Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÖAR 1972 Ölafur Þorvaldsson fyrrv. þingvörður - NOKKUR ÞAKKARORÐ ÞAÐ mun hafa verið fyrir um það bil tíu árum að leiðir okk- ar Ólafs Þorvaldssonar lágu nær daglega um sömu dyr. Ég var þá að snúast í kringum litlar sonar- dætur mínar, en hann að fara til virinu sinnar í Alþingi, en hann var þingvörður um tuttugu og fimm ára skeið. Ólafur hafði yndi af útiveru, og þótt hann væri kominn hátt á áttræðisaldur gekk hann oft úti við staf sinn, en hann var þá farinn að finna til sjúkleika í fæti, sem ágerðist mjög með árunum og gerði hon um erfitt um gang. Hann var þó kvikur í hreyfingum, fríður gam all maður, stundum skarpur á brúnina, með geislandi brún augu og góðmannlegan svip. — Oft bar fundum okkar saman, við dyrríar, eða hliðið, við rædd um saman um veðrið, eða karai- ski eitthvað annað. Alltaf hafði Ólafur eitthvað markvert að segja mér, annaðhvort sínareigin t Systir mín, Sigrún Ingileif ólafsdóttir, lézt á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund þann 13. þ.m. Útförin fór fram í kyrrþey eftir ósk hinnar látnu. Þorvaldina Ólafsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, ammá og langamma, Sigríður Magní Ingjaldsdóttir, verður jarðsungin frá Borgar- neskirkju laugardaginn 19. febrúar kl. 2 e.h. Gunnfríður Ólafsdóttir, Helgi Runólfsson, jLaufey Runólfsdóttir, Edvard Friðjónsson, Jóhanna Runólfsdóttir, barnabörn og barnabamaböm. athuganir, eða gamalla manna mál. HEtnn var mjög fróður. Mál farið hreint og lét vel í eyrum og frásögn öll skýr. — Á sumrin gátum við setið í sólskininu á bekknum i garðinum. Þá bar margt á góma. Ég var forvitin — og mér var unun að fylgjast með honum til æskustöðvanna — til gamla Hafn arfjarðar, þegar hann var ungur drengur, vikapiltur í stórverzlun. Heyra hann segja frá hve gæti- lega varð að fara með fjármuni og spara varð hvem eyri, frá starfinu í verzluninni og þegar kaupmaðurinn ætlaði að fara til Reykjavíkur og bað hann að sækja hestana sina, en enginn vissi hvar þeir voru. Þá var hlaupið sem snaxast upp á Ham- arinn, horft út yfir hraunið — og hestana kom hann auga á í slakka við hraunjaðarinn, var þá ekki beðið boðanna. — Vestur að Stakkhamri var haldið, þax bjó ólafux og Sigrún kona hans ásamt Bimi Jónssyni (bróður Ríkarðs Jónssonar). En því mið- ur varð Bjöm vinur hans og fé- lagi skammlífux og urðu þau Ól- afur og Sigrún að hætta búskap á Stakkhamri. Bimi Jónssyni lýsti Ólafur sem einstökum öðl- ingi, og þótti honum mikil eftir sjá að svo góðum man.ni og gjörvi legum. í Herdísarvík bjó Ólafur einn ig og síðasta sumarið í sambýli við Einar Benediktsson skáld og konu hans Hlíf. Starfsáranna í Alþingi minnt- ist ÓLafur ætíð með mikilli gleði. Þar undi hamn sér vel og þar eign aðist hann marga vini, sem hann mat mikils. Frá ótal mörgu var að segja og tíminn leið og telpumar litlu stækkuðu og allt í einu voru þær teknar að hlusta á frásögn Ólafs og mjög farnar að sækjast eftir t Elskuleg móðir okkar, tengda- móðir og amma, Rósa Araadóttir frá Framtíð, verður jarðsungin frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 19. febrúar kl. 2. Iíörn. tengdabörn og barnabörn. t STEINDÓR BJÖRNSSON frá Gröf, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 19. þ.m. kl. 10,30. Björn Steindórsson, Einar Þ. Steindórsson, Guðni ö. Steindórsson, Steinunn M. Steindórsdóttir, Kristrún Steindórsdóttir, Rúnar G. Steindórsson, tengdabörn og bamabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma LARA s. SIGFÚSDÓTTIR, Sogavegi 148, andaðist í Landspítalanum miðvikudaginn 16 þ.m. Jarðarfðrin augiýst síðar. Guðrún Gunnarsdóttir, '■ Hrefna Bjamadóttir> Ólafur Á. Sigurðsson, Svanborg Ólafsdóttir, Jóhannes Þ. Kristinssön, Bragi Björgmundsson, Ómar Þ. Ragnarsson, barnaböm og bamabamaböm. Sigfús Jóhannsson, Jóhann A. Jóhannsson, Erla Jóhannsdóttir, Baldur Jóhannsson, Anna Jóhannsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, að vera í návist hans, hvort held ur var úti, eða uppi í súðarher- berginu hans. — Þar var svo margt, sem gaman var að skoða og heyra sagt frá. Ekki var held ur leiðinlegt að fara í gönguferð ir um nágrennið. Eða þegar þær fengu einu sinni að fara ofan í Alþin gLshús O'g skoða þar hvern krók og kima — og ekki stóð á útskýringum, um byggingu húss ins, um starfsemi Alþingis, skipt- ingu deilda, um tölu þingmanna, (sem útskýranda þóttu of marg ir) og ótal margt fleira, en síðast var garðurinn bak við húsið skoð aður. Þetta var mikið ævintýri. En það er skemmst frá að segja að með þessum aldniá manhi og börnunum varð til sá dýrðar- heimur vináttu og trúnaðar, sem varla verður skilgreindur með orðum, en Ólafur segir mjög fal- lega frá í sögu sem hann kallar: „Ein af sögum gamla mannsin-s" og birtist í Æskunni, jólablaði 1970. Þá frásögn ættu allir for- eldrar og aðrir uppalendur að lesa. Ólafur var mjög vel ritfær og þekktur fræðimaður. Kunnar eru bækur hans: Hreindýr á ís- Xandi, Harðsporar og Áður en fífan fýkur. Til er í handriti mikið verk eft ir hann um Selvog, ásamt miklu af öðru efni bæði í bundnu máli og óbundnu. Vona ég að þessi verk hans verði gefin út, áður en langt um líður. — Þegar Ólafur Þorvaldsson kveður okkur nú er daginn óðum að lengja og sól hækkar á lofti. Við eigum vor og sumar fram undan, en Ólafur er horfinn og við hittumst ekki oftar við dyrn ar eða hliðið. En engum mun harai gleymast, sem áttu hann að vini. Á minninguna um hann ber engan skugga, okkur er hún fag- ur heimur, þangað sem gott er að leita þakklátum huga. Amþrúður Karlsdóttir. Mér er það enn minnisstætt er ég heyrði Ólaf Þorvaldsson fyrst, þótt nú séu um 25 ár síð- an og ég þá drenghnokki. Ég hlýddi á hann lesa í útvarp frá- sögn af heimsóknum Færeyinga í Herdísarvík, er þeir komu til t Móðir okkar og systir, Ingibjörg Björasdóttir, Hoitsgötu 15, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði laug- radaginn 19. febrúar kl. 11 f.h. Þeim, sem vildu minnast hinn- ar látnu, er bent á Krabba- meinsfélag Islands. Stefanía Þórðardóttir, Björn Jónsson, Einara G. Björnsdóttir, Benedikt Björnsson. •: **)--: ■ ' , Irn " ■■ ;'■ 'i ' i : 11 : ■ ■ :: að sækja snjó til að frysta beitu. Erindið nefndist „Gestir af hafi“ og það sem gerði mér það minnisstætt var hinn áheyrilegi flutningur Ólafs og skemmtilega framsögn, sem honum var svo lagin, ekki sízt er hann flútti minningaþætti frá hðinni tíð. Síðar hlustaði ég oft á Ólaf í útvarpi og alltaf var jafn ánægjulegt að hlýða á mál hans. Ég hugsaði með mér að gaman mundi að kynnast þessum manni. Ólafi kynntist ég • svo ekki fyrr en löngu síðar, er hann var orðinn gamali maður og starfs- ævinni að verða lokið. Það var um það bil er Þjóðminjasafninu var falin Krýsuvíkurkirkja til varðveizlu, að ég var sendur til hans til að fá vitneskju um smíði kirkjunnar og sögu henn- ar. Ekki var komið að tómum kofunum hjá ÓlafL Hann kunni gerla skil á öllu því, sem ég þurfti að vita, jafnt því, sem gerðist löngu fyrir hans daga og því, sem gerðist í ungdæmi hans. Þá kynntist ég fyrst, hvílíkur fróðleikssjór hann var um fólk og atburði liðins tima í Selvogi og sveitunum á sunnanverðu Reykjanesi, og þó ekki sízt í Hafnarfirði og grennd, þar sem Ólafur var fæddur og upþalinn. Ólafur Þorvaldsson var fædd ur að Ási við Hafnarfjörð 6. októ ber 1884 og var því á 88. aldurs ári er hann lézt. Foreldrar hans voru Þorvaldur Ólafsson bóndi þar og kona hans Anna Katrín Árnadóttir. Ólafur ólst upp í Ási en snemma fór hann að stunda verzlunarstörf, bæði í Grindavík, Hafnarfirði og Reykjavík. Síðar tók við búskap ur á ýmsum stöðum, Stakkhamri í Staðarsveit á Snæfellsnesi, Hvaleyri við Hafnarfjörð og síð ast í Herdísarvík, þar sem hann bjó á árabilinu frá um 1920 til 1930. 