Morgunblaðið - 15.08.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.08.1972, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1972 Útvegur og iðnaður undir- staða atvinnulífsins — Rætt við Ágúst Bjartmarz, oddvita í Stykkishólmi Oddviti Stykkishólms- hrepps er Ágúst Bjartmarz. Hann er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. Faðir hans, Kristján Bjartmarz gegndi áratugum saman oddvitastörf um í Stykkishólmi með mikl- um sóma. Ágúst er bygginga meistari að mennt. Undanfar- in ár hefur hann verið fram- kvaemdastjóri skipasmíða- stöðvarinnar Skipavikur h.f. í Stykkishólmi, ásamt Agli Rossen. Það er nó'g að gera við stjórn fyrirtækis, sem er í hraðri uppbyggingu, og hreppsmálin, sem eru löngum tímafrek. Hér fer á eftir stutt sunnu dagsspjall, þar sem Ágúsf oddviti var inntur eftir ástandi og horfum I atvinnu málum staðarins og öðru því, sem efst er á baugi úm þess- ar mundir. Það skal þó tek- ið fram, að s’katta- og útsvars mál eru látin liggja á milli hluta að þessu sinni. Væri þó ærin ástæða til að ræða þau ein út af fyrir sig. Það verð- ur gert við annað tækifæri. Svör oddvita voru efnislega á þessa leið: ATVINNA: Mjög góð atvinna hef- ur verið i Stykkishólmi síð- an 1969. Árin 1967 og 1968 voru erfið. Bolfiskveiðarnar gáfu svo litla vinnu í landi. Sumarfiskur sáralítill. Leit að rækju og skelfiski hófst á árinu 1969. Skelfiskveiðar byrjuðu 1970. Skel h.f. var stofnað og vinnsla hófst í landi. Haustið 1970 söfnuð- ust bátar saman til skelfisk- veiða frá Stykkishólmi, bæði heimabátar og aðkomubátar. Urðu þeir flestir 26. Á fjórða þúsund tonn af skel komu að landi til áramóta. Nökkuð af aflanum var unnið á staðn- um, en mikið flutt landleiðis til Borgarness, Akraness, Reykjavíkur, Hafnarfjarð- ar og víðar. Nokkuð af rækju var unnið I Skel h.f. Skelfiskveiðar hafa verið stundaðar meira og minna frá Stykkishólmi að undan- förnu. Vinnsla i landi hefur aðaMega farið fram á vegum frystihúss Sigurðar Ágústs- sonar, en í haust mun einnig taka tii starfa nýtt fyrirtæki í húsnæði Kaupfélags Stykk- ishólms, sem byggir á vélvæð ingu á þessu sviði. VETRARVERTÍÐIN Á síðustu vertið voru 6—7 bátar gerðir út frá Stykkis- hólmi. Þórsnesið var lang- aflahæst og jafnframt 2. afla- hæsti bátur landsins með um 1060 tonn. Tvö frystihús voru starfrækt: Frystihús Sigurð- ar Ágústssonar og Kaupfé- lags Stykkishólms. Nokkuð var saltað. StykkishóJmur varð hæstur verstöðva i gæða mati á svæðinu frá Horna- firði til Stykkishólms. SKIPASMÍÐI Skipasmíðastöðin Skipavík h.f. er að byggja nýtt stál- grindarhús fyrir nýsmíði og viðgerðir við dráttarbrautina nýju. Húsið er um 2400 m2 að flatarmáli og 26.000 m3. Það er nú að verða fokhelt. Stefnt er að því, að rekstur þess hefjist í október í haust. Þar á að vera unnt að smiða tvö 100-tonna tréskip sam- tímis og eitt álíka til við- gerðar. Nýsmíðin hefur íar- ið fram í gömlum bragga. Búið er að afhenda einn 50 tonna bát á þessu ári. Ann- ar verður afhentur bráðlega og 3 aðrir eru í smíðurn. Eft- irspurn er mikil. Vinnuaflið er svona á milli 40 og 50 manns. Að auki vinna um 10 menn í vélsmiðjunni að