Morgunblaðið - 11.08.1972, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. ÁGUST 1972
*
Islendingur
í
Bretlandi
Breti
á
Islandi
Það landsvæði.þar sem Grimsbær
rete, á sunnanverðum bökkum
Humber, var numið á seinni
tiluta 9du aldar (um 875) af
dönskum eða norrænum manni,
Grími að nafni, og: við hann er
bærinn kenndur. Endingfin by í
nafninu er danska orðið á bæ
ogr það er þvi réttnefni að kalla
bæinn á íslenzku — Grímsbæ.
Eins og ðll'Um Islendingum er
kunnugt eru samskipti íslend-
iniga og Grímsbæinga orðin æði
löng. >að eru til öruggar heim-
ildir um útræði manna frá Gríms
bæ í Vestmannaeyjum 1408 og
áfram næstu áratugi. í enskum
dómabókum er allmikið um
skuldamál vegna íslandsútgerð-
ar og frá þessum tíma er til dæm
is sagan um Grímsbæinginn, sem
gleymdi aðgerðarsvuntunni
sinni í Vestmannaeyjum og hlaut
kárínur fyrir hjá útgerðarmanni
sínum, það var 1424, en annars
eru skuldamál vegna saltúttekt-
ar eða annars útgerðarvarnings
til Islandsútgerðar algeng-
ustu skuldamálin. Frá þessum
tíma er líka sagan af Jóni ís-
iandsmann, eða John Iceland-
man, eins og hann var nefndur,
en það var íslenzkur maður, sem
búsettur var í Grímsbæ snemma
á 15du öld og þótti með afbrigð-
um uppivöðsfliutsamur og „olW íbú
unum í Grímsbæ vandræðum.“
Vafalaust hafa fleiri Islending
ar slæðzt þama út á þess-
um tíma, þegar Bretar stunduðu
hér útræði, fyrst í Vestmanna-
eyjum og síðar á Suðurnesjum
ðratugi og jafnvel um aldir eða
ailit fram undir lok 16du aldar.
Síðan héldu menn, af þessum
sióðum í Bretiandi, áfram veið-
um hér við land á kuggum og
húkkortum og svo skútum, eða
ailílt þar til togveiðar þeirra hóf-
uist hér við laind um 1890. >á voru
giuifutogarar famir að genast al-
gengir 1 Bretlandi samfara þvi
að hleratrollið kom til sögunn-
ar og menn fóru að geta togað
á ýmissi togslóð, sem óhægt hafði
verið að koma við bómutrollinu.
>að var sem sagt upp úr 1890,
sem enskir byrjuðu að toga fyrir
Suðaustuir- og Austuriandin u
sunnanverðu og færðu sig
síðan smám saman vestur með
suðurströndinni og vorið 1895
kamu þeir i Faxaflóamn.
Upp úr þvi hófust mikil við-
síkipti við brezku togaramenn-
ina, sem vitaskuld voru margir
Grimsbæingar, vegna tröllaróðr-
anna, sem frægir eru í sögunni.
>að má heita að allt frá því að
brezku togaramir komu fyrst að
Suðausturiiandinu hafi staðið
styrjöld milli þeirra og íslend-
inga með nokkrum uppstyttum
þó vegna ágangs brezku togar-
anna, en eiginlega aldrei
tii lengdar orðið slit á viðskipt-
um milli landanna. Dömum tókst
til dæmis aldrei algerlega að
binda endi á verzlun Iisleindinga
við Bteta og hún rauf annað
veifið skarð I einokun Dana.
Þegatr togaraöld okkar Islend-
inga sjálfra hófst jukust
viðskiptin, bæði var að fyrstu
togararnir komu frá Englandi og
héðan var farið að sigla með ís-
fisk á Grimsbæ og Húll haust-
ið 1907.
>egar brezkum togurum tók
að fjölga hér á miðunum og þeir
voru farnir að veiða allt um-
hverfis landið, tóku umgir og
framgjarnir menn að leita á þá,
einkum af Vestfjörðum og urðu
margir þekktir togaraskipstjórar
og áttu flestir heima í Grímsbæ.
>að vair þó ekki fynr en >órar-
inn Olgeirsson var setzturþarna
að og orðinn bæði togaraskip-
stjóri og meðeigandi í útgerð og
framámaður í Grímsbæ, að
þarna safnaðist út allstór hóp-
ur manna og kvenna þeirra, og
það myndaðist dálítil islenzk ný
lenda í Grímsbæ.
íslendingár áttu mikinn hauk
í horni, þar sem >órarinn Ol-
geirsson var og hann stóð í eld-
inum, sem okkar aðalumboðsmað
ur í Grímsbæ i löndunarstyrrj-
öldinni 1952—56 og er það allra
manna mál, að hann hafi haldið
eins vel á spilunum fyrir okkur
og kostur var á.
En þrátt fyrir það, að >órar-
inn héldi vel á málsitað Islend-
inga, þá var hann ekki látinn
gjalda þess úti í Grímsbæ, þar
sem hann var búsettur. Hann
var þannig maður, að hann gat
sagt méiningu sina án þess að
æsa fólk upp til reiði.
Nú er >órarinn kominn til
feðra sinna, hann lézt 1969 og er
jarðsettur hér i Reykjavík, og
það er nú sonur hans Jón Ol-
geirsson sem er umboðsmað-
ur okkar íslendinga í Grimsbæ,
og stendur nú í sporum föður
sins, 1952 og aftur 1958. Jón er
nú staddur hérlendis þessa dag-
ana og Mbl. hitti hann að málí.
— Hvemig kanntu við þig,
Jón, annálaður friðsemdarmaður
inn, klemmdur svona á milti
tveggja elda?
— >að má nú segja að ég sé
vanur þeirri aðsiöðu frá barn-
æsku. Ég var að vlsu ekki nema
sjö ára, þegar löndunarbannið
hófst 1952, en ég kynntist þó
vel baráttu og vandamálum föð-
ur míns siðar aí frásögn hans og
annarra.
Ég hafði einnig náin kynni af
þorskastríðinu 1958 tíl ’61. >eg-
ar þá var fært út, var ég hér á
Isiiandsimiðum með PáM Aðal-
steinssyni. Við klláruðum túrinn
31. ágúst og hélduim þá heiim.
>etta er að sumu leyti
óneitanlega erfið aðstaða, þegar
hitna tekur í kolunum, >egar ég
kem á markaðinn á morgn-
ana eru sífellt að vikja sér að
mér menn, og spyrja: — hvað
ætlizt þið nú fyiriir — og
eiga þá við Islendinga, og ef það
hefur birzt grein um eitthvað,
sem Islendingar hafa gert, eða
sagzt ætla að gera, er ég spurð-
ur: — hvað meinið þtð
með þessu og svo framvegis . . .
en svo þegar ég er hér uppi þá
segja menn við mig: — hvað ætl
^zt þið fyrir — og eiga þá við
Breta, sem sagt að það er sann-
mæli, að það er talað við mig
sem Islending í Bretlandi en
Breta á Islandi.
— I hvaða erindum ert þú hér?
— Ég hef alltaf mörg erindi að
reka hérlendis vegna starfa
míns fyrir Islendinga en auk
þess eru svo hér ættingjar og
vinir mínir og nú er móðir mín
alflutt hingað upp. Ég kem hing-
að á hverju ári og stundum oft-
ar en einu sinni.
— Hvenær hófstu fyrst að starfa
fyrir Islendinga?
— Ég byrjaði hjá föður mínum
1963 og hef því starfað að þessu
síðan nema eitt ár, sem ég var i
Kanada. >egar ég kom aftur það
an, var pabbi hættur en þá hófst
samstarf okkar Páls heitins Að-
alsteinssonar og ég tók svo hans
stöðu, þegar hann féll frá fyrir
aldur fram. >að var mikill mann
sikaði að Páli Aðalsteinssyni og
hans er mikið saknað af þeim,
sem af honurn höfðu einhver
kynni.
— I hverju er þetta umboðs-
starf fyrir Islendinga fólgið?
— >að er alls kyns fyrir-
greiðsla við íslenzku togarana
og bátana, sem landa í Grímsbæ.
>róunin hefur verið sú að báta-
löndunum fjölgar stöðugt frá ári
til árs, síðan bátarnir hófu að
sigla með kola fyrir nokkrum ár
Jón Olgeirsson
um, Nú er i uppsiglingu nokk-
ur breyting á umboðsfyrirkomu
laginu, þannig að stofnað verður
sérstakt fyrirtæki. Við höfum
ákveðið að nota þá Fylkisnafn-
ið. >á flytjum við. í sérstaka
skrifstofu og verður þá fyrir-
greiðsian persónulegri fyrir Is-
Iendinga, sem leita til okkar í
Grímsbæ, en verið hefur, meðan
ég og það starfslið, sem ég hef til
umráða, var inni í stórri skrif-
stofusamstæðu stórfyrirtækis.
Hér er sem sé um breytingu á
aðstöðu að ræða, sem við teljum
íslendingum til hagsbóta.
— Um hvaða fyrirgreiðslu er
helzt að ræða fyrir togarana og
bátana, og hver eru störf þin i
einstökum atriðum, þegar bátur
eða togari kemur til löndunar í
Grímsbæ?
— Ef ég á að lýsa þvi í ein-
stökum atriðum, þá er venjulegt
starf mitt til dæmis með þeim
'hætti, að ég fæ tilkynningu um
að bátur eða togari sé væntan-
legur til Grímsbæjar og á leið-
inni út. Ég hef svo samband við
skipin í Pentli oftast, og fæ þá
nánari upplýsingar um komu-
tíma, en það er mér nauðsyn-
legt að fá, að minnsta kosti sól-
airihiring áður en skipin koma.
>egar svo hlutaðeigandi skip
kemur, þá tek ég á móti þvi, er
viðstaddur tollklareringuna, út-
vega peninga, sem skipstjórinn
telur sig þurfa tii þarfa skips og
skipshafnar, tek niður pöntun á
veiðarfærum og varahlutum og
eins, ef um viðgerðir er að ræða,
og síðan sé ég um að skipið kom
tet á réttan stað við löndun,
Um tiuieyiið um kvöldið áð-
ur en landað er fer ég svo nið-
ur eftir (Jón býr úti í Huimber-
stone) — og sé um að karlarnir,
venjulega 10- 12, sem ég hef
ráðið til að undirbúa löndunina,
hafi gert það sem skyldi, en þeir
eiga að grafa sig svolítið niður
úr lúgunum, áður en aðal lönd-
unarhópurinn kemur um miðnætt
ið. >að komast nefnilega ekki
nema fáir menn að til að landa
úr lúgunum og fyrst meðan það
er að rýmkast til í lestitnm'i. >eig-
ar þessi undirbúningsvinna er
komin í gang og ég hef þannig
fullvissað mig um að alllt verði
klárt til löndunar, fer ég heim.
Venjulega er ég kominn niður
eftir aftur svona upp úr sex til
að vera búinn að gera mér grein
fyrir gæðum og ástandi fisksins
áður en markaðurinn hefst hálf
átta og síðan fýlgist ég með söl-
unni og þegar henni er lokið þá
fylgist ég með útreikningunum
og uppgjörinu, sem ég fer svo
með til skipstjórans. >ví næst
ræð ég menn til að þrífa iest-
arnar og stilla upp I þeim, út-
vega skipinu bryggjuþláss, sem
það getur haft, ef það þarf að
stanza vegna viðgerða eða við
að taka olíu og vistir.
>að kemur fyrir að það koma
3—4 bátar og togarar sam-
dægurs og þá er í miklu að snú-
ast hjá mér, en ég hef þaulvamt
starfslið og þetta gengur
allt vel.
— Hvernig haga íslenzkir sjó
menn sér úti í Grfmsbæ?
— >að eru engin vandræði
með þá, síður en svo. >eir eru
landi sínu og þjóð til sóma, haga
sér í allan máta vel og koma
með velmeðfarinn fisk,
— Hériendis hefur mikið verið
rætt um kössun um borð,
og menn ekki alveg á eitt sátt-
ir um gildi hennar. Hver er ykk-
ar reynsla í Grímsbæ.
— Kössun um borð fylgja vita
skuld miklir kostir einkum við
löndun, en gildi hennar fer eft-
ir aðstæðum og lengd túra, og
þessi aðferð hefur ekki reynzt
vel á brezka markaðnum og ekki
betur en það, að hún er alveg
að leggjast niður aftur. >að er
nú fyrst, að það er staðreynd,
sem við höfuim mangprófað að
er rétt, að fiskur geymfet verr í
kössum en stíum, ef túrar eru
langir, til dæmte 12—14 dagar,
þó að okkur sé ekki alveg ijóst,
hvemig á því stendur. >etta er
þó ekki meginatriðið fyrir óvin-
sældum kassafisks á brezka
markaðnum, heldur hitt, hvað
illa „sorterast" í kassana um
borð og bæði stærð fisks-
ins í þeim og þunginn í þeim er
misjafn, þó að á þvi séu undan-
tekningar, t.d. hjá þeim tveimur
íslenzku bátum, sem komið hafa
með kassaðan fisk. >etta kemur
illa við alla aðila. Smákaup-
mennirnir, sem gjaman vilja smá
an fisk, fá of stóran físk innan-
um, og stórfyrirtækin eða fisk-
vinnslufyrirtækin, sem vilja stór
an fisk, fá svo aftur smáfisk inn
um stóra fiskinn. >að er einnig
mikið atriði með þvi háa fisk-
verði sem nú er, að hægt sé að
treysta þunganum í kassanum.
>að er fljótt að koma í tilfinn-
anlegar upphæðir, ef það vigt-
ast kannski 7—8 kg minna upp
úr kössunum, en kaupand-
inn gerði ráð fyrir, þegar hann
bauð í fiskinn.
Sjómönnum er illa við kössun
um borð, vegna þess að siðutog-
aramir eru ekki byggðir fyrir
kassa og þeir bæði rúmast illa í
þeim og verkið er umhendis fyr-
ir sjómennina, >að hefur
þó ekki dugað að hanna togar-
ana fyrir kassa, vegna áður-
nefndra markaðsörðugleika.
— >ið hafið reynt færibanda-
kerfi við löndun. Hvemig hef-
ur það reynzt?
— >að hefur reynzt alveg
prýðilega fyrir kassaðan fisk,
en við höfum ekki reynt það við
iönduin á ísuðurn f.iski í stíum.
>að hafa þeir aftur á móti gert
i Hull, en reynslan er enn um-
deilanleg.
— Hvað heldurðu um framtíðar-
horfurnar á ferskfiskmörkuð-
um?
— Ferskfiskmarkaðirnir verða
áfram sterkir. Stórfyrirtæki eru
búin að binda geysifé í fiskiðn-
aðinum og það vantar jafnan
fisk. >að er sennilega hvergi á
einum stað i heiminum jafnmik-
ið geymslurými fyrir fryst-
an fisk eins og í Grímsbæ og
hann dreifist um allar jarðir.
EBE-löndin geta ekki fullnægt
sinni eigin fisfcþörf, og ftekur
verður því að koma að frá öðr-
um þjóðum og verðið helzt áreið
anlega allgott. >að er álitið að
með inngöngu Bretlands í EBE
hækki kjötverð í Bretlandi, en
fiskverðið fylgir kjötverðinu, þó
þannig að það helzt ailtaf ívið
lægra. Fólkið kaupir fisk, svo
lengi sem hann er lægri en kjöt-
ið. Ffekverðið fylgir því alltaf á
hæla kjötverðsins.
— Hvað hefur verðmæti ís-
lenzks fisks landaðs í Grímsbæ
verið að jafnaði áriega undan-
farin ár?
— >að hefur rokkað svona um
eina miiljón sterlingspunda
áriega,
— Reiknarðu með mikilii
au'kningu, ef úr rætist um deil-
una?
— Já, það hlýtur að verða, ef
fenskfteksverðið helzt áfram
svona gott eða jafnvel betra,
eins og ég held að verði.
— Nú ert þú í þeirri aðstöðu,
Jón, að þú vilt náttúriega ekki
blanda þér mikið opinberlega I
ftekveiðideiluna, en það má þó
altént spyrja þig um afstöðu al-
mennings í Grímsbæ.
— Almenningur í Grímsbæ læt
ur sig deiluna náttúrlega mikiu
varða, þótt almenninigur í Bret-
landi geri það ekki, og hafi víða
í landinu litla eða enga hug-
mynd um hana. Atvinnuleysi er
meiira í Grimsibæ en almennt ger
ist í Bretlandi og það skiptir þvl
Grimsbæinga miklu hvemig úr
þessari deilu leystet.
Bæði í fiskveiðunum sjálfum
og við fiskvinnsluna og dreif-
inguna starfa þúsundir manna,
sem aldrei hafa unnið önnur
störf um sína daga og mikið af
þessu fólki væri alls ekki fært
um að fara inn á ánnan vinnu-
markað, þó að hann væri fyrir
hendi, sem ekki er. Skipakostur
Grimsbæinga er þannig enn þá,
að hann yrði að verulegu leyti
ónothæfur, ef Islandsveiðar
legðuist niður og það tek-
ur aldrei minna en f jögur til
fiimm ár að koma upp
nýjum flota til sóknar á fjarlæg-
ari mið. Ef ekki leysist þannig
úr deilunni, að Grímsbæingar fái
nægan umþóttunartima til að
byggja upp flota stærri
skipa, þá er fyrirsjáanlegt mik-
ið atvinnuleysi, ef leggja þarf
öllum þeim flota, sem sótt hef-
ur á Islandsmið. >að er ekki
nokkur vafi á þvi, að almenn-
imgur í Grímsbæ skilur fyllilega
sjónarmið Islendinga og veit að
ísJandsmiðin eru helzta auðlind
Islands, og Islendingum því
nauðsynlegt að vemda þau, og
vitaskuld legg ég ríka áherzlu á
þetta sjónanmið I viðræðum við
fólk úti i Grímsbæ, en sá er eld-
urinn heitastur sem á sjálfum
brennur, og þess vegna er sktlj-
anlegt að almennt ríki and-
úð þar í bæ á aðgerðum íslend-
inga. Ég get fullyrt það, að það
er einlæg von allra i Gríimsbæ,
að deilan leysist þannig, að báð-
ir aðilar geti þolanlega við un-
að og ekki komi til vimslita né
harkalegra árekstra. Ég vil að
það komi fram, að ég held, að
aimenningur í brezku fiskibæj-
unum viti ekki annað en alger-
lega sé slitnað upp úr viðræð-
unum um friðsamlega iausn og af
því stafa þær hótanir, sem þeg-
ar eru farnar að heyrast. >að
myndi vekja nýjar vonir
og bæta andrúmsloftið, ef ai-
menningi i fiskibæjunum væri
gefin einhver von um, að áfram
væri unnið að friðsamlegri
lausn.
Skiljanlega tekur mig þessl
deila mjög sárt persónulega, þar
sem ég er í þjónustu annars að-
ilans en búsettur hjá hinum, og
ég hlýt að taka tillit til sjónar-
miða beggja deiluaðila. Ég vona
þvi að sá tími komi, að varan-
iegur friður ríki milli þessara
tveggja þjóða, sem búnar eru að
eiga svo löng og mikil samskipti.
Ásg. Jak.