Morgunblaðið - 11.08.1972, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGUST 1972
Eva Vilhelmsdóttir:
Tízkan
í Evrópu
EMMANUELLE Khanh hefur
alltaf gert góða hluti. Hún
hannar fatnað fyrir stúlkur
sinnar eigin tegundar, „töff“
og kæruleysilsilegar. 1 ár er
hún undir áhrifum ensku
herratízkunnar, notar mikið
af tweed-ullarefnum og læt-
ur sýningarstúlkurnar sýna
fatnaðinn með dæmigerðum
herramanns-tilburðum. Stærð-
ar sólgleraugu undir börðum
grófra herrahatta. Taflborðs-
köflóttir jakkar úr gervi-
pelsi, ryðrauðir og brúnir og
með grófu stroffi í hálsmáli,
mitti og um úlnliði. Skyrtu-
biússur opnar í hálsinn og
hálsklútar bundnir á karl-
mannsvísu. Viðar baggybux-
ur úr gráu flanneli eða níð-
þröngar svartar síðbuxur.
Dorothée Bis sýndi „sexy“
gamaldags fatnað frá 1950.
Hún notar málmbólur og
glersteina alls staðar, t.d. á
glitrandi skyrtuboli, alsetta
glersteinum kringum háls-
mál og á ermum og sumir
voru með aðeins eina ermi
— mjög æsandi. Jakkar fyrir
næsta vetur eru í sterkum
litum, úr gerviskinnum með
doppum hingað og þangað,
t.d. sterk-gulir með brúnum
doppum. Heilmikið af tafl-
borðs-köflóttum pilsum, jökk
um og blússum. Pilsin voru
þröng og peysumar í gamal-
dags Hollywood-stíl, flegnar
niður i mitti að framan.
Skórnir voru með mjög háum,
þykkum fleyg-sólum og þeir
frumlegustu voru silfurhúð-
aðir.
Kenzo hjá Jap er fremstur
í flókki Parísarhönnuða. í ár
notar hann faileg tweed-ull-
arefni og tweedprjón í jakka
og pils. Þau eru bjöfllulaga
og tekin saman í mittið með
mjóum leðurstreng og síð-
buxur teknar saman með lín-
ingu að neðan. Stuttir tweed-
og ullarjakkar með víðum síð
um púffermum. í kvöldklæðn
aði var hann með ljós-ferskju
litaða sloppa með áþrykktum
mynztruim í pastellitum og
siðbuxur teknar saman með
breiðri líningu að neðan.
Ter et Bantine sýndi frum-
legasta fatnaðinn í Paris.
Mest áberandi voru stórköfl-
óttir, stuttir jakkar með erm-
um úr reíaskinni og með
hala, haus og löppum. Mohair
jakkar og frakkar með áber-
andi alltof grófum saumum.
Pilssíddin náði niður fyrir
hné eða upp í svo að segja
ekki neitt og skórnir hans
voru mjög háir klossar með
breiðu ökklabandi.
Næst segi ég frá London
og „Beautiful Biba“.
Stjórn Sölustofnunar
lagmetisiðnaðar skipuð
IÐNADABRÁÐHERKA Magnús
Kjartansson hefur skijrað stjórn
Sölustofnunar lagnietisiðnaðar-
ins til þriggja ára, samkvæmt
4. gr. laga nr. 48/1972, um Söhi-
stofnun Iagmetisiðnaðarirss. I
fréttatilkyiuiingu frá Iðnaðar-
ráðuneytinu segir:
1 stjórnina voru skipuð:
Formaður: Guðrún Hailgrims-
dóttir, matvælaverkfræðingur.
Varaformaður: Jóhann Guð-
mundsson, efnaverkfræðingur.
Jón Árnason, alþingismaður,
Akranesi. Varamaður: Kristján
Jónsson, forstjóri, Akureyri.
Tryggvi Jónsson, forstjóri.
Varamaður: Böðvar Sveinbjarn-
Laus sím-
stjórastaða
STAÐA stöðvarstjóra pósts og
síma á Sigi’iufirði hefur verið aug
lýst laus til umsóknar og er um-
sóknarfnestuir til 24. ágúst n.k.
arson, forstjóri, Isafirði.
Samkvæmt tilnefningu aðal-
fundar fulitrúaráðs atvinnurek-
enda, sem aðiid eiga að stofnun-
inni.
Ólafur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri, Neskaupstað.
Varamaður: Pétur Pétursson,
alþinglsmaður.
Tvö innbrot
BROTIZT var inn á tvekniuir stöð
um i Reykjavík á þriðjudags-
kvöld, en engu stolið. Á öðrum
staðnum var brotizt inn á verk-
stæði, þar sem aðeins var . að
finna gamlar málningadósir, og
einnig var brotizt inn í einbýl-
ishús í Vesturbænum, en engu
stolið.
Samkvæmt tilnefniingu við-
skiptaráðuneytisins.
Hörður Viilhjálmjsson, við-
skiptafræðingur. Varamaður:
Heimir Hannesson, lögfræðing-
ur.
Samkvæmt tilnefniingu fjár-
málaráðuneytisins.
Skipaðdr hafa verið til þriggja
ára til að endurskoða reikninga
stofnunarinnar:
Þórarinn Jónsson, löggiltur
endurskoðandi, samkvæmt til-
nefningu aðaifundar fulltrúaráðs
og Guðmumdur Magnússon, deild
arstjóri, samkvæmt tilncfningu
fjármálaráðuneytisinis.
Framkvæmdastjóri er dr. Öm
Erlendsson, hagfræðingur.
Póstkort af húsi
Jóns
Sigurðssonar
STJÓRN húss Jóns Sigurðsson-
ar hefur látið búa til póstkort af
húsinu, ásamt líkönum aX
Hrafnseyri við Amarfjörð, fæð-
ingarstað forsetans, að því er
segir í frétitatiilkynningu frá
stjórn hússins.
Kortin eru tii sölu í húsinu,
en þar hefur verið allgestkvæmt
í sumar. Meðal þeirra sem kom-
ið hafa að skoða húsið, hafa
verið rúmlega 100 islenzkir
bændur og 40—50 konur frá
Slysavamafélagi Islands.