smiði á öllu járnverki til skipanna, en það er Vélsmiðja Krist- jáns Rögnvaldssonar, Stykk- ishólmi, sem þau verk ann- ast. Þar munu vinna um 15—20 menn alls. IBNAÐI R, ANNAB 1 Stykkishólmi starfa 2 tré smiðjur: Trésmiðja Stykkis- hólms og Trésmiðjan Ösp. Auk þess húsgagnagerðin Aton. Á þessum stöðum vinna nú um 60 manns alls. VATNSVEITAN Stærsta verkefnið á veg- um hreppsins er ný vatns- veita. Áætlun 1. áfanga, sem nú er verið að vinna, er upp á 17 millj. króna. Það er pipulögn 8 Vz km. Vatnið er sótt að Svelgsárhrauni í landi Hrisa í Helgafellssveit, lO-’tiommiu plia/sitrör frá Reykja- lundi. Vatnslögnin til Stykk ishólms verður um 13 km að lengd. Heildarkostnaður áætlaður kr. 24 milljónir. Bæjarkerfið þarf og að end- urbæta. — Þá verður og unn- Skipasmíðiistöðin Skipavík. ið mikið við skólplagnir á þessu ári. HÖFNIN Stykkishólmshöfn er mjög góð frá náttúrunnar hendi. Þó er íshætta á vetrum. Hafn armannvirki eru orðin gömul og þarfnast endurbóta. Unn- ið er að þeim málum. Við hina nýju dráttarbraut í Skipavik þarf að koma upp hiMeanfeersIiuivöignium og við- gerðarbryggju (löndunar- hryggju). Efni í hliðar- færsluvagna er þegar komið á staðinn. FERÐAMÁL Um Snæfellsnes leggur vax andi fjöldi ferðamanna leið sína ár frá ári. Mér er sagt, að flóabáturinn Baldur hafi sjaldan átt jafn annrikt og nú í sumar við ferðir um Breiðafjörð og yfir til Barða strandar. I Stykkishólmi er í smíðum stórt félagsheimili og gistihús, sem væntanlega tek ur til starfa á næsta ári. Þar verður gistirými fyrir 50—60 manns. Geta má þess, að nýr flugvöllur er í byggingu rétt við Stykkishólm, til hliðar við gömlu flugbrautina, sem ekki var talin nógu traust til frambúðar. HEILBRIGÐISMÁL Minnast má á sjúkrahúsið, sem St. Fransiskusreglan lét reisa á árunum 1933—1934 og hefur rekfð síðan. Þar starfa nú 15 systur, sem vinna að SKÓLAR Skólar í Stykkishólmi hafa löngum þótt góðir. Barna- og hjúkrunar- og mannúðarmál um. Þar eru 30 sjúkrarúm. Aðstaða öll til lækninga og hjúkrunar talin mjög góð. Auk þess starfrækja systurn ar sumardvalarheimili fyrir börn og smábarnaskóla að vetrarlagi. Störf þeirra eru mjög þakkarverð og mik- ilvæg. HÚSNÆÐI Það er geysimikill húsnæð isskortur. Þar verður að gera stórátak, hvernig svo sem það verður framkvæmt. Vit- að er um margt fólk, sem flytja vildi hingað, ef viðunandi húsnæði væri í boði. Hreppsnefnd hefur fal ið stjórn verkamannabústaða að kanna húsnæðisþörfina og hvernig við henni megi bregð ast. íbúafjöldi er 1040 manns. Unnið er að skipu- lagsmálum, bæði heildar- skipulagi og hverfaskipulagi bæjarins. unglingaskóla er að vísu mjög þröngur stakkur skor- inn, hvað húsnæði snertir. Iðnskóli hefur starfað hér undanfarin ár. Þá hefur tón- listarskóli verið starfræktur árum saman — og lúðrasveit, er stofnuð var 1944. Ágúst Bjartmarz FÉLAGSLlF Mörg félög eru starfandi, m.a. Ungmenna- og kvenfélag, Rotary- og Lionsklúbbar. Lions-menn hafa látið mik- ið tii sín taka, m.a. hafa þeir komið sér upp eigin húsi, gef ið sjúkrahúsinu nok'kur lækningatæki og nú í sumar unnu þeir við að koma á fót aðstöðu íyrir ferðamenn (tjaidsitæðiuim o.fl.). Unnu allt sjálfir, en hreppurinn lagði til það, sem þurfti af efni. Þetta fer nú að verða nokkuð langt samtal, þó að margt sé um að ræða. Segðu mér að lokum eitthvað frá íþróttum. Snæfellingar hafa löngum átt frækna íþrótta- menn og sjálfur varstu ís- landsmeistari í badminton um s’keið. — Á áratugnum 1950— 1960 var mi’kið líf í badmin- toníþróttinni í Stykkishólmi. Á þeim árum varð ég 5 sinn- um íslandsmeistari í einliða- leik og 1 sinni í tvíliðaleik. Enn eru íþróttir iðkaðar sem betur fer, m.a. knattspyrna, sund og frjáflsar íþrótt- ir. H.S.H. — Héraðssamband Sniæf. og Hnaippdæla — hef- ur nú ráðið sérstakan fram- kvæmdastjóra í fvrsta sinn, Guðmund Guðmundsson, sem starfa mun hjá sambandinu i sumar. Formaður H.S.H. hefur ver ið Jón Pétursson, lögreglu- þjónn í Stykkishólmi, éinn bezti kúluvarpari lands- ins. — Þess má geta, að kaup félagsstjórinn er líka þefckt- ur kúluvarpari, Sigfús Sig- urðsson frá Hrísdal. Nú hieifutr verið haifizt handa við nýjan, laragiþrtáðan íiþirótta vöfU í Styfckiishólmi. Landið vair næislt fraim í fynrta. Á þesisu ári verður unnið fyrir allt að 800.000,00 krónur. Ungmenna félagar eru nú að skipu- leggja sjálfboðavinnu við völlinn í sumar. Ekki má gleyma að reyna að búa i hag inn fyrir unga fólkið undir hinu gamla kjörorði: „Heil- brigð sál í hraustum iikama." F.Þ. Helsinki: 100 ára afmælismót norrænna lögfræðinga — 24 íslenzkir lögfræöingar sækja mótið UM 850 noirænir lögfræðingar koma saman í Helsinki í Finn- landi dagana 24.—26. ágúst og sitja þar 26. norræna lögfræð- ingamótið sem haldið er. Um Jeið verður þess minnzt að 100 ár ern liðin síðan slíkt mót var fyrst haldið. Norræn lögfræð- ingamót ern nú haldin á þriggja ára fresti og síðast var slíkt mót haldið á fslandi árið 1960. Frá Isdandi munu 24 lögfræð- inigar sækia mótið og tveir þeinra flytja framsöguerindi: Sigurður Líndal prófessoir talar um viininufrið’nm sem lagalegt vanidamál og Magmúis Þ. Toirfa- son. hæstaréttardómiari tailar um ábyrgð framieiðamda og eeljanda vegna hættue’gimleika á seldum vörum. Þá mum Stefám Már Stefánissan fulltrúi taka þátt aif ísSands hálfu í hrinigborðsumræð um um meðfeirð miraniháttar skuldamáLa fyrir rétti. í tilefmi 101) ára aifmælis norr- ærau lögfræöingamótamma er gef- ið út sérstakt mimmingarrit, <sem Henri k Tamm h aestairéttardóm- ari hefur samið, em Danmerkur- deildin hefur staðið fyrir útgáf- umini. í stjórrn íslanidsdeildar nonr- æmu lögfræðim'gamótanma sitja nú: Theódór B. Líndal prófessor, sem er formaður, Ágúst Fjeld- sted hæstarfcttarlögTraaður, Ár- manm Snævarr hæstaréttardóm- ari, Einar Armalds hæ.sl aréttar- dórraari, Guðmuindur í. Guð- mundsson sendiiherra, Hermanm Jónasson, fyrrveramdi fonsíetis- ráðherra, Hrafn Bragasom dóm- arafulltrúi, Ólafur Jóhammessom, forsætisráðhei ra og Rannveig Þorsteiirasdóttir hæstaréttariög- maður. — SF styður Framhald af bls. 1 sinnt einhliða aðgerðum Is- lendiraga. Em í þessu tilviki væri um lífsisha'gsimunii þjóðar innar að ræða ag gæti hann þvi ekki andmælt aðgerðum íslenzku rikisstjómarimnar. — Rytgaard.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.