1942 varð Ólafur þingvörður við Alþingi og því starfi hélt hann þar til fyrir nokkrum ár- um. Þá tók honum að gefast næði til ritstarfa og ritaðí hann marga mlnningaþætti um líf fólks og lifnaðarhætti, einkum á svæðinu frá Hafnarfirði til Selvogs við lok 19. og upphaf 20. aldar. Allt þetta gjörþekkti Ólafur af eigin reynd. Suma þessa þætti flutti hann síðan sem útvarpserindi og var það síðan prentað í bókum hans Harðsporum og Áður en fífan fýkur, en sumt liggur óprentað. Einnig samdi hann bókina Hreindýr á Islandi, þar sem hann rakti sögu hreindýranna frá því þau voru fyrst flutt hing að til lands. Kona Ólafs var Sigrún Eiriks dóttir frá Fossnesi í Gnúpverja hreppi og áttu þau eina dóttur barna, Önnu, sem gift er Marinó Guðmundssyni. Bjó Ólafur hjá þeim hin síðari ár að Ásvalla- götu 6. Son átti Ólafur einnig, Svein hrunavörð, kvæntan Ástu J. Sigurðardóttur. Siðari árin bagaði Ólaf kölk- un í fætí og átti hann þá erfitt um útivist en hélt sig mest í her bergi sínu þar sem hann eyddi deginum oft við skriftir. Það var dægradvöl hans. Heimsótti ég hann þar stundum, en því miður alltof sjaldan. í hvert skipti fór ég þaðan miklum mun fróðari og ríkari að vitneskju. Var sama, hvað rætt var um sem viðkom fólki og sögu héraðanna, þar sem Ólafur hafði dvalizt. Minnið var frábært og frásagn argáfan sérstök og hann hafði yndi af að segja frá ýmsu því sem hann hafði upplifað eða þekkti af frásögnurn sér eldra fólks, Sama var, hvort talið barst að íbúum Hafnarfjarðar á uppvaxtarárum Ólafs, sögu bygginga, skipa, eyðibýla eða ferðaleiðum, bændum og búaliði eða brennisteinsnámi. Allt vissi Óiafur. Hann hafði verið ekill Pike Wards fiskkaupmanns og. fomgripasafnara, orðið 'sjónar- vottur að því er Coot, fyrsta togara Islendinga, hlekktist i á [ og strandaði, verið við síðasta prestsverk í Krýsuvíkurkirkju, búið samtimis Einari skáldi Benediktssyni í Herdísarvík. Víða fannst manni Ólafur hafa verið þar sem eitthvað frásagn arvert gerðist. Frásagnir Ólafs voru samt al- gerlega lausar við mælgi eða karlagrobb. Það sem hann sagði frá voru honum svo eðlilegir hiutir, að engin ástseða var til að mikla þá eða rausa um þá. Hann hafði hins vegar óblandna ánægju af að minnast þessará horfnu tíma og atvika, sem hann sjálfur hafði upplifað og það gladdi hann ef einhver vildi hlýða á frásagnir hans eða lesa þætti hans á bók. — Þetta kom gleggst í Ijós einu sinni að haustlagi, er við fórum saman suður í Herdísarvik, þar sem Ó1 afur hafði búið um tíu ára skeið og ég hygg að hafi verið hon- um kærari en flestir staðir aðrir. Þar syðra þekkti hann hverja þúfu, kunni sögu af hverju örnefni og minntist sam- ferðamanna sínna þar syðra af miklum hlýhug og virðingu. Er mér næst að ætla, að Ólafur hefði ekki frá Herdísarvík far- ið svo fljótt sem raun varð á, ef ekki hefðu atvik komið til. Til merkis um grandvarleik Ólafs er það, að þótt hann væri samtímamaður Einars Benedikts sonar í Herdísarvík um eins árs skeið vildi hann ekki skrifa minningar sínar um Einar, þótt hann segðist hafa verið margoft um það beðinn. Þó bar engan skugga á samskipti þeirra, en hann sagðist ekki hafa þekkt Einar fyrr en hann var orðinn farinn maður og heimurinn hon um að mestu horfiim, og hann kvaðst ekki álíta það rétt, að frásögnum af Einari þannig komnum yrði haldið á loft. Slíkt væri engum til sóma. Ég heimsótti Ólaf síðast í önd verðum janúar, sL Þá virtist hann við beztu heilsu eftir át- vikum. Við sátum lengi á tali og að lokum þakkaði hann mér fyr ir komuna og kvaðst alltaf end umærast við heimsóknir. „Ég lifi lengi á því að þú komst,“ sagði hann og ég hét því að láta ekki líða á löngu til ég kæmi næst. En það fór á aðra leið. Okkar samfundir urðu ekki fleirL Hann lézt 1L febrúar sl, Þar kvaddi sá maður, sem mér þótti hvað ánægjulegast að kynnast. Þór Magnússon. FYRIR BÖRNIN Röndóttar peysur og vestí í faHegum litum. Þyk:kar sokka- buxur. Laugavegi 48.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.