Morgunblaðið - 11.08.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR Í1 ÁGÚST 1972
11
Úr predikunar-
stól í pólitík
Rætt við séra Philip
Pétursson frá Winnipeg
fslendingar höfðu ekki ver
ið lengi i Vestíirheimi þegar
þeir fóru að deila um trúmál.
Þeir gátu ekld komið sér sam
an um hvemig haga skyldi
stofnun isienzkrar kirkju og
brátt hófust flokkadrættir
sem stóðu af sér bólusótt og
ýmsa aðra erfiðleika frumbýl
ingsáranna. Söfnuðimir urðu
tveir og um skeið þrír og
hver hafði sinn prest. Blöðin
Lögberg og Heimskringla
studdu hvort sinn söfnuð og
menn skipuðu sér i stjórn-
málafiokka eftir trúmálum.
Nú eru fslendingar vestra
löngu hættir að deila um trú-
mál og friður kominn á, en
söfnuðirnir í Winnipeg eru
þó áfram tveir: söfnuður
fyrstu lúthersku kirkju og
sambandssöfnuður únigara
og annarra frjáistrúarmanna.
Um 30 ára skeið var séra
Philip M. Pétursson prestur
hjá hinum síðarnefnda, en
þegar hann lét af prestsstörf
um árið 1964 sneri hann sér
að stjórnmáium. Frá árinu
1966 hefur hann setið á þingi
Manltobafylkis og um skeið
var hann menningarmálaráð-
herra í fylkisstjóminni.
Það var þvi ýmisfegt sem
bair á góma, þe,gar tiðinda-
maður Morgunblaðsiins hitti
séra Philip á dögumum, en
héða'n er hanin nú nýfarinn
eftir uan 6 vifkna dvöl ásamt
Þóreyju konu sinni, Philip
Ólafi synd þeirra, Holcn Bjarna
dóttiur Guðmundssonar konu
hans og fjórum bönnum
þeirra: Elísabetu, sem er tvi-
'tuig oig við hjúkrunamáim,
Iiaivíð 18 ára, sem er við verk-
fræðimáim, Mark 16 ána og
Þóru 14 ára, en þau eru í fram
haildisiakóla.
Þórey og Fhilip komu hing-
að árið 1963 og 1968, en son-
ur þeirra og fjölslkylda hans
harfa ekki komið fyrr til Is-
lands.
JÁ, NEI, PÖNNUKÖKUR,
SKYB
— Það hefur verið gaman
að ferðast með þeim um land
ið og hver dagur hefur verið
sem ævintýr, segir Philip. Við
höfum m.a. farið um slóðir
forfeðra okkar í Hornafirði
og Skagafirði, farið um Suð-
urland allt austur að Kirkju-
bæjarklaustri og viðar. Unga
fólkið er alltaf að sjá eitt-
hvað nýtt og skemmtilegt á
þessum ferðum — eitthvað
sem er frábrugið því sem það
á að venjast.
Philip og Þórey tala af-
bragðsgóða íslenzku, en son-
ur þeirra og fjölskylda hans
litið sem ekkert.
— Þau gátu aðeins sagt já,
nei, pönnukökur og skyr þeg
ar þau komu, en nú er orða-
forðinn orðinn meiri. Þau
geta orðið þakkað fyrir mat-
inn á íslenzku, enda er það
eins gott þvi hvar sem við
kamum fáum við svo miklar
veitingar — allt of miklar.
Hver dagur er sem jóladag-
ur.
Philip Markús Pétursson er
fæddur í Minnesotariki í
Bandaríkjunum, hálfri ann-
arri mílu fyrir sunnan kana-
dísku landamærin, en fluttist
nokkurra mánaða norður yf-
ir landamærin og ólst upp i
Saskatchewan. Faðir hans,
Ólafur Björnsson Péturssonar
var fæddur á Rip i Skaga-
firði, en fluttist vestur eftir
1880.
— Ég held að hann hafi
komið vestur 1882, en frændi
minn i Skagafirði segir að í
manntali frá þessum tíma
standi að hann hafi komið
1884. Móðir min var aftur á
móti fædd fyrir vestan. Móð-
ir hennar kom 1876, 11 ára
gömul með föður sínum, Hall
grími Guðmundssyni frá
Brattagerði í Múlasýslu. Ég
veit ekki nákvæmlega hvar
sá bær stóð, enda er hann nú
horfinn. Amma min fór ung i
vinnu til fólks af skozkum
ættum, giftist Skota og þvi
er ég skozkur að einum
fjórða og margir af frænd-
um mínum bera hið skozka
nafn McNab, þótt þeir hafi
orðið lítið sem ekkert skozkt
blóð í æðum.
Foreldrar Philips settust
að í íslenzkri byggð og fram
an af var íslenzka töluð á
heimilinu, en eftir að fjöl-
skyldan fluttist inn til Winni-
peg náði enskan yfirhönd-
inni. Philip fór til náms í
Chicagb-háskóla og síðan i
prestaskóla únitara og varð
pnestur í ensikum únirtasöfn-
uði í Winnipeg. Skömmu síðar
var hann beðinn að taka einn
ig að sér íslenzka únitarasöfn
uði og til þess að búa sig
undir það dvaldist hann eitt
ár á Islandi við íslenzkunám.
Sat hann þá m.a. í tímum í há
skólanum hjá Sigurði Nor-
dal, Árna Pálssyni og Ás-
mundi Guðmundssyni og var
S einkatímum hjá Einari Ólafi
Sveinssyni. — En áður en
lengra er haldið væri efcki úr
vegi að fræðast smávegis um
trúmál Islendinga vestra.
Philip segir sögu þeirra
reyndar svo langa og marg-
þætta að henni verði ekki
komið fyrir í blaðagrein, en
þó má geta örfárra árhrifa-
manna.
TBÚMÁLIN Á NÝJA
fSLANDI
Upphafið var það, að
skömmu eftir að fyrstu ís-
lendingamir höfðu setzt að á
Nýja Islandi og ætluðu að
fara að stofna kirkju, greindi
þá á um hvernig kirkju
stofnun skyldi háttað. Þjóð-
kirkja var og er engin og
fólkið varð sjálft að skipu-
leggja sína kirkju og standa
undir kostnaði af henni. Séra
Jón Bjarnason, sem komið
hafði frá Islandi snemma á
landnámsárunum fylgdi
skoðunum og kenningum ís-
lenzku þjóðkirkjunnar, sem
voru frjálsari og viðsýnni en
kenningar sýnódunnar í Vest
urheimi. Séra Páll Þorláks-
son, sem lært hafði i lútersk-
um skóla fyrir vestan aðhyllt
ist aftur á móti þær kenning
ar, og skipuðu íslendingarnir
sér um þessa tvo presta. Síð
ar urðu þeir fyrir áhrifum
frá norskum presti, Christoph
er Jansen, sem komizt hafði í
samband við hreyfingu únit-
ara og einnig urðu þeir fyrir
áhrifum frá bandarískum
manni, Robert Ingersoll. Inger
soll var lögfræðingur og
raunsæismaður í trúmálum og
þó að hann hefði aldrei vígzt
tíl prests flutti hann marga
fyrirlestra og samdi mörg rit
um trúmál, en þó helzt um
„villur" í trúarkenningum og
venjum kristindómsins. Hann
var ekki svo mikið á móti
kenningum Jansens, en fannst
Jansen ekki fara nógu langt í
raunsæisáttina. Margir landa
i Vesturheimi höfðu mikið álit
á Ingersoll. Sumir þeirra
héldu sig utan kirkjunnar en
aðrir studdu únitarana og
kenningar þeirra. Björn
Gunnlaugsson og „Njóla"
hans voru mikið uppáhald
þeirra, sem tóku únitaratrú,
en í kvæðum sínum kenndi
Björn um kærleika guðs og
mótmælti hugmyndinni um
hefnd guðs og eilífa glötun,
en það var einmitt þetta, auk
þess að afneita þrenningar-
kenningunni, sem únitarar
héldu á loft.
Þegar séra Björn Pét-
ursson, sem lært hafði til
prests á Islandi kom vestur
tók hann málstað frjáls-
lyndra og únitara og árið
1881 stofnaði hann með öðr-
um menningarfélag meðal Is-
lendinga i Dakota. Stefán G.
var ritari í þvi félagi, þar til
hann fluttist vestur til Al-
berta, út af trúmálaskoðunum
sánum að þvi er sumir segja.
Margir fylgdu Birni og Stef-
áni að máli og deilur héldu
áfram. Um tíma voru svo
þrjár mismunandi stefnur
uppi meðal íslendinganna, en
það var meðan séra Friðrik
Bergmann var með sinn óháða
söfnuð. Þegar hann lézt árið
1918 skiptist söfnuður hans
milli lútersku kirkjunnar og
únitara og síðan haifa söfnuð
ímir verið tveior, iúterskur,
sem er fjölmennari og sam-
bandssöfnuður únitara og
aiinarra frjálstrúarmanna
eins og hann hefur verið kall
aður.
tslenzku blöðin Lögberg og
Heimskringla, sem stofnuð
voru snemma á árum ís-
lenzkrar byggðar vestra
studdu hvort sinn trúarhóp,
og var Lögberg með lútersk-
um en Heimskringla studdi
únitara. Þá hðfðu trúmálin
áhrif á stjórnmálaskoðanir
manna og voru únitarar yfir
leitt ihaldssamari en hinir
frjálslyndir.
— En nú eru allir hættir
að deila um trúmál, segir Phil
ip, — enda finnst þeim, sem
hitta Philip hér erfitt að
hugsa sér hann í hatrömm-
um trúmáladeilum.
— Og nú em blöðin orðin
eitt, bætir hann við, og það
eru óskrifuð lög að þar skuli
ekki rætt um stjórnmál og
trúmál, þótt þau slæöist nú
reyndar inn öðru hverju.
ENSK MESSA Á
MOBGNANA, ÍSLENZK A
KVÖLDIN
Þegar Philip lauk presta-
námi tók hann eins og fýrr
segir við enskum únitarasöfn
uði í Winnipeg. En þegar ís-
lenzki söfnuðurinn varð
prestiaus skömmu síðar var
farið að ræða um að láta
þessa tvo söfnuði sameinast
um kirkju og prest og Phiiip
beðinn að taka einnig að sér
islenzka söfnuðinn og í þeim
tilgangi fór hann til íslands.
— Þegar ég tók við var
messað á ensku á morgnana
og íslenzku á kvöldin, segir
Fhilip. En nú er að mestu
hætt að messa á íslenzku þar
sem það veir áður gert á
hverjum sunnudegi. Það er
helzt að guðsþjónustur fari
fram á íslenzku við jarðarfar
ir gamalla Islendinga og þá
einkum á íslenzku elliheimil-
unum. En það verður æ fátíð
ara.
Árið 1964 ákvað séra Phil-
ip að láta af preststarfi eftir
35 ár sem kirkjunnar þjónn.
En hvers vegna?
— Þegar vinir minir voru
að geta sér til um hvers
vegna ég hefði hætt sagðist
ég einfaldlega vera orðinn
„tómur" — væri búinn með
allar ræðurnar. Það er eina
svarið sem ég get gefið.
— Ætlaðirðu þér kannsiki
út i pólitík?
— Nei, alls ekki, þótt svo
atvikaðist reyndar. Fyrstu af
skipti mín af stjórnmálum
höfðu byrjað árið 1943, er ég
var kosinn í fræðsluráð
Winnipegborgar. Þar var ég í
9 ár og oft var þar háður
harður pólitískur bardagi.
En árið 1952 var ég orðinn
svo störfum hlaðinn i kirkj-
unni að ég ákvað að hætta.
Síðan hélt ég mig alveg utan
við stjórnmál þar til ég var
hvattur til að fara í framboð
fyrir fylkiskosningarnar ár-
ið 1966.
Á ÞING OG 1 STJÓBN
— Þú hefur þá væntanlega
verið í framboði fyrir íhalds-
menn sem sannur únitari?
— Nei, reyndar ekki. Ég
bauð mig fram fyrir Ný-demó
krataflokkinn, sem er flokk-
ur bænda og verkamanna og
dálítið róttækur. Ég bauð mig
fram í kjördæmi minu i
Winnipeg, en það er einmenn
ingskjördæmi og var ég þar
á móti íhaldsmanni, sem setið
hafði þrjú kjörtímabil Úr-
slitín urðu þau að ég náði
kosningu og þá var flokkur
minn með 11 þingmenn af 57
á fylkisþinginu. 1 kosningun-
um 1969 hlutum við 29 sæti
og þar með meirihluta og
mynduðum stjórn.
Philip er nú einn þriggja
Islendinga á Manitopaþingi
og fjórði þingmaðurinn er
tengdur Islandi þar sem hann
á íslenzka konu og geta Is-
lendingar þvi vel við unað.
Um skeið tók Philip að sér
embætti menningarmálaráð-
herra í stjóminni.
— Það var um það leyti,
sem haldið var upp á 100 ára
afmæli Manitobafylkis, segir
hann. Þá var mikið um að
vera, þvi hver borg og hver
bær vildu gera eitthvað til að
minnast afmælisins. Starfi
mínu fylgdu því mikil ferða
lög og ræðuhöld, ég þurftí að
opna nýjar byggingar hér og
þar o.s.frv. 1 Winnipeg var
m.a. opnað nýtt þjóðminja-
safn, ný tónieikahöll og
„planetarium", þar sem við
getum virt fyrir okkur him-
inhvolfið. 1 Winnipeg og
Brandon var efnt til margra
alþjóðlegra þinga tíl þess að
gera þetta sem hátíðlegast.
Dr. PáU H. T. Thoriáksson,
sem margir hér kannast við,
stóð fyrir því að haldið var
mikið alþjóðlegt læknaþing í
Winnipeg, það fyrsta sinnar
tegundar, og tókst það svo
vei að ákveðið hefur verið
að halda slíkt þing þriðja
hvert ár og í hvert skipti í
nýju landi. Dr. Thorláksson
er nú fonmaður í allsherjar-.
nefnd, sem V-íslendingar
hafa sett upp tíl þess að und-
irbúa hátíðahöld í tilefni 100
áxa byggðar Islendinga í
Manitoba árið 1975 og einnig
til þess að minnast 1100 ára
afmælis Islands byggðar árið
1974. Það sem gert verður i
tilefni þessara háttðahalda
verður í beinu framhaldi af
þvi sem við byrjuðum að
gera í tilefni 100 ára afmælis
Manitobafylkis árið 1970.
Framhald á bls. 21.
Séra Philip Pétursson og fjölskylda hans. Frá v. Mark,
Þóra, Philip Ólafur, Helen, Philip Markiis, Þórey, Davíð
og EUzabet. (Ljósm. Mbl. Brynjólfur).