16. Harvey l'/2 vinning. Jón Þ. Þór. Skagafjarðarsyrpa Bæ, Höfðaströnd, 14. febrúar. f AUSTUR-SKAGAFIRÐI hefur veturinn verið mjög hagstæðiu-. Sjaldan hefur snjóað svo telj- andi sé og þegar jörð fer að grænka á þessum tíma, verða menn hræddir við afleiðingar, ]>ví varla mun veturinn vera lið- inn. Nú er timi skemmtana og þorrabflót eru haldin 'í hverri viku. Alls staðar er blótað hressi lega, og eru þetta ágætar skemmt anir, sem allir sækja, ungir sem gamlir. Árni Ingimundar frá Ak- ureyri æfir nú tvo kóra í hérað- inu; Karlakórinn Heimd og bland aðan kór á Hofsósi. ÖH þessi starfsemi er glaasilegur vottur um góðan félagsanda. Leikfélag Skagfirðinga er að æfa Hart í bak eftir Jölkul Jak- obsson og verða fyrstu sýning- ar nú naastu daga í Miðgarði. Tveir bátar eru gerðir út frá Hofsósi; 300 tonna bátur, sem er á loðnuveiðum, og annar minni, sem veiðir skel og er afla hans ekið á bilum frá Bdönduósi til Hofsóss í vinnslu. Að sögn læknis eru nokkrir lasleikar I austurhéraðinu, hita- veiki og magakvillar, en þó ekki alvarlegir. — Björn. — Við gluggann Fmmhald af tjs. 4 Eg næ hæst með greinum og dýpst með rótum og faðma alla tilveru Guðs. Komdu, hlustaðu á predik un mína, þegar máninn heng ir sinn hálfa skjöld í grein- atrnar, þegar vorblær eða vefr arstormur leikur á hörpur gleði og sorgar í laufi eða þegar haustkyljam feykir föln uðum þlöðum mánum út í blá inn. Hlustaðu á prédihun mSna um líf og dauðia fögnuð og harm, sem allt eru þó gjafir úr hendi hins góða föður, sem veitti mér vaxtarmagn, hans sem signir greinar min air og rætur sól og dögg. Ég mun veita þér hvíld og frið, unað frá hjarta Alföður. Og í draumum þinum muntu finna almætti kærleik ans umvefja þig og læknis- dóma við öllum þínum mein- um. Árelíus Níelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.