Morgunblaðið - 11.08.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.1972, Blaðsíða 16
f 10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGÚST 1972 Oifcgofandi hf Áivricur, Rftyfeiawfk Pramlwwmdaatióri HareWur Sv«m»aon. Ritatiórar M.attihías Johonrvaeaen, Eýj'ótfur Konréð Jónsson ASstoSarrítefcióri Styrmir Gurvnarsson. ftHsfcjórrwrftHlitrúi Þorbfjönn Guðmundsson Fróttasfc/óri Björn Jólhennsson Augíýsingaetjöri Átrri Garðar Kri*tineaon Rftstjórn og afgreiðsia Aífalstresti 6, sfml 1Ó-100. Auglýaingar Aðatetreeti 6, afmí 22-4-60 AskriftsrgiaW 225,00 kr á 'mónuði innaolantte ( teiusasöTu 15,00 Ikr einta'kið IVTær daglega berast fregnir frá Tékkóslóvakíu, þar sem greint er frá fangelsis- dómum, sem kveðnir hafa verið upp yfir andófsmönn- um hins sósíalíska stjórn- kerfis, sem Tékkar og Slóvak ar búa nú við. Síðan Alex- ander Dubcek var komið frá völdum, eftir innrás Sovét- ríkjanna í ágúst 1968, hefur dyggilega verið unnið að því - að koma í veg fyrir frjálsa skoðanamyndun í landinu. Þannig reyna valdhafarnir að tryggja sjálfa sig í sessi og stuðla að réttri þróun sósíalismans eins og það er kallað. Málgagn tékkneska komm- únistaflokksins, Rude Pravo, segir, að fólkið í landinu viti, að ríkið verndi alla borgara, líf þeirra, heilsu og eignir án tillits til stjórnmála- eða trú- arskoðana. En á móti komi, að engum haldist uppi að brjóta landslög eins og það er orðað. í sósíalísku ríki telst það lögbrot, sem ann- ars staðar heyrir til mann- réttinda. í fjögur ár hefur mark- visst verið unnið að því að uppræta með öllu áhrif fylg- ismanna Dubceks í Tékkó- slóvakíu. Menntamenn hafa verið hraktir frá störfum sínum; þeif þykjast nú hólpn ir, ef þeim býðst verka- mannavinna eða verksmiðju- störf. Einstaka menn eru þó svo hættulegir, að þeir eru með öllu útilokaðir frá störf- um. Börn þessara manna fá ekki inngöngu í háskólana vegna þess að upp hefur komizt um menntahroka í ættinni eins og stjórnvöldin orða það. Um það bil 1300 blaða- mönnum hefur verið ýtt til hliðar. Sumir sitja í fang- elsi; öðrum hefur verið ætl- uð önnur iðja og nokkrir hafa komizt úr landi. í blöð- unum á aðeins að koma fram ein skoðun. Viðbrögð fólks- ins eru einföld; það hættir að kaupa blöðin. Talið er að upplag Rude Pravo hafi minnkað um tvo þriðju hluta á fjórum árum. Undanfarnar þrjár vikur hafa verið kveðnir upp fang- elsisdómar yfir 40 Tékkum, sem sakaðir eru um undir- róður og ólögmæta starf- semi, fjandsamlega ríkinu og þjóðfélagskerfinu. Flestir þessara manna tóku á einn eða annan hátt þátt í um- bótatilraunum Alexanders Dubceks árið 1968. Einn þeirra, Milan Hubl, hefur m. a. verið ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að semja hluta af stefnuskrá fyrir frjálslyndisaðgerðir Dub- ceks, er hann var rektor við flokksháskólann í Prag. Alþjóðanefnd lögfræðinga hefur skorað á Gustav Hus- ak að binda enda á þá öldu pólitískra réttarhalda, sem gengið hefur yfir að undan- förnu. Nefndin segir, að sak- borningarnir hafi aðhafzt það eitt, sem heyri til grund- vallar mannréttinda. Alþjóða lögfræðinganefndin segir enn fremur, að hinir ótrúlega hörðu dómar yfir sakborn- ingunum séu alvarleg árás á almennt viðurkennt frelsi. í öllum lýðfrjálsum lönd- um eru þessar ómannúðlegu aðfarir hins sósíalíska stjórn- kerfis fordæmdar. í raun réttri er þetta ekki aðeins hlutskipti Tékka, heldur flest allra þjóða, er búa við sósíalískt stjórnskipulag. Mönnum er enn í fersku minni, þegar þjóðfrelsisöflin í Litháen vöktu fyrr á þessu POLITISKAR HREINSANIR í TÉKKÓSLÓVAKÍU ári athygli umheimsins á áþján Eystrasaltsþjóðanna, sem Sovétríkin lögðu undir sig fyrir þremur áratugum. I Litháen brenndi ungur verkamaður, Roman Kal- anta, sjálfan sig á báli rétt eins og stúdentinn Jan Pal- ach gerði í Tékkóslóvakíu. Þessir ungu menn fórnuðu lífi sínu til þess að opna augu umheimsins fyrir áþján fólksins í sósíalistaríkjunum. Sósíalíska kerfið þolir ekki, að þegnar þess njóti frelsis. Frumstæðustu mannréttindi falla ekki inn í skipulagið. íslenzkir sósíalistar hafa notfært sér örlög þessa fólks í áróðursskyni. Um nokkurn tíma hafa þeir reynt að telja fólki trú um, að íslendingar og Tékkar byggju við sams konar aðstæður. Blekkingar af þessu tagi hafa verið not- aðar til þess að styrkja mál- stað þeirra, sem berjast gegn aðild íslands að varnarbanda lagi vestrænna þjóða. Þetta eru óviðurkvæmileg vinnubrögð. Þau eru ekki einungis ámælisverð vegna blekkinganna, heldur miklu fremur vegna þess, að þau eru óvirðing við þjóðfrelsis- öflin í þessum löndum. Öll lýðræðissinnuð öfl styðja heilshugar mannréttindabar- áttu fólksins í sósíalísku ríkjunum. Gunnar Gunnarsson skáld: Bolabragð undir yfirskini alþjóðaréttar AÐ TALA um ísiland sem strandríki og þrástagiast á því er ekki að- eins út í hött, það er beinlínis vara- vert: rýrir réttlátan málstað til auig- Ijósrar óþurftar. „Strandríkn" er llandið að vísiu. En samanborið við þá bral'lbendu rrueira og minna afdankaðra stórvelda og annarra, sem nú hygigjast bena lífs- hagsmuni langkúgaðrar og langrændr ar dvergþjóðar fyrir borð og þjarma henni með eldi og brandi, er ísland strandriki í öðru og oftsinnis langt- um hærra veldi, sem sé: eyríki, og í ofanálag harðbala hrjósturhólmi í norðlægum úthöfum, óbyggilegur kynsióðum, sem er ekki tamt að una fábrotinni tilvenu, enda hefiur eyj'an ali'a daiga átt höfuðstól sinn i haf- djúpunum til allra átta, en sjialdan fiengið að sitja að þeim einkaauði áneitnislaust — ránsfleytur f jölmenn- ari, ríkari og voldugri þjóða hafa séð um það. Og nú viM svo hlátega og bágliega til að önnur eyþjóð, sem dvergríkið er að reyna að hafa vit fyrir, kann ekki að þekkjast þau vilmál, en býr sig undir í annað sinn að beita marg- reyndan viiidarvin fákænu en fanta- legu bolabragði, sjálfri sér til óhagn- aðar er til Lengdar lætur, og raunar gervallri mannkind, og dretgur í þetta sinn með sér dræsu jafnmisviturra matgoggsimenntaðra fyligifiska, þar á meðal frændþjóða, sýndartengdum þeim sem sótt er að, og vilar ekki fyr- ir sér að beSta fyrir benduna alþjóða- dómstóli, sem undir sauðargæru óhlut drægni afihjúpar sig sem í reyndinni reyfanaréttur; herferðin þegar haf- in með rosalegu auglýsingarutli ríkis- bubba, sem vita ekki aura sinna tal. Haigsmunir íslands á landgrunninu eru auigljóslega hagsmiunir mannkyns ins í heild; mannkyns, sem að visu í voveifliegri skammsýni hefur urið með ofveiði hvert hafið af öðru, að ekki sé nefnd eitrun fljóta og úthafs — annað, en raunar ekki óskylt atriði. En hvað ofveiði snertir og mengun er Gunnar Gunnarsson. mál til komið að spyrna við fæti, sé það ekki uirn seinan. Jón boli hefur bradliað margt á sín- um duggarabandsárum, er hann lang timu.num saman mátti heita einvald- ur á siglinigiailieiðum hnattar, huildum vatni, þar sem álfurnar eru aðeins hólimar á stangli. Athafnasviðið hefur upp á 9Íðkastið þrengzt til mikilla miu.na, og ætti því að vera auðveldara að ráða þar lögum og lofum. En hver er útkoman? Ógnirnar á irska skikanum, sem hann ennþá telst ráða yfir og i heimalandinu ringulreið, er jaðrar við stjórniieysi, 9egja til um það. — Manni verður að spyrja, hvort sá Boli sé með réttu ráði, sem eins og á stendur teliur sig þess umkominn, að skipa rétti um fiskveiðilögsögu við framandi strendur og undir innsigli Hennar Hátignar geysist fram í far- arbroddi jafningja í veiðigirni? — strendur þjóðar, sem á líf sitt og fram tíðarvelferð undir því, að heimur batnandi fari. Vér íslendingar, einkum þeir, sem hafa lifað af tvær stórstyrjaldir, er- um sem allir aðrir í óbættri skuld við Breta, og myndum unna þeim þess einlæglega að standa betuir i ístað- iruu: viðuirkenna af viti hreinliegia eigin hagsmuni í útfærsiiu fiskveiðilögsöigiu, og það því fremur sem gru.nur leik- ur á, að þeir gangi þeiss ekki duldir, en guiggni þegiar á hólminn er komið og láti auragræðgi hagismunahópa draga sig út í ófæruna, enda bertegt af þeirri afstöðu til málsins sem sum brezku blaðanna — auk ófárra ein- staklinga — hafa liátið uppi. Vonandi sér Jón boli í tæka tíð sóma sinn, áttar sig á staðreyndum málfeins: sainngimi og nauðsyn frið- unar fiskstofnsins, svo og að giervöiil tilvera örsmárrar nágrannaeyþj óðar er undir því komin, að hún fái að njóta óáreitt eigin lögtegra auðlinda. Eigin löglegra auðlinda er ekki of- mælt: sönnun þess sú tvímælailiausia viðurkenning alllra þjóða á 200 mílna eignarrétti ríkja til verðmæta undir sjávarbotni. Hver er munurinn á undir og yfir? Er hann annar en sá, að haagara er að ruplia fiskfangi en bora eftir og dæla olíuforða úr iieynihólfum undir sjávarbotni! Þar við bætist að hefð telst komin á vissa teguind afbrota, séu þau nógu oft og frekliega framin, síendurtekin og ágemginin studd næigum mann- fjölda og ábatavæn'iieig í betra lagi. En hvers konar „réttur" er það, sem þarna hefur skapazt? Við heiðarlegt réttarfar á hann ekk ert skylt, og sá alþjóðadómsitóll, er lætur tæliast út í siíkia rangindareki- stefnu og dreguir ófeiminn taum hins seka geign aðila, minni mátbair, en með sanngirnina sin megin, situr uppi með sárt ennið og sitt 9anna heiti: reyfararéttur . . . Sem lokaorð getur það variia tailizt óhæfa, að minna Breta á í öllu bróðerni, að einnig þeir standa í ó- bættri þakkarskuld framan úr öldum fyrir bjairgræði og aðhlynnimg iiila staddra skipbrotsmanna, sem aildrei hefur verið talin eftir — og verði hún það nokknu sinni, væri það illia farið. Um þann aem þetta ritair vill svo til, að yngri sonur okkar hjónanna, miaður á fuililorðinsaildri, hefur hrotið í sjóinn millM báts og brezks skips i ofsaveðri að vetrarlagi, og þó oftar liaigt líf sitt í hættu, að sijúkMngur um borð í veiðidallí mætti verða læknishjálpar aðnjótandi. Það er þaiuil reynt, að hiann er viðiátinn á nóttu sem degi og hvernig sem viðrